Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð vegna andláts og útfarar bróður okkar og frænda, INGVARS EYJÓLFSSONAR bónda frá Gillastöðum. Systkini og aðrir aðstandendur ✝ Sólveig Ein-arsdóttir fæddist í Reykja- vík 20. janúar 1926. Hún lést 15. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Einar Magnússon, f. á Flankastöðum á Miðnesi í Gull- bringusýslu 30. ágúst 1895, d. 13. janúar 1973 og Guðlaug Ein- arsdóttir, f. á Grund, Vatns- leysustrandarhreppi í Gull- bringusýslu, 20. apríl 1905, d. 2. maí 1965. 6 mánaða var Sólveig tekin í fóstur. Fósturfjölskylda hennar voru: Guðrún Ólafía Guðný Ólafsdóttir, 1929–2010, Berg- þóra Hulda Ólafsdóttir, 1932– 1939, Lúlla María Ólafsdóttir, 1934, Jóna Þuríður Ólafsdóttir, 1937, Ólafur Bergsteinn Ólafs- son, 1940–2014 og Bergþóra Hulda Ólafsdóttir, 1942. Samfeðra systir var Alma Einarsdóttir, 1928–2011. Sólveig og Hilmar Svanberg Ásmundsson giftu sig 26. júní 1954. Hilmar fæddist í Reykja- vík 11. nóvember 1926, d. 16. ágúst 2002. Synir þeirra eru: Ásmundur Svanberg, 1946, Guðmundur Marel, 1952, Pétur Ingi, 1953 og Gunnar Að- alsteinn, 1957. Með heimilisstörfum vann Sólveig hlutastörf í fiskverkun og annarri matvælaframleiðslu en lengst vann hún við ræst- ingar í Kársnesskóla. Sólveig verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 23. júlí, klukkan 15. bjó í Þúfukoti í Kjósarhreppi. Fósturfjölskylda hennar var Guð- mundur Hansson, 1882-1959 og María Margrét Gottsveinsdóttir, 1877-1954 og börn þeirra Loftur Guð- mundsson, 1906- 1978, Petrea Ingi- leif Guðmunds- dóttir, 1909-1990, Sveinn Guðmundur Guðmundsson 1911-1964 og Gunnar Að- alsteinn Ragnarsson, 1922- 1954, fóstursonur Guðmundar og Maríu. Sammæðra systkin Sólveigar Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Það eru margar góðar og dýr- mætar minningar sem koma upp í huga mér. Ein af mínum fyrstu minn- ingum sem ég held fast í er upp- haf skólagöngu minnar í Kárs- nesskóla. Amma Veiga var gangavörður í skólanum og var mjög spennandi að hitta ömmu eftir skóla og hjálpa henni að þrífa skólastofurnar. Í lok hvers vinnudags hittust síðan allar kerlingarnar inn á kaffistofu og gerðu upp daginn með einum rótsterkum kaffibolla og spila- stokk og alltaf fékk ég að spila með þeim. Þessi minning er mér svo minnisstæð og man ég þetta mjög greinilega þrátt fyrir ung- an aldur þarna. Dekurstundirnar á Hraun- brautinni voru margar. Það var alltaf vinsælt að róta í fata- skápnum hjá þeim afa og draga fram jakkafötin og kjólana og dressa okkur upp fyrir hin ýmsu hlutverk og síðan hjálpaði amma okkur að breyta stofunni í ein- hvern ævintýraheim. Næturgist- ingar á Hraunbrautinni voru ófáar og skipti engu máli hvort við værum ein eða allur hóp- urinn, sem var stór. Amma var alltaf tilbúin að stjana við okkur. Hún bauð upp á margrétta mat- seðil svo allir fengu sinn uppá- haldsrétt og var síðan spilað og hlegið fram eftir kvöldi. Á sumrin voru amma og afi dugleg að ferðast með tjald- vagninn um allt land. Veiðidell- an var mikil hjá þeim og fékk ég oft að fara með þeim í veiðiferð- ir. Um leið og afi kláraði vinn- una á föstudögum var lagt af stað og góða veðrið elt. Yfirleitt fóru strákarnir ykkar og fjöl- skyldur þeirra með og eða stóri vinahópurinn ykkar. Þessar stundir eru mér og fjölskyldunni mjög dýrmætar og yljar mann um hjartarætur að minnast þeirra. Í dag er ég ofsalega þakklát að við áttum einstakan tíma saman tvö sumur árið 2002-2003. Ég vann þá sem flokksstjóri hjá Kópavogsbæ og fékk ég úthlut- að að sjá um svæðið í kringum húsið hennar í Vogatungunni. Ég lagði það í vana minn að kíkja til hennar, nokkrum sinn- um í viku, í hádeginu eða í kaffi- tímanum. Hún hélt uppteknum hætti