Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 18
VEIÐI 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 H ana, þar rýkur hann!“ sagði hestamaðurinn afi minn heit- inn og togaði í stýrið á nýrri dráttarvélinni sem hann ók í fyrsta og eina skipti þegar hún rann niður brekkuna og síðan út í skurð. Og sama hugsaði ég þegar stórlaxinn sem var að koma úr hafi og hafði rétt áður tekið flugu Þorra Hringssonar í Sjávarholu, neðsta veiði- stað Laxár í Aðaldal, snerist þar á sporði, rauk niður úr hylnum og stefndi til hafs að nýju – með veiðimanninn á harðahlaupum á eftir. Skömmu áður hafði smálax tekið flugu mína á næsta veiðistað fyrir ofan, við Staurinn svo- kallaðan – og hann var býsna smár af Aðaldæl- ingi að vera, ekki nema 53 cm. Ég hafði varla sleppt honum aftur og Þorri byrjað að kasta lítilli Nighthawk-flugu í Sjávarholuna þegar stóri laxinn hafði hremmt hana og steypt sér úr hylnum – með Þorra á hlaupum á eftir. Myndlistarmaðurinn féll á hlaupunum á hálum hnullungunum við hylinn, en náði að halda stönginni uppi og línunni strengdri, og innan skamms var hann búinn að vaða upp á mið læri út á breiðuna á eftir laxinum og stöðubaráttan hófst. Stór og silfurbjört hrygnan stikaði nokkrum sinnum langt út, stökk hátt í tvígang, en með rólegheitum náði Þorri að færa hana nær og nær og að lokum alveg til okkar – hún var þykk og glæsileg, 88 cm löng; ekta Aðal- dælingur. Og laxinn var greinilega að ganga í ána. Ganga neðan Æðarfossa Ég var að veiða á þessu fornfræga og marg- brotna veiðisvæði Laxamýringa neðan Æðar- fossa í þriðja skipti. Það hafði tekið svo vel á móti mér fyrst þegar ég kastaði flugum þar, fyrir einum fimmtán árum, að það verður ætíð í uppáhaldi. Og ekki bara hjá mér því þarna hafa ótal margir veiðimenn lent í ævintýrum, á neðstu veiðistöðum þessarar miklu ár sem iðu- lega er kölluð „drottning íslenskra laxveiðiáa“. Og að þessu sinni var ég svo heppinn að hafa myndlistarmanninn Þorra Hringsson með mér, sannkallaðan heimamann því í tvo áratugi hefur hann unnið að list sinni öll sumur í vinnustofunni heima í Haga, vinnustofu sem faðir hans, myndlistarmaðurinn Hringur Jó- hannesson, reisti sér og starfaði líka í. Og Þorri málar ekki bara myndir sínar í Haga heldur sækir nánast allt myndefnið í náttúr- una og umhverfið þar heima við, meðal annars að Laxá sem rennur með landi Haga að vestan og norðan. Þorri er slyngur fluguveiðimaður og hefur jafnframt verið kallaður reglulega til að leið- segja veiðimönnum við ána, bæði á svæðum Laxárfélagsins, þar sem við veiðum að þessu sinni, og á Nesveiðum, en heimamenn í Nesi fara með réttinn hinum megin á laxveiðisvæð- inu á dalnum. Og í raun mætast þessi svæði hjá nokkrum jörðum í dalnum svo þeim lítt kunnugu þykir nokkuð ruglingslegt – en það er önnur saga. Það er ómetanlegt fyrir veiðimann eins og mig, sem hefur aðeins yfirborðsþekkingu á nokkrum hinna þekktu veiðistaða við Laxá í Aðaldal og þekkti aðra ekki nema af afspurn, að fá að veiða þar með heimamanni eins og Þorra. Við hófum þessa morgunvakt neðan Æðarfossa á því að veiða í Bjargstreng og á Breiðunni við austurbakkann, ösluðum svo yfir ána, veiddum á Breiðunni að vestan, Stóra- Fosspolli og reyndum í Miðkvísl, án árangurs. Sáum í raun ekki fisk. Þá óðum við aftur yfir, gengum nokkuð niður eftir bakkanum og að bátum sem bíða þar veiðimanna – prammar eru þeir kallaðir í dalnum – og rerum yfir að Kistukvísl, enda félagar okkar á hinni stöng- inni mættir að taka við veiðinni að austan. Þorri benti á kríuger sem færðist hægt upp eftir gríðarmikilli breiðunni fyrir utan, þar sem áin býr sig undir að sameinast Skjálfanda, og stakk sér reglulega niður til að grípa æti. „Sjáðu, kríurnar eru ekki að tína neitt sem flýtur niður heldur fylgja einhverju sem færist upp. Það þýðir væntanlega að það sé laxa- ganga – þær tína lýsnar sem losna af laxinum,“ sagði hann. Og hlýtur að hafa verið rétt því skömmu síðar, þegar hallaði undir hádegi, tók smálaxinn hjá mér og skömmu síðar stóra hrygnan hjá honum. Laxar sem hafa eflaust verið að koma úr hafi. Við sáum meira af fiski í kvíslinni en festum ekki í þeim. Alltaf laxaflugur undir Seinnipartinn vorum við komnir á allt annað og ólíkt svæði við ána, það efsta á svæðum Laxárfélagsins en á þeim er veitt á átta stang- ir. Og það er við Hagabakka og Þorri því sann- arlega á heimavelli. Fyrst reyndum við við Langeyjareyri, á stað sem göngulax stoppar að sögn Þorra stundum á, án árangurs. Þá köstuðum við við Hagabakka efri og neðri, þar sem áin fellur í hægum breiðum straumi áleið- is að broti til móts við Þinghúsið á Hólmavaði. Þetta er