Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018
Vinátta Ellýjar og Wills nær aftur til ársins
1976 þegar þau urðu pennavinir. Það var
mikið hlegið á meðan á viðtalinu stóð og
margt skemmtilegt rifjað upp.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þ
ar sem blaðamaður hringir dyra-
bjöllunni á húsi í Garðabænum til
að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugs-
ar hann með sér að þetta með
nöfnin sé svolítið skemmtileg til-
viljun og á þar við vegna systkinanna og söngv-
aranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vil-
hjálmsbarna. Ellý og Vilhjálmur sem hér um
ræðir eru þó hvorki söngvarar né systkin og
Vilhjálmur þessi heitir í raun William upp á
enska tungu. Það leynist blaðamanni hins vegar
ekki þegar hann sest niður með þeim á fallegu
heimili Ellýjar, Elínar Thorarensen, að á milli
þeirra ríkir djúp og einlæg vinátta. Þau gætu
jafnvel hæglega verið systkin, þótt þau tali sitt-
hvort móðurmálið. Þau segjast ekki hafa heyrt
þessa tilvísun í Ellý og Vilhjálm Vilhjálmsbörn
áður og hlæja dátt. Eins og þau eiga eftir að
gera margoft á meðan á viðtalinu stendur.
Hélt fyrst að Ellý væri strákanafn
William Lewis, eða Will eins og hann er alltaf
kallaður, er í sjöttu Íslandsheimsókn sinni.
Hann er nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa
verið á ferðalagi um Austfirði. Will er búsettur í
Seattle í Bandaríkjunum þar sem hann starfar
hjá Microsoft, í gervigreindarteymi þýðing-
arvélarinnar Microsoft Translator. Ellý starfar
sem verkefnastjóri hjá Verkiðn.
„Ég er líklega búinn að segja þessa sögu
hundrað sinnum,“ segir Will og hlær þegar
blaðamaður segist ætla að athuga hvort ekki sé
örugglega kveikt á upptökutækinu áður en við-
talið byrjar, „en það er í góðu lagi að segja hana
einu sinni enn. Kynni mín af Íslandi hófust þeg-
ar ég var tólf ára. Ég safnaði frímerkjum og átti
íslensk frímerki, meðal annars með mynd af
eldgosinu í Eyjum. Og ég vissi hvar Ísland var.“
Samband hans við Ísland hafi þó hafist þegar
hann byrjaði að skrifast á við Ellý.
„Á þessum tíma var sjónvarpsþáttur í sýn-
ingu í Bandaríkjunum sem kallaðist The Big
Blue Marble og var helgaður börnum,“ segir
Will. Þátturinn, sem á íslensku gæti útlagst
sem Stóra bláa kúlan, var sýndur í bandarísku
sjónvarpi á árunum 1974-1983 og fjallaði um
börn í Bandaríkjunum og annars staðar í heim-
inum. Börnum stóð til boða að senda póstkort
til þáttarins og þeim var svo komið í samband
við börn í öðru landi.
„Ég sendi inn kort og nokkrum vikum síðar
fékk ég kort til baka þar sem á stóð nafn Elínar
Thorarensen á Íslandi. Þetta var árið 1976 og
við höfum skrifast á síðan. Það kom þó tveggja
ára tímabil, sem hún er enn reið út í mig fyrir,
þar sem hún skrifaði mér en ég skrifaði ekki til
baka. Ég var bara unglingur í mótþróa,“ segir
Will og þau Ellý skellihlæja að minningunni.
„En svo skrifaði ég henni loksins eftir þetta
langa hlé og var þjakaður af samviskubiti þann-
ig að mér fannst ég verða að bæta henni þetta
upp,“ segir Will. „Þetta var bók,“ bætir Ellý við
og hlær. „Já, ég skrifaði henni heila bók um líf
mitt,“ segir Will. Ellý hafi að lokum gefist upp á
að skrifa honum, en þegar hann tók upp þráð-
inn að nýju hafi hún þó svarað honum og sagt
að hún hafi verið að velta fyrir sér hvað hefði
eiginlega orðið um hann. Það hafi ekkert komið
upp á, hann hafi bara verið vitlaus unglingur.
