Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skrokkar fjögurra fiskiskipa sem norska skipa- smíðastöðin Vard smíðar nú fyrir íslensk útgerðarfyr- irtæki verða smíðaðir í Víetnam. Fjögur íslensk út- gerðarfyrirtæki undirrituðu í lok síðasta árs samninga við norska fyrirtækið um smíði sjö skipa. Tvö skip Bergs-Hugins og eitt skip fyrir Útgerðarfélag Ak- ureyringa verða að öllu leyti smíðuð í Noregi, en skrokkar tveggja skipa Skinneyjar Þinganess og tveggja skipa Gjögurs verða smíðaðir í Víetnam. Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinga- ness, segir að Vard eigi stöðina í Víetnam og þetta eigi ekki að breyta neinu varðandi gæðakröfur og smíða- saminga. Fyrirhugað er að setja skrokkana fjóra um borð í flutningaskip og sigla með þá frá Víetnam til Noregs í byrjun næsta árs þar sem smíði skipanna verður lokið. Skipin á að afhenda hvert af öðru á næsta ári og er Skinney-Þinganes síðast í röðinni með af- hendingu í árslok 2019. Á heimasíðu Vard kemur fram að fyrirtækið rekur fimm skipasmíðastöðvar í Noregi, tvær í Rúmeníu, eina í Brasilíu og eina í Víetnam. Síðastnefnda stöðin er í Vung Tau, skammt frá Ho Chi Minh-borg, áður Sai- gon. Samið við Micro um búnað Allar eru systurnar sjö 29 metrar að lengd, 12 metr- ar á breidd og geta borið um 80 tonn af ísuðum fiski. Í skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Samkvæmt upplýsingum Aðalsteins hafa Skinney- Þinganes og Gjögur samið við íslenska fyrirtækið Micro um smíði á vinnslubúnaði í nýju skipin. Micro annast hönnun, smíði og uppsetningu á vél- og hugbún- aðarhluta verkefnisins, en hugbúnaðurinn er unninn í samstarfi við Völku. Í framhaldi af komu skipanna til Íslands verður búnaðurinn settur um borð. Sjö systur Tölvumynd af skipunum sem Vard er að smíða fyrir Íslendinga, frá vinstri skip Gjögurs, Útgerðarfélags Akureyringa, Skinneyjar-Þinganess og Bergs-Hugins. Skipin eru öll væntanleg til landsins á næsta ári. Skrokkarnir frá Víetnam  Fjórir skrokkar í sjö skipa verkefni smíðaðir hjá Vard í Víetnam  Verða fluttir með flutningaskipi til Noregs Mikið hefur verið að gera í upp- sjávarvinnslu HB Granda á Vopna- firði eftir að makrílvertíð hófst fyr- ir alvöru og þar er nú unnið allan sólarhringinn. Sá háttur er hafður á í vinnslunni á Vopnafirði að starfsmenn vinna 12 daga í röð en eiga síðan frí í fjóra daga. ,,Það er núna verið að vinna afla Venusar NS sem kom hingað með um 700 tonn af makríl. Víkingur AK var að koma til hafnar með um 450 tonn en veðrið við Suð- Austurland hefur ekki verið hag- stætt síðustu daga,“ var haft eftir Magnúsi Róbertssyni, vinnslustjóra HB Granda á Vopnafirði, á heima- síðu fyrirtækisins í gær. Makríllinn hefur verið stór og góður og meðal- vigtin vel yfir 400 grömmum. Hann hefur ýmist verið unninn fyrir markaði í Evrópu og Asíu. Vinnsla allan sólarhringinn á Vopnafirði Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Stakir aðgöngumiðar í sundlaugar landsins hafa hækkað nokkuð í verði á undanförnum árum og er stakt gjald í sundlaugum Reykjavík- urborgar 980 krónur fyrir fullorðna. Rekstarumhverfi sundlauga var afar erfitt á tímabili en breyting hefur þó orðið til hins betra á síðustu árum, segir Steinþór Einarsson, skrif- stofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR, í samtali við Morgunblaðið. „Reksturinn er mun betri en hann hafði verið, t.d. hefur hlutfall þek- ingar tekna aldrei verið hærra í ákveðnum laugum hjá okkur. Það eru laugar sem eru að fá mikið úr gjaldinu fyrir stakan sundmiða, sem hefur jú hækkað töluvert,“ segir Steinþór um rekstur síðustu ára. Bendir Steinþór á að Vesturbæj- arlaug, Laugardalslaug og Sundhöll Reykjavíkur eru dæmi um laugar sem eru afar vinsælar hjá erlendum ferðamönnum, sem greiða þá stakt gjald. „Við erum að fá meira út úr ferðamönnunum en áður,“ segir Steinþór. Fyrir þá sem hafa lengri viðkomu hér á landi eða eru almennt búsettir hér og fara reglulega í sund er töluvert ódýrara að kaupa kort, s.s. 10 eða 20 