Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vinnupallar margar stærðir og gerðir VIÐ leigjum út palla og kerrur Forystumenn íverkalýðshreyf- ingunni fara mikinn þessa dagana og hóta hörku í kjaradeilum, jafnvel strax í byrjun næsta árs. Og frá for- ystu verkalýðshreyf- ingarinnar heyrist tal- að um „barlóm“ um erfiða stöðu fyrirtækja, sem sé „taktík“ sem notuð sé til að slá á væntingar fólks.    Þeir sem leiða verka-lýðshreyfingu hljóta að tala gegn betri vitund þegar þeir láta svona út úr sér. Það verður að minnsta kosti að vona að svo sé, því að ef þeir vita ekki betur er vissu- lega vá fyrir dyrum.    Björn Bjarnason setur þessi stór-yrði í samhengi sem vonandi skýrir málflutninginn og gefur þá um leið von um vitrænni umræðu í vetur.    Björn segir að barátta forystu-manna launþegahreyfing- arinnar snúist ekki um að sanna að vel hafi til tekist heldur um meting milli launþegahópa. „Þarna er ekki um raunverulega baráttu fyrir bætt- um kjörum að ræða heldur valda- baráttu sem nær hámarki á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 24. til 26. október 2018,“ segir hann.    Slæmt er að verkalýðshreyfinginsé í því ástandi að það ógni starfsfriði í landinu. Mikill árangur í að bæta kjör landsmanna á liðnum árum hefur ekki náðst vegna verk- falla og áframhaldandi bati næst ekki með hótunum um verkföll.    Forysta verkalýðshreyfing-arinnar hefur skyldur við launamenn og þarf að setja þá en ekki eigin valdabaráttu í fyrsta sæti. Forystan þarf að forgangsraða STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 16 léttskýjað Akureyri 15 skýjað Nuuk 9 léttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 29 heiðskírt Stokkhólmur 28 léttskýjað Helsinki 27 heiðskírt Lúxemborg 30 léttskýjað Brussel 25 heiðskírt Dublin 18 skúrir Glasgow 15 rigning London 23 skýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 33 heiðskírt Berlín 34 heiðskírt Vín 33 heiðskírt Moskva 24 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 30 heiðskírt Mallorca 30 léttskýjað Róm 33 léttskýjað Aþena 29 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Montreal 24 léttskýjað New York 26 léttskýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:36 22:34 ÍSAFJÖRÐUR 4:19 23:00 SIGLUFJÖRÐUR 4:01 22:44 DJÚPIVOGUR 3:59 22:08 „Það er svolítið langt síðan það var tekin ákvörðun um að bjóða ókeypis námsgögn. Það var gert í fyrra. Svo var ákveðið að fara í útboð til að fá hag- stæðasta verð- ið,“ segir Skúli Helgason, formað- ur skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðið ákvað að ganga til samn- inga við A4 um kaup á ritföngum fyrir alla nemendur grunnskóla Reykjavíkur fyrir skólaárið 2018- 2019. Samningurinn var undirrit- aður í kjölfar útboðsferlis þar sem gerðar voru kröfur um gæði og gott verð eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu A4. Er þetta í fyrsta skiptið sem borgin kaupir ritföng fyrir nem- endur grunnskóla. „Þetta á við um þessi prívat námsgögn sem hver og einn nemandi hefur þurft að koma með sjálfur. Svona fyrir utan venjulegar bækur,“ sagði Skúli í samtali við Mbl.is. Samið um ókeypis námsgögn  Reykjavíkurborg semur við A4 Skúli Helgason Veðurlag í nýliðnum júlí hefur í heild- ina verið svipað og mánuðina tvo á undan. Sólarlítið og fremur svalt á landinu sunnan- og vestanverðu, en meira um bjartviðri og hlýja daga austanlands. Munur á milli lands- hluta er þó ívið minni en í fyrri mán- uðunum tveimur. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Við Faxaflóa er mánuðurinn sá næstkaldasti á öldinni, ómarktækt kaldara var í júlí 2002. Aftur á móti er hann sá hlýjasti á öldinni á Aust- fjörðum – nærri miðju á Norðurlandi eystra og á Suðausturlandi. Að tiltölu hefur verið hlýjast á fjöll- um eystra, jákvætt vik miðað við síð- ustu tíu ár er mest á Gagnheiði og Fjarðarheiði, +1,5 stig. Neikvæð vik eru mest á Hraunsmúla í Staðarsveit og á Botnsheiði, -1,8 stig miðað við síðustu tíu ár. Á landsvísu reiknast meðalhiti í byggð 10,1 stig (endar e.t.v. í 10,2). Mun kaldara var í júlí 2015 og júlí- mánuðir áranna 2001 og 2002 voru einnig kaldari en nú. Úrkoma er ofan meðallags um nær allt land – virðist þó vera neðan með- allags á Austfjörðum. Sólarleysi hef- ur haldið áfram að hrjá íbúa Suður- og Vesturlands. Sólskinsstundir í Reykjavík eru meðal þeirra fæstu í júlímánuði. Þó verður ekki um met að ræða, segir Trausti. sisi@mbl.is Hlýjasti júlí á öldinni fyrir austan  Sá næstkaldasti á öldinni við Faxaflóa  Sólarleysið nær ekki metinu Morgunblaðið/Eggert Votviðri Regnhlífum brugðið á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.