En þetta kom greinilega ekki að sök og vin-
áttan stóðst þetta hlé.
„Mamma hans Wills hefur sagt mér að hann
hafi í fyrstu haldið að ég væri strákur, og þótt
hana hafi grunað að Ellý væri stelpunafn þá
hafi hún ákveðið að segja syni sínum ekki frá
því, þá hefði hann kannski hætt við,“ segir Ellý.
„Svo kannski hefurðu loksins áttað þig á því
þarna á unglingsárunum og ekki viljað skrifast
á við stelpu.“ Þau skellihlæja bæði en Will full-
vissar hana um að hann hafi nú verið búinn að
fatta það áður.
Margt framandi og öðruvísi
Samskipti milli heimsálfa taka ekki langan tíma
í dag á tímum tæknialdar. Ekki eins og áður
þegar það tók bréf jafnvel þrjár vikur að berast
á milli landa í pósti.
„Ég man eftir því að hafa hlakkað til að fá
bréfin, því Ísland var svo framandi,“ segir Will.
„Það var öðruvísi en það sem ég átti að venjast.
Eitt af því sem mér finnst svo skemmtilegt við
þetta allt saman er að sjá þróunina sem varð á
alls konar hlutum. “ Hann lítur á Ellý og segir
hana hafa talað um hluti sem tíðkuðust ekki í
Bandaríkjunum á þessum tíma. „Bara til dæmis
þetta með myndbandsupptökutækin, manstu.
Þið áttuð myndbandsupptökutæki og ég vissi
ekki að svoleiðis væri til á þessum tíma, á átt-
unda áratugnum. En svo var það auðvitað líka
hvað matinn varðaði; hvað þið voruð að borða,
sem var augljóslega frábrugðið matnum sem ég
þekkti.“
Ellý segir að sér hafi fundist gaman að heyra
af lífi Wills. Og sér hafi þótt Kalifornía hljóma
líkt og draumaland, „þar sem nær alltaf var sól
og gott veður. Og Ameríka var svo langt í burtu
og mjög öðruvísi en það sem ég átti að venjast.“
Hún segir að Will hafi stundum sent henni eitt-
hvað framandi frá Bandaríkjunum, sem henni
þótti nýstárlegt. „Einu sinni sendi hann mér
poka af söltuðum sólblómafræjum. Ég hafði
aldrei smakkað svoleiðis áður og átti pokann
lengi vel því ég tímdi ekki að klára hann.“
Fjölskylda Ellýjar var dugleg að ferðast og
Ellý leyfði Will að fylgjast með. „Eins og þegar
þú fórst til Vestmannaeyja,“ segir hann, „og
talaðir um það sem þú hafðir verið að gera þar.
Þú ferðaðist víða með fjölskyldunni þinni, til
dæmis á Snæfellsnes og í Evrópu.“
„Ég man þegar þú sagðist einhvern tíma vilja
fara til Evrópu, kannski einn daginn þegar ég
verð orðinn ríkur, sagðirðu,“ segir Ellý skelli-
hlæjandi, „og núna ertu stanslaust á ferðalög-
um.“
Jafnvel í myrkrinu má sjá fegurð
Fyrir rúmum fjörutíu árum byrjuðu íslensk stúlka í Garðabænum og bandarískur drengur í Kaliforníu að skrifast á.
Vinátta þeirra hefur haldist alla tíð síðan og segja má að fyrir tilstilli þeirra hafi íslenskan hlotið náð hjá fyrirtækinu
Microsoft sem innleiðir nú íslenskuna í þýðingarvél sína, Microsoft Translator.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is