miða kort, eða árskort. Reksturinn ekki niðurgreiddur Hæsta verð á stökum að- göngumiða í sund er í sundlaugina á Húsafelli, eða 1.300 krónur. Annar eigenda Ferðaþjónustunnar Húsa- felli ehf., Hrefna Sigmarsdóttir, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að sundlaugin þar sé ekki niðurgreidd af sveitarfélaginu. Rekstur flestra sundlauga landsins er niðurgreiddur með útsvarstekjum sveitarfélaga. Þá býðst sumarbústaðaeigendum á Húsafelli afsláttarkort í laugina en mest eru það útlendingar sem gera sér ferð í hana. „Við höfum ekki litið á sundlaugina sem eitthvert gróða- fyrirtæki fjárhagslega. Hún er að- allega þarna til að styðja við staðinn og leyfa fólki að njóta þess að kom- ast í heitt vatn,“ segir Hrefna. Rekstur sundlauga betri  Tekjur hafa aukist á síðustu árum vegna aðsóknar ferða- manna  Stakt gjald er tæpar 1.000 krónur í Reykjavík Gjaldskrá í sundlaugar fyrir fullorðna Hæsta verð fyrir fullorðna Heimild: sundlaugar.is og gjaldskrár sveitarfélaga Reykjavík Kópavogur Mosfells- bær Hafnar- fjörður Garðabær Seltjarnar- nes Akureyri Reykjanes- bær Stakt verð (til hliðsjónar) 10 miða kort Húsafell 1.300 kr. 9.600 kr. Sundlaugin á Borg (Grímsnes og Grafningshreppur) 1.250 kr. 5.000 kr. 980 850 750 600 640 800 950 800 4.600 5.000 3.700 3.900 4.200 4.100 5.000 3.825 Stakt verð (kr.) 10 miða kort (kr.) Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hreyfing Margir gera sér ferð í sund í góðu veðri og sumir mæta daglega. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Árskort í strætó frá Reykjavík til Grundarfjarðar kostar 720 þúsund krónur. Þetta kemur fram á heima- síðu Strætó. Til samanburðar kostar árskort í strætó frá Reykjavík til Stykkishólms 216 þúsund. Þó munar ekki nema fimm kílómetrum á milli þessara leiða. Upplýsinga- og markaðsfulltrúi Strætó, Guðmundur Heiðar Helga- son, segir að skoða þurfi verðlagn- inguna á þessu svæði nánar. „Við þurfum að skoða þetta betur, þetta er auðvitað skrítið.“ Guðmundur segir upphæðina reiknaða eftir gjaldsvæðum, það kosti 9 miða að fara til Stykkishólms en 10 til Grundarfjarðar. Einungis munar um eitt gjaldsvæði á milli staðanna en 504 þúsund krónum munar á kortum til Stykkishólms og til Grundarfjarð- ar, frá Reykjavík. Mjög fáir kaupa kort frá Reykjavík til þessara staða, að sögn Guðmundar. „Ef það eru sérstök tilvik, t.d. einhver er að ferðast frá Húsavík til Akureyrar, þá reynum við að afgreiða það persónu- lega, í samráði við hlutaðeigandi eða landshlutasamtökin sem fjármagna þessar leiðir,“ segir Guðmundur. Mun fleiri kaupa hins vegar árs- kort frá Reykjavík til Reykjanes- bæjar eða Akraness, að sögn Guð- mundar. Árskort í strætó til Reykjanesbæjar frá Reykjavík kost- ar 288 þúsund krónur en til Akra- ness 144 þúsund krónur. Þó munar einungis tæpum 7 kílómetrum á vegalengdum leiðanna, Reykjanes- bær er í 48 km. fjarlægð frá Reykja- vík en Akranes er 45 km. frá borg- inni. Verðmunurinn er því allmikill, ef miðað er við vegalengd. Strætóferðir eru dýrari eftir því sem ferðast er yfir fleiri gjaldsvæði. Hver landshlutasamtök ákveða fjölda gjaldsvæða á sínu svæði en því fleiri gjaldsvæði sem ferðast er yfir, því dýrari verður ferðin. „Við erum með fjögur gjaldsvæði. Við myndum gjarnan vilja hafa þau færri en kerfið krefst þessa kostn- aðar,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum. Stjórnir landshlutasamtakanna hafa allar samþykkt að segja upp samningi við Vegagerðina um al- menningssamgöngur á landsbyggð- inni vegna rekstrarörðugleika. „Þetta hefur verið rekið með miklum fjárhagslegum halla. Það hafa ekki fylgt næg framlög frá ríkinu fyrir reksturinn. Samgöngurnar á lands- byggðinni verða þá komnar á hendi Vegagerðarinnar um næstu ára- mót,“ segir Berglind. Morgunblaðið/Ófeigur Strætó Talsverður munur er á verðlagi strætókorta á landsbyggðinni. Strætókort á 720.000 krónur  Mikill munur á verði strætókorta  Erfiður rekstur á landsbyggðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.