Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 26
Síðan hin glæsilega hertogaynja af Sussex, Meghan Markle, giftist sínumheittelskaða Harry hefur hún verið óhrædd við að brjóta hefðir og normsem fylgt hafa bresku konungsfjölskyldunni í ár og aldir. Þykir prinsessan
afar vinaleg, hefur ófáum sinnum gefið sig á spjall við alþýðu manna, jafnvel veitt
eiginhandaráritanir og faðmlög við sérstök tilefni, sem er ekki í samræmi við
venjur kóngafólks um samskipti við almenning.
Hún hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn – breskir fjölmiðlar
hafa í það minnsta sýnt honum gríðarlegan áhuga – sem víkur ekki síður frá
hefðum konungsfjölskyldunnar. Í heimsókn sinni til Cheshire-sýslu ákvað
Markle að mæta hattlaus, en fjölmiðlar ytra furðuðu sig á því að hertogaynjan
skyldi láta sjá sig þannig við hlið drottningarinnar – sem sjálf skartaði tignar-
legum límónugrænum hatti við vægast sagt litríkan klæðnað – við hátíðlegt til-
efni, en það stingur í stúf við hefðirnar. Fyrir 1950
þóttu almennir mannasiðir í Englandi að konur gengju
alltaf með hatt á almannafæri, þar sem ekki þótti við
hæfi að sæist í hár þeirra, en þótt það hafi breyst á síð-
ari árum er ætlast til þess að meðlimir konungsfjöl-
skyldunnar gangi með hatt við formleg tilefni.
Aðra óskráða reglu braut Meghan í júní þegar hún
lét sjá sig í axlaberum kjól með lægra hálsmáli en
venjan er hjá konungsfólki, sem olli miklu fjaðrafoki.
Samkvæmt dagblaðinu The Sun er það venjan að
konur í bresku konungsfjölskyldunni „séu ekki í axlaberum
eða flegnum klæðnaði“.
Hefur Markle engu að síður verið hampað sem fyr-
irmynd og kærkominni viðbót við bresku konungsfjöl-
skylduna. Svo mikinn innblástur hefur hún veitt tísku-
áhugamönnum að heilu og hálfu bloggin hafa verið
tileinkuð henni og klæðaburður hennar reynist
botnlaus uppspretta umfjöllunar í fjölmiðlum
víða um heim.
Meghan Markle, nýkrýnd hertogaynja af Sussex,
hefur haft í mörgu að snúast sem einn nýjasti
meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, en hefur
brotið norm og venjur við ýmis tækifæri.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Óhefðbundin
hertogaynja
Markle er alls ekki
hrædd við að vera hún
sjálf þrátt fyrir íhalds-
samar venjur kon-
ungsfjölskyldunnar.
AFP
Meghan Markle sló í
gegn sem Rachel í lög-
fræðiþáttunum Suits.
AFP
Hin nýkrýnda hertogaynja af Sussex
þykir afar glæsileg.
Drottningin er sjálf einstaklega glæsileg, og hræðist ekki að
klæðast skærum litum og hatti í stíl.
Harry prins þykir heldur alls ekki
lufsulegur þegar hann spókar sig í
jakkafötum á almannafæri.
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018
Þessi aðsópsmikli kjóll var til sýnis ásamt fjölmörgu fleiru þegar
spænski hönnuðurinn Ana Locking kynnti vor- og sumartískulínu
sína 2019 á Mercedes Benz-tískuvikunni í Madríd á dögunum.
Aðsópsmikill kjóll