Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 19
Í dag kveð ég tengdaföður minn Sigmund Guð- mundsson, sem lengst af bjó ásamt Unni tengdamóður minni á Laugarásvegi 52, Reykjavík, en hin síðari ár hefur hann dvalið á Eir. Sigmundur starfaði alla sína tíð sem flugumferðarstjóri og tók virkan þátt í starfi FÍF. Sigmundur var félagslyndur og tók í mörg ár virkan þátt í starfi frímúrarareglunnar fyrir stúkuna Eddu í Reykjavík. Sigmundur var mikill skáti í sér og var lengi félagsforingi Skjöldunga. Margsinnis var leit- að til hans um margþáttuð verk- efni á vegum skátanna og oft- sinnis var hann fenginn til að Sigmundur Guðmundsson ✝ SigmundurGuðmundsson fæddist 7. maí 1928. Hann lést 8. júlí 2018. Útför Sigmund- ar fór fram frá Há- teigskirkju 17. júlí 2018. halda utan um og leiðbeina við skáta- störf. Ættingjar og vinir Sigmundar nutu handbragðs hans við skemmti- legar og fjölbreyti- legar borðskreyt- ingar í matarboðum og af öðrum tilefn- um. Hann vann m.a. til verðlauna fyrir borðskreytingar í keppni sem bæði fagmenn og ófaglærðir tóku þátt í. Eitt sinn fórum við hjónin með tengdaforeldrum mínum, Sigmundi og Unni, til Ameríku og gistum á Ventura-svæðinu í Orlando. Við vorum í um hálfan mánuð með þeim og yngsta barni okkar, Unni, sem þá var 14 ára. Það var víða farið um í búðir og verslunarmiðstöðvar og Disn- eygarða og fleira. Eitt sinn eftir eina ferðina voru þau keyrð heim í hús en við héldum áfram og fór- um í „Florida Mall“. Þegar heim var komið var komið kvöld og myrkur úti. Við vorum ekki fyrr komin heim en sá gamli lét vel heyra í sér, hvað við værum að þvælast úti með barnið í svarta- myrkri að næturlagi en klukkan var 9 um kvöld. Á kvöldin voru bara bófar og ræningjar á ferð í Ameríku, taldi tengdafaðir minn. Okkar yngsta hefur, með bros á vör, oft minnst á þetta, að það væru ekki bara krakkar og ung- lingar sem fái skammirnar frá foreldrunum heldur einnig börn nærri fimmtugu. Fyrir allmörg- um árum datt Sigmundur og mjaðmagrindarbrotnaði. Þetta sár greri seint og illa. Síðustu ár sín átti hann mjög erfitt um gang og aðrar hreyfingar vegna veik- inda, sem leiddi til þess að hann var að mestu rúmfastur. Eftir að Sigmundur flutti úr íbúð sinni á Eir og yfir á hjúkrunarheimilið tók ég að mér að annast þvott fyrir hann. Síðustu árin hitti ég hann að jafnaði 2-3 sinnum í viku og naut hann þeirra heimsókna þótt við værum svo sem ekki að tala mikið saman. Um það leyti sem Sigmundur varð áttræður tjáði hann okkur að hann væri sennilega með langlífustu körlum í sinni fjöl- skyldu. Hann taldi að hann væri að setja met í langlífi á hverjum degi. Þetta átti eftir að vara í mörg ár. Gunnar V. Johnsen. Kveðja frá flugleiðsögusviði Isavia Sigmundur Guðmundsson lauk grunnnámskeiði í flugum- ferðarstjórn fyrri hluta árs 1950 og öðlaðist starfsréttindi flugumferðarstjóra í flugturn- inum á Reykjavíkurflugvelli að starfsnámi loknu. Sigmundur fór í framhaldsnám í flugum- ferðarstjórn hjá FAA í Okla- homa City 1954-1955 og síðan í verklegt nám og öðlaðist stað- arréttindi í Charleston, V-Virg- iníu. Einnig sótti hann ratsjár- námskeið hjá IAL í London 1972. Sigmundur öðlaðist starfsréttindi í úthafs- og inn- anlandsdeild flugstjórn- armiðstöðvar og starfaði lengstan hluta starfsævinnar þar sem vaktstjóri. Síðustu ár starfsævinnar vann hann við skipulags- og eftirlitsstörf í flugumferðarþjónustunni. Sig- mundur lét af störfum hjá Flugmálastjórn 8. maí 1991 vegna starfslokaákvæða. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd starfsmanna flugleið- sögusviðs Isavia þakka Sig- mundi samfylgdina og farsæl störf við flugumferðarstjórn. Fjölskyldu og vinum vottum við samúð okkar. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 „Það er ekki hægt,“ sagði Bragi þegar ég tilkynnti honum að ég væri að hugsa um að kaupa eyði- jörðina Hvammshlíð til að búa á. „En þú býrð hérna líka,“ svaraði ég. Þá hló hann og tveimur tímum seinna vorum við búin að finna góðan stað fyrir litla húsið mitt. Á þessum degi sat ég í fyrsta skipti í hlýja eldhúsinu á Þverá, þá hittumst við Bragi í fyrsta sinn. Þessi stund var ör- lagarík – aldrei hefði ég flutt þangað ef þessi tilvonandi ná- granni minn hefði ekki tekið Bragi Húnfjörð Kárason ✝ Bragi HúnfjörðKárason fædd- ist á Blönduósi 13. febrúar 1949. Hann lést 25. júní 2018. Útförin fór fram frá Hólaneskirkju 9. júlí 2018. mér opnum örm- um. „Fjallkonan“ kallaði hann mig í hálfgerðu gríni en samt í alvöru. Það var kannski meg- inatriðið sem tengdi okkur, að okkur leið bara af- skaplega vel í fjöll- unum. Oft vorum við að furða okkur á, eftir að enn einu sinni einhver hafði spurt annað hvort okkar „þér leiðist ekkert, þarna er nú aldrei að gerast neitt“. Okkur var hins vegar óskiljanlegt hvernig nokkur maður gæti kosið að eiga heima í kaupstað. Aftur og aftur dáðumst við að náttúrufegurðinni í kringum okkur, hvað þessi eða hin roll- an væri fríð og skemmtileg, hvað veðrið væri aftur svo dásamlegt eða hvað skamm- degin gátu verið hugguleg og friðsæl. „Hvernig það var í gamla daga“ var líka efni fyrir endalaust spjall. En spjallið okkar var sjaldnast yfirborðs- kennt. Við ræddum marga við- kvæma hluti, traustið virtist vera gagnkvæmt. Fyrsta veturinn festi ég bíl- inn minn í snjónum stutt frá þjóðveginum, í fyrsta skiptið mokaði ég 1,5 tíma, þá gat ég keyrt af stað. Nokkrum dögum seinna festi ég mig aftur. Ég mokaði og mokaði hátt í 2 tíma en árangurslaust. Hikandi ákvað ég að hringja í nágranna minn og lýsti stöðu minni, hvort það væri hugsanlegt að hann drægi bílinn út – hvenær sem það myndi henta honum, ég gæti líka frestað kaupstað- arferðinni minni „Á karlinn þá ekki bara að koma núna?“ var svarið hans. „En ertu ekki upptekinn? Þú mátt alveg gera það seinna ef það er betra,“ sagði ég. „Nei, nei. Ég kem bara.“ Svona einfalt var þetta. Eftir 5 mínútur birtist græna dráttarvélin hans og 2 mínut- um seinna var bíllinn laus. Hann leit til baka. „Þú ert búin að moka býsna mikið,“ sagði hann. „Í næsta skipti hringirðu bara strax. Þú hefur annað að gera en að moka tímunum saman.“ og brosti. Þá fór ég smám saman að trúa að hann meinti þetta. Endalausar voru tillögur hans til að byggja upp eða bæta á bænum mínum. Að sjálfsögðu myndi hann hjálpa mér við það. Ég sem var vön að gera allt sem einfaldast og ódýrast, og helst ein („sem ég skil alveg, ég hugsa nú svona líka,“ sagði hann), hikaði fyrst en þá fór ég að þiggja boðin. Stundum reyndi hann að sann- færa mig með orðunum: „Það á að verða allt þannig útbúið að þú getir bjargað þér hérna ein þegar ég verð einhvern tímann farinn.