Morgunblaðið - 01.08.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Allar tillögur sem við lögðum fram
voru annað hvort felldar, vísað frá
eða frestað. Nema tillögu okkar
sjálfstæðismanna og stjórnarand-
stöðunnar um færanlegt húsnæði
sem neyðarrúrræði og tillögu um
greiningu á þörf um húsnæðislausn
frá sósíalistum – sem við studdum.“
Þetta sagði Marta Guðjónsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
eftir aukafund borgarráðs Reykja-
víkur um mál heimilislausra í gær.
Fundurinn hófst klukkan ellefu
og stóð yfir í rúma fimm tíma, en
Marta sagði fundinn þrátt fyrir það
hafa verið árangurslausan að því
leyti að ekki nema tvær tillögur
minnihlutans náðu fram að ganga.
„Bráðavandinn er ennþá til staðar
og hann er ekki leystur. Hann leyst-
ist ekki á þessum fundi.“
Ákveðið skilningsleysi
Umræddri tillögu um færanlegt
húsnæði var vísað til fundar velferð-
arráðs 10. ágúst næstkomandi.
„Þetta er fundur sem verður hald-
inn að beiðni okkar minnihlutans.
Við höfðum að vísu beðið um að
hann yrði haldinn fyrr en það var
ekki orðið við því. Það má eiginlega
segja að það sé verið að velta vand-
anum á undan sér í stað þess að
grípa til aðgerða strax,“ sagði Marta
og bætti við: „Þetta voru ellefu til-
lögur sem við fluttum ásamt öðrum
flokkum í stjórnarandstöðunni. Mér
fannst andrúmsloftið vera þannig að
ákveðið skilningsleysi væri á lofti
gagnvart þeim vanda sem uppi er.“
Umrædd tillaga sjálfstæðisfólks
kvað á um að kannaðir yrðu mögu-
leikar á að komið yrði upp færan-
legu húsnæði sem neyðarúrræði en
Marta sagði að um einhverskonar
smáhýsi væri að ræða, sem nota
ætti til bráðabirgða á meðan verið
væri að finna varanlegri lausn fyrir
þá sem eru í vanda.
Benda á aðra til að leysa málið
Það kvað við svipaðan tón þegar
Morgunblaðið náði tali af Vigdísi
Hauksdóttur, borgarfulltrúa Mið-
flokksins, eftir fundinn í gær. Benti
hún einnig á að bráðavandi í hús-
næðismálum væri enn til staðar.
„Mér fannst nú þeir sem stjórna
borginni vera í mikilli vörn – vísa í
að vinna sé farin af stað og að hitt og
þetta sé í ferli. Það sem vantaði al-
gjörlega í þeirra tillögur var lausn á
bráðavanda. Þau benda meira og
minna á ríkið og önnur sveitarfélög
og einhverja aðra aðila sem eiga að
leysa málið fyrir þau. Það er algjör-
lega óásættanlegt,“ sagði hún og
hélt áfram: „Fundurinn var langur
og strangur og við börðumst hetju-
lega fyrir okkar málefnum með mis-
jöfnum árangri. Tvær tillögur [frá
minnihluta] voru samþykktar. Öðr-
um var vísað í ráð og nefndir, leitað
umsagna og vísað hingað og þang-
að,“ sagði Vigdís.
Hún benti einnig á að fyrirspurnir
frá henni, sem vörðuðu málefni
fundarins alls, hefðu ekki fengið
meðferð á fundinum.
„Ég varð fyrir vonbrigðum með
það að ég var búinn að leggja fram
fyrirspurnir á síðasta borgarráðs-
fundi en kerfið gefur sér allt að
þrjár vikur til að svara fyrirspurn-
um frá borgarfulltrúum. Það er auð-
vitað hámarkið svo ég bað um það í
gær að svör við þessum fyrirspurn-
um myndu koma [í gær] því það er
ekkert lágmark. En það var ekki
orðið við því og borið við sumarfrí-
um og tímaleysi. Þær snertu allan
þennan fund,“ sagði hún.
Vigdís minnti einnig á mikilvægi
gagnsæis í stjórnkerfinu og sagði:
„Fundurinn byrjaði þannig að heim-
ilislausir voru mættir í ráðhúsið,
sem sýnir það hvað það er mikil-
vægt fyrir borgina að opna stjórn-
kerfið sitt og birta dagskrá fundar
fyrirfram á netinu, bæði fyrir fjöl-
miðla og aðra sem hafa áhuga á
málaflokknum.“
Átta tillögur samþykktar
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg sem barst eftir fundinn í gær
sagði að átta tillögur meirihluta
borgarráðs um aðgerðir í húsnæðis-
málum hefðu verið samþykktar á
fundinum.
Þar sagði að meðal þess sem hefði
verið samþykkt væri að útvega
fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á
árinu 2018, bæta þjónustu í sam-
starfi við ríkið um heilbrigðisþjón-
ustu utangarðsfólks og að velferð-
arsvið ljúki tillögugerð um
áframhaldandi uppbyggingu hús-
næðis fyrir fólk sem telst utan-
garðs.
Einnig voru samþykktar tillögur
um viðræður við ríkisvaldið og
verkalýðshreyfinguna um breyting-
ar á reglum um stofnframlög,
áskorun til ráðherra húsnæðismála
um að sveitarfélögum verði gert
skylt að fjölga félagslegum íbúðum
að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda
og að teknar verði upp viðræður við
önnur sveitarfélög um þátttöku í
kostnaði við úrræði sem íbúar við-
komandi sveitarfélaga nýta sér en
borgin ber hitann og þungann af.
„Vandinn leystist ekki á fundinum“
Tvær af ellefu tillögum minnihlutans samþykktar Átta tillögur frá meirihlutanum fóru í gegn
„Bráðavandinn er ennþá til staðar“ „Þau benda meira og minna á ríkið,“ segir borgarfulltrúi
Morgunblaðið/Hari
Fundarhöld Boðað var til fundar hjá borgarráði Reykjavíkur að frumkvæði minnihlutans sem líkti fundinum við
eins konar neyðarfund. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði fundinn árangurslausan þrátt fyrir mikilvægi hans.