Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018
„Já, sagði ég það? Ég var búinn að gleyma því,
en fyndið, “ segir Will og brosir. „En ég vissi
margt um Ísland í gegnum Ellý. Það var ekki
mikið talað um Ísland í skólanum en það kom
þó fyrir, eins og í landafræði. Ég var reyndar
mjög góður í landafræði en ég þekkti Ísland al-
veg rosalega vel. Ég þekkti til dæmis til Íslend-
ingasagnanna og margt heyrði ég frá Ellý. Ég
gat talað um menninguna á Íslandi án þess að
hafa einu sinni komið hingað á þeim tíma.“
Hrædd um að enskan hljómaði illa
Will segist oft hafa verið spurður að því hvers
vegna hann vissi svona mikið um Ísland og þá
hefði sagan um vináttu þeirra Ellýjar komið
upp. Og Will segir að Ellý sé sá vinur sem hann
hafi átt lengst. „Í Bandaríkjunum er ekki al-
gengt að eiga svona áralanga vináttu, nema
maður búi í dreifbýli í pínulitlum bæ.“
Will heimsótti Ísland fyrst árið 1986 og segist
muna vel eftir því þegar hann undirbjó fyrstu
heimsókn sína til Íslands. Hann hafi byrjað á að
fara til Evrópu, en þangað hafði hann þá bara
komið einu sinni áður þegar hann fór til Bret-
lands ellefu ára, að heimsækja ættingja móður
sinnar. „En þarna var ég alveg að verða tuttugu
og þriggja ára og var á ferðalagi með vinum
mínum sem voru í kórferðalagi.“ Þegar vinir
hans héldu aftur til Bandaríkjanna fór Will til
Íslands, þar sem hann dvaldi í þrjár vikur.
Og hittust þið þá í fyrsta sinn?
„Já,“ segja þau einum rómi. „Við höfðum tal-
að nokkrum sinnum saman í síma,“ segir Will
og lítur á Ellý. „Ég man að þú vildir það ekki,
ég hafði nefnt það nokkrum sinnum að ég ætl-
aði að hringja en þú sagðir að þess þyrfti ekk-
ert. En ég sagði að við yrðum að tala saman
fyrr en síðar, við hefðum aldrei talað saman.“
Þau rifja upp fyrsta símtalið. „Pabbi hennar
svaraði þegar ég hringdi, og ég spurði eftir Ell-
en því mér þótti það eðlilegast út frá enskum
framburði. En pabbi hennar kannaðist ekki við
neina Ellen. Þá spurði ég eftir Ellý og hann
kallaði á hana,“ segir Will.
„Þú vissir að ég var í símanum,“ segir hann
með ásökunartón við Ellý og þau skellihlæja
bæði. Ellý segist hafa átt von á símtalinu, það
hafi verið skipulagt. Og hún hafi verið stressuð.
„Því ég var auðvitað ekki vön að tala ensku og
ég var hrædd um að honum myndi finnast ég
tala lélega ensku.“ Will segir að sér hafi fundist
þetta flott, því Ellý hafi haft hreim sem hann
hafði ekki heyrt áður. „Núna heyrir maður ís-
lenskan hreim, í bíómyndum til dæmis. En á
þessum tíma var íslenskan ekki svona þekkt og
maður vissi ekki hvernig íslenskur hreimur
hljómaði.“
Will segist hafa talað um það við Ellý að sig
langaði að koma til Íslands en hann hefði ekki
efni á því þá.
Hefði getað verið hans síðasta
Næsta heimsókn Wills til Íslands var árið 1994.
