Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Ilmur hinnar gullnu stundar Terre de Lumière L’Eau Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Undantekning hefur verið gerð á ströngu banni sem ríkir í Þýskalandi gegn notkun haka- krossins og ann- arra táknmerkja nasista svo leyfi- legt verði að not- ast við þau í tölvuleikjum. Hvatinn að lagabreyt- ingunni er Wolfenstein-tölvu- leikjaserían þar sem leikmaðurinn berst gegn nasistum. Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að leik- irnir séu listaverk og fái því undan- þágu frá banninu. ÞÝSKALAND Hakakross Merk- ið leyft í tölvu- leikjum. Leyfa hakakrossinn New York Times, eitt virtasta dag- blað Bandaríkjanna, býst nú við því að áskrifendur þess nemi bráðum fjórum milljónum. Fyrirtækið hefur bætt við sig um 109.000 rafrænum áskrifendum á fyrsta fjórðungi árs- ins. Alls eru um 2,89 milljón áskrif- endur að rafrænni útgáfu blaðsins en áskrifendurnir alls eru um 3,8 milljónir. Þeim hefur fjölgað veru- lega frá lokum ársins 2016. BANDARÍKIN NYT Skrifstofa New York Times. 4 milljónir áskrifta? Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Öldungadeild argentínska þingsins hafnaði í gærmorgun frumvarpi um lögleiðingu frjálsra fóstureyðinga fram á fjórtándu viku meðgöng- unnar. Þingmenn deildu um frum- varpið í rúmar fimmtán klukku- stundir en kusu að endingu með 38 atkvæðum gegn 31 að fella það. Fulltrúadeild þingsins hafði sam- þykkt frumvarpið í júní og forseti landsins, Maurico Macri, hafði lýst yfir að hann myndi skrifa undir lögin ef þau hlytu staðfestingu á þingi. Frumvarpið naut nokkuð víð- tæks stuðnings argentínskrar al- þýðu en kaþólska kirkjan hafði mótmælt því og hvatt þingmenn til þess að hafna því. Frans páfi, sem nýtur talsverðra áhrifa í stjórnmál- um heimalands síns, hafði sjálfur lýst yfir andstöðu við það. Skiptar skoðanir Andstæðingar frumvarpsins fögnuðu með húrrahrópum og skutu upp flugeldum þegar tilkynnt var að því hefði verið hafnað. „Atkvæða- greiðslan sýnir að Argentína er enn land sem styður gildi fjölskyldunn- ar,“ sagði einn þeirra við Reuters. Aðrir voru ekki eins himinlifandi. Mariela Belski, formaður Amnesty International í Argentínu, kallaði höfnun frumvarpsins „ófyrirgefan- legt skref aftur á við“ og bætti við: „Löggjafarmenn kusu í dag að snúa baki við hundruðum þúsunda kvenna og stúlkna sem hafa barist fyrir kynferðis- og líkamsréttindum sínum.“ Fóstureyðinga- frumvarp fellt AFP Barátta Stuðningsmenn lögleiðingar fóstureyðinga hugga hver annan í fyrrinótt eftir að frumvarpinu var hafnað á þingi Argentínu.  „Ófyrirgefanlegt skref aftur á við“ Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Fjölmargir almennir borgarar, þar á meðal börn, létu lífið í loftárás á far- þegarútu í bænum Dahyan í Sa’ada- sýslu í norðurhluta Jemens í gær að sögn Alþjóðanefndar Rauða kross- ins. Tala látinna hefur ekki verið staðfest en sjónvarpsstöð Húta, sjía- íslömsku uppreisnarhreyfingarinnar sem ræður yfir norðvesturhluta Jemens, sagði að 39 hefðu látið lífið og 51 særst, aðallega börn. Rauði krossinn taldi lík 29 barna og 48 særða, þar af 30 börn. Hernaðarbandalag jemensku ríkisstjórnarinnar undir forystu Sáda neitaði í fyrstu ábyrgð en gekkst síðan við árásinni og sagði hana hafa verið „réttlætanlega hern- aðaraðgerð“ sem ætlað hefði verið að svara eldflaugaárás Húta á borgina Jizan í Sádi-Arabíu á miðvikudaginn. Í þeirri árás tókst Sádum að skjóta niður eldflaug Húta áður en hún komst til Jizan. Einn Jemeni lést og ellefu særðust þegar brot úr eld- flauginni féllu til jarðar á byggð fyrir neðan. Að sögn sjálfstæða rannsóknar- hópsins Yemen Data Project gerði hernaðarbandalag Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæm- anna 258 loftárásir á Jemen í júní- mánuði einum. Þar af var um þriðj- ungur árásanna á byggð svæði. Frétt AFP greinir á móti frá því að Hútar hafa skotið 165 eldflaugum frá því borgarastríðið byrjaði árið 2015. Friðarviðræður í september „Ég horfi með hryllingi á myndir og myndbönd frá Sa’ada í Jemen og ég á ekki til orð. Hvernig getur þetta verið hernaðarlegt skotmark? Hví er verið að drepa börn?“ skrifaði Me- ritxell Relano, umboðsmaður UNI- CEF á svæðinu, á Twitter-síðu sinni. Martin Griffiths, erindreki Sam- einuðu þjóðanna í Jemen, sagði ör- yggisráði SÞ hinn 2. ágúst að stefnt væri að fyrstu friðarviðræðum stríð- andi fylkinga í Jemen í tvö ár. Ætlað er að fulltrúar þeirra hittist í Genf hinn 6. september. AFP Dahyan Barn liggur á sjúkrahúsi eftir loftárás Sáda á yfirráðasvæði Húta í Sa’ada í gær. Árásin var svar við elflaugaárás Húta á miðvikudaginn. „Hví er verið að drepa börn?“  Eldflaug skotið á rútu í Jemen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.