Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þó þú tákir lífinu alvarlega þessa
dagana og temjir þér skynsemi og hófsemi
er allt í lagi að leyfa sér svolítinn munað.
Byggðu þig upp fyrir framtíðina.
20. apríl - 20. maí
Naut Málefni tengd vinnu og viðskiptum eru
ofarlega á baugi í dag. Viðmælendur þínir
vita ekki hvað þeir eru að tala um og reyna
að slá ryki í augu þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt hart sé gengið eftir svari frá
þér skaltu taka því rólega og velta hlutunum
vandlega fyrir sér. Hafðu augu og eyru opin
svo þú missir ekki af neinu. Það er margt
áhugavert framundan.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu með skemmtilega fólkinu.
Þegar einhver snertir virkilega við þér skaltu
ekki leyfa þeirri manneskju að fara.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ómögulegt að gera svo öllum
líki enda ekki í þínum verkahring að sjá til
þess að allir séu hamingjusamir. Fylgdu þinni
eigin sannfæringu hvað sem öðrum finnst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er engin ástæða til þess að láta
smáatriði standa í veginum fyrir því að til-
skilinn árangur náist. Reyndu að sjá stóru
myndina og láta smáatriðin ekki þvælast fyr-
ir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst þú eiga eitthvað erfitt með að
einbeita þér og þá sé sama hvað þú tekur
þér fyrir hendur. Mundu að öll él styttir upp
um síðir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ef þú átt góða stund með nýrri
manneskju með bröndurum og góðu sam-
tali, láttu hana þá ekki sleppa úr greipum
þér. Góðir vinir eru gulli betri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Í dag væri ekki vitlaust að leiða
til lykta vandamál tengd samskiptum við hið
opinbera eða stórar stofnanir ef slík mál eru
ókláruð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Á næstu vikum eru aðstæður frá-
bærar til þess að gera upp gamlar skuldir.
Reyndu því að láta orð fylgja athöfn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Breyting á hugsunarhætti gerir
þér kleift að ná skjótari árangri í einkalífi og
fjármálum. Skipuleggðu fram í tímann og
hlutirnir rata á réttan stað.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hlutirnir reynast oft aðrir og erfiðari
en manni virðist við fyrstu sýn. Hamingjan
felst líka í því að eiga kyrrlátar stundir í eigin
garði.
Skemmtilegur limruleikur hófstá Boðnarmiði með þessari
limru Sigrúnar Haraldsdóttur:
Hér segir af Sólmundi Breka
er sigraði mörur og dreka
hann bölvaði og hló
en bugaðist þó
er brúðan hans fór að leka.
Sigurlín Hermannsdóttir var
með á nótunum:
Sólmundi sagði upp í hasti
hún Salka í geðvonskukasti
þótt hann væri sætur
nú syrgir um nætur
með elskhuga úr örtrefja-plasti.
Helgi Ingólfsson er praktískur:
Nú heyrist oft hósti og stuna
og hverfið er farið að gruna
að svo rosalegt plast,
sem rifnaði og brast,
ei rati í endurvinnsluna.
Magnús Geir Guðmundsson
fylgdist vel með:
Þegar skurðsár skilnaðar greri
og Skúla bráðnaði freri,
sér fljótlega fann,
fríðleiks með sann
píu úr pleksigleri!
Hallmundur Guðmundsson yrkir.
Það er skemmtilegt nýyrði í þriðju
hendingunni, auðskilið og lyftir
limrunni, – gerir hana lifandi:
Hann Guðvarður Skúla frá Skarði,
skundar oft fullur hjá garði.
Eitt -skund- honum hjá,
þá hinkraði smá,
og Þórhildi barnað’ á barði.
Guðmundur Beck sagði þessa
minna á aðra:
Hann elskar dalanna dís,
hún er draumfögur yndisleg skvís,
en það er einn galli
á Þórði frá Fjalli.
Það er ekkert lengur sem rís.
Þetta kallar auðvitað fram í hug-
ann eina þekktustu limru Kristjáns
Karlssonar:
„Skammist yðar, ó, skvísa“
mælti skakki turninn í Písa.
