Morgunblaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
✝ María fæddistá Dynjanda í
Jökulfjörðum 29.
október 1934. Hún
lést 31. júlí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhannes
Einarsson bóndi, f.
14. maí 1899, d. 6.
júní 1981, og Re-
bekka Pálsdóttir
húsmóðir, f. 22.
nóvember 1901, d.
28. nóvember 1984. Systkini
Maríu voru: Jóhanna, f. 1926,
d. 1932, Óskar Guðmundur, f.
1927, d. 1993, Páll Halldór, f.
1929, d. 2012, Gunnvör Rósa, f.
1930, d. 2017, Ingi Einar, f.
1932, Felix Rúnar Heiðar, f.
1936, og Jóhanna Dóra Re-
bekka, f. 1938.
María giftist Guðbjarti Hall-
dóri Sigurvin Guðbjartssyni
19.12. 1965. Synir þeirra eru:
1) Guðbjartur Guðbjartsson, f.
1960, fyrri kona hans var Að-
alheiður Gunnlaugsdóttir, f.
1956, börn þeirra eru: a) María
Una, f. 1986, b) Guðbjartur
Freyr, f. 1987, dóttir Að-
alheiðar er Esther Ósk Hervas,
f. 1979. Seinni kona Guðbjarts
var Bára Traustadóttir, f.
1956, d. 2008, sonur Báru er
Ívar Örn Róbertsson, f. 1988.
2) Sigurður Bjarki, f. 1965,
kona Bergþóra Kristín Borg-
arsdóttir, f. 1971, þau skildu.
Börn þeirra eru: a) Hákon Óli,
f. 1994, b) Eva Karen, f. 1997,
c) Guðný Ósk, f. 2002.
Sonur Maríu og Stefáns
Eggerts Péturssonar er Reynir
Snæfeld, f. 1957, kona hans er
Ólöf Brynja Jónsdóttir, f. 1961,
synir þeirra eru: a) Páll Jens,
f. 1981, b) Sigurvin Helgi, f.
1983, c) Indriði Einar, f. 1990.
Dóttir Sigurvins og Elísabet-
ar Rósu Sæmundsdóttur er
Þórey Kristín, f. 1951, fyrri
maður hennar var Gunnar
Svan Níelsen, f. 1942, þau
skildu. Dætur þeirra: a)
Stúlka, f. 1968, d.
1968, b) Valgerður
Margrét, f. 1970.
Seinni maður
Kristínar var Jó-
hannes Gunnar
Gíslason, f. 1948,
þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Gísli
Steinar, f. 1974, b)
María Steinunn, f.
1980. Sambýlis-
maður Kristínar
er Sigtryggur Guðmundsson,
f. 1946. Langömmubörnin eru
12 og eitt langalang-
ömmubarn.
María ólst upp á Dynjanda
til ársins 1948 er hún flutti að
Bæjum á Snæfjallaströnd með
foreldrum sínum. Þar var hún
til ársins 1961 er hún og Sig-
urvin stofnuðu heimili á Skóla-
stíg 26, Bolungarvík. Þar
bjuggu þau á meðan þau
byggðu sér hús í Hlíðarstræti
22. Mestan hluta starfsævinnar
starfaði hún við fiskvinnslu.
Fimm vetrarvertíðir fór hún
til Keflavíkur áður en hún
flutti til Bolungarvíkur og
vann í áratugi í frystihúsi Ein-
ars Guðfinnssonar í Bolung-
arvík við ýmis störf fiskvinnsl-
unnar. Mörg haustin starfaði
hún svo í sláturhúsinu á staðn-
um allt þar til starfsemi þess
var hætt.
María hafði brennandi
áhuga á verkalýðsmálum og
var lengi í trúnaðarmannaráði
Verkalýðs- og sjómannafélags
Bolungarvíkur. Í Bolungarvík
bjuggu þau Sigurvin þar til
þau fluttust til Ísafjarðar árið
2006, fyrst í eigin íbúð í Fjarð-
arstræti 59, síðan í Hlíf 1,
Torfnesi, fyrir ári síðan, er
heilsu Maríu var tekið að
hraka. Síðustu þrjár vikur ævi
sinnar dvaldi María á hjúkr-
unarheimilinu Eyri á Ísafirði.
Útförin fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 10. ágúst
2018, klukkan 13.
Til Maríu.
Ástin mín, ég man enn er við fundumst
í fyrstu.
