Morgunblaðið - 10.08.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
VIÐAR
HÁGÆÐA VIÐARVÖRN
Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN,
GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI
og ÞEKJANDI viðarvörn.
Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá
sérblandaða hjá okkur.
Komdu til okkar og spurðu um VIÐAR!
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri • Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Við miklar hrotur og kæfi-svefn minnkar súrefnis-magn í blóðinu og það hef-ur ýmsar neikvæðar
afleiðingar á líkamann,“ segir Erna
Sif Arnardóttir, formaður Hins ís-
lenska svefnrannsóknafélags og
rannsóknasérfræðingur við Lækna-
deild HÍ og Landspítala háskóla-
sjúkrahús. Morgunblaðið hafði sam-
band við hana í framhaldi af stuttri
umfjöllun í Tímariti Háskóla Íslands,
um vinnu hennar við að staðla aðferð-
ir við að mæla, rannsaka og bæta lífs-
gæði þeirra sem eiga við að stríða
öndunarerfiðleika í svefni.
„Sumir sem hrjóta og þeir sem
eru með kæfisvefn eru syfjaðir og líð-
ur ekki vel, finnst þeir standa sig illa í
vinnunni og vakna með höfuðverk.
Einnig eru vísbendingar um að titr-
ingurinn í hrotunum geti valdið æða-
kölkun í hálsslagæðum, sem er þá
áhættuþáttur fyrir blóðtöppum og
heilablóðfalli,“ segir Erna Sif. Verið
sé að reyna að skilja hverjir séu í
aukinni áhættu og hvað það sé í hrot-
unum sem hefur neikvæðar afleið-
ingar, hvort það sé magn hrota, há-
vaði eða t.d. ákveðið tíðnibil þeirra.
Tengsl líkams-
þyngdar og hrota
„Það eru mjög mikil tengsl á
milli ofþyngdar, hrota og kæfisvefns.
Líkamsfitan sest allstaðar, í tunguna
og inn í öndunarveginn, og þrengir
að. Þegar fólk fitnar yfir ákveðin ein-
staklingsbundin mörk í þá byrjar það
oft að hrjóta og ef það heldur áfram
að þyngjast fær það kæfisvefn, en ef
fólk grennist aftur þá getur það farið
aftur undir mörkin og hættir að
hrjóta,“ segir Erna Sif, mikilvægt sé
að halda sér í kjörþyngd. Grannir
geti þó líka hrotið mikið, t.d. ef fólk
er með stóra tungu eða stóran úf,
litla eða innfallna höku eða eitthvað
annað sem þrengir að öndunarveg-
inum.
„Áfengisdrykkja slakar mikið á
vöðvum í öndunarveginum og hann
lokast frekar. Mikil þreyta með til-
heyrandi dýpri svefni og að sofa á
bakinu getur einnig valdið hrotum.
Sumum dugar að sofa með tæki sem
hindra að þeir geti sofið á bakinu til
að losna við hroturnar,“ segir Erna
Sif og að makar þeirra sem hrjóta
geti upplifað svefnleysi og jafnvel
heyrnartjón yfir lengri tíma en hrot-
ur geta mælst allt að 80 desíbel.
„Kæfisvefn er alvarlegastur, því
þá lokast öndunarvegurinn alveg.
Fólk vaknar reglulega á nóttunni til
að geta andað eðlilega á ný og fær
aldrei almennileg svefngæði, því góð-
ur djúp- og draumsvefn, þau stig
svefnsins sem er mesta hvíldin, næst
ekki,“ segir Erna Sif.
Þetta fólk fái mjög lélegan svefn
og vakni yfirleitt þreytt og syfjað.
Öndunarstopp verði þegar ekki er
andað í tíu sekúndur, en í kæfisvefni
getur það varað í allt að tvær mín-
útur. Það valdi mjög miklu álagi á lík-
amann, mikill og reglubundinn súr-
efnisskortur, púlsinn rjúki upp og
niður, ósjálfráða taugakerfið fari á
fullt og blóðþrýstingurinn sveiflist
upp og niður. Kæfisvefn valdi því
miklu álagi á hjartað og æðakerfið.
