Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Qupperneq 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fáir menn, utan fjölskyldunnar, hafa haft sterkari nærveru í mínu lífiundanfarna tvo áratugi en franski knattspyrnuþjálfarinn Arsène Wen-ger. Það er örugglega engin tilviljun að maðurinn er fæddur sama dag og sama ár og konan sem skilaði mér í þennan heim. „Hvaða Arsène?“ spurði enska pressan einum rómi þegar úrvalsdeildarliðið Arsenal, sem er mér kær- ara en öll önnur knattspyrnulið í þessum heimi, sótti kappann óvænt til Jap- ans haustið 1996. En Wenger kæfði allar efasemdaraddir í fæðingu; strax á öðru tímabili vann Arsenal tvöfalt, deild og bikar, undir hans stjórn og ekki fór á milli mála að hann bjó að töframætti. Textinn um töfrahattinn fræga varð að vísu ekki til í munni áhangenda fyrr en fjórum árum síðar þegar Wenger skilaði annarri tvennu í hús. Svo komu „hinir ósigrandi“; liðið sem fór taplaust gegnum heilan vetur, 2003-04. Fyrsta og eina liðið í sögunni til að gera það í 38 leikja deild. Ára félagsins hafði breyst til frambúðar. Seinni parturinn af valdatíð Wengers hjá Arsenal var sannarlega erfiðari en sá fyrri; titlar létu bíða eftir sér og hópur stuðningsmanna snérist á end- anum gegn honum með afar ósmekklegum hætti. En skilja mátti rökin og að því kom að Wenger rétti nýjum manni keflið. Gangi honum vel! Þar með hélt ég að meistari Wenger væri endanlega horfinn út úr mínu lífi og ekki laust við að tómarúm hafi myndast. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ákaflega vanafastur maður og meinilla við breytingar, svo heggur nærri ein- hverfu. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og í vikunni opnaðist óvænt leið fyrir Wenger inn í líf mitt á ný. Þökk sé öðrum góðum manni, Heimi Hallgrímssyni. Hann sagði sem kunnugt er upp störfum sem landsliðsþjálfari Íslands á þriðju- daginn, eftir að hafa náð mergjuðum árangri. Og einhver þarf að taka við. Ýmsir koma ugglaust til greina en fyrsta nafnið sem mér datt í hug (og hef raunar séð það á fleiri listum) er Arsène Wenger. Með fullri virðingu fyrir mér þá er tilfinningalíf mitt auðvitað auka- atriði í þessu samhengi; Guðni Bergsson og félagar hljóta alltént að setja hagsmuni landsliðsins ofar öðru þegar kemur að nýráðningunni enda þótt þeir séu hér í dauðafæri til að slá tvær flugur í einu höggi. Bara svo því sé til haga haldið. Wenger þarf svo sem ekki á tilfinningalegum rökum að halda; þau faglegu duga honum prýðisvel. Ferill kappans talar sínu máli, hástöfum, auk þess sem uppi eru nákvæmlega sömu aðstæður hjá íslenska landsliðinu núna og voru hjá Arsenal 1996. George Graham var þá búinn að kenna mannskapnum að verjast eins og sjálft lífið væri í húfi í hvert einasta skipti sem andstæðing- urinn tróð sér fram fyrir miðju, nákvæmlega eins og Heimir og Lars Lager- bäck hafa gert hér um slóðir. Grunnurinn er með öðrum orðum til staðar, nú ber að fjölga hæðunum. Og gefa strákunum okkar frelsi til að tjá sig. Þetta lið er með gildin í blóðinu og þarf ekki iðnaðarmann á þessu stigi á þroskabrautinni, heldur listamann. Sá maður heitir Arsène Wenger. AFP Ráðum Wenger! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Guðni Bergsson og fé-lagar hljóta alltént aðsetja hagsmuni landsliðs-ins ofar öðru þegar kemur að nýráðningunni enda þótt þeir séu hér í dauða- færi til að slá tvær flugur í einu höggi. Sveinn Zoëga Nei, ég kemst ekki en hefði annars farið. SPURNING DAGSINS Ætlar þú að fara á tón- leikana með Guns N’ Roses á þriðjudag- inn? Anton Örn Arnarson Nei. Ég er að fara í ferðalag norður en hefði hvort eð er ekki farið á tón- leikana. Sigrún Sunna Skúladóttir Nei, því miður. Ég er að vinna en hefði annars farið. Sigurlaug A. Þórsdóttir Já. Ég hefði samt örugglega ekki keypt miða sjálf en mér er boðið. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HARALDUR ÞÓR EGILSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Forsíðumyndina tók Arnþór Birkisson Miðaldadagar standa frá föstudegi til sunnudags á Gásum við Eyjafjörð, en þar var einn helsti versl- unarstaður landsins á miðöldum. Haraldur Þór Eg- ilsson er safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri sem stendur árlega að þessum áhugaverða atburði. Hvað er svona merkilegt við Gásir? Gásir eru merkilegur staður vegna þess að þar var stærsti versl- unarstaður sem vitað er um á Íslandi á miðöldum – gríðarstór. Og það er skemmtilegt að þarna eru fornleifar; við erum með hátíð sem byggist á þeim, við hliðina á fornleifunum! Stað- urinn er því einstakur fyrir miðaldahátíð. Við endur- vekjum verslunarstaðinn við hliðina á honum. En hvers vegna að halda miðaldadaga? Það tengist uppgreftrinum. Þegar byrjað var að grafa eftir fornleifum á Gásum vöknuðu hugmyndir um að gera eitthvað í kringum þær. Ein hugmyndin var: ættum við kannski að endurvekja staðinn! Hátíðin byrjaði því í moldinni og tengist henni órofa böndum. Þetta byrjaði með einu tjaldi og þremur konum en hefur heldur betur vax- ið; nú verðum við 100 og 26 búðir og tjöld. Hvenær hófst ævintýrið? Hátíðin var fyrst 2004. Það var Laufás- hópurinn, sem nú heitir Handraðinn, sem byrjaði en sá hópur hefur vaxið og nú er stór hópur fólks í Eyjafirði sem býr sér til fatnað og áhöld eins og notuð voru á miðöldum og viðar að sér þekkingu um það hvernig lífið var þá. Hingað koma líka vinir okkar að sunnan og vestan og meira að segja einn frá Tékklandi til að hantera skinnin; hann er hámennt- aður, vinnur við að rannsaka skinn- handrit og hefur ráðlagt Árnastofnun varðandi forvörslu. Hvað er um að vera á þessu árlega húllumhæi? Þarna verður handverksfólk að störfum, t.d. eldsmiður eins og áð- ur og nú steinsmiður í fyrsta skipti; Dani sem gerir ílát úr steini og fyrirmyndin er það sem hefur fundist við fornleifaupp- gröft. Svo verða bardagasýn- ingar, leikþættir, einhver lendir í gapastokknum og fólk fær tækifæri til að grýta hann, sem verið hefur vinsælt! Þá verður leiðsögn bæði um fornleifasvæðið og tilgátusvæðið. Svo verður alls kyns varningur til sýnis og sölu. Er fólk áhugasamt um miðaldir? Hefur verið fjölmennt á hátíðinni? Aðsókn hefur yfirleitt verið mjög góð en fer dálítið eftir veðri. Að meðaltali hafa komið um 1.600 manns. Velkomin til miðalda

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.