langur samfelldur veiðistaður, beggja vegna brúarinnar yfir ána, og skiljanlega í miklu uppáhaldi hjá Þorra, rétt eins og mörg- um öðrum veiðimönnum, enda fer flugan þar vel og búast má við því að lax hreppi hana nán- ast hvar sem er. Eða urriði, eins og Þorri bendir á, eftir að einn vænn, allt að fjögur pund, hefur tekið Nighthawk-fluguna sem enn er á taumnum. „Við að veiða laxinn hér í ánni kemur fullt af urriða í laxaflugurnar, hann er að éta, greyið,“ segir hann þegar urriðinn hefur skotist pirr- aður aftur út í strauminn. „Ég er alltaf með laxaflugur undir og líka þegar ég ætla að ná í silung, ekki vegna þess að ég veiði svo mikinn lax heldur finnst mér bara ekki gaman að veiða á þessa löngu nobblera með kúluaugun. Það er bara ekki minn stíll. Ég held að ég veiði álíka marga sil- unga á laxaflugur og hinir fá á sínar silunga- flugur.“ Og Þorri heldur áfram að kasta flugunni og veiða niður strenginn meðan við spjöllum. Hann segir að á vorin, strax þegar hægt er eft- ir að ísa leysir, leggi bændur í Haga I og Forn- haga silunganet í Álfthyl. Það veiddist slatti af silungi nú í vor, vel höldnum, og svo festi sig ein álft. „Það skilur enginn hvernig hún ánetj- aðist og hún lifði það af og náði að losa sig. Einu sinni kom húsandarsteggur í netið og drukknaði – ég át hann með bestu lyst. Hann var seigur, þetta var gamall karl – eflaust á sextugsaldri eins og við … Það gerist sjaldan að niðurgöngulax komi í netin, kannski einn smálax á vori,“ segir hann. Mikil „monster“ – Veiddirðu eitthvað hér sem strákur með pabba þínum? „Pabbi var ekki veiðimaður. Hann veiddi að- eins á stöng sem ungur maður en hafði ekki þetta veiðigen. Og eiginlega ekkert af þeim systkinum hér í Haga, sex bræðrum og tveimur systrum; þriðji elsti bróðirinn, Völundur, veiddi eitthvað smávegis. Frændur mínir í Haga og Fornhaga, Jón og Pétur Fornasynir, eru aðal- veiðimennirnir hérna. Forni var bróðir ömmu og mikill og góður veiðimaður, ég horfði á hann veiða; hann var eins góður og þeir geta orðið. Ég var oft með Jóni þegar hann var að veiða, sat á bakkanum og fylgdist með, sem var dásamlegt. Og að sjá þessar skepnur sem þeir veiddu og komu með heim, kannski svona 18-pundara, mikil „monster“, það var gaman.“ Þorri segist hafa byrjað að veiða silung ung- ur í Daufhyl, eins og önnur börn á flotholt og maðk. „Það var svo ekki fyrr en ég var kominn vel yfir tvítugt að ég mannaði mig í að prófa fluguveiðar sjálfur, fyrst á einhendu sem ég fékk að láni og svo á eigin stöng. Ég fékk einn- ig leiðbeiningar frá tengdaföður mínum heitn- um, Halldóri Viðari Péturssyni, sem var ákaf- ur fluguveiðimaður. Þegar ég var kominn af stað var ég afar fljótur að ná tökum á flugu- veiðinni enda voru þessir menn, og sérstaklega Jón og Pétur, duglegir við að fræða mig um Laxána og hvernig best væri að bera sig að við laxveiðar. Jón segist lítið veiða sjálfur lengur en það eru þó ekki nema tvö ár síðan hann landaði laxi hér niður frá, í Grástraum. Þeir Pétur kenndu mér margt sem ég hef getað byggt á. Ætli ég sé ekki kominn með um tutt- ugu prósent af mögulegri þekkingu á því hvernig megi veiða í ánni – og á því mikið eftir. Ég veit nokkurn veginn hvar tökustaðirnir eru og hvernig á að bera sig að.“ – Ertu þá að tala um öll laxveiðisvæðin? „Já. Ég hef veitt nokkrum sinnum í Nesi og Þorri Hringsson myndlistarmaður fæddist í Reykjavík árið 1966 en á ættir að rekja í Aðaldal. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og árið 1991 frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Þorri hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt ýmsum samsýningum; þá hefur hann verið virkur í heimi mynda- sagnagerðar hér á landi og kennir myndlist. Síðustu tvo áratugi hefur Þorri unnið í Haga í Aðaldal á sumrin og sækir hann efnið í málverk sín í landið umhverfis vinnustofuna. „Þetta er heimasvæðið mitt“ Laxá í Aðaldal er mikilfengleg á og draumastaður margra veiðimanna, með sína stóru laxa og öflugu silunga. Í tuttugu ár hefur Þorri Hringsson unnið að myndlist sinni í Haga, á bökkum Laxár, og nýtur þess líka að veiða í ánni sem hann þekkir mjög vel. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Vænn urriði hefur tekið Nighthawk-flugu Þorra þar sem hann veiðir sig niður með Hagabökkum neðri. Það var neðar í strengnum sem stærsti lax sem Þorri hefur glímt við tók hjá honum – Popham-flugu sem Orri Vigfússon gaf og sagði komna frá Karli Bretaprinsi. Morgunblaðið/Einar Falur Þorri með einn af vænu urriðunum sem taka laxaflugur; þessi tók við Hrúthólma. Sækir mynd- efnið í Haga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.