Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 ✝ Unnur Har-aldsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 27. október 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 23. júlí 2018. Foreldrar hennar voru Har- aldur Hannesson, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000, og El- ínborg Sigbjörnsdóttir, f. 3. september 1911, d. 11 ágúst 1995. Systkini Unnar eru 1) Ásta, f. 17. febrúar 1953, d. 24 október 2015, hann var giftur Sig- urbjörgu Björnsdóttur, d. 1992, börn þeirra eru Unnur Ósk, Helga Björk og Magnús Már. Áður eignaðist Haraldur dótt- urina Unni, f. 1974, en hún lést níu mánaða gömul. 2) Ásthildur, f. 1958, gift Arne Holthe. Dætur þeirra eru Unnur Helen og Lilja Iren. 3) Sigurbjörg Magnea, f. 1966, gift Gunnari Hreinssyni, börn þeirra eru: Sunna Björt, Hreinn og Baldur. 4) Helena, f. 1976, unnusti hennar er Ólafur Gunnarsson hennar dætur eru Hildur María og Guðrún Unnur. Barnabarnabörn Unnar eru 14 talsins og voru henni mjög kær. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, miðvikudaginn 1.ágúst 2018, og hefst athöfnin kl. 13. 28.11. 1934, hennar maður var Óskar Haraldsson, hann lést árið 1985. 2) Hannes, f. 4.10. 1938, giftur Magn- eu G. Magnús- dóttur, 3) Sigur- björg, f. 2.10. 1939, d. 11.7. 1942. 4) Sigurbjörg, f. 1.10. 1945, gift Friðriki Má Sigurðssyni. Unnur var gift Magnúsi Byron Jónssyni, f. 12. október 1932, d. 27. desember 2001. Börn þeirra eru: 1) Haraldur, f. Í dag fylgjum við til grafar elskulegu mömmu okkar, tengdamömmu og ömmu sem núna er komin í sumarlandið til pabba, Halla bróður og annarra fallinna ástvina. Við eigum svo margar góðar minningar, mamma, og munum við geyma þær í hjörtum okkar. Við erum þér þakklátar fyrir allt sem þú kenndir okkur og þú varst okkur fyrirmynd og klettur. Elsku mamma. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og okkar fjölskyldu í gegnum tíðina. Hvíldu í friði. Við kveðjum þig með söknuði og látum fylgja með orð spámannsins sem þið pabbi bentuð okkur á að hafa að leiðarljósi í gegnum lífið. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Khalil Gibran) Ásthildur, Sigurbjörg (Sibba), Helena og fjölskyldur þeirra. Elsku amma. Í dag kveðjum við þig hinstu kveðju. Það verður skrítið þeg- ar við komum í Mosfellsbæinn næst að engin amma situr í stólnum sínum með prjónana sína. Við eigum svo margar fal- legar og skemmtilegar minn- ingar, hvort heldur er um samverustundirnar hjá þér í Mosfellsbænum eða þegar þú hefur verið hjá okkur í Noregi. Og þrátt fyrir veikindi þín komstu til okkar í maí sl. og við áttum yndislegar stundir sam- an. Þessum stundum munum við aldrei gleyma og við mun- um geyma þær í hjörtum okk- ar. Hvíl í friði, elsku amma Unn- ur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Unnur Helen, Lilja Iren, Sunna Björt, Hreinn, Baldur og fjölskyldur. Í áratugi hef ég átt dýrmæta vináttu Unnar Haraldsdóttur sem ég kveð nú með þakklæti, þakklæti fyrir allar gleðistund- irnar en líka að fá að taka þátt í erfiðum stundum með þeim hjónum Unni og Magnúsi manni hennar en eiginmenn okkar eru nú báðir látnir. Við hjónin áttum frábærar stundir á heimili þeirra, þorrablót, lundaveislur og svo margt sem aldrei gleymist. Ferðalög inn- anlands og utan. Við tíndum ósköpin öll af berjum á Snæ- fellsnesi, tókum saman slátur og ekki síst prjónuðum við Unnur mikið saman. Við fórum líka nokkrar ferðir til útlanda með þeim hjónum. Stormuðum um Oxford Street, en við sigld- um líka á fljótabát á Níl og sól- brunnum við Rauðahafið. Þau voru góðir ferðafélagar. Ógleymanleg var líka ferð okk- ar á æskustöðvar Unnar til Vestmannaeyja. Ég á mynd af okkur fjórum í sól og blæja- logni á Stórhöfða. Fjölskylda Unnar tók einstaklega