Ég man enn, hvernig athyglin beindist
til þín.
Ég man enn, hvernig augu mín andlit
þitt kysstu.
Það andartak varð ævigæfan mín.
Sigurvin
Guðbjartsson.
María Steinunn
Helga Jóhannesdóttir
✝ VilhjálmurÓlafsson fædd-
ist á Siglufirði 18.
maí 1926, hann lést
á Landspítala í
Fossvogi 1. ágúst
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ólafur Vil-
hjálmsson f. 25.3.
1898 á Akranesi, d.
29.1. 1947 og Svava
Steinþórsdóttir f.
7.10. 1904 í Kanada, d. 11.10.
1928. Hálfsystkin, samfeðra.
Margrét f. 1921, d. 2005, Bald-
ur f. 1925, d. 1967 Þóra f. 1935,
Guðrún f. 1937, Jóhann f. 1943.
Hinn 25.9. 1948 kvæntist Vil-
hjálmur, Guðrúnu Hjördísi Þórð-
ardóttur f. 25.10. 1927 í Reykja-
vík, d. 10.9. 1998. Börn þeirra eru:
1) Birna Þóra f. 26.12. 1948,
fyrri maki Sigurður Magnússon.
Börn þeirra eru a) Vilhjálmur f.
11.8. 1971, maki Guðrún Benný
Svansdóttir, þeirra synir eru
Viktor Freyr f. 21.12. 1996 og
Svanur Þór f. 24.2. 2000. b) Hjör-
dís Sóley f. 22.3. 1976, maki Kári
Gunnarsson, þeirra börn eru
Styrmir Máni f. 9.8. 2004, Sig-
Þeirra börn eru a) Hildur f.
10.10. 1978, sambýlismaður Jón
Finnur Oddsson, þeirra börn eru
Róbert Dagur f. 31.3. 2008, Elm-
ar Snær f. 16.6. 2011, Lilja Guð-
rún f. 17.1. 2016, Tinna Sóley f.
17.1. 2016. b) Einar f. 23.9. 1981,
maki Sóley Rut Magnúsdóttir,
þeirra synir eru Ágúst Fannar f.
1.7. 2008, Kristófer Elí f. 12.9.
2012. c) Ágúst Arnar f. 3.9. 1989.
Vilhjálmur lauk námi frá
Verslunarskóla Íslands árið 1946
og hóf þá störf hjá BP, síðar Olíu-
verslun Íslands, og starfaði þar
til ársins 1981. Þá var hann ráð-
inn útibússtjóri hjá Iðnaðarbank-
anum við Dalbraut, síðar Íslands-
banka. Hann starfaði hjá
bankanum fram til 70 ára aldurs
en síðustu 3 árin vann hann við
innra eftirlit bankans. Á árum
áður starfaði hann með Lions-
hreyfingunni. Hann kynntist
golfíþróttinni árið 1964 og gekk í
Golfklúbb Reykjavíkur. Vil-
hjálmur var einn af stofnfélögum
LEK Landssambands eldri kylf-
inga.
Útför Vilhjálms fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 10. ágúst
2018, klukkan 13.
urður Breki f. 10.12.
2009, Sóley f. 19.11.
2014.
Seinni maki
Birnu var Guð-
mundur Ólafsson f.
21.11. 1944, d. 26.2.
1999, hans synir eru
Ólafur f. 1966. Þór-
arinn Gísli f. 1968,
Guðmundur Tómas
f. 1971, d. 1998. 2)
Ólafur Svavar f.
15.1. 1951, maki Sigrún Stein-
grímsdóttir, þeirra börn eru, a)
Steingrímur Þór f. 10.10. 1974. b)
Berglind f. 4.6. 1977, c) Margrét
f. 27.5. 1985. 3) Þórður Örn f.
28.1. 1953, maki Jóhanna Ólafs-
dóttir, þeirra sonur er Arnar f.
2.5. 1985, sambýliskona hans er
Romina Werth, þeirra sonur er
Anton f. 4.5. 2014.
Sonur Jóhönnu er Jóhann
M.W. Einarsson f. 9.12. 1973.
maki Íris Jensdóttir, þeirra börn
eru, Elmar Jens f. 9.9. 1998, Ívar
Örn f. 24.05. 2000, Eydís Eva f.
1.4. 2007, Katrín Emma f. 26.8.
