Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris John-son, fyrr-verandi ut-
anríkisráðherra
Bretlands, er
óneitanlega litrík-
ur stjórnmálamaður á tíma
þar sem sú stétt gerist sífellt
einsleitari. Það þarf ekki að
þýða að hann sé „góður“
stjórnmálamaður. Það mat
lýtur öðrum lögmálum. Og
kannski fyrst og fremst
stjórnmálalegum smekk og
lífsskoðun þess sem leggur
matið á hverju sinni.
Það getur þannig þótt auka
litríkið ef stjórnmálmaður er
ekki mjög fastur í rásinni.
Jafnvel svo laus að sjaldnast
sé vitað hvar hann kunni að
koma niður. Það skapar
spennu, eftirvæntingu og efni
í spuna. Þess háttar litríki
reynir hins vegar mjög á alla
þá sem þurfa að eiga þétt
samstarf við „stjörnuna“.
Lengi þótti það vera með
eftirsóttustu eiginleikum
stjórnmálamanns ef öruggt
var að aldrei þyrfti að efast
um einurð hans og festu og
skipti þá engu hvort málið
væri stórt eða smátt. Ef slíkir
fjölmenntu jafnan í öndvegið
og sætin næst því, gátu kjós-
endur (á fjögurra ára fresti)
og almenningur (þess á milli)
andað rólega.
En vandinn var sá að þeirri
manngerð fylgdi gjarnan að
hún hafði lítið skemmtigildi.
Löngum gerði það þó ekkert
til, því að þá voru það talin
algild sannindi, að það væri
bæði merki um gáfur og heið-
arleika ef stjórnmálamaður
sem væri ígildi einurðar og
festu teldist jafnframt vera
með leiðinlegustu mönnum.
Þóttu það helgispjöll og
hættuspil að veita nokkrum
öðrum en þunglamalegum
skörfum, með álíka útgeislun
og rafmagnslaus ísskápur,
opinber áhrif á tilveru borg-
aranna. Nú er reyndar svo
komið að lýðræðislegt vald
hefur verið stórlega skert og
lunginn af ákvörðunum er
tekinn af ábyrgðarlausum
mönnum sem almenningur
veit ekki að séu til. Einhvern
tíma kunna sjónarmið lýð-
ræðisins að eignast vini sem
reyna að rétta hlut þess
gagnvart kerfiskörlunum
sem kúga það.
Og óneitanlega er þá lík-
legra að „litríkari“ stjórn-
málamenn láti til sín taka,
heldur en hinir sem halda að
verkefnið eftir hverjar kosn-
ingar sé að skrá sig í vist hjá
gosum sem aldrei voru nefnd-
ir í kosningabaráttunni.
Um Boris Johnson hefur
því verið haldið
fram að hann sé
líkur öðrum
stjórnmála-
mönnum í því að
stjórnmálalegur
áttaviti hans og hinn, sem má
nota til að finna persónulegan
ávinning séu prýðilega sam-
stilltir.
Því var jafnvel haldið fram
að hann hefði ekki verið eins
heill áhugamaður um fullveldi
Stóra Bretlands gagnvart
ESB og hann vildi sýnast.
Þannig hafi hann ekki ákveðið
fyrr en á síðustu stundu hvort
hann myndi styðja þá sem
vildu fara eða hina sem vildu
vera um kjurt.
Hvað sem um það er að
segja hafði Johnson margoft
lýst efasemdum um áfram-
haldandi aðild að ESB. Varð-
andi þá fullyrðingu að frama-
vonir hans væru líklegri til að
eiga síðasta orðið en hugsjón-
irnar, þá benda síðustu
ákvarðanir ekki til þess.
Boris Johnson sagði af sér
sem utanríkisráðherra, einum
virðulegasta pósti ríkis-
stjórnarinnar. Með því vildi
hann undirstrika hve honum
var misboðið yfir undanláts-
semi og forystuleysi May for-
sætisráðherra, sérstaklega
þegar horft er til þess að um
ákvörðun í þjóðaratkvæði er
að ræða.
Þeir sem hafa horn í síðu
Johnsons segja afsögnina ein-
mitt glöggt merki um kaldr-
analegt framapot, sem hann
telji eitt lokaskrefið í átt til
æðstu valda í Íhaldsflokkn-
um.