„Börn sem hrjóta mikið og dag-
lega standa sig að meðaltali verr í
skóla, margar rannsóknir sýna það,
þau geta verið ofbeldisfyllri eða lík-
legri til að vera ofvirk og með athygl-
isbrest,“ segir Erna Sif.
Hjá börnum sé vandamálið oft
stórir hálskirtlar eða erfiðleikar við
að anda með nefinu.
„Við eigum að anda með nefinu,
en ef börn anda mikið með munn-
inum, getur það hindrað eðlilega
þroskun andlitsfallsins. Andlitið
lengist og mjókkar, þau verða opin-
mynnt og gómurinn og tennurnar
vaxa ekki eðlilega þar sem tungan
þrýstir ekki nægilega á góminn og
þau geta þurft að fara í tannréttingar
síðar,“ að sögn Ernu Sifjar, sem seg-
ir einfalt að láta háls-, nef- og eyrna-
lækni skoða hvort nefið sé mjög lok-
að eða hálskirtlarnir stórir. Gefinn sé
nefúði en stundum þurfi að fjarlægja
háls- eða nefkirtla.
Ýmsar lausnir sem virka
„Bitgómur sem opnar önd-
unarveginn með því að ýta tönnunum
fram getur hjálpað þeim sem eru
bara að glíma við hrotur eða vægan
kæfisvefn. Miklar hrotur með hléum
án öndunar er líklega kæfisvefn, þá
er um að gera að fara til læknis og
óska eftir að fara í kæfisvefnsmæl-
ingu, og svefnöndunarvél getur
hjálpað. Það eru nú þegar yfir fimm
þúsund manns á Íslandi sem sofa
með aðstoð svefnöndunartækis,“
segir Erna Sif og mælir með að allir
sem telja sig vera í öndunarerfiðleik-
um í svefni leiti læknis.
Hrotur og kæfisvefn ógna heilsu
Svefnöndunarerfiðleikar eru algengt vandamál sem
getur haft slæmar afleiðingar á líf fólks, allt frá
hjónaskilnuðum til alvarlegs heilsubrests. Erna Sif
Arnardóttir sérfræðingur rannsakar fyrirbærið.
Hrotur Að sofa ekki á bakinu er nóg fyrir suma til að hætta að hrjóta en fyrir aðra er ef til vill nóg að léttast.
Rannsakar hrotur Erna Sif Arnardóttir sérfræðingur hjá LSH og HÍ.
Ljósmynd/ThinkStock
Ætlunin er að rannsaka mikilvægi
hrota og öndunarerfiðis með hlið-
sjón af áhættu á hjarta- og æða-
sjúkdómum og öðrum neikvæðum
áhrifum á heilsuna, að því er fram
kemur í Tímariti Háskóla Íslands
um rannsóknina.
Erna Sif Arnardóttir er nýdoktor
við Læknadeild, en hún hefur unn-
ið við svefnrannsóknir, bæði mæl-
ingar á sjúklingum og við vísinda-
rannsóknir í meira en áratug.
Hún telur að staðla megi og
bæta alþjóðlega aðferðafræði sem
notuð er til að mæla alvarleika
svefnháðra öndunartruflana. Von-
ast Erna Sif til að rannsóknin geti
leitt til að þeir sem hrjóta, en eru
ekki með hefðbundinn kæfisvefn,
geti fengið meðferð á grundvelli
klíniskra afleiðinga þess að hrjóta.
Það gæti dregið úr neikvæðum
afleiðingum hrotanna á lífsgæði
og heilsu fólks, verði það niður-
staða rannsóknarinnar, en líkur
eru á ýmsum hættulegum kvillum
eins og æðakölkun og hjartasjúk-
dómum, eða skertum lífsgæðum á
borð við hvíldarleysi og sífellda
þreytu.
Rannsókn á aðferðafræði og klínískum afleiðingum
Til að bæta líðan fólks með
svefnöndunarerfiðleika
Ljósmynd/ThinkStock
Svefnrannsókn Mælingar til að kanna öndunina á meðan sofið er.