„Var það kannski 1993?“ spyr hann og lítur á
Ellý. „Nei, 1994,“ segir Ellý og brosir. „Og þá
fórstu í gönguna, gekkst Laugaveginn. Hann er
góður göngumaður,“ segir hún. „Á þessum tíma
var þetta ekki eins vinsæl gönguleið og í dag,“
segir Will. „Núna er þetta bilun. Mér dytti ekki
í hug að ganga þetta núna. En þetta var afar
fallegt og það sem mér fannst svo geggjað var
að þarna í hópnum var þetta bara ég, tveir
Þjóðverjar og restin var Íslendingar. Þeir töl-
uðu íslensku allan tímann og leiðsögumaðurinn
talaði ekki sérlega góða ensku.“
Will segir að þótt hægt sé að hlæja að því
núna hafi komið upp hættulegt atvik, sem hefði
jafnvel getað verið hans síðasta. „Fyrsta áin
sem við fórum yfir var risastór, straumhörð
jökulá. Og leiðsögumaðurinn gaf hópnum fyrir-
mæli á íslensku um hvernig ætti að bera sig að
við að þvera ána. Mikilvægasta atriðið var að
við yrðum að fara tvö og tvö og læsa höndum
saman. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hann
var að segja en hugsaði að ég væri vanur
göngumaður og hefði nú þverað ár áður. Svo ég
dreif mig bara af stað.“ Will segist fljótlega hafa
áttað sig á því að þetta hefði ekki verið góð hug-
mynd.
„Ég gerði mér strax grein fyrir að ég gæti
dáið, vatnið ískalt og ég kominn næstum á bóla-
kaf ofan í. Bakpokinn minn þyngdi mig líka svo
ég reyndi að losa mig við hann. Ég vissi að ég
yrði að koma mér upp úr vatninu. Þá kom sá
sem ég hefði átt að þvera ána með, hann var
þarna fyrir aftan mig, stór og stæðilegur mað-
ur, og hreinlega kippti mér upp úr. Þetta stóð
tæpt og var heilmikil reynsla.“
Ellý fer líka mikið í göngur en þó ekki með
Will. „Vandamálið er,“ segir hún, „að hann vill
alltaf fara einn í göngurnar.“ „Já, hún er ekki
ánægð með það,“ segir Will. „En mér finnst
gaman að fara óhefðbundnar gönguleiðir. Það
eru leiðir sem ferðamenn fara, til dæmis á
Laugaveginum þar sem mér finnst vera of
margt fólk. Það eyðileggur dálítið fyrir mér
tenginguna þegar er fullt af fólki á staðnum. Ég
vil fara þangað sem ég upplifi landið og náttúr-
una. Og svo vil ég líka fara á þá staði sem Ís-
lendingar fara á.“
Will segist yfirleitt bara fara í dagsferðir
núna, „aðallega til að friða Ellý,“ segir hann og
hlær. „Hún hefur nefnilega svo miklar áhyggj-
ur af mér svona einum. Hún og mamma. En ég
er með GPS og sendi skilaboð til að láta vita af
mér. Og ég fer varlega og veit hvað ég er að
gera.“ „Ég fæ skilaboð um hvar hann sé og að
það sé í lagi með hann. Og það er auðvitað bara
skylda á Íslandi, sérstaklega þegar maður er
einn,“ bætir Ellý við.
Ísland hálfgert athvarf
Sem fyrr segir er Will í sinni sjöttu heimsókn á
Íslandi. Spurður hvað það sé við landið sem togi
í hann segist hann finna meiri tengingu við
landið með hverju skiptinu sem hann kemur.
„Mig langar bara meir og meir að koma hing-
að. Að vissu leyti hefur Ísland verið hálfgert at-
hvarf fyrir mig. Þegar ég lít til baka og skoða
söguna í kringum heimsóknir mínar til Íslands
átta ég mig á því að oft hef ég komið hingað
þegar eitthvað mikið hefur gengið á í lífi mínu;
ég hef þá verið kominn hingað innan árs. Ekki
alltaf en það á sérstaklega við um nokkrar
heimsóknir hingað. Ég meina, heima er heima
og maður er öruggur heima hjá sér. En hér finn
ég fyrir öryggi og mér líður vel. Og þá á ég ekki
bara við heimili Ellýjar, heldur Ísland sjálft.“
„Ísland er einstakt; það er svo undrafagurt
hér,“ bætir hann við. „Ég myndi nú ekki skil-
greina mig sem íslenskan en ég skil sambandið
milli fólksins og náttúrunnar. Jafnvel í myrkr-
inu má sjá fegurð,“ segir Will.
Gætirðu hugsað þér að flytja til Íslands?