“ Það tókst honum. En það versta er að hann fór næstum strax á eftir. Elsku besti Bragi minn, besti nágranni í heimi. Ég á engin orð fyrir þakklæti mitt. Þú varst eins og góður afi fyrir mig. Söknuðurinn er ótrúlega mikill. Gangi þér sem allra best þarna hinum megin – laus við þennan líkama sem var smám saman farinn að angra þig. Karólína í Hvammshlíð. Ása Guðlaug Stefánsdóttir móð- ursystir okkar er látin 93 ára að aldri. Hvernig minnist maður þeirra sem á undan hafa gengið og eru manni svo kærir? Jú, maður staldrar við, hugsar til baka og leyfir minningum að streyma fram. Maður finnur fyrir sorg og söknuði, svo miklum að maður heldur stundum að hjartað bresti. Svo gerist það undraverða að lífið heldur áfram en eftir stöndum við breyttar manneskjur. Ása frænka hafði mikil áhrif á okk- ur systur og vegferð okkar. Ása Guðlaug Stefánsdóttir ✝ Ása GuðlaugStefánsdóttir fæddist 7. júlí 1925. Hún andaðist 9. júlí 2018. Útför hennar fór fram 20. júlí 2018. Ása var dugleg, ósérhlífin, þrjósk og umhyggjusöm. Hún var bóndi og hafði unun af skepnum. Mýrar II var líf hennar og yndi þar sem hún bjó með Böðv- ari eiginmanni sín- um og sonum, Stefáni Einari og Böðvari Sigvalda (Stebbi og Siggi). Ása lifði bæði mann sinn og son, Stefán Einar, sem féll frá fyrir aldur fram. Ása átti ríkan þátt í upp- vexti okkar þegar við dvöldum fyrir norðan í bernsku. Bú- skapurinn krafðist þátttöku allra, verkefnin voru óþrjót- andi. Þá þurfti stundum að taka á honum stóra sínum. Við borgarbörnin vorum ekki alltaf viss um gildi sveitaupplifunar- innar. Önnu Maríu var eitt sinn nóg boðið, ætlaði að fara heim og var komin með tösku í hönd en einhvern veginn hafði ljúfa Ása lag á barninu. Þá var gott að fá að kúra í hálsakoti, láta rugga sér og hlusta á hana söngla gamalt lag. Ása frænka kenndi okkur svo margt. Mörg atvik bera þess vitni. Eitt slíkt var þegar Anna María kom skælandi heim úr fjósinu til Ásu. Ein kýrin hafði þá fleygt henni út í flórinn. Hún beið eftir samúð og meðaumkvun en Ása var fljót að snúa henni rakleiðis aftur út í fjós og sagði henni að láta kúna vita hver réði þar ferðinni og ætti bara að ýta á móti. Engin uppgjöf þar. Hún hafði óbilandi trú og traust á okkur alla tíð og það var okkur systrum mikils virði. Jónína minnist samtalanna um æsku Ásu og systkinanna á Mýrum. Þær systur, Helga Fanney móðir okkar og Ása, voru nánar enda aðeins ár á milli þeirra. Þegar Helga Fanney bjó í Bandaríkjunum fóru mörg bréf á milli þeirra og talað var inn á segulband til að segja fréttir af fólki og bú- skapnum. Það var henni einnig minnisstætt þegar farið var í kaupstaðarferð á Hvamms- tanga og Jónína fékk að kaupa eitthvað fallegt fyrir peninginn sem fékkst fyrir ullina af kind- inni sem Ása hafði gefið henni. Minningarnar um Ásu eru tengdar gleði og elsku. Ása var ekki skoðanalaus um menn og málefni og við systurnar munum hvernig þjóðmálin voru brotin til mergjar við eldhúsborðið á Mýrum II. Þetta jafnaðist á við eldhúsdagsumræður á Alþingi! Ætíð var gestkvæmt hjá Ásu og Böðvari þar sem tekið var vel á móti skyldum sem óskyldum. Maður var ætíð manns gaman. Það er kúnst að gera langri ævi góð skil í stuttu máli, það er svo margs að minnast og þakka. Arfleifð Ásu felst í því fólki sem hún á fyrir norðan, þeirri jörð sem hún ræktaði og þeim áhrifum sem hún hefur haft á samferðafólk sitt. Hafðu þökk. Vottum Sigga, Ollu og börn- um innilega samúð. Blessuð sé minning Ásu Guðlaugar Stefánsdóttur. Anna María og Jónína Kárdal. Mín fyrstu kynni af Guðbirni bróður mínum eða Bjössa eins og hann var alltaf kallaður voru þegar ég var fjögurra ára. Þá flutti hann 16 ára gamall frá Siglufirði til Hafnarfjarðar til Hallgríms pabba okkar og Margrétar mömmu minnar á heimili okkar að Reykjavíkur- vegi 33. Vegna heilsubrests mömmu hans hafði honum aðeins tveggja ára gömlum verið kom- ið í fóstur hjá heiðurshjónun- um