vel á móti okkur þessa daga. Sterk dugmikil kona hefur kvatt en hún lét aldrei bugast og sterk- ust var hún á erfiðleikastund- um. Þegar ég sat hjá Unni á líknardeild LSH fann ég hjá henni eingöngu ró, frið og æðruleysi. Áður fyrr þegar við sátum tvær einar með prjónana kom í ljós í spjalli okkar vissa hennar um hvað tæki við eftir dauðann. Enn er það ég sem þakka, þakka vinkonu minni fyrir að hafa átt trúnað hennar og vináttu öll þessi ár. Ástvin- um hennar öllum votta ég mína dýpstu samúð og óska henni góðrar ferðar. Nú sigla himin- fley þangað sem hún vissi að förinni væri heitið. Okkur er öllum afmörkuð stund. Hrafnhildur Jónasdóttir. Unnur Haraldsdóttir ✝ Kristrún IngaValdimars- dóttir fæddist 16. maí 1942 í Stykk- ishólmi. Hún and- aðist á sjúkrahús- inu á Akranesi þann 25. ágúst sl. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Sigurðsson, f. 1898, d. 1970 og Ingi- gerður Sig- urbrandsdóttir, f.1901, d. 1994. Kristrún var næst yngst af 14 alsystkinum, sem eru: Guðlaug Þórunn, f. 1919, d. 2016, Karitas Svanhildur, f. 1924, d. 1925, Ingibjörg, f. 1925, d. 2013, Gunn- laugur f. 1927, Gunnar Haf- steinn, f. 1928, d. 1996, Jón Þor- berg f. 1929, Sigurður Óli, f. 1931, Kristinn Sigvaldi, f. 1932, d. 2001, Ingvar Einar f. 1933, Héðinn Fífill, f. 1935, Svanhildur Theódóra, f. 1937, Guðbrandur, f. 1940 og Kristín Jóhanna, f. 1943, d. 2018. Hálfsystkini Kristrúnar eru: sammæðra: Elín Breiðfjörð f. 1945. Samfeðra: Lilja Guðmund- ína f. 1948, Ólöf Sigmars f. 1949, Helgi f. 1950 og Guðmundur, f. 1951, d. 1977. Eiginmaður Kristrúnar var Hugrún Eva f. 1990, Guðný Hulda f. 1996 og Viðar Örn f. 1999. 3) Sigurður viðskiptafræð- ingur f. 30. nóvember 1967, gift- ur Sólrúnu Fjólu Káradóttur. Börn þeirra eru: Kári Jón f. 1996 og Ingunn f: 2002, stjúpdóttir Sigurðar er Alma Rut f. 1988. 4) Jófríður landfræðingur f. 7. sept- ember 1972 gift Magnus Carls- son, dætur þeirra eru: Selma f. 2007 og Julia f. 2007. e) Ingigerð- ur lífeindafræðingur f. 22. júní 1977, sambýlismaður hennar er Niklas Svensson börn þeirra eru: Isabella Iðunn f. 2012 og Anton Freyr f. 2015. Rúna ólst upp í Öxney á Breiðafirði. Er hún var 16 ára flutti hún alfarið frá Öxney. Vor- ið 1959 fluttist Rúna til Reykja- víkur og síðar uppá Akranes. Rúna réð sig sem kaupakona til Guðmundar Jónssonar bónda á Gunnlaugsstöðum árið 1962, þau felldu síðar hugi saman og giftu sig 25. september 1965. Þar bjuggu þau til ársins 1991 og fluttu í Borgarnes. Þar var hún búsett til æviloka fyrir utan 4 ár sem hún bjó í Reykjavík með sambýlismanni sínum Snæbirni Stefánssyni. Í Borgarnesi vann Rúna á Dvalarheimilinu og síðar í Sunnuhlíð í Kópavogi. Eftir að Snæbjörn lést flutti hún aftur í Borgarnes og vann í skólaskjóli Gunnskólans í Borgarnesi. Útför Kristrúnar Ingu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 1. ágúst 2018, kl. 14. Guðmundur Jóns- son bóndi á Gunn- laugsstöðum í Staf- holtstungum, f. 1908, d. 1995. For- eldrar hans voru hjónin Jón Þórólfur Jónsson, f. 1870 d. 1959 og Jófríður Ás- mundsdóttir f. 1981, d. 1977 bændur á Gunnlaugsstöðum. Sambýlismaður var Snæbjörn Stefánsson, f. 1936, d. 2006. Kristrún átti sex börn. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, Þórð, 10. apríl 1961 með Einari Þór Guðmundssyni. Þórður er bóndi á Gunnlaugsstöðum. Sambýlis- kona hans er Jórunn Guðsteins- dóttir. Sonur hans og Hólmfríðar Karlsdóttur er Guðmundur Egg- ert f. 1994. Börn Kristrúnar og Guðmundar eru: 1) Jón Þórólfur bílstjóri f. 3. júlí 1963. Börn hans og Jórunnar Helenu Jónsdóttur (fráskilin) eru: Guðmundur Rún- ar f. 1984, Guðrún Margrét f. 1985 og Íris Dögg f. 1988. 