Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 GÖTUSALAN hefst í dag Komið og gerið reyfarakaup Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Mál er varða umsjón með styttum í eigu ríkisins hafa verið í ólestri, að sögn starfsmanns menningarráðu- neytisins. Í sumar hefur víða borið á kroti á styttum bæjarins, þ. á m. styttu Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli og styttu Ingólfs Arnarsonar við stjórnarráðið. Listasafn Reykjavíkur fer með eftirlit og viðhald meirihluta lista- verka og styttna í Reykjavík. Sig- urður Trausti Traustason, deildar- stjóri safneignar og rannsókna hjá LR, segir að stytturnar á Austur- velli og við stjórnarráðið séu í eigu ríkisins og því sé viðhald og þrif á þeim í verkahring ríkisins. „Við höf- um tekið eftir kroti og þess háttar á þessum styttum þegar við sinnum eftirliti á verkum sem eru í okkar umsjá. Við höfum t.a.m. boðið fram krafta okkar þegar kemur að eftirliti með styttum í eigu ríkisins en það er enn til umræðu hjá ríkinu.“ Kristrún Heiða Hauksdóttir, upp- lýsingafulltrúi mennta- og menning- arráðuneytisins, segir ekki ljóst á hverra borði viðhald og hreinsun á þessum styttum ríkisins sé, en telur það ólíðandi að ekkert sé að gert. „Sem stendur er ekki skýrt hvar ábyrgð á styttunum í eigu stjórn- arráðsins hvílir. Við bíðum þess að úrskurðað verði um það og þau mál komist í skýrari farveg. En í millitíð- inni hefur mennta- og menningar- málaráðuneytið haft frumkvæði að því að styttan af Jóni Sigurðssyni verði hreinsuð.“ Kristrún Heiða segir jafnframt að þau í ráðuneytinu reyni að bregðast hratt við ef ábendingar um krot eða skemmdarverk berist. Morgunblaðið/Valli Austurvöllur Ýmsir hafa fengið útrás fyrir listsköpun sína á styttu Jóns. Stytta Jóns Sig- urðssonar útkrotuð  Óljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi Fjögur herbergi eru lokuð tímabundið á Hótel Hellu eftir að eldur kom þar upp í fyrrakvöld. Full starfsemi er komin í gang þar en hótelið er upp- bókað út október. Hótelstjóri Hótels Hellu slökkti eld- inn, sem kom upp á salerni í einu hót- elherbergjanna, með slökkvitæki eftir að brunaviðvörunarkerfi hótelsins hafði farið í gang. Skömmu síðar voru slökkviliðsmenn frá brunavörnum Rangárvallasýslu mættir á vettvang. Að sögn Leifs Bjarka Björnssonar slökkviliðsstjóra bendir allt til þess að eldsupptök hafi verið í loftræstiviftu á salerni. Hótelgestir voru í herberginu, sem er á fyrstu hæð, þegar eldurinn kom upp. Rífa þurfti hluta af vegg á salerninu til að komast að glóð sem hafði komist þar inn undir. Einnig þurfti að rífa vegg niður á salerninu í herberginu fyrir ofan en þar höfðu plaströr bráðn- að saman og lokast. Leifur Bjarki sagði í samtali við Mbl.is eldinn ekki hafa verið mikinn en reykurinn hefði aftur á móti verið „gífurlegur“. Vegna þess að útsogið var í plaströrum var reykurinn meiri en annars ætti að vera. Hótelið var rýmt um leið og eldur- inn kom upp og fékk slökkviliðið afnot af íþróttahúsi bæjarins sem er aðeins um 300 metra frá hótelinu. „Veðrið var það gott að fólk var að miklum hluta bara úti. Það var 15 stiga hiti um nóttina og blankalogn. Aðstæð- ur gátu ekki verið betri hvað það varð- ar,“ segir Leifur Bjarki. Hótelstjórinn slökkti eldinn  Fjögur herbergi lokuð á Hótel Hellu eftir að eldur kom upp Ekkert hefur spurst til Jóhanns Gíslasonar, íslensks ríkisborgara sem búsettur er í Reykjavík, síðan 12. júlí síðastliðinn. Jóhann flaug til Alicante á Spáni 8. júlí án þess að eiga bókað flug til baka. „Það er verið að afla gagna og reyna að staðsetja hann, en við vitum svo sem ósköp lítið. Menn mega alveg láta sig hverfa,“ sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á Vesturlandi, í samtali við mbl.is, en ættingjar Jóhanns segja það ólíkt honum að hverfa með þess- um hætti. Tilkynnti fjölskyldan um hvarf hans til lögreglu 16. júlí. Kristján Andri Stefánsson, sendi- herra Íslands í París sem annast einnig sendiráðs- störf á Spáni, seg- ir að leit hafi eng- an árangur borið. „Við erum í sambandi við ræðismenn og lögreglu. Málið er í eðlilegum far- vegi en leit hefur engan árangur borið enn þá.“ Þá segir Svanhvít Aðalsteinsdótt- ir, forstöðumaður borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, að unnið sé með fjölskyldu Jóhanns við leitina að honum, en fyrir leitinni fer fyrst og fremst lögreglan á Vesturlandi. Enn ekkert spurst til Íslendings á Spáni  Heyrðist frá honum síðast 12. júlí Jóhann Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.