2011 og Sófus Óli f. 17.7. 2014. 4)
Sigurlaug f. 11.2. 1956, maki
Ágúst Einarson, þau skildu.
Elsku pabbi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Minningin um þig lifir.
Þín,
Birna, Ólafur, Þórður
og Sigurlaug.
Elsku afi minn.
Mig langar að byrja á því að
þakka þér fyrir tímann okkar
saman og fyrir að gefa mér allt
þetta yndislega fólk sem er í
kringum mig.
Þegar ég horfi á augnablikin
okkar saman þá hlæ ég smá því að
þú varst svo skemmtilega kald-
hæðinn, hreinskilinn en samt hlýr.
Ég kynntist þér mest síðastlið-
in ár og horfði á þig sem vin sem
ég gat fíflast í og sagt hvað sem er
við.
Þér fannst alltaf svo spennandi
að gefa mér bjór þegar ég kom,
samt erum við hvorugt mikið fyrir
áfengi.
Í eitt skiptið eftir að sjónin þín
versnaði smá þá skildir þú ekki
hvað þessi bjór smakkaðist óvenju
vel og ég bara lék með því ég vildi
ekki leiðrétta þig því þetta var
jólaöl og augnablikið bara of sætt
en þú getur hlegið að því núna
með ömmu.
Ég hafði gaman af því að þú
sagðir já þegar ég stakk upp á því
að fara með þér í keilu 91 árs
gömlum og ég var búin að hugsa
um að draga þig með mér í aðra
vitleysu ef þú hefðir orku til.
Ég ætla ekki að halda langa
ræðu, mun senda þér allskonar
hugsanir á næstu árum með
skemmtilegum minningum.
Mig langar bara að segja þér að
ég elska þig af öllu hjarta og
þakka fyrir að hafa getað sagt þér
það í persónu og hvernig þú not-
aðir litlu orkuna sem eftir var í að
toga í mig og gefa mér rembings-
koss á kinnina stuttu áður en þú
stakkst okkur af til að hitta ömmu.
Mun alltaf hugsa til þín með
hlýju hjarta og brosi á vör.
Þín,
Margrét Ólafsdóttir.
Elsku afi Villi.
Þín verður svo hjartanlega sárt
saknað.
Þú hefur ekki eingöngu verið
afi minn heldur líka einn af mínum
bestu vinum og fyrirmynd. Stór-
glæsilegur, klár og tignarlegur
maður sem gafst aldrei upp þótt á
móti blési. Mottóið þitt mun ávallt
vera mitt veganesti um ókomna
framtíð: „Betra er að vera þátt-
takandi heldur en áhorfandi.“
Hvað sem þú tókst þér fyrir
hendur þá lagðir þú alltaf mikinn
metnað í það, hvort sem það voru
viðskipti, skíðastökk, golf, blak
eða fara í göngutúra með mér á
seinni árum þar sem þú ýttir þér
áfram og gafst ekki upp.
Það var yndislegt að fylgjast
með og upplifa ást ykkar ömmu
Hjöddu blómstra til síðasta dags.
Þið hugsuðuð svo vel um hvort
annað á ykkar eigin máta. Gift í 50
ár og alltaf jafn ástfangin og sæt.
Það var alltaf jafn gaman að
koma til þín og spjalla klukkutím-
unum saman. Ég naut þess að
heyra sögur frá þinni æsku, æv-
intýrum, ástinni, vinnu og pæling-
um. Einnig gat ég sagt þér allt
milli himins og jarðar og alltaf
varstu jafn áhugasamur og
spenntur að heyra frá nýjustu æv-
intýrum mínum. Þú varst minn
trúnaðarvinur.
Ég hef ávallt verið mjög stolt af
þér og fannst svo yndislegt að
kynna þig fyrir mínum nánustu
vinum hvaðanæva úr heiminum,
þar sem bæði enskan sem og
þekking þín á veröldinni var svo
víðtæk og kom flestum á óvart. Þú
verður ávallt í minningum þeirra.
Það var alveg ómetanlegt að fá
þig í heimsókn til LA, kynna þig
fyrir öðrum heimi þar sem við fjöl-
skyldan áttum fallega stund sam-
an og dönsuðum fram á nótt.
Við systurnar áttum yndislegan
tíma með þér í keiluhöllinni í fyrra
þar sem þú komst okkur verulega
á óvart, sannur keppnismaður
orðinn 91 árs gamall og áttum við í
fullu fangi með að halda í við þig
þar. Hlógum við mikið, vorum
geislandi af gleði í uppreimuðum
keiluskóm, öll í stíl.