2) Valdimar verkstjóri f. 14. mars 1966. Sambýliskona hans er Dag- mar Jóhannesdóttir. Börn hans og Elsu Þorgrímsdóttur (frá- skilin) eru: Kristrún Inga f. 1989, Í dag þegar ég fylgi minni elskulegu móður seinasta spöl- inn í hennar vegferð hér meðal okkar birtast ýmsar minningar hjá mér um ástríka og duglega móður. Mamma ólst upp í Breiðafjarðareyjum, þar var æska hennar á margan hátt erfið sem hefur mótað hana og gert að þeirri persónu sem ég kynntist. Mamma var einstaklega nægjusöm kona sem nýtti það sem til var á hverjum tíma og má segja að hún hafi haft einstakt lag á því að búa til allt sem á þurfti að halda úr nánast engu. Þegar við systkinin vorum að alast upp var oft margt í heimili á Gunnlaugsstöðum og því í mörg horn að líta hjá mömmu. Við bræðurnir vorum líflegir sem börn og unglingar sem hefur trú- lega reynt töluvert á þolinmæði mömmu en ég minnist þess ekki að þolinmæðin hjá henni hafi brostið nema kannski einu sinni þegar við Valdi bróðir komum trúlega í fjórða skiptið drullugir uppfyrir haus inná mitt nýskúr- að eldhúsgólfið, þá fengum við gólftuskuna í afturendann þegar við vorum reknir út í mjólkurhús þar sem skolað var af okkur. Mamma hafði mikið yndi af því að rækta blóm og var það hennar aðaláhugamál. Í blóma- ræktuninni var hún alltaf að kíkja eftir fallegum blómum til að taka afleggjara eða fræ sem hún síðan kom til heima hjá sér. Eftir að systur mínar settust að í Svíþjóð fór mamma oft í heim- sókn til þeirra, við heimkomuna var mamma með fulla vasa af allskonar blómafræjum og eins- gott að tollverðirnir stoppuðu hana aldrei. Þessum fræjum og afleggjurum kom hún til af mik- illi alúð og upp úr moldinni komu stæðilegar plöntur sem verð- launuðu góða umhirðu með fal- legum blómum. Jafnaðargeð mömmu var ein- stakt og hún var ávallt sátt við sitt hlutskipti og þá sem í kring- um hana voru. Þegar heilsan fór að versna fyrir þremur árum og hún þurfti á aðstoð að halda við daglegt líf, þá tók hún hlutskipti sínu með jafnaðargeði og brosi á vör. Það var því einstaklega ánægjulegt fyrir mig að geta rétt henni hjálparhönd þegar á þurfti að halda og fá bros, hlátur og þakklæti í staðinn. En allt hefur sinn enda og það hafði vera þín hjá okkur einnig. Um leið og ég fylgi þér seinustu sporin þá vil ég þakka fyrir ómetanlegar stundir og stuðning sem þú hefur gefið mér. Hvíl í friði, elsku mamma. Þinn sonur, Sigurður Guðmundsson. Mamma mín sem átti svo mörg nöfn, Rúna, mamma, amma, amma Rúna, amma Lúna, tengdó, mormor, svärmor og langamma. Maður getur líka bætt við þúsundþjalasmiður. Þegar ég var 7 ára gömul og varð alvarlega veik og var burtu í mánuð á spítala, bjó mamma til dúkkuvagn handa mér sem ég fékk þegar ég kom heim, meira segja hjólin hafði hún sagað út úr krossviðarplötu. Þetta var mamma í hnotskurn, oft við kröpp kjör þá var það nýtt sem var til, og gert það besta með þann efnivið. Mamma var alltaf nýtin og fór vel með sitt og var langt á undan sinni samtíð hvað varðar endurvinnslu. „Opnið nú jólapakkana varlega, krakkar, svo pappírinn skemmist ekki“, og svo notuðum við pappírinn aftur næstu jól, ekki af því það væri ekki hægt að kaupa nýja heldur af því að það er sóun að bara henda heilum og fínum pappír. Mamma var mikil hann- yrðakona og á ég mörg plöggin sem hún prjónaði á dætur mínar, þessar flíkur höldum við mikið uppá. Mamma var líka algjör blómálfur, þegar hún flutti úr sveitinni var það algeng sjón að sjá mömmu í garðinum sínum að hlúa að blómunum áður en hún fór í vinnuna klukkan átta. Enda hef ég aldrei séð eins fallegt steinbeð og í garðinum hennar, hún var sérstaklega ánægð þeg- ar Sæunnargatan var seld að nýju eigendurnir hafa gaman af garðrækt. Mig langar að þakka starfs- fólkinu á Brákarhlíð fyrir þá frá- bæru umönnun sem þið gáfuð mömmu, sú starfsemi sem fer fram á Dvalarheimilinu í Borg- arnesi er í heimsklassa! Mig langar líka til að þakka Sigga og Sossu fyrir hversu vel þið sáuð um mömmu, þið voruð öryggi hennar og gleði síðustu árin. Elsku mamma mín, takk fyrir allt og hvíl í friði! Jófríður. Í dag kveð ég móður mína Kristrúnu Ingu Valdimarsdóttir eða Rúnu eins og hún alltaf var kölluð. Betri mömmu hefði ég ekki getað fengið. Hún var svo þol- inmóð, góð, heiðarleg og harð- dugleg. Ég man t.d. bara eftir að hafa séð hana reiða einu sinni öll árin sem við áttum saman. Ætli ég hafi ekki verið u.