Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Ofurhetjumyndin Logan með Hugh Jackman í aðalhlutverki er sú kvik- mynd sem mest var kvartað undan við breska kvikmyndaeftirlitið árið 2017, en það er þriðja kvikmynd Jackmans sem byggir á persónunni Jarfa, eða Wolverine, úr X-Men kvikmyndunum. Kvikmyndaeftirlitið segir í skýrslu sinni að tuttugu kvartanir hafi borist vegna myndarinnar, sem var bönnuð innan 15 ára. Fannst fólki of mikið ofbeldi í myndinni og að aldurstakmarkið hefði átt að vera 18 ára. Hins vegar fannst eftirlitinu að í myndinni væri ekki dvalið við áverka og þjáningar. Í henni væri vissulega mikið ofbeldi og oft blóðugt en horfið væri fljótt frá því til að beina sjónum frekar að hasar en kvalalosta. Fantasísk um- gjörð myndarinnar og aðalpersóna sem er ofurhetja verða enn frekar til að fjarlægja ofbeldið raunveru- leikanum. Sú kvikmynd sem var næstmest kvartað yfir var sögulega myndin Padmavaat sem fjallar um ind- verska drottningu á 13. öld, og þótti sú dáða drottning rangtúlkuð. Næst kom ofbeldisfulli tryllirinn Atomic Blonde með Charlize Ther- on, þar sem aftur var kvartað yfir ofbeldi, en eftirlitið taldi það of stíl- fært til að hafa skaðleg áhrif á áhorfendur. Kvartað Kvikmyndin Logan fór fyrir brjóstið á mörgum sem hana sáu. Mest kvartað undan ofbeldinu í Logan VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það er ekki laust við að ég fái smá samviskubit yfir að biðja flytj- endur að koma í Reykholt á miðjum sumarfrístímanum, en það eru einhverjir galdrar sem losna úr læðingi þegar tónlistarfólk held- ur á sumrin af stað út á land með hljóðfæri sín og nótnabækur,“ seg- ir Sigurgeir Agnarsson þegar hann er spurður hvað það sé sem fær rjómann af íslensku tónlistarfólki til að fjölmenna á Reykholtshátíð. „Ég hugsa að það sé ekki síst þessi góði félagsskapur sem þau sækja í, og ánægjan sem fylgir því að komast úr bænum í nokkra daga og leika saman tónlist í fal- legu umhverfi þar sem sagan drýpur af hverju strái. Það mynd- ast einhver andi, eins og gerist oft á tónlistarhátíðum, og öðruvísi stemning en ef nákvæmlega sömu tónleikar væru haldnir í bænum.“ Sigurgeir er listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar (www.reyk- holtshatid.is) sem að þessu sinni fer fram dagana 27. til 29. júlí. Skipulag dagskrárinnar er með hefðbundnum hætti : haldnir verða kvöldtónleikar föstudaginn 27. júlí, bæði síðdegis- og kvöldtónleikar laugardaginn 28. júlí og loks síð- degistónleikar sunnudaginn 29. júlí. Saga þjóðar sögð með tónlist „Lokatónleikarnir hafa ákveðna sérstöðu því þar er þemað fullveld- isafmæli Íslands og tónleikarnir styrktir af Fullveldissjóði,“ út- skýrir Sigurgeir en flytjendur á sunnudagstónleikunum eru Kamm- ersveit Reykholtshátíðar og Krist- inn Sigmundsson bassasöngvari. „Útvarpsmaðurinn Guðni Tóm- asson er kynnir og leiðir tónleika- gesti í gegnum ferðalag sem spannar tímabilið frá 1902 til 2018, þar sem tónlistin er notuð til að draga upp mynd af sögu þjóð- arinnar.“ Byrjað verður á verkum eftir Árna Thorsteinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Leifs og endað með verkum tónskálda á borð við Þorkel Sigurbjörnsson, Hauk Tómasson og Þórð Magn- ússon. „Verkin endurspegla merki- legt tímabil í íslenskri tónlist- arsögu. Fyrir um hundrað árum var í raun ekki nema einn Íslend- ingur, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem hafði menntað sig í tón- smíðum en samlandar hans höfðu fram að þeim tíma einkum samið lög í anda rómantíska sönglagsins við íslensk ljóð. Ef við síðan skoð- um íslenskt tónlistarlíf í dag þá er landslagið gjörbreytt; við eigum fjöldann allan af tónskáldum sem semja tónlist af öllum mögulegum toga og semja ekki bara fyrir heimamenn. Við flytjum t.d. í fyrsta sinn á Íslandi strengjatríó eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem hún samdi á síðasta ári, en hún er gott dæmi um íslenskt tónskáld sem nýtur alþjóðlegrar hylli og eru verk hennar flutt víða um heim.“ Fullveldishátíðartónleikar sunnudagsins eru að öllum lík- indum þeir fyrstu sinnar tegundar. „Ég man a.m.k. ekki sjálfur eftir því að hafa séð svona tilraun áður „Galdrar losna úr læðingi“  Meðal hápunkta Reykholtshátíðar í ár eru tónleikar helgaðir fullveldisafmæli Íslands  Þar fara gestir í hrífandi ferðalag um íslenska tónlistarsögu með Guðna Tómasson sem leiðsögumann Morgunblaðið/Hari Dagamunur „Ekki aðeins er Reykholts- kirkja góður tónleikastaður, byggingin fal- leg og hæfilega stór, með náttúrufegurð allt um kring, heldur eru tónleikar í Reykholti tækifæri fyrir fólk til að bregða sér af bæ og skjótast í um það bil klukkustund- arlangan bíltúr til að hlusta á góða tón- leika,“ segir Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.