Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 29
Sólsetur í Kalamata. staðurinn í Grikklandi. „Delfí er geysilega fallegur staður þar sem var meðal annars véfrétt Appollo og hof hans. Þarna var fjárhirsla Aþenubúa á gullöld þeirra og þetta er mjög heilagur staður. Þetta er svona Þingvellir þeirra Grikkja en þarna koma heilu rúturnar fullar af fólki.“ Eigið þið ykkur uppáhaldsstað í Grikklandi? „Okkar uppáhaldssvæði er eigin- lega Mani, sem er mjög fallegt svæði,“ segir Magnús. „Þar er til dæmis Stoupa, sem er nú frægust fyrir það að þar bjó hinn raunveru- legi Zorba. Síðan er eitt mesta nátt- úruundur Grikkja þarna í Mania, einn frægasti hellir í Evrópu, sem heitir Diros.“ „Ef fólk fer til Suður- Grikklands, þá má það ekki láta þennan stað framhjá sér fara,“ bætir Ragnheiður við. „Það er siglt í gegn- um hellana á bátum og þar má sjá dropasteina. Þetta er bara mögnuð upplifun. Sums staðar þarf maður að beygja sig niður af því að það er lágt til lofts en svo annars staðar eru þetta bara heilu hallirnar. Við Magn- ús erum mikið hellafólk og höfum farið í hella út um allan heim en þessi hellir stendur upp úr.“ Þau nefna líka Vouliagmeni-vatn sem er vinsæl heilsulind. Í vatninu synda fiskar sem eru orðnir vel þekktir í svokölluðu fiski-spa, að sögn Ragnheiðar. „Ef maður stend- ur alveg grafkyrr, þá koma þeir og smátt og smátt byrja þeir að vinna á húðflögunum. En fyrir þá sem þykir þetta ekki þægilegt, þá þarf ekki nema rétt að koma smá hreyfingu á líkamann og þá láta fiskarnir mann alveg í friði. En Grikkirnir eru búnir að banna að maður fari með sólar- vörn á sér út í vatnið af því að þetta er auðvitað náttúruvatn og margt fólk sem fer þarna út í. Þannig að þeir gerðu sér grein fyrir því að það væri auðveldlega hægt að eyðileggja vatnið svo þeir settu þessa reglu,“ segir Ragnheiður. Þau Magnús og Ragnheiður segja gríska matinn afar ljúffengan og fjölbreyttan. „Það er auðvitað alls konar sem maður er ekki vanur að borða hérna heima. En grískur mat- ur er dásamlegur. Við erum með einn vegan í fjölskyldunni og hann var ekki í neinum vandræðum. Alls staðar er mikið grænmeti, alls konar baunir og eitthvað sem er árstíða- bundið. Og alltaf smakkar maður eitthvað nýtt sem maður hefur aldr- ei prófað áður.“ Og Ragnheiður mælir með að leita Grikkina uppi. „Þeir vita hvar er gott að borða og heimamenn gera auðvitað ákveðnar kröfur. Og svo er bara gaman að vera í kringum þá, það er svo mikil gleði alltaf. Við hvetjum fólk endi- lega til að skoða síðuna Grikklands- galdur á Facebook; þar er hægt að finna mjög áhugaverða staði og upp- lýsingar.“ Hvernig er umferðin þarna? „Það er mjög þægilegt og auðvelt að keyra þarna þótt það sé kannski svolítið kaótískt í miðborg Aþenu. En það er ekkert mál annars, sér- staklega þegar þú ert kominn út á landsbyggðina,“ segir Magnús. Hann segir vegina góða og auðvelt að rata, en allt sé vel merkt. „Eina er að það er erfitt að spyrja Grikkina til vegar. Þeir segja nefnilega aldrei ég veit það ekki. Ef Grikkinn veit ekki hver leiðin er, þá býr hann bara eitt- hvað til og segir bara eitthvað. Þú getur lent í endalausri vitleysu, svo það er viss áhætta sem þú tekur ef þú spyrð Grikkja til vegar,“ segir Magnús og hlær. Sem fyrr segir er Magnús mennt- aður fornleifafræðingur. Hann vann við bandarískan fornleifauppgröft við ströndina í Grikklandi í kringum 1990. Hann segir að upp hafi komið minjar allt frá nýsteinöld og alveg upp til fjórtándu, fimmtándu aldar. Er Grikkland ekki draumur hvers fornleifafræðings? „Jú. Það er auðvitað búin að vera búseta í Grikklandi í þúsundir ára. Vandamálið í Grikklandi er að það er eiginlega sama hvar þú stingur niður skóflu, það kemur eitthvað upp. Það er geysilega mikið þarna, alls stað- ar,“ segir Magnús. „Og það er erfitt að stjórna því. Bændur láta til dæm- is ekki endilega vita ef þeir finna eitthvað, því það þýðir að þeir þurfa að stoppa kannski að yrkja jörðina í einhver ár þar til einhver kemur til að taka út staðinn. Þannig að þeir fleygja jafnvel fornminjunum í stað þess að láta vita.“ Ragnheiður í Delfí þar sem meðal annars var véfrétt Appollo og hof hans. Systkinin Sigurður Mar og Guðrún Elena við fjárhirslu Aþenu í borginni Delfí. Á ströndinni í Suður-Grikklandi og fagurblár sjórinn svo langt sem augað eygir. 22.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2017 Ford F-350 King Ranch Litur: Oxford white, Mesa brown að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque. Með upphituð/loft- kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Laus aðra viku í ágúst. VERÐ 10.690.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Litur: Stone blue, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 Chevrolet LTZ Litur: Cajun Red, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 Ford F-350 King Ranch Litur: Ruby red, java að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque. Með upphituð/loft- kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Laus aðra viku í ágúst. VERÐ 10.690.000 m.vsk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.