„Ég hef velt því fyrir mér,“ segir Will. „Ég
held að veturnir yrðu erfiðir fyrir mig. Ég er
bandarískur og mér þykir vænt um landið mitt,
sérstaklega óbyggðirnar, og það væri erfitt fyr-
ir mig að yfirgefa það. En ég get komið til Ís-
lands og notið þess sem landið hefur upp á að
bjóða. En ég útiloka ekki neitt.“
„Nú, þetta er eitthvað nýtt!“ segir Ellý. „Ég
spurði þig einu sinni hvort þú myndir ekki vilja
flytja hingað og þú sagðist ekki geta hugsað þér
það.“ Will segir að það hafi margt breyst síðan
þá og hann finni sífellt fyrir meiri tengingu við
landið.
Þau skellihlæja bæði þegar blaðamaður spyr
hvort Will hafi skipt um skoðun varðandi flutn-
ing til Íslands þegar nýr forseti tók við völdum í
Bandaríkjunum. „No comment!“ segir Will og
við látum þar við sitja.
Will segist halda mikið upp á Snæfellsnesið
og líklega fara þangað í hvert skipti sem hann
kemur til landsins, en þar eiga Ellý og eigin-
maður hennar sumarhús.
Hvað er það við Snæfellsnesið sem heillar?
Ellý er fljót að svara: „Ég!“ Þau skelli-
hlæja bæði. „Já, auðvitað,“ segir Will en
bætir við að auk þess sé það goðsögn
Snæfellsjökuls og náttúrufegurðin. Hann
segist þó líka halda mikið upp á Vestfirðina.
„Ég hef komið þangað einu sinni. Mig langar
mikið að fara þangað aftur og stefni á það.“
Ellý fór fyrst til Bandaríkjanna árið 1996
þegar fjölskyldan heimsótti bróður Úlfars Arn-
ar Friðrikssonar, eiginmanns hennar, og fjöl-
skyldu sem bjó í Cincinnati. „Þá heimsótti Will
okkur þangað. Það var ekki fyrr en árið 2004
sem ég fór loks til Kaliforníu og Seattle þar sem
Will býr núna. Við það tækifæri hitti ég
mömmu hans í fyrsta sinn, sem var mjög gam-
an. Hún sagðist hafa fylgst með mér úr fjar-
lægð í öll þessi ár.“ Þá hefur Ellý einnig kynnst
yngstu systur Wills, Katie, sem hefur komið
tvisvar til Íslands. „Mér finnst mjög gaman að
eiga svona ská-fjölskyldu í Ameríku. Nú erum
við þrjú, ég, Will og Katie, að vinna í því að
mamma Wills standi við það að koma loks til Ís-
lands.“
Bless
Blaðamanni þykir augljóst af samskiptum
þeirra Ellýjar og Wills að þau séu góðir vinir.
Finnst ykkur þið ef til vill vera eins og syst-
kini?
„Hann er einn af elstu vinum mínum, svo það
er mikið samband á milli okkar,“ segir Ellý.
„Svo er það líka þannig að þegar maður skrifar
verður sambandið ef til vill öðruvísi en þegar
vinir tala saman. Þannig að kannski töluðum við
meira um okkur sjálf í bréfunum en maður
hefði gert ef maður hefði verið að tala við vin í
bókstaflegri merkingu. Þannig að, alla vega
þegar við vorum yngri, var sambandið á milli
okkar jafnvel dýpra en það var við aðra vini
mína, eða suma þeirra, held ég.“
Will tekur undir þetta. „Þú deildir með mér
mjög mörgu sem var að gerast í lífi þínu, held
ég.“ „Þú ekki alveg jafn mikið,“ segir Ellý og
skellir upp úr. „Nei, ekki alveg. Og þú kvartaðir
yfir því líka,“ segir Will. „Þú sagðist stundum
vera að segja mér alls konar en ég segði ekkert
svoleiðis á móti. En ég var náttúrlega bara
strákur. Ég held ég hafi nú orðið betri í því eftir
því sem ég eldist.“ Ellý samsinnir því og hlær.
„Já, já, þér hefur farið fram.“
Will les upp úr einu bréfanna fyrir
Ellý. Í fyrstu hélt hann að hann væri
að skrifast á við íslenskan strák sem
var e.t.v. lán í óláni því annars hefði
vináttan kannski aldrei orðið til.