Morgunblaðið - 23.07.2018, Page 23

Morgunblaðið - 23.07.2018, Page 23
stofustjóri Kaupfélags Stykk- ishólms og síðar fulltrúi hjá Vega- gerð ríkisins, og k.h., Sigríður Jónatansdóttir frá Hóli í Firði, f. 26.4. 1904, d. 22.9. 1992, húsfreyja. Júlíus var bróðir Guðlaugs Rósinkr- anz þjóðleikhússtjóra. Börn Signýjar og Jóns eru: 1) Erlendur, f. 26.4. 1948, MA og Ph.d. í heimspeki frá Cambridge Uni- versity og prófessor emeritus við HÍ, kvæntur Hönnu Maríu Sig- geirsdóttur lyfsala og eru synir þeirra Jón Helgi, f. 1982, bygg- ingaverktaki, kvæntur Martinu V. Nardini lækni og eiga þau dæt- urnar Emmu, f. 2010, og Eliu, f. 2014, og Guðbergur Geir, f. 1986, tölvusérfræðingur í Los Angeles, kvæntur Sigríði Harðardóttur lög- fræðingi og eiga þau dæturnar Hönnu Maríu, f. 2013, Ragnheiði Söru, f. 2015, og Sigríði Lindu, f. 2017; 2) Sigríður Hrafnhildur, f. 12.8. 1953, d. 19.8. 2014, MA í fjöl- miðlafræði, var gift Sveini Úlfars- syni og síðar Sveini Björnssyni, sendiherra Íslands í Strassborg og síðar í Vínarborg, en dætur hennar með Sveini Úlfarssyni eru Signý Vala, f. 1976, læknir og doktor í blóðmeinafræði frá háskólanum í Lundi, gift Þóri Skarphéðinssyni lögfræðingi, en börn þeirra eru Hrafnhildur Helga, f. 2001, Sigrún, f. 2006, og Skarphéðinn Egill, f. 2010, og Unnur Edda, f. 1982, lög- fræðingur en maður hennar er Daði Ólafsson lögfræðingur og börn Unnar eru Elsa Vala Rúnarsdóttir, f. 2007, og Helena Sif Daðadóttir, f. 2017. Bróðir Signýjar var Jón Sen, f. 1924, d. 2007, konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, var kvæntur Björgu Jónasdóttur hús- freyju en börn þeirra eru Þóra, f. 1950, fyrrv. flugfreyja, Oddný, f. 1958, kvikmyndafræðingur, Jónas Sen, f. 1962, píanóleikari, rithöf- undur og tónlistargagnrýnandi, og Jón Sen, f. 1966, læknir. Foreldrar Signýjar voru dr. Kwei-Ting Sen, f. 1892, d. 1949, prófessor í uppeldis- og mennt- unarfræði og rektor og einn af stofnendum háskólans í Amoy (Xia- men) í Kína, síðar prófessor við há- skólann í Sjanghæ, og k.h., Oddný Erlendsdóttir Sen, f. 9.6. 1889, d. 9.7. 1963, enskukennari. Signý Sen Sigríður Jóhannesdóttir Hansen húsfr. í Gufunesi Sveinn Jónsson b. og skipasmiður í Gufunesi María Sveinsdóttir húsfr. á Breiðabólsstöðum Erlendur Björnsson hreppstj., útvegsb. og form. á Breiðabólsstöðum á Álftanesi Oddný Erlendsdóttir Sen enskukennari í Rvík Oddný Hjörleifsdóttir húsfr. á Breiðabólsstöðum, systurdóttir Stefáns, afa Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu Björn Björnsson hreppstj. á Breiðabólsstöðum, systursonur Guðnýjar, langömmu Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra, föður Árna fyrrv. ráðherra, af Klingenbergætt Sigurður óhanns- on vega- málastj. í Rvík Jón Erlendsson Vestdal forstj. Sementsverksmiðju ríkisins Ari Eldjárn uppistandari Kristján Árnason aupm. á Akureyri Líf Magneudóttir borgarráðsm. Jóhann Bjarni Hjörleifs- son