líkt og á árum áður að bjóða upp á margrétta hlaðborð og í eftirrétt var sódakakan (marmarakaka) eða brúntertan borin fram. Þessar stundir og minningar með þér elsku amma eru mér ómetanlegar. Við náð- um að rifja upp gamla tíma og tala um allt og ekkert. Amma var ávallt til staðar fyrir syni sína fjóra og fjölskyld- ur þeirra . Það var aðdáunarvert að sjá hversu vel strákarnir hennar sáu um hana af alúð og ást eftir að afi dó og eftir að hún flutti inn á Hrafnistu. Þeir náðu að endurgjalda allt sem hún hafði gefið þeim og gert fyrir þá. Ég gæti haldið endalaust áfram og rifjað upp stundirnar með þér, elsku amma, en ég ætla að láta hér staðar numið. Þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu, elsku amma mín. Takk fyrir allt. Njóttu þess að vera kominn í faðm afa. Þangað til næst. Þín, Svanhvít. Elsku Veiga amma, það kom að því að þú fengir hvíldina löngu. Það hefur verið erfitt að horfa upp á þig fjara út síðustu árin inn í þokuna. Sérstaklega af því að þú varst nú alltaf með svo stóran og fjörugan persónuleika sem við munum aldrei gleyma. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann. Það var allt- af gott að vera hjá ömmu í pöss- un. Við fengum að leika með allt skartið þitt og klæða okkur upp í föt af ykkur afa. Allir fengu uppáhaldsmatinn sinn að borða og skipti engu máli hvað rétt- irnir voru margir, allir fengu sinn uppáhaldsrétt. Við eigum ófáar minningarnar úr eldhúsinu á Hraunbrautinni, þar sem þú sast með svart kaffi í þykku glerglasi og við að úða í okkur sódaköku og mjólk. Já, og þinni einstöku brúnköku sem þú geymdir alltaf í plastkassa úti í garði. Þú hafðir endalausa þol- inmæði fyrir öllum prakkara- strikunum okkar og gast hlegið þig máttlausa af allri vitleysunni í okkur með þínum smitandi hlátri. Þú kenndir okkur að hlusta á Guðrúnu Á. Símonar, Fats Dom- ino, tvista við Shakin’ Stevens og að dansa skottís. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg í litríku fötunum þínum og með öll blómin, úti og inni, í öllum regnbogans litum og skipti engu máli hvort þau voru lifandi eða gervi. Jarðarberin sem uxu und- ir húsveggnum í garðinum voru líka alltaf svo ljúffeng. Hvort sem veiðiferðirnar voru í Hítárvatn, Bauluvallarvatn eða einhvern af hinum fjölmörgu stöðum sem við höfum heimsótt með þér var Combi-Camp tjald- vagninn alltaf með í för og þar var gott að vera. Við minnumst líka þeirrar miklu trúar þinnar á að aldrei ætti að þvo sér um hendurnar þegar verið er við veiðar. Samlokur með smá fiski- slori og ormaslími líða okkur seint úr minni. Það að arka með ykkur afa kringum hin ýmsu vötn hefur komið okkur í göngu- form fyrir lífstíð. Við munum alltaf minnast þín á uppáhaldsstaðnum við Hítá- rvatn í bleika gallanum með veiðistöngina að draga að landi væna bleikju með bros á vör. Þín barnabörn sem eiga þér svo mikið að þakka, Hilmar Veigar Pét- ursson, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, Anna Lilja Pétursdóttir, Svan- hvít Guðmundsdóttir, Olga Huld Pétursdóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir, Ólafur Garðar Gunn- arsson og Sólveig Sif Guðmundsdóttir. Sólveig Einarsdóttir ✝ Birgir Sveins-son var fæddur 5. apríl 1940 á Eyr- arbakka. Hann lést á Ljósheimum, Sel- fossi 10. júlí 2018. Foreldrar hans voru Sveinn Árna- son, fæddur 1913, og Sveinbjörg Kristinsdóttir, fædd 1922. Hann var uppalin á Eyr- arbakka, elstur systkina sinna, alsystkini hans sammæðra eru Guðleif og Sigríður, fæddar 1944, Sigurbjörg, fædd 1945, og Júlía, fædd 1949, hálfsystkini hans eru Guðlaugur Grétar, fæddur 1956, Halldóra, fædd 1957, og Gísli, fæddur 1958. Birgir var kvæntur Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Vestra Íra- gerði á Stokkseyri. Börn Birgis og Guðnýjar eru: 1) Brynjar, fæddur 1965, eiginkona hans er Halldór, sambýliskona hans er Halldóra Magnúsdóttir, sonur þeirra er Guðmundur Atli. Birg- ir og Guðný skildu í kringum 1986. Birgir bjó á Eyrarbakka þar til hann veiktist fyrir ári síðan. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi hann á Ljósheimum, Sel- fossi. Birgir vann á ýmsum stöðum um ævina. Hann vann í Plastiðj- unni á Eyrarbakka, stundaði sjómennsku í mörg ár og byrjaði sem háseti og varð síðar vél- stjóri. Hann var lengi á Birn- inum, einnnig á Jóhanni Þor- kelssyni. Um tíma átti hann sjálfur hraðfiskibát sem bar nafnið Snarfari. Hann var vöru- bílstjóri til margra ára og vann hann þá m.a. við sjóvarnargarð- inn á Eyrarbakka. Meðfram bíl- stjórastarfinu rak hann um tíma sjoppu á Eyrarbakka ásamt þá- verandi eiginkonu sinni. Útför Birgis fór fram í kyrr- þey frá Eyrarbakkakirkju að ósk hins látna laugardaginn 14. júlí 2018. Ólafía Helga Þórð- ardóttir, synir þeirra eru Daníel Orri og Arnór Daði. 2) Jón Guð- mundur, fæddur 1968, eiginkona hans er Oddný Sig- ríður Gísladóttir, börn þeirra eru Andrea Ýr, Rakel Eir, Patrekur Máni og Arnar Breki. 3) Auðunn, fæddur 1972, eig- inkona hans er Daðey Ingibjörg Hannesdóttir, dætur þeirra eru Arna, Ásdís, Þóra og Auður. 4) Guðni, fæddur 1973, eiginkona hans er Ingigerður Tómas- dóttir, börn þeirra eru Berg- sveinn Hugi, Björgvin Már og Ingunn. 5) Júlía, fædd 1976, eig- inmaður hennar Guðmundur Halldór Magnússon, dóttir þeirra er Sólborg Vanda, upp- eldissonur hennar er Óskar Síðastliðinn laugardag kvöddum við pabba, tengda- pabba og afa frá Eyrarbakka- kirkju. Þegar kemur að kveðju- stund þá ósjálfrátt lætur maður hugann reika til liðinna daga og hugsar um allar stundirnar sem við áttum með Birgi. Þá koma fyrst upp í hugann allar veiði- ferðirnar sem voru farnar m.a. í Brynjudalsá, Sogið og ferðirnar út á engjar á Eyrarbakka. Birg- ir var vanafastur og vildi alltaf fara á sömu veiðistaðina og átti það til að standa sem fastast þó svo það væri ekki einu sinni nartað í. Birgir var mikill sæl- keri og frábær bakari og átti hann alltaf tertur og kleinur í frysti. Ef við komum í heimsókn þá voru þessar kræsingar born- ar fram og alltaf lagað súkku- laði og það varð að vera þeyttur rjómi með. Sólþurrkaði saltfiskurinn hans var líka algjört sælgæti og nostraði hann við fiskinn meðan hann var að þurrka hann. Tók þetta allt vorið og var fiskurinn settur út um leið og það kom sólarglæta en þetta þurfti að gera áður en flugan kom og það mátti ekki heldur vera of mikil sól því þá gat fiskurinn brunnið. Það er ekki hægt að segja að Birgir hafi verið duglegur að fara í boð en þó var það eitt boð sem hann missti aldrei af, það var skötuveislan hjá okkur í há- deginu á Þorláksmessu. Hann mætti alltaf fyrstur og kom hann þá með sólþurrkaða salt- fiskinn sinn sem hann var búinn að útvatna fyrir þá sem borðuðu ekki skötuna. Þarna hitti hann öll börnin sín, tengdabörn og barnabörn. Á aðfangadag vildi hann alltaf vera einn og það var alveg sama hvað við reyndum til að fá hann í mat til okkar, hann vildi hann vera heima hjá sér. Birgir var mjög heimakær og vildi frekar fá fólk í heimsókn til sín. Í hádeginu á jóladag bauð hann börnum, tengda- börnum og barnabörnum í mat þar sem borinn var fram ham- borgarahryggur með öllu til- heyrandi, margar tegundir af ís í eftirrétt og á borðum voru all- ar mögulegar tegundir af kon- fekti. Við vorum varla búin að renna niður eftirréttinum, þeg- ar bornar voru fram tertur og brauðréttir. Með þessu hitaði hann súkkulaði og þeytti rjóma með. Þetta varð alltaf að vera eins og mátti helst ekki breyta þeim tegundum sem voru born- ar fram. Þegar ég heyrði í pabba þá spurði hann alltaf frétta af afla- brögðum og finnst mér erfitt að hugsa til þess að geta ekki hringt í hann og spjallað um daginn og veginn. Hann spurði alltaf um alla þegar við heyrð- umst og vildi vita hvort allir væru ekki við góða heilsu. Birgir var yndislegur pabbi, tengdapabbi og afi og minnist ég þess að hann skammaði okk- ur systkinin aldrei heldur ræddi málin og sagði sína skoðun á hlutunum. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Þín verður sárt saknað. Brynjar, Lóa, Daníel Orri og Arnór Daði. Nýlega kvaddi afi minn þenn- an heim og fór á vit ævintýr- anna á nýjum stað sem heitir himnaríki. Ég sakna þín en núna færðu að vera þú, baka kökur og klein- ur og fá heimsóknir en örugg- lega frá fólki sem ég þekki ekki. Ég mun koma en ekki strax. Eyrarbakki var þinn heima- bær og komum við oft að heim- sækja þig og alltaf tókstu á móti okkur með bros á vör. En eitt er það sem þú þarft að vita og það er að við munum halda áfram að koma en bara á annan stað. Mér þykir óskaplega vænt um þig afi minn. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín, Ingunn Guðnadóttir. Birgir Sveinsson HINSTA KVEÐJAElsku pabbi minn Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Takk fyrir allt. Guðni Birgisson. Hann afi veit tímana tvenna, sá gamli er helvíti frjór. Ýmislegt hefur hann náð mér að kenna, en aldrei að halda með Þór. Túrar. Bíltúrar. Göngutúrar. Túrar. Það fyrsta sem kemur í hug- ann þegar ég hugsa til stundanna sem ég naut með afa eru bíltúrarnir niður að höfn og göngutúrarnir með tíkinni Perlu. Og þegar ég hugsa til baka og reyni að fletta upp einstökum minningum frá þessum túrum, þá eru það ekki ákveðin samtöl eða at- vik sem standa uppúr. Það fyrsta sem kemur í hugann er þessi ótrú- lega hlýja nærvera sem hann hafði. Hann hafði þennan fágæta eigin- leika að geta sagt hvað honum þætti vænt um mann án þess þó að segja nokkurt orð. Afi var, eins og allir sem við hann kannast, ákaflega fastheldinn á sína siði. Eitt hjónaband, svo til í einu húsi, í sömu vinnu. Einhverj- um kann að finnast það óspennandi en sá hinn sami ætti að fletta upp skáldinu sem sagði að aðeins leið- inlegu fólki leiddist. Afi var nefnilega þeim galdri gæddur að geta gert þessar ósköp venjulegu stundir að óskaplega sérstökum stundum. Gísli Eyland. Nærvera afa sæta var best og svo notalegt að spjalla við hann og hanga með honum. Minningar mínar eru margar, til dæmis notalegar stundir uppi í sófa með afa og Perlu að horfa á Tomma og Jenna meðan hann nuddaði á mér eyrnasnepilinn. Að sjá afa með Perlu var svo fallegt og fara með þeim í göngutúr út á svæðið hennar Perlu var alltaf gaman. Hann elsk- aði Perlu sína mikið. Amma og afi fóru oft með mig í ferðalög eða á rúntinn. Að vera með afa og vera í kringum hann var svo notalegt, reyndar það besta. Rödd- in hans var alltaf svo blíðleg. Ég elska afa mikið, hann var alveg mitt uppáhald. Gísli J. Eyland ✝ Gísli Jón Juul Eyland fædd-ist 21. desember 1926. Hann lést 8. júlí 2018. Útför Gísla fór fram 19. júlí 2018. Við gátum spjallað um allt og ekkert bara í rólegheitum og ég er ánægð með að mér finnst við lík á þessum nótum. Afi og amma studdu mig í einu og öllu. Afi elskaði sólina, var alltaf svo sólbrúnn og glæsilegur og hann sjálfur var svo mikið ljós. Allir þekktu hann og ég hef alltaf verið stolt af nafninu Eyland vegna þess að afi var langflottastur. Hann var með fallegt bros og hlýtt hjarta sem umvafði alla í kringum hann. Erla Eyland. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Takk fyrir samfylgdina, Gísli minn, hafðu þökk, minn kæri, fyr- ir allt og allt. Þinn vinur, Stefán Arnaldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.