Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
www.gilbert.is
OKKAR MISSIR ALDREI
EINBEITINGUNA
ÚRSMÍÐAMEISTARI
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit
er enn óseldur. Þrjú tilboð hafa feng-
ist í fasteignina frá því hún var sett á
sölu í vor. Annars vegar hefur ekki
náðst samkomulag um kaupverð og
hins vegar hafa væntir kaupendur
ekki náð að fjármagna kaupin. Óska
eigendur því enn tilboða í hótelið
sögufræga.
„Bjarkalundur er í útleigu og það
er rekstur þar núna. Yfir vetrartím-
ann, frá nóvember og fram í maí hef-
ur ekki verið rekstur,“ segir Júlíus
Jóhannsson, fasteignasali hjá Kaup-
sýslunni, sem hefur eignina á sölu.
Mikil tækifæri framundan
Í hótelbyggingunni sjálfri eru 19
herbergi, veitingasalur, eldhús, setu-
stofa, bar, sjoppa, verslun og salern-
isaðstaða. Einnig eru við Bjarkalund
sex gestahús og þjónustuhús fyrir
tjaldstæði með salernis-, eldurnar-
og sturtuaðstöðu. Land sem fylgir
kaupunum er um 58,9 hektarar og
þar af er Berufjarðarvatn um 15
hektarar.
Jóhannes segir mikil tækifæri fel-
ast í kaupum á Bjarkalundi. Í þeim
efnum hafi áform um nýjan veg í
Gufudalssveit mikið að segja og veg-
farendum muni fjölga til muna.
„Þegar veginum verður breytt
verða gríðarleg tækifæri þarna. Þá
gæti Bjarkalundur orðið svipaður og
Staðarskáli. Menn eru að kalla eftir
breytingum á leiðinni, það liggur fyr-
ir og það er hellingur af tækifærum
þarna, gríðarmikið land o.s.frv.,“
segir hann.
Sögusviðið í gamanþáttaröð
Hótel Bjarkalundur hefur verið í
rekstri frá árinu 1947 og er elsta
sumarhótel á Íslandi, að því er fram
kemur á vef hótelsins.
Í seinni tíð er Bjarkalundur einna
þekktastur sem sögusvið Dagvakt-
arinnar, leikinnar gamanþáttaraðar
frá árinu 2008, þar sem Jón Gnarr,
Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur
Ragnarsson og Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir voru í aðalhlutverkum.
Bjarkalundur er
ennþá óseldur
Þrjú tilboð hafa borist fasteignasala
Bjarkalundur Hótel Bjarkalundur
er elsta sumarhótel á Íslandi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Erlendir sjálfboðaliðar hafa bæst í
hóp þeirra sem vinna að gróðursetn-
ingu í Hekluskógaverkefninu, en það
gengur út á endurheimt birkiskóga í
nágrenni Heklu. Svæðið er eitt af
þeim sem Landvernd býður erlend-
um gestum upp á að hlúa að í heim-
sókn hingað og vinna hópar á vegum
ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard
að uppgræðslu. Þá vilja nemenda-
hópar frá Bandaríkjunum einnig
láta gott af sér leiða.
Hrönn Guðmundsdóttir, skóg-
fræðingur og verkefnastjóri Heklu-
skóga, segir að þátttaka erlendra
gesta sé góð viðbót við innlenda
sjálfboðaliða, íþróttafélög, landeig-
endur og verktaka. „Þetta fer vax-
andi og er spennandi. Hóparnir taka
ekkert fyrir þetta og fyrir vikið get-
um við gert meira,“ segir hún.
Hópar Landverndar vinna að upp-
græðslu og gróðursetningu á sönd-
um sunnan við Þjófafoss og er það
liður í verkefni Landverndar: Græð-
um landið. Svæði víðar á landinu eru
undir í því verkefni.
300 þúsund hríslur
Í vor og sumar voru gróðursett
rúmlega 300 þúsund birkitré á svæði
Hekluskóga og jafnframt unnið að
landgræðslu til að undirbúa jarðveg-
inn fyrir skógrækt næstu ára.
Hrönn segir að gróðursetning hafi
farið seint af stað í vor, vegna rign-
ingatíðarinnar. Henni hafi lokið í
gær en eitthvað verði síðan gróður-
sett til viðbótar í haust. „Raunar hef-
ur þetta verið fín tíð fyrir trjá-
gróður. Rigningin gerði það að
verkum að við gátum haldið áfram í
júlí, en þá höfum við venjulega þurft
að hætta vegna þurrka,“ segir
Hrönn.
Litlar birkiplöntur eru gróður-
settar í hnapp víðs vegar um starfs-
svæðið og er vonast til að birkið sái
sér út frá þeim. Þetta er ellefta árið
sem Hekluskógar starfa og eru elstu
trén farin að bera fræ. Ekki er þó
enn sjáanleg mikil sjálfsáning enda
tekur Hrönn fram að það taki tíma
fyrir fræin að koma aftur upp á yfir-
borðið. Nemandi við Landbúnaðar-
háskóla Íslands hyggst kanna út-
breiðslu sjálfsáninga og segir Hrönn
að áhugavert verði að sjá niðurstöð-
urnar.
Munar um erlenda sjálf-
boðaliða í gróðursetningu
Sjálfsáning í Hekluskógum metin skipulega
Ljósmynd/Hrönn Guðmundsdóttir
Mótorhjólaskógar Félagar úr mót-
orhjólaklúbbum eru öflugir liðsmenn.
Óvenjustór ísjaki er skammt undan
landi á Hvalnesi á Skaga að sögn Eg-
ils Þóris Bjarnasonar, bónda á Hval-
nesi. Hann segir í samtali við mbl.is
að reglulega sjáist ísjakar á þessum
slóðum en þessi sé óvenjustór.
Stór ísjaki á Hvalnesi
Ljósmynd/Pernilla Göransson