Síðustu mánuðir voru þér erf-
iðir en þú stóðst þig eins og sönn
hetja og alltaf var stutt í grínið. Á
þessum tíma hef ég lært mikið af
því hvernig þú tókst á við erfið-
leikana og mun ég ætíð vera þér
þakklát fyrir þann lærdóm.
Það eru ekki margir sem fá þá
gjöf að kynnast afa sínum svona
vel, þetta er einstök gjöf sem er
mér mjög dýrmæt. Ég þakka þér
af öllu mínu hjarta fyrir kærleik-
ann, vinskapinn og viskuna sem
þú gafst mér og verður leiðarljós
mitt til frambúðar.
Ég sakna þín meira en ég get
sagt í fáeinum orðum, elsku afi
minn.
Nú heldur þú af stað í enn eitt
ævintýrið, elsku afi, þar sem þið
amma leiðist á ný á 70 ára brúð-
kaupsafmæli ykkar í september.
Ást ykkar, tryggð og kærleikur
mun lifa áfram í hjörtum okkar
allra um ókomna framtíð.
Takk fyrir að vera þú og fyrir
að vera afi minn.
Ég elska þig.
Berglind Ólafsdóttir.
Elsku afi minn.
Þú varst einstakur, hlýr og fyr-
irmyndar afi. Stórglæsilegur og
tignarlegur með þitt gráa þykka
hár, spilaðir golf og blak langt
fram eftir aldri.
Ég minnist þess svo vel þegar
þú varst útibússtjóri Iðnaðar-
bankans á Dalbraut og ég fékk að
heimsækja þig í vinnuna með
mömmu.
Aðalsportið var að fá að ýta á
takkana við innganginn hjá þér,
svo beið ég þar til það kom grænt
ljós og þá máttum við fara inn á
skrifstofuna þína.
Það sem mér fannst þetta
merkilegt og í mínum augum
varst þú aðal bankastjórinn á
landinu, jafnvel sá eini.
Ég leit mikið upp til þín þá og
hef gert alla tíð.
Heimili þitt og ömmu í Brúna-
stekknum er líka sá staður sem ég
á flestar mínar æskuminningar
frá, þar voru alltaf opnar dyr og
hlý faðmlög og almennt dekur í
boði. Takk fyrir þessar fallegu og
góðu minningar.
Nóttina sem þú kvaddir þá
vaknaði ég upp við það að lítill fugl
flaug inn í svefntjaldið í tjaldvagn-
inum okkar, ég trúði varla mínum
eigin augum og hentist á fætur til
að reyna að bjarga fuglinum úr
þessum ógöngum.
Eftir stutta stund horfði ég á
eftir fuglinum fljúga feginn út í
frelsið. Það var ekki fyrr en um
morguninn þegar ég fékk fréttirn-
ar að þú hefðir kvatt þarna um
nóttina að ég skildi þessa óvenju-
legu heimsókn. Takk, elsku afi
minn, fyrir að hafa kíkt á mig og
kvatt mig með þessum hætti og
leyft mér að hjálpa þér út í frelsið.
Ég veit að elsku amma Hjödda
tekur þér opnum örmum, knúsaðu
hana frá mér. Það vantar mikið að
hafa ykkur ekki hér, sakna ykkar
beggja að eilífu.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Þín,
Hildur.
Elsku afi minn, nú ertu kominn
til Hjöddu ömmu sem hefur beðið
þín hinum megin í 20 ár.
Lífshlaupið er eins og kaflar í
bók, nú er þinni bók lokið og er
hún farsæl og löng með mörgum
ólíkum köflum. Ég fékk sem betur
fer að upplifa nokkra kaflana með
þér, elsku afi.
Fyrst kynntist ég þér sem afa
með ömmu þér við hlið. Þið voruð
klettarnir mínir í æsku. Brúna-
stekkur var mitt annað heimili þar
sem ég fékk alltaf ást, hlýju og ör-
yggi. Þú varst alltaf tilbúinn að
keyra mig og sækja hvort sem var í
Gerplu eða á aðra staði. Þú hjálp-
aðir mér með lærdóminn, sérstak-
lega stærðfræði og landafræði og
lagðir alltaf mikla áherslu á mik-
ilvægi menntunar. Svo varstu mik-
ill íþróttamaður. Stundaðir golfið
af kappi og komst oft heim með
bikara og aðra verðlaunagripi, það
þótti mér mjög merkilegt. Ég dáð-
ist oft að verðlaunahillunni þinni
inní vinnuherbergi og vonaði að ég
myndi vinna annað eins í fimleik-
um eins og þú gerðir í golfinu. Þið
amma fylgdust með öllum fim-
leikamótum hjá mér og tókuð þátt í
því með mér.
