Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breyttarmælingar ámengun bifreiða hafa vald- ið nokkrum titr- ingi meðal þeirra, sem selja bíla hér á landi, vegna útlits fyrir að breytingin muni leiða til ræki- legrar hækkunar á gjöldum og þar með verði á nýjum bílum. Í Morgunblaðinu í gær tekur Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, af skarið og segir að það sé ekki markmið hinna breyttu mæl- inga að auka tekjur ríkissjóðs. „Ég hef haft áhyggjur af þessu máli og er með það til greiningar í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu,“ segir Bjarni. „Þeirri vinnu er ekki alveg lokið. En ég útiloka ekki að við bregðumst við vegna þessara ábendinga.“ Með hinum nýju mælingum er ætlunin að komast nær því hvað bílar valda í raun mikilli mengun þegar komið er á göt- una, en við þær kjöraðstæður, sem hingað til hefur verið mælt við. Það hefur lengi blas- að við neytendum að yfirleitt fer ekki saman uppgefin notk- un bíla á eldsneyti og raun- notkun og full ástæða til að færa slíkar mælingar til betri vegar. Það er hins vegar ástæðulaust að slíkar breyt- ingar bitni á neytendum, sér- staklega í ljósi þess að nú þeg- ar eru mishá bifreiðagjöld notuð til að stýra neytendum og ýta undir kaup á vistvænum bílum. Það er því ánægjulegt að Bjarni ætlar að taka þetta mál til skoðunar með það að leið- arljósi að það sé ekki markmið breyttra mælinga á mengun bifreiða að auka tekjur rík- issjóðs. Bjarni fjallar einnig um það í samtalinu við Morgunblaðið í gær að hann sjái fyrir sér að trygginga- gjaldið verði lækkað í skrefum strax um næstu áramót og svo aftur ári síðar. Tryggingagjaldið var hækk- að þegar bankakerfið fór á hliðina vegna þess ástands, sem þá skapaðist á vinnu- markaði. Gjaldið fór upp í 8,65%, en hefur smám saman verið lækkað síðan og er nú komið niður í 6,85%. Þótt allar forsendur hækkunar trygg- ingagjaldsins séu horfnar, vinnumarkaðurinn sé öflugur og atvinnuleysi hverfandi, hef- ur gjaldið ekki verið fært til þess horfs sem var 2008. Þá var það 5,34%. Áform um að lækka trygg- ingagjaldið skipta verulega miklu máli fyrir atvinnurek- endur, sérstaklega smærri fyrirtækja. Í viðtalinu nefnir Bjarni einnig lækkun neðra skatt- þrepsins og vísar þar til stjórnarsáttmálans. Segir hann að það muni gerast í áföngum í samspili skattþrepa og bótakerfanna. Það er gott að hreyfing er komin á þessi mál. Reyndar er ástæða til að fara rækilega ofan í saumana á skattheimtu í landinu og má þá hafa að leiðarljósi kjörorð arkitekta, sem hampa einfald- leikanum, þess efnis að oft er minna meira. Gott að hreyfing er komin á áform um skattalækkanir} Endurmat gjalda og skattalækkanir Facebook sagðifrá því í gær að fyrirtækið hefði fjarlægt 32 notendur eða síð- ur af vefjum sín- um. Þeir sem settu upp þessar síður munu hafa villt á sér heimildir og ætlað að nota síðurnar til að hafa áhrif á bandarísku kosn- ingarnar í nóvember. Það er ágætt að Facebook er farið að hafa áhyggjur af umræðum um neikvæð áhrif fyrirtækisins, en óvíst að þessar 32 síður hafi mikið að segja í stóra samhenginu. Og þær breyta því ekki að þeir sem verja of miklum tíma á samfélagsmiðlum en litlum tíma á raunverulegum fjöl- miðlum eiga það á hættu að verða af því sem máli skiptir og sjá helst aðeins það sem þeim líkar að heyra. Þröng- sýni og jafnvel fordómar er líklegur fylgi- fiskur og er orðið verulegt áhyggju- efni með vaxandi notkun samfélags- miðla. Af þessum sök- um er ástæða til að hafa áhyggjur af annarri þróun sem glímt er við í Bandaríkj- unum og víðar. Þar hefur það til dæmis gerst að síðastliðinn áratug hefur þeim sem starfa á ritstjórnum fjölmiðla fækk- að um fjórðung á um áratug. Á dagblöðum