þ.b. 7 - 8 ára og var heima frá skóla því ég hafði verið veik. Þá hringir kenn- arinn minn til að heyra hvernig ég hafi það. Ég svara í símann og kemur mamma akkúrat inn úr fjósinu á sama tíma og heyrir að ég lýg að kennaranum mínum að ég sé enn þá veik. Þegar samtal- inu lauk skammaði hún mig að- eins fyrir að ljúga svona og var það alveg rétt af henni. En skap- skessan ég var ekki alveg ánægð með það og reifst á móti og kast- aði einhverju dóti í hana og þá loksins fauk í mömmu. Nú þegar ég á ansi skapmikla dóttur sjálf sem mamma hefur einmitt sagt að líkist því hvernig ég var þá skil ég ekki hvernig hún mamma gat alltaf verið svona þolinmóð og róleg. Mamma var alveg ótrúlega nýtin kona og var langt á undan sinni samtíð með endurvinnslu og endurnýtingu. Til dæmis ólst ég upp við að opna jólapakkana varlega svo hægt væri að nota jólapappírinn aftur. Hún gat líka búið til allt sem henni datt í hug. Hún bjó t.d. til svakalega flott dúkkuhús handa okkur úr pappakössum. Það var á þriðju hæðum og með veggfóðri (sem voru gamlir afgangar af alvöru veggfóðri) og ef ég man rétt voru líka gardínur fyrir gluggunum. Eins smíðaði hún rúmið mitt úr gömlu rúmi og afgangstimbri. Mamma var almennt mjög fróð kona þó hún hafi ekki haft langa skólagöngu. Það var t.d. rosalega gaman að horfa á Gettu Betur og aðra spurningaþætti með henni. Hún vissi yfirleitt svarið við flestum spurningunum á undan svarendunum. Nú sein- ustu árin glímdi hún við Alz- heimer og það var mjög erfitt að sjá hvernig sá sjúkdómur tók hægt og bítandi allt sem henni hafði fundist gaman að gera frá henni. Erfiðast fannst mér að sjá þegar hún hætti að geta ráðið krossgátur, séð um blómin, prjónað, lagt kapal og allt hitt sem henni hafði alltaf fundist gaman að gera. En eins og með allt sem mamma hefur tekist á við í gegnum lífið þá tókst hún á við þennan sjúkdóm með alveg ótrúlegu jafnaðargeði. Hún kvartaði aldrei yfir að hafa veikst. Það sem komst næst því var það sem hún sagði í einu af okkar seinustu samtölum: „ég óska ekki neinum að fá þennan sjúkdóm“ . Takk, elsku mamma, fyrir tímann sem við fengum með þér. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði! Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ingigerður Guðmundsdóttir. Kristrún Inga Valdimarsdóttir Ástkær móðir okkar, GRÓA LOFTSDÓTTIR frá Hólmavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, föstudaginn 20. júlí. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirku laugardaginn 4. ágúst klukkan 13. Guðjóna, Eiður, Egill, Bjarni, Gísli, María, Sævar, Gestur og Kolbrún Benediktsbörn, tengdabörn og afkomendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR sjúkraliði, frá Berjanesi í Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi sunnudaginn 29. júlí. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn 7. ágúst klukkan 15. Þuríður Backman Björn Kristleifsson Jón Rúnar Backman Þóra Elín Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir mín, HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR, andaðist 18. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey 27. júlí að ósk hinnar látnu. Guðrún Jónsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.