b. á Hofsstöðum Jón Sen konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands Kristján Eldjárn gítarleikari Anna Hjörleifs- dóttir húsfr. í Lóni Magnea Matthías- dóttir rith. Hjörleifur Björnsson b. á Hofsstöðum Þórarinn Eldjárn rith. Árni Björnsson tónskáld í Rvík Ari Matthíasson þjóðleikhússtj. Stefanía Erlendsdóttir stofnandi Lífstykkjabúðarinnar Kristján Eldjárn forseti Íslands Björn Guðmundsson hreppstj. í Lóni Ingvi Matthías Árnason kennari Petrína Hjör- leifsdóttir húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal Björg Hjörleifsdóttir húsfr. í Lóni Kristján Árnason rith. og kennari Guttormur Erlendsson hrl J s dr. Skúli Sigurðsson vísindasagn- fræðingur, eðlisfræðingur og stærðfræð- ingur í Berlín Sigrún Eldjárn rith. og myndlistarkona k Árni Kristj- ánsson píanó- leikari Chiang Sen húsfr. í Shanghai Yü Shiu Sen rithöfundur og útgefandi í Shanghai og einn eiganda Commercial Press, af ætt Sun Yat Sen Úr frændgarði Signýjar Sen Dr. Kwei-Ting Sen prófessor í uppeldis- og menntunarfræði og rektor við háskólann í Amoy í Kína Glæsileg stúlka Hér er Signý Sen 16 ára í fallegum kínverskum búningi. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Sveinn Björnsson fæddist íReykjavík 23. júlí 1926. For-eldrar hans voru hjónin Björn Benediktsson netagerðarmeistari, f. 1890 í Akurhúsum í Garði, d. 1957, og Þórunn Halldórsdóttir, f. 1889 í Kot- múla í Fljótshlíð, d. 1967. Sveinn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1946. Hann lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Ill- inois Institute of Technology í Chicago 1951. Hann var verkfræðingur hjá Netaverksmiðju Björns Benedikts- sonar, þ.e. hjá föður sínum, 1951 til 1953. Þá hóf hann störf hjá Iðnaðar- málastofnun Íslands og varð for- stjóri þar 1955. Hann var því í for- svari fyrir bættri framleiðni í íslensku atvinnulífi á Íslandi frá því upp úr stríði. Hann gegndi starfi for- stjóra stofnunarinnar, sem síðar varð Iðntæknistofnun Íslands, um 28 ára skeið. Árin 1983-1995 var hann forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Sveinn var varaborgarfulltrúi 1970-1983 og sat í ýmsum ráðum og nefndum á vegum borgarinnar. Hann var einn af stofnendum Stjórn- unarfélags Íslands og formaður BHM 1962-66. Hann var í stjórn og framkvæmdanefnd Rannsóknarráðs ríkisins 1965-1979, þar af formaður 1972-75. Hann var í stjórn Verkfræð- ingafélags Íslands 1971-73 og forseti Rotaryklúbbs Reykjavíkur- Austurbæjar 1975-76. Hann sat í fjölda stjórnskipaðra nefnda, eink- um á sviði iðnaðarmála. Síðustu árin var hann í stjórn Félags eldri borg- ara í Reykjavík og sat í ritnefnd, byggingarnefnd og hagnefnd þess félags. Einnig var hann í stjórn Landssambands eldri borgara þar til síðasta árið sem hann lifði. Sveinn var mikill skákmaður og bridsspilari og stundaði skíði. Sveinn kvæntist 2.8. 1952 Helgu Gröndal, f. 20.2. 