Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við horfum líka á það að þegar við eignuðumst bréfin í Icelandair þá var verðið á hlut í félaginu umtals- vert lægra þannig að við erum ekki búin að tapa á þessari fjárfestingu sem slíkri. En auðvitað er staða Icelandair áhyggjuefni og deyfðin sem ríkir á hlutabréfamarkaðnum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, for- maður stjórnar Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, í samtali við Morgun- blaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi nam um 2,7 milljörðum króna, sam- kvæmt uppgjörstilkynningu félags- ins sem gerð var opinber eftir lokun markaða í gærdag. Stærsti hluthafi félagsins er Lífeyrissjóður verslun- armanna með rétt tæplega 14% hlut. Guðrún segir sjóðinn fylgjast grannt með stöðu mála. „Við fylgjumst vel með þeim fé- lögum sem við erum hluthafar í. En við erum langtímafjárfestar og horfum því á þessa eign til langs tíma. Við erum búin að eiga þessi bréf í mörg ár og höldum ró okkar,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Hlutur okkar í Icelandair er næst- stærsta hlutafjáreign Lífeyrissjóðs verslunarmanna.“ Krefjandi aðstæður í fluginu Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, sem er næststærsti hluthafi í Ice- landair, með um 8% eignarhlut, hafði í gærkvöldi ekki náð að kynna sér uppgjörstilkynningu Icelandair nægjanlega vel og baðst því undan viðtali við blaðamann. Þá er haft eftir forstjóra Iceland- air í tilkynningu að aðstæður séu „vissulega krefjandi“. »16 Staðan veldur áhyggjum  Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Icelandair  Stjórnarformaður sjóðsins segir stöðu félagsins áhyggjuefni Morgunblaðið/Árni Sæberg Ókyrrð Afkoma Icelandair er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það eru lang, langflestir mjög ánægðir með nýja fyrir- komulagið, en eins og gengur með nýja hluti þá eru alltaf smá hnökrar í byrjun,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhátíðarnefndar í Vest- mannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. Nýtt fyrirkomulag var við tjöldun í ár. Í stað þess að blásið yrði til kapphlaups um stæði fyrir hvítu tjöldin, eins og tíðkast hefur um langa tíð, ákvað þjóðhátíð- arnefnd að úthluta tjaldstæðum í fyrsta sinn. Nóg af stæðum fyrir hvít tjöld „Það fengu allir að vita á sunnudaginn hvar þeim var úthlutað stæði og flestir voru sáttir við úthlutunina. Í stað þess að allir kæmu á sama tíma til þess að setja niður tjaldsúlurnar þá var byrjað síðdegis á þriðjudag að setja niður súlur á Reimslóð, Þórsgötu og Týsgötu klukkan 17 og endað á efri byggð og klettum klukkan 21. Þeir sem ekki áttu pantað komu klukkan hálftíu til þess að velja sér stæði sem nóg var af,“ segir Jónas og bendir á að búslóðaflutningar í dalinn verði einungis heimilaðir á tveimur tímabilum á fimmtudag og fyrir hádegi á föstudag. „Það voru allir rólegir í tjölduninni, engin örtröð eða læti. Fólk fór eftir leiðbeiningum varðandi tímasetn- ingar og takmarkanir á fjölda bíla á svæðinu. Kapp- hlaupsfyrirkomulagið sem ríkti áður við tjöldun var ekki fyrir alla og sumir kviðu hreinlega fyrir því að tjalda. Fólk vill ekki lenda í leiðindum og pústrum,“ segir Jónas og bætir við að það hafi að vísu einn og einn haft það á orði að hann sakni látanna sem fylgdu kapp- hlaupunum um stæðin vinsælu. „Okkur sýnist þjóðhátíðin í ár stefna í svipaða stærð og hún var í fyrra,“ segir Jónas sem var sáttur við nýja og hagstæðari veðurspá fyrir þjóðhátíðina. Önnur nýjung verður á þjóðhátíðinni í ár að sögn Jónasar, en búið er að koma fyrir litlum gervigrasfót- boltavelli fyrir krakka á flötinni við Hofið. „Brottfluttir Eyjamenn eru farnir að sjást í bænum og það kæmi mér ekki á óvart að sjá fleiri þjóðhátíð- argesti koma til Eyja á [miðvikudag],“ segir hann. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Þjóðhátíð Veðrið lék við Eyjamenn þegar þeir mættu í Herjólfsdal til þess að setja niður súlur fyrir hvítu tjöldin. Allir sáttir í Herjólfsdal  Tjaldsúlur settar niður í gær  Fæstir sakna kapp- hlaupsins  Stefnir í svipaðan fjölda gesta og var í fyrra Undirbúningur Það þarf tvo til og samvinnu til þess að koma niður súlunum og ekki má gleyma sleggjunni. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við vorum að klára seinna lunda- rallið í Stórhöfða í Vestmannaeyjum og eru 46% unga enn á lífi. 90% af ungunum sem ekki komast á legg, deyja fyrstu 10 dagana frá klaki, þannig að ég reikna með að mesta fækkunin sé yfirstaðin,“ segir Erp- ur Snær Hansen, starfandi for- stöðumaður Náttúrustofu Suður- lands, við Morgunblaðið. Hann segir ábúðina í Höfðanum nú 73%, sem séu góðar fréttir. Varpárangurinn sé 0,46 ungar/egg og viðkoman sé því 0,33 ungar/ varpholu, sem sé svipað og í fyrra. „Ef allt heldur sem horfir erum við að sjá svipaðan pysjufjölda og var í fyrra. Þá var hann 4.800 pysj- ur,“ segir Erpur Snær sem reiknar með því að skoða varpholur í Eyj- um um miðjan ágúst. „Við fylgjumst með lundanum í 12 vörpum umhverfis landið og helsta fréttin er að sandsíli er ríkjandi fæða um allt land og eru Vestmannaeyjar þar með taldar,“ segir Erpur Snær. Fimm ferðir í stað einnar „Sílalirfur eru mjög seint á ferð- inni, en lundinn sem og aðrar líf- verur þurfa á því að halda að síla- lirfurnar myndbreytist í 7 til 11 sm síli sem kallast „núllgrúppa“ og er hin hefðbunda fæða,“ segir Erpur Snær og bætir við að þyngdarmun- urinn á lirfum og núllgrúppu valdi því að fullorðnir lundar þurfi að fara allt að fimm sinnum fleiri fæðuöflunarferðir með lirfur til að bera jafnmikla vigt í pysjuna og eina goggfylli af núllgrúppusíli. Erpur Snær segir að sjórinn við Eyjar sé að kólna að sumarlagi en það gerðist einnig árið 1948. Við kólnunina 1948 stórefldist sílastofninn auk þess sem makríll- inn hvarf af Íslandsmiðum. Morgunblaðið/RAX Lundabyggð Lífsbaráttan er erfið hjá lundanum um þessar mundir og margar fæðuöflunarferðir sem fuglarnir þurfa að fara til að ná sér í æti. Sandsíli ríkjandi fæða um allt land  73% ábúð í Höfðanum góðar fréttir Skilgreiningar á hugtökum » Ábúð er hlutfall varphola sem orpið var í. » Varpárangur er hlutfall eggja þar sem pysjur komast á legg. » Viðkoma er hlutfall hola með uppkomnum pysjum. Margfeldi ábúðarhlutfalls og varpárang- urs. » Heildarfjöldi pysja er marg- feldi viðkomu og heildarfjölda varphola.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.