„Ég er einungis bákn
og alls ekkert tákn
um eitthvað sem vildi ekki rísa.“
Guðmundur Arnfinnsson yrkir:
„Allt er á hverfanda hveli,
æ, hvar er minn brennivínspeli?
hann léttir mér lund
á líðandi stund,“
segir hinn kófdrukkni Keli.
Magnús Halldórsson skrifaði í
Boðnarmjöð á föstudag: „stíf aust-
anátt með 22 stiga hita, hlýjasti
dagur ársins, enn sem komið er“:
Í austri rísa tignir tveir,
tindar skrýddir höklum
og hitabólginn hnúkaþeyr,
hellist af þeim jöklum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Sólmundi Breka og turninum í Písa
„FRÁBÆRT! ÞAÐ ERU FIMM MILLJÓNIR
Í BOÐI FYRIR AÐ FRAMSELJA ÞIG –
DAUÐAN EÐA LIFANDI.“
„EKKI LÁTA ÞÁ SJÁ STEIKARPÖNNUNA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann les
upphátt nýjasta ljóð sitt
– um þig!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG VERÐ AÐ FARA AÐ BORÐA
MINNA HVÍTLAUKSBRAUÐ
ROP
ÉG Á AÐ MÆTA Í DÓMSAL Á MORGUN. GÆTIRÐU
BORIÐ VITNI FYRIR MIG?
AUÐVITAÐ!
ÉG HEF ORÐIÐ VITNI AÐ MÖRGU HRÆÐILEGU!
Þýðingar eiga þátt í að opna ogjafnvel brúa menningarheima.
Ýmsir rithöfundar, sem öðlast hafa
heimsfrægð, ættu sýnu minni út-
breiðslu að fagna ef engir væru þýð-
endurnir. En við fáum ekki bara
þýddar bókmenntir. Daglega dynja
á okkur þýðingar, hvort sem það eru
textar við sjónvarpsþætti eða þýð-
ingar í fréttum, og allajafna gerum
við ráð fyrir að rétt sé með farið.
x x x
Þýðandinn þarf að vera þaulkunn-ugur málinu, sem hann þýðir úr,
en jafnvel enn kunnugri málinu, sem
þýtt er á. „Upprunalegi textinn var
ótrúr þýðingunni,“ sagði argentínski
rithöfundurinn Jorge Luis Borges
einhvern tímann. Þýðandinn þarf að
ná merkingu upprunalega textans,
en eigi þýðingin að vera læsileg er
ekki hægt að þýða orð fyrir orð.
„Þýðing er eins og kona,“ sagði rúss-
neski rithöfundurinn Jevgení Jev-
túsjenkó. „Ef hún er falleg er hún
ekki trú. Ef hún er trú er hún ekki
falleg.“
x x x
Stundum getur varðað þjóðarör-yggi að rétt sé þýtt. Á sínum
tíma var því haldið fram að Nikíta
Krústsjov hefði sagt að Sovétríkin
myndu „jarða“ Bandaríkin. Það
hljómaði nokkuð ógnvænlega og gaf
fullt tilefni til að vera á varðbergi og
efla varnir. Þannig stóð þýðingin ár-
um saman. Þegar betur var að gáð
var merking orða Sovétleiðtogans
víst að Sovétríkin myndu „lifa“
Bandaríkin og verður tóninn þá ekki
jafn herskár og í fyrri þýðingunni.
x x x
Frægt er þegar haft var eftir ZhouEnlai, þáverandi forsætisráð-
herra Kína, að það væri of snemmt
að segja til um áhrif frönsku bylting-
arinnar. Þetta var árið 1972 í heim-
sókn Richards Nixons Bandaríkja-
forseta til Kína. Kínverski
forsætisráðherrann mun hafa verið
að vísa til stúdentaóeirðanna í París
1968, en sagan er það góð að óþarfi
er að leiðrétta hana auk þess sem
hún staðfestir fordóma um að kín-
verskir stjórnmálamenn hugsi
lengra fram í tímann en kollegar
þeirra annars staðar.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku,
kostaðu öllu til að afla þér hygginda
(Orðskviðirnir 4.7)