er þetta hlutfall enn hærra. Þessi þróun, samhliða auk- inni notkun samfélagsmiðla, mun að öllum líkindum hafa þau áhrif að smám saman verði fólk verr upplýst um samfélagið. Sumir telja raun- ar að þess megi þegar sjá stað. Þróun af þessu tagi væri verulegt áhyggjuefni fyrir lýðræðið. Facebook glímir við gervinotendur, en vandinn er mun víð- tækari og alvarlegri} Hættuleg þróun G óð dæmi um fagleg vinnubrögð umkringja okkur en við tökum ekki oft eftir þeim vegna þess að það andstæða þeirra sem við tök- um eftir, þegar eitthvað fer úr- skeiðis. Að undanförnu hefur ýmislegt farið úr- skeiðis; hátíðarfundur, barnaverndarmál, skipun í landsrétt, skortur á húsnæði, fjár- mögnun samgangna, brestir í heilbrigðiskerf- inu og menntakerfinu. Dæmin virðast vera mörg en sem betur fer eru þau samt hlutfalls- lega fá. Það sem skiptir meira máli er hversu alvarleg þau eru. Alvarlegu málin eru þau sem síst eiga að fara úrskeiðis. Til þess að koma í veg fyrir mistök þá erum við fyrst með fjölda fagfólks sem getur komið að ákvarðanatöku og svo þónokkuð umfangs- minna eftirlitskerfi sem fylgist með ákvarðana- tökunni, að tekið hafi verið tillit til allra faglegra at- hugasemda, að lögum og reglum hafi verið fylgt og að varúðar hafi verið gætt. Eftirlitskerfið er bæði faglegt og pólitískt, stofnanir eins og ríkisendurskoðun og umboðs- maður Alþingis sinna faglegri greiningu á meðan pólitíska eftirlitið er viðameira þó það vakti aðallega að allar ákvarðanir séu í þágu allra landsmanna. Það er hagur okkar allra að þessi kerfi virki sem best, að það sé hlustað á fagfólk og ábendingar eftirlitsaðila. Í landsréttarmálinu var til dæmis ekki hlustað á fagfólk og eftirlitsaðilar fengu ekki öll gögn málsins til skoðunar. Í húsnæðismálum er búið að vekja athygli á vandamálunum í langan tíma en viðbrögðin koma seint og virð- ast hvorki ná að rót vandans né til þeirra sem þurfa helst á aðstoð að halda. Nokkur dæmi eru hins vegar sérstök, þar sem reynt er að koma í veg fyrir að eftirlitið geti sinnt sínu hlutverki. Í málunum um lands- rétt, uppreist æru og barnaverndarstofu var gögnum haldið frá eftirlitsaðilum á fyrri stig- um málsins. Í máli sem ég er enn að vinna í er enn verið að halda upplýsingum frá fjárlaga- nefnd. Nýlega fékk nefndin gagnapakka sem er byggður á beiðni: „óskað að ráðuneytið af- hendi nefndinni öll gögn málsins“. Svarið var: „Varðandi gögn sem óskað er eftir hefur ráðu- neytið tekið saman öll tiltæk gögn sem fyrir liggja í skjalasafni ráðuneytisins ... og sendast þau samhliða svari þessu“. Ég veit hins vegar um skjöl sem vantar í gagnapakkann sem fjár- laganefnd fékk. Ég bað um þessi gögn 22. apríl sl. Undir þá beiðni tóku nefndarmenn og skv. lögum ber ráðuneyt- inu að útvega gögnin. Ég ætlaði að fara yfir gögnin í sum- ar en það sem ég fékk var ekki það sem ég bað um. Eftirlitskerfinu er vísvitandi, að mínu mati, haldið í skefjum. Þar bera þingmenn meirihlutans mesta ábyrgð enda skipa þau meirihluta allra nefnda. Hlutverk þeirra virðist hins vegar vera að spila vörn fyrir valdið; að stimpla, þegja og koma í veg fyrir virkt eftirlit. Eru það fagleg vinnubrögð? bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Hvað eru fagleg vinnubrögð? Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Plastnotkun í tengslum viðvörur kjöt- og grænmet-isbænda hefur farið minnk-andi síðustu ár og mun minnka enn frekar á næstu árum. Talið er að með aðgerðum síðustu ára hafi tekist að minnka plastnotkun um hundruð tonna sé horft til nokkurra ára. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá Íslensku grænmeti sem er sölufélag garðyrkjumanna, segir að frekari breytingar séu í far- vatninu sem miða að því að pakka fjölda vara á vegum grænmetis- bænda í jarðgeranlegar umbúðir. Frá árinu 2002 hefur Íslensku grænmeti tekist að minnka plastnotkun hjá sér um 60% og eru aðgerðirnar nú liður í því að gera fyrirtækið nær plastlaust. „Þegar við byrjuðum í þessu þá voru plastpakkar og filmur í raun það eina sem var í boði. Við höfum síðan síð- ustu ár verið að reyna að minnka þessar umbúðir eins og við getum en þær eru auðvitað hafðar þarna til að verja vöruna. Það sem við erum að gera núna er að skipta út öllum plast- glösum sem geyma tómata og smág- úrkur. Þess utan munu kirsuberja- tómatar og jarðarber fara yfir í jarðgeranlegar umbúðir,“ segir Kristín og bætir við að fyrirtækið sé nú að skoða filmur gerðar úr jarðger- anlegu efni. Að því loknu sé næst á dagskrá að pakka íslenskum kart- öflum inn í umbúðir gerðar úr jarð- geranlegu efni, en umbúðir utan um kartöflur hafa að mestu verið óbreyttar síðustu ár. „Við erum að vona að við getum verið farin af stað með það verkefni í haust. Við munum þá setja kartöflurnar í filmu og net sem gerð eru úr jarðgeranlegu efni. Með því verður hægt að sjá kartöfl- urnar frá ýmsum hliðum en það er gríðarlega mikilvægt,“ segir Kristín. Spurð um hvers vegna græn- metið eigi að sjást frá ýmsum hliðum segir hún það vera að fenginni reynslu. Kristín segir að áður en fram komu pakkningar úr jarðgeranlegu efni hafi Íslenskt grænmeti gert til- raunir með pappaöskjur undir græn- meti. Að sögn Kristínar féllu umbúð- irnar ekki í kramið hjá neytendum. „Fólk er vant því að geta skoðað vör- una frá nokkrum sjónarhornum en í þessum umbúðum sá það einungis efsta lagið. Salan hríðféll í kjölfarið og við þurftum að breyta þessu á nýj- an leik,“ segir Kristín. Umhverfisvænni kjötumbúðir Svipaðar breytingar er varða plastnotkun hafa verið upp á ten- ingnum hjá Ferskum kjötvörum, kjötvörukeðju Haga, en þar hefur plastnotkun minnkað umtalsvert síð- ustu ár. Með nýjustu aðgerðum fyr- irtækisins er ráðgert að plastnotkun á vegum fyrirtækisins minnki um 30 tonn á ári. Jónas Guðmundsson, gæðastjóri Ferskra kjötvara, segir að plastbökk- um undir vörur íslenskra bænda hafi á undanförnum misserum verið skipt út fyrir pappaspjöld. „Við erum auð- vitað eins og allir aðrir að reyna að draga úr notkun á plasti. Til að gera það höfum við notast við pappaspjöld sem innihalda um 70% minna af plasti en var í gömlu plast- bökkunum. Pappaspjaldið er síðan með plastfilmu yfir sem hægt er að rífa af þegar kom- ið er að því að flokka en þetta er allt saman endurvinn- anlegt,“ segir Jónas og bætir við að auk þess að vera um- hverfisvænni umbúðir dragi pappaspjaldið úr matarsóun, en geymsluþol kjöts lengist um nokkra daga með notkun pappaspjaldsins. Dregið úr notkun á plasti í umbúðum Samkvæmt upplýsingum frá Ferskum kjötvörum hafa um- búðir utan um kjöt lést um 18 grömm, eða farið úr 21 grammi í 3 grömm, með nýjustu breyt- ingum. Spurður hvort breytingarnar hafi í för með sér sparnað fyrir Ferskar kjötverur kveður Jónas já við. Það sé einna helst í flutn- ingskostnaði en um- fang flutnings á veg- um fyrirtækisins hefur farið úr tólf gámum í einn eftir aðgerðirnar. „Flutningur á vegum fyrirtækisins er að minnka mjög mikið og það er auðvitað tals- verður sparnaður fólg- inn í því. Það er samt ekki aðalatriðið enda er þetta hluti af þróun sem er það sem koma skal í umbúðum í Evr- ópu og heiminum öll- um,“ segir Jónas. Spara með breytingum KOSTNAÐUR MINNKAR Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Grænmeti Breytingar á vegum Íslensks grænmetis eru í farvatninu og miða þær að því að gera umbúðir á vegum fyrirtækisins plastlausar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.