Sigurlínu og Jóni að Tungu í Fljótum. Síðar flutti hann svo með þeim til Siglufjarðar og hóf sína skólagöngu þar. Snemma tókst með okkur mikill kær- leikur og gott samband. Eign- aðist ég þá minn stóra bróður sem ég leit mikið upp til. Bjössi hóf ungur nám í vél- Guðbjörn Hallgrímsson ✝ GuðbjörnHallgrímsson fæddist 4. apríl 1934. Hann lést 6. júlí 2018. Útför Guð- björns fór fram frá Hafnarfjarð- arkirkju 17. júlí 2018. virkjun í Vél- smiðjunni Kletti og í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Hann öðlaðist sveins- og svo meistararéttindi í þeirri iðn. Síðar öðlaðist hann skipstjórnarrétt- indi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og var í millilandasiglingum um tíma. Það góða samband mitt og svo okkar hjónanna við Bjössa, konu hans Kristínu og þeirra fjölskyldu hélst alla tíð þrátt fyrir langar fjarvistir hans og búsetu þeirra í Dan- mörku. Bjössi bjó lengi í Danmörku eftir að Kristín flutti heim til Íslands með börnin og leiðir þeirra skildu. Síðasta áratug ævi sinnar bjó Bjössi í Hafn- arfirði þar sem við hjónin fylgdumst með aðdáunarverðu sambandi hans við börn sín og fjölskyldur þeirra sem við vottum okkar fyllstu samúð. Hinsta kveðja. Þorvaldur Stefán Hallgrímsson og Svanhildur Leifsdóttir. Lífið er allskon- ar, með brekkum bæði upp og niður. Þetta sum- arið höfum við fjölskyldan fengið að reyna brekkurnar heldur mikið, en það er bara þannig stundum. Þormar móð- urbróðir minn er lagður af stað í langferðina sína, hann fékk að reyna margar brekkur í sínu lífi og margar ansi brattar. Hann tók sínu hlut- skipti af æðruleysi og sagði ósjaldan að það þýddi ekkert að væla því ástandið myndi alls ekkert lagast við það. Þormar hafði skemmtilegan húmor og gerði mikið af því að segja brandara og skemmti- legar sögur en gerði þó aldrei grín að öðrum eða sagði nokk- uð á hlut annarra. Hann var barngóður og hændust öll börn í fjölskyldunni að honum og höfðu þau mjög gaman af að skoða alla flottu kveikjar- ana hans og hrekkjudótið, oft mátti ekki á milli sjá hvort börnin eða hann höfðu meira gaman af því að sprella með þetta allt saman. Þrátt fyrir að Þormar hafi Þormar Skaftason ✝ ÞormarSkaftason fæddist 19. sept- ember 1958. Hann lést 8. júlí 2018. Útför Þormars fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 19. júlí 2018. verið mjög veikur og þróttlaus síð- ustu vikurnar var húmorinn alltaf til staðar, hann nýtti hvert tækifæri til að skjóta inn í um- ræðurnar ein- hverju hnyttnu og skemmtilegu og reyndi að létta andrúmsloftið og gera aðstæðurnar bærilegri fyrir okkur hin sem vorum hjá honum. En það er einmitt það sem var svo lýs- andi fyrir hann, hann vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér og honum var umhugað um að fólkinu sínu liði vel þó að hann ætti oft erfitt með að koma því í orð. Dagur er risinn rjóður í austri, raular mér kvæði þröstur á grein. Blessuðu tónar, blessaði dagur, blessaða veröld tindrandi hrein. Sólin er risin hátt upp á himin, hlæjandi dagur þerrar mín tár. Blessað sé ljósið, lífgjafinn mildi, lofaður veri himinninn blár. Ég elska lífið, ljósið og daginn, lofgjörð um heiminn fagnandi syng. Blessað sé lífið, blessað sé ljósið, blessaðir morgnar árið um kring. (Heimir Pálsson) Vertu sæll, elsku frændi minn. Þyrey Hlífarsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir mín, HELGA TH. LAXDAL, Mosarima 1, Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Líney Lúðvíksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.