1930, fyrrverandi læknafulltrúa, bús. í Reykjavík. Börn þeirra eru Halldóra, Þórunn, Björn og tvíburarnir Benedikt og Helga. Sveinn lést 28. febrúar 2000. Merkir Íslendingar Sveinn Björnsson 95 ára Hjörtný Árnadóttir 90 ára Signý Sen Júlíusson 85 ára Friðleifur Stefánsson Guðfinna Benjamínsdóttir Guðríður Jónsdóttir Hlini Eyjólfsson Jóna Lóa Sigþórsdóttir Níels Gunnlaugsson Sigþór Júlíus Sigþórsson 80 ára Birgir Sigurðsson Brynjar Eyjólfsson Guðrún Lára Hraunfjörð Þóra Svanlaug Ólafsdóttir Þuríður Björnsdóttir 75 ára Bjarney Sigurðardóttir Gunnar Ármann Hinriksson Jóna O. Jónsdóttir Jónína Sigfríður Karvelsdóttir Salóme Kristjánsdóttir Sigþrúður Bergsdóttir 70 ára Ásta Bára Jónsdóttir Bogi Ingimarsson Guðrún M. Jónsdóttir Höskuldur Imsland Ingibjörg Rafnsdóttir Sigurlína Júlía Magnúsdóttir Þóra J. Gunnarsdóttir 60 ára Ágústa Lárusdóttir Elín Þórhildur Pétursdóttir Guðjón Sigurðsson Gunnar Leifur Eiríksson Ivanka Sljivic Ólöf Sigurðardóttir Unnur Pálína Stefánsdóttir 50 ára Astrid Hafsteinsdóttir Hanna Rut Friðriksdóttir Herdís Eiríksdóttir Jan Ireneusz Lukaszewski Jóhanna Stefánsdóttir Kolbrún Eydís Ottósdóttir Krystyna Domitrz Sigfús Bergmann Svavarsson Sigrún Linda Karlsdóttir Sigrún Lovísa Sigurðardóttir Sigrún Ólafsdóttir 40 ára Björn Huldar Björnsson Borghildur Kristjánsdóttir Carmen Yanina Zevallos Torres Dagbjört Ósk Halldórsdóttir Gediminas Juozapavicius Ólafur Sigfús Benediktsson Sigter Enrique Delgado Zamudio Sigurður Elí Haraldsson Vesna Zivkovic Örvar Jóhannsson 30 ára Guðrún Hildur Gunnarsdóttir Helga Guðný Þorgrímsdóttir Jens Nielsen Kristjánsson Nikolett Szabina Molnár Óðinn Örn Arnþórsson Siri Pedersen Eiriksson Sunna Lind Jónsdóttir Tinna Lárusdóttir Tomasz Jaroslaw Trucina Til hamingju með daginn 40 ára Vesna er frá Kró- atíu, fæddist í Bosníu, en bjó í Dvor í Króatíu þar til hún fluttist til Íslands fyrir tveimur árum. Hún býr núna á Höfn í Hornafirði og vinnur hjá Skinney-- Þinganesi. Maki: Goran Zivkovic, f. 1974, vélvirki að mennt og starfar sem tækni- maður hjá Skinney- Þinganesi. Synir: Relja, f. 2002, og Zarko, f. 2004. Vesna Zivkovic 30 ára Helga er Reykvík- ingur og er tækniteiknari hjá VSB verkfræðistofu. Systkini: Andri Rafn, f. 1983, og Úndína Ýr, f. 1993. Foreldrar: Þorgrímur Hallgrímsson, f. 1959, bú- fræðingur og rekstrar- stjóri bækistöðvarinnar við Njarðargötu, og Gyða Jónsdóttir, f. 1960, hjúkr- unarfræðingur á Kleppi. Þau eru búsett í Reykja- vík. Helga Guðný Þorgrímsdóttir 30 ára Sunna er frá Siglu- firði en býr í Garðabæ. Hún er flugfreyja hjá Ice- landair og flugnemi. Maki: Ólafur Thorlacius Viðarsson, f. 1987, flug- maður hjá Icelandair. Sonur: Birkir Jaki, f. 2017. Foreldrar: Jón Guðjóns- son, f. 1963, fiskeldis- fræðingur hjá Veiðifélagi Ytr-Rangár, og Hólmfríður Ólafsdóttir, f. 1968, grunnskólakennari í Borg- arnesi. Sunna Lind Jónsdóttir Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.