Næstu ár munu skera úr
um það hvort valdagræðgin
ein sé hið raunverulega inn-
tak herlúðrablásturs um
sjálfstæði og fullveldi. Og þá
eins hitt hvort sú taflmennska
sé sigurstrangleg. Sjálfur
hefur Boris Johnson sagt að
líkurnar til þess að hann verði
forsætisráðherra séu jafn
miklar og á því að Elvis finn-
ist á Mars.
Boris Johnson hefur á ný
hafið vikuleg pistlaskrif í
Daily Telegraph og fær mun
betur borgað en fyrir sýsl sitt
í utanríkisráðuneytinu.
Og strax með sínum fyrsta
pistli náði hann meiri athygli
en aðrir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar samanlagt náðu
í sömu viku. Og rétttrúnaðar-
riddarar flokksins eru óvart
að hjálpa honum með athygli í
næstu viku með ákvörðun um
að fela skrifstofu Íhalds-
flokksins að rannsaka hvort
utanríkisráðherrann fyrrver-
andi hafi mátt skrifa svona
eða ekki.
Fróðlegt verður að
fylgjast með Boris
Johnson á næstunni}
Litríkur og ritríkur
H
ver er besta leiðin til þess að
stuðla að framförum og upp-
byggingu? Svarið er einfalt.
Með menntun, áreiðanlegum
upplýsingum og gögnum. Þar
skipta rannsóknir og samvinna okkur lykil-
máli. Að þekking geti ferðast og fái að hafa
áhrif til góðs.
Alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna og
vísinda er íslensku fræðasamfélagi afar dýr-
mætt. Í vikunni fengum við góða gesti þegar
ráðherra mennta- og vísindamála Japana, hr.
Toshiei Mizuochi, sótti Ísland heim. Aðalefni
okkar fundar var aukið samstarf á sviði
menntunar og rannsókna. Við ræddum með-
al annars mikilvægi skiptináms og menning-
artengsla, jafnrétti og möguleika þess að
koma á formlegum samstarfssamningi
ríkjanna á sviði tækni og vísinda líkt og Norðmenn, Sví-
ar og Danir hafa gert. Það er gaman að segja frá því að
þegar eru í gildi 34 samstarfssamningar milli íslenskra
háskóla og háskóla í Japan og hafa fræðimenn landanna
birt liðlega 300 sameiginlegar vís-
indagreinar, m.a. á sviði jarðfræði, stærð-
fræði, erfðafræði og stjörnufræði.
Japanir sýna því áhuga að við aukum
samstarf okkar á sviði rannsókna, vísinda
og tækni, ekki síst er varðar norðurslóðir.
Þau málefni eru forgangsmál í íslenskri
utanríkisstefnu en einn mikilvægasti vett-
vangur slíks samstarfs er hjá norður-
skautsráðinu, þar sem Ísland mun taka
við formennsku næsta vor en Japan er
áheyrnarríki. Íslendingar leggja sérstaka
áherslu á loftslagsmál, málefni hafsins og
þátttöku og velferð íbúa á svæðunum á
vettvangi ráðsins. Aukin alþjóðasamvinna
á sviði rannsókna og vöktunar á norður-
slóðum er okkur mjög mikilvæg svo
stjórnvöld sem hlut eiga að málum geti
brugðist sem best við þeim áskorunum sem blasa við
þar.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Rannsóknir og vísindi eru hreyfiafl
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Með þessu er verið aðkippa úr sambandi bún-aði sem með lögum ættiað vera virkur,“ segir
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, um þjónustu sem tvö fyrirtæki
hér á landi hófu nýverið að bjóða bif-
reiðaeigendum. Í auglýsingum fyrir-
tækjanna, Kraftkorta og Bílaforrit-
unar, kemur fram að hægt sé að
endurforrita vélartölvur ökutækja
sem muni skila sér í meira afli og
minni eldsneytiseyðslu. Þá er um leið
boðið upp á þann valkost að kippa
mengunarvarnarbúnaði bifreiðanna
úr sambandi.
„Samkvæmt því sem fram kem-
ur í auglýsingum þeirra er hægt að
forrita bílana þannig að engin at-
hugasemd komi upp þrátt fyrir að bú-
ið sé að aftengja mengunarvarnabún-
aðinn. Þá erum við að tala um varnir
eins og sótagnasíu, AD-blue hreinsi-
búnað og EGR ventla. Til útskýr-
ingar tekur sótagnarsía um 90% af
óæskilegum sótefnum sem talin eru
mjög hættuleg fyrir öndunarveg. Þá
er EGR búnaði ætlað að draga úr
koltvísýringi og vinnur þannig að
skynjarar meta hversu mengaður út-
blásturinn er. Þetta er því allt gríð-
arlega mikilvægur mengunar-
varnarbúnaður,“ segir Runólfur.
