Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 31

Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þrátt fyrir að hafa einungis byrjað að rappa fyrir einu og hálfu ári sendi rapparinn Brynjar Logi Árna- son, sem gengur undir listamanns- nafninu Yung Nigo Drippin’, frá sér aðra plötu sína nýverið. Það er plat- an Yfirvinna en hann sendi frá sér plötuna Plús hús í fyrra. „Plús hús var eiginlega bara tek- in í herberginu mínu á sínum tíma og þá vorum við ekkert að hugsa um að gefa efnið út, við vorum bara eitthvað að leika okkur. Fyrir Yfir- vinnu gerðum við þrjú lög á kvöldi og unnum hana alla mun hraðar,“ segir Brynjar, en þessi hraða og mikla vinna sem fór í nýju plötuna segir Brynjar að hafi orðið til þess að hún hlaut titilinn Yfirvinna. „Við vorum náttúrulega að gera þetta allt frekar hratt og unnum frekar mikið í plötunni á tímabili.“ Þéttur en rólegur taktur Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að íslenska rapp- og hipphoppsenan fer sívaxandi og hún virðist í raun aldrei ætla að hætta að stækka. Mýmargir nýir rapparar hafa skotið upp kollinum undanfarið og Brynjar er einn af þeim. Einkennandi stíll margra rappar- anna sem hafa komið inn í senuna nýverið er hægari taktur en áður hefur verið áberandi í íslensku rappi og í raun eitthvað sem hljóm- ar frekar eins og tal en rapp. Þessi stíll er ráðandi í lögum Brynjars, takturinn er þéttur en rólegur og jafnvel svolítið drungalegur eða undarlegur. Klassísk minni í rappi fá að heyrast í textum Brynjars, hann rappar um peninga, merkja- vörur og það að vera ískaldur. Brynjar segist ekki spá mikið í hvernig lögin hans eigi að vera áður en hann byrji að semja. „Strákarnir gera einhvern takt og síðan kem ég inn í. Stundum er ég með ein- hverjar hugmyndir að lögum áður en ég hitti strákana og svo byrja þeir bara að gera einhvern takt og ég rappa bara yfir það. Svo gerum við eitthvað úr því í sameiningu,“ segir Brynjar, en strákarnir sem um ræðir eru tveir meðlimir hljóm- sveitarinnar Rari Boys sem kalla sig Ízleif og Hlandra. Vísanir í Jóa P og Króla Vísanir í textum plötunnar Yfir- vinna eru gjarnan í önnur rapplög. Þar má til dæmis nefna lagið „Bara svona“ en þar er vísað í lag Jóa P og Króla „B.O.B.A“. Í lagi þeirra er talað um bíltegundina i30 Hondu en Brynjar snýr upp á þeirra texta og segir: „Þetta er Mercedes Benz, ekki Honda. Ekki Jói P og Króli en þetta er motherfucking bomba.“ Brynjar er með annað tónlistar- fólk með sér í liði á nýju plötunni, Alviu Islandia, 24/7, Gvdjon, Silki- klút og áðurnefnda Ízleif og Hlandra. „Þetta eru allt bara vinir mínir,“ segir Brynjar, en það voru einmitt vinir hans sem fengu hann til að rappa til að byrja með. „Strákarnir voru alltaf að gera free- style-rapp og eitthvað og mér fannst það alltaf spennandi. Ég hlustaði á þá rappa mjög lengi og síðan fengu vinir mínir mig bara til þess að byrja að rappa og ég fór að æfa mig í því.“ Eftir að Brynjar sendi frá sér síð- ustu plötu, Plús hús, fékk hann sér húðflúr sem var mjög líkt plötu- umslaginu. Spurður hvort hann ætli að fá sér annað húðflúr nú þegar önnur platan hans er komin út segir Brynjar: „Já, ég gæti alveg gert það. Ég meina, af hverju ekki?“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Brynjari en í nánustu framtíð ætlar hann að einbeita sér að því að gefa út smáskífur. „Ég er með nokkuð mörg ný lög tilbúin. Ég ætla bara að fara að gefa út smáskífur og vinna með mismunandi liði. Það er gaman að breyta til og vinna með nýju fólki.“ Yfirvinna unnin til að klára rappplötu  Rapparinn Yung Nigo Drippin’ gaf nýverið út aðra plötu sína, Yfirvinnu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hröð vinna Fyrir Yfirvinnu gerðum við þrjú lög á kvöldi og unnum hana alla mun hraðar,“ segir Brynjar. Tónlistarhátíðin Panorama Music Festival fór vel fram á Randall-eyju við Manhattan í New York um helgina, þrátt fyrir að fyrsta degi tón- leika hefði verið aflýst sökum vonskuveðurs og gestir beðnir um að yfirgefa tónleikasvæðið. Rigning plagaði gesti á tímabili en þeir létu veðrið ekki stöðva sig og margir höfðu þó vit á því að klæða sig í regnfatnað og fundu því lítið fyrir úrhellinu. Þeir misstu engu að síður af mörgum vönduðum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem koma áttu fram á föstudegi, þeirra á meðal The Weeknd, Migos, The War on Drugs og Father John Misty. Á laugardegi komu fram Janet Jackson, SZA, St. Vincent og Gucci Mane ásamt fleirum og David Byrne olli ekki vonbrigðum, frekar en fyrri daginn, með tónleikum sínum á sunnu- degi. Vefurinn Consequences of Sound greinir frá því að minnst einum tónleikum hafi verið aflýst á hverjum hátíðardegi og þá ekki aðeins út af veðri heldur einnig seinkun á flugi og meiðslum tónlistarmanna. Þeir tónleikar sem haldnir hafi verið hafi þó heppnast vel og er St. Vincent nefnd sérstaklega og að tónleikar hennar hafi verið meðal þeirra allra bestu. helgisnaer@mbl.is AFP Frábær Bandaríska tónlistarkonan St. Vincent heillaði gesti á Panorama laugardaginn 28. júlí. Demba Veðurguðirnir létu hátíðargesti finna fyrir því og voru sumir viðbúnir en aðrir ekki. Heilabrot Skoski tónlistarmaðurinn David Byrne flutti tónlistarhugvekju í fyrradag. Svalur Bandaríski rapparinn Gucci Mane var í flottri peysu og sparaði ekki skartið. Létu veðrið ekki stöðva sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.