Morgunblaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Góð veiði er í Hítárá á Mýrum,
betri en á síðasta ári, þrátt fyrir
breytingar á ánni í kjölfar berg-
hlaupsins sem varð í Hítardal fyrir
um mánuði. Nú stefnir í að fleiri
laxar veiðist í Hítárá en á síðasta
ári.
Hítará var gruggug fyrstu dag-
ana eftir að skriðan féll úr Fagra-
skógarfjalli og yfir ána og meðan
hún var að finna sér nýjan farveg.
Fljótlega varð hún þó tær sem
fyrr.
Veiðarnar héldu áfram en stang-
veiðimennirnir hafa einbeitt sér að
neðri hluta árinnar, við Brúarfoss
sem er við þjóðveginn og upp að
ármótum Hítarár og Tálma en
megnið af rennslinu sem áður fór
um efri hluta Hítárár fer nú um
Tálma. Efri svæðin, svokölluð
haustveiðisvæði, eru alveg lokuð.
Ari Hermóður Jafetsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, segir að laxinn hangi
mikið í kringum ármótin. Getur
hann sér þess til að hann sé ringl-
aður og viti ekki í hvora ána hann
eigi að fara.
Hindrun í nýjum farvegi
Telur Ari að það taki nokkur ár
að komast að því hvort og þá
hvernig laxinn gangi upp í ána. Í
nýja farveginum við skriðuna eru
til dæmis hindranir, þar sem áin
rennur undir hraun.
Sex stangir eru í Hítará. Þar
höfðu í gær veiðst 426 laxar, sam-
kvæmt upplýsingum Lands-
sambands veiðifélaga. Allt árið í
fyrra veiddust 494 laxar í ánni. Ari
Hermóður telur allar líkur á að
Hítárá verði betri í ár en í fyrra,
þrátt fyrir náttúruhamfarirnar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Veiðistaður Veiðimenn raða sér nú í kringum veiðihúsið Lund sem Jóhannes Jósepsson á Hótel Borg byggði.
Liggur ráðvillt-
ur við ármótin
Röskun á Hítará dregur ekki úr veiði
Nemendum gafst kostur á að
sækja um í tvo skóla í ár eins og áður.
Nú fengu 89% umsækjenda skólavist
í þeim skóla sem þeir settu í fyrsta
val, 9% fengu skólavist í þeim skóla
sem þeir settu í annað val en
Menntamálastofnun sá um að útvega
þeim sem ekki fengu skólavist í þeim
skólum sem þeir settu í fyrsta eða
annað val skólavist annars staðar.
Samkvæmt frétt mennta- og
menningarmálaráðuneytisins sóttu
95,6 % þeirra sem útskrifuðust úr
grunnskóla síðasta vor um skólavist í
framhaldsskólum, alls 3.930 nem-
endur. Það er lægra hlutfall en í
fyrra, þá sóttu 98,3% allra þeirra sem
útskrifuðust úr grunnskóla um vorið
um skólavist í framhaldsskólum eða
4.012.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Menntaskólanum í Hamrahlíð, MH,
bárust flestar umsóknir um innritun
nýnema haustið 2018, en 749 um-
sóknir bárust skólanum. 350 nem-
endur fá skólavist hjá MH, þar af
kemur 291 nemandi beint úr grunn-
skóla.
Verzlunarskóli Íslands fékk næst-
flestar umsóknir, eða 642. 325 nem-
endur fá skólavist hjá skólanum.
Menntaskólinn við Sund fékk fleiri
umsóknir en áður eða hátt í 600 um-
sóknir en 214 hljóta skólavist hjá
skólanum. Már Vilhjálmsson, rektor
skólans, telur fjölgun umsókna skýr-
ast af því að skólinn bjóði upp á öðru-
vísi námskrá og námstilhögun en
aðrir bóknámsskólar.
„Við erum með þriggja anna kerfi
sem virkar þannig að skólaárinu er
skipt í þrjár jafn langar annir í stað
tveggja. Að auki er námskráin okkar
allt öðruvísi og við erum ekki með
lokapróf.“
Umsóknir sem bárust Mennta-
skólanum í Reykjavík voru örlítið
færri en vant er, að sögn konrektors
skólans, Bjarna Gunnarssonar. Skól-
anum bárust 360 umsóknir og fengu
220 nýnemar skólavist hjá skólanum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nemendur Stærstur hluti framhaldsskólanema fékk skólavist í þeim skóla sem þeir settu í fyrsta val.
MH vinsælasti
framhaldsskólinn
Færri sækja um skólavist í framhaldsskólum en í fyrra
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Sumir draga mjög lengi að láta
jarðsetja duftker látinna ástvina, en
þetta hefur þó stórlagast,“ sagði
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, en Morgunblaðið hafði sam-
band við hann til að kanna stöðuna.
Fyrir fjórum árum var blaðið með
ítarlega umfjöllun um málið, en
brögð eru að því að það dragist úr
hófi fram að láta jarðsetja kerin og
safnast þau þá upp í geymslum
kirkjugarðanna. Dæmi hafa verið
um að duftker hafi beðið jarðsetn-
ingar um árabil.
Misskilningur um jarðsetningu
„Algengur misskilningur er að
gengið sé frá jarðsetningu sjálf-
krafa eftir útförina og fólk hugar
síðan ekkert meira að því. Við höf-
um verið að reka svolítið markvisst
á eftir þessu og þetta fer að komast
í viðunandi horf en við erum ekki al-
veg ánægð ennþá,“ segir Þórsteinn
og bætir við að útfararstofurnar
þurfi einnig að leggja sitt af mörk-
um við að hjálpa aðstandendum lát-
inna við að klára útför hins látna,
sem alla jafna skuli enda með jarð-
setningu.
„Það er á ábyrgð aðstandendanna
sem sáu um útförina að óska eftir
því að duftkerin séu jarðsett eftir
bálför, en grafreit fyrir duftker hins
látna hefur þegar verið úthlutað við
útförina,“ segir Þórsteinn. Eðlilegt
sé að greftrun fari fram fljótlega
eftir útför hins látna, nema ástæður
eins og t.d. frost í jörðu komi í veg
fyrir að það geti gerst, en slík tilfelli
séu undantekningar.
Duftker látinna
gleymd í geymslu
Aðstandendur muni að láta jarðsetja
Morgunblaðið/Þórður
Í geymslum Duftker látinna sem
bíða greftrunar á legstað sínum.
480 manns þreyttu A-prófið, aðgangspróf fyrir háskólastig, þetta
árið. Það er rúmum ellefu prósentum meira en í fyrra en þá þreyttu
425 manns prófið.
Háskóli Íslands gerði ráð fyrir aukningu í umsóknum þetta árið
vegna styttingar á námstíma til stúdentsprófs. A-prófið er haldið
tvisvar ár hvert og hafa lagadeild, hjúkrunarfræðideild og lækna-
deild Háskóla Íslands stuðst við prófið undanfarin ár við inntöku ný-
nema.
Sigurður Ingi Árnason, verkefnastjóri Háskóla Íslands á kennslu-
sviði, segir aðsókn í A-próf eftir væntingum.
Færri þreyttu A-prófið í ár heldur en 2016. Aðspurður að því hvort
það skjóti ekki skökku við segir Sigurður svo ekki vera. „Þegar 2016
er tekið inn í myndina þarf að hafa í huga að þá studdist hag-
fræðideild einnig við prófið. Hún hætti því fyrir síðasta skólaár.“
Fleiri þreyttu A-próf þetta árið
AUKIN AÐSÓKN