Bannað að fjarlægja búnað
Þrátt fyrir að bjóða upp á fyrr-
greinda þjónustu kemur fram á vef
Bílaforritunar að það að fjarlægja
mengunarvarnarbúnað geti verið
ólöglegt í mörgum Evrópulöndum,
þar á meðal Íslandi. Þá segir enn-
fremur á síðunni að bannað sé með
lögum að fjarlægja mengunarvarn-
arbúnað á ökutæki sem er með götu-
skráningu hér á landi. Runólfur seg-
ist furða sig á því að verið sé að bjóða
upp á þjónustu sem svo greinilega er
ólögleg. „Það er nú bara svoleiðis að
það verða alltaf til kerfisfræðingar á
gráum svæðum. Fyrir utan það að
vera ólöglegt veit maður ekkert
hvaða áhrif þetta hefur á vélina og
slitþætti hennar,“ segir Runólfur og
bætir við að það hafi áhrif á verk-
smiðjuábyrgð ökutækis að fjarlægja
mengunarvarnarbúnað. „Þessir að-
ilar hafa sagt að þetta hafi engin áhrif
á verksmiðjuábyrgð bílsins en það er
ekki rétt,“ segir Runólfur.
Spurður um hversu mörgum bif-
reiðum hafi verið breytt hér á landi
segir Runólfur erfitt að átta sig á því.
Það sé þó eflaust töluverður fjöldi
enda standi þjónustan til boða víða
um land. „Ég veit að þessir menn
hafa verið á ferðinni um dreifðari
byggðir. Þá veit ég til þess að þeir
hafi ekki einungis verið að breyta bíl-
um heldur líka ýmsum landbún-
aðartækjum,“ segir Runólfur.
Tekið verði upp nýtt verklag
Til að bregðast við mikilli fjölgun
bifreiða þar sem mengunarvarn-
arbúnaður hefur verið fjarlægður
sendi Samgöngustofa nýverið frá sér
yfirlýsingu. Þar kom fram að taka
ætti upp nýtt vinnulag sem miðaði að
því að auka líkurnar á því að upp
kæmist ef búið væri að fjarlægja
mengunarvarnarbúnað bifreiða.
„Þeir sendu fyrir skömmu frá sér yf-
irlýsingu þess efnis að taka ætti upp
nýtt verklag þannig að þetta muni
komast upp. Þetta hefur hins vegar
verið í skoðanahandbók sem gefin
hefur verið út í Evrópu um gerð og
búnað bifreiða og ætti því ekki að
koma neinum í opna skjöldu,“ segir
Runólfur.
Morgunblaðið setti sig í sam-
band við stjórnendur hjá Kraftkort-
um og Bílaforritun sem báðir sögðust
ekki bjóða upp á þá þjónustu að fjar-
lægja mengunarvarnabúnað úr bíl-
um. Gísli Rúnar hjá Bílaforritun
sagði fyrirtækið hafa boðið upp á
hugbúnaðarbreytingu en fjarlægðu
aldrei mengunarvarnabúnað. Guð-
mundur hjá Kraftkortum sagðist
hvorki hafa búnað né aðstöðu til að
fjarlægja mengunarvarnarbúnað
úr bílum, og byði ekki upp á þá
þjónustu.
Bjóða bifreiðaeigend-
um ólöglega þjónustu
Í fyrradag bárust fregnir af því
að japönsku ökutækjaframleið-
endurnir Suzuki, Mazda og Ya-
maha hefðu öll notast við
falskar útblástursmælingar.
Eins og greint var frá fyrir
nokkrum árum kom sambæri-
legt mál upp hjá Wolkswagen
þar sem kalla þurfti inn og
laga fjölmargar bifreiðar.
Aðspurður segir Runólfur að
vel geti verið að nokkur hundr-
uð bifreiðum, þar sem svindl-
að hefur verið á útblást-
ursmælingum, hafi verið
hleypt á göturnar hér á landi.
„Maður veit ekki hversu mikill
fjöldi þetta er en
þetta er umtals-
vert magn bif-
reiða. Ég held að
þetta geti verið
nokkur hundruð
bifreiða,“ segir
Runólfur.
Fjöldi bíla
hérlendis
SVINDLAÐ Á MÆLINGUM
Runólfur Ólafsson
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, er verið að
bjóða upp á að fjarlægja mengunarvarnarbúnað úr bifreiðum hér á landi.