Við amma fórum stundum með
þér uppá golfvöll og löbbuðum með
þér eða á æfingarsvæðið að slá. Ég
hef samt ekki enn fundið löngunina
til að byrja að stunda þetta sport
en það kemur kannski seinna. Þið
amma áttuð fallegt og gott hjóna-
band og ekki var hægt að hugsa
sér betri ömmu og afa.
Svo má segja að annar kafli hafi
tekið við þegar amma féll frá. Þá
urðu að sjálfsögðu miklar breyt-
ingar í lífi þínu og merkilegt hvað
þú varst duglegur að aðlaga þig að
því að búa einn. Það var svo gaman
að sjá þig taka upp kokkabækur og
fara að elda. Þetta gastu þá eftir
allt. Þú varst svo duglegur í eld-
húsinu og hélst heimilinu fallegu
áfram. Golfið var alltaf á sínum
stað og gaf þér mikið í lífinu.
Ég dáðist líka að því hvað þú
fylgdist vel með og tileinkaðir þér
nýja tækni eins og farsíma og tölv-
ur. Eins varstu duglegur að
ferðast.
Mest voru þetta golfferðir en
svo komstu líka í heimsókn til okk-
ar Kára til Flórens á Ítalíu. Það var
nú aldeilis gaman.
Ég myndi svo segja að nýr kafli
og sá næstsíðasti hafi verið þegar
sjónin og heilsan fóru að hraka.
Þú varst búinn að vera svo lán-
samur að vera heilsuhraustur og
geta stundað golfið og íþróttir,
keyrt um og farið þínar leiðir þann-
ig að það var erfitt þegar þú þurftir
að hætta að keyra og frelsi þitt var
skert. Þú varst samt alltaf áhuga-
samur að fylgjast með okkur öll-
um, vildir vita hvað við værum að
gera, hvernig gengi í vinnunni og
hvernig krakkarnir stæðu sig. Ég
er svo þakklát fyrir að þú gast ver-
ið með okkur í fermingunni hans
Styrmis í vor, þú mættir hress í
veisluna og naust hennar með okk-
ur.
Það var því erfitt að fylgja þér
gegnum síðasta kaflann. Það var
erfitt að sjá þig, elsku hrausti afi
minn, missa kraftinn og orkuna
sem hafði alltaf geislað af þér. En
þetta er víst gangur lífsins. Þú
varst umvafinn fjölskyldunni þinni
alveg fram á síðustu stundu sem
elskaði þig af öllu hjarta. Ég vona
að þér líði vel núna með ömmu þér
við hlið á fallegum stað og fylgist
með okkur öllum úr fjarska.
Guð geymi þig, elsku afi.
Þín skotta,
Hjördís.
Vilhjálmur Ólafsson mágur
minn, fjölskylduvinur og samferða-
maður um langt skeið er fallinn frá
á nítugasta og þriðja aldursári. Villi
var ungur að árum þegar hann hélt
til náms frá Siglufirði, þar sem
hann var fæddur og uppalinn, og
þangað kom hann ekki aftur til
langdvalar, en það verða oft örlög
unga fólksins af landsbyggðinni
sem verður að sækja annað til
náms. Villa var alltaf hlýtt til Siglu-
fjarðar þar sem hann átti rætur og
reikaði hugur hans oft norður og
þannig er okkur flestum farið sem
þar höfum alist upp.
Kynni okkar Villa hófust ekki á
Siglufirði í uppvextinum enda hann
nokkru eldri, en eftir að við Guð-
rún systir hans stofnuðum heimili
fyrir réttum 60 árum voru sam-
Vilhjálmur Ólafsson
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTJÁN ÁSMUNDSSON,
bóndi í Ferjunesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 5. ágúst.
Útförin fer fram frá Villingaholtskirkju
þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14.
Aðalheiður Kristín Alfonsdóttir
Oddný Kristjánsdóttir Eiríkur Á. Guðjónsson
Helga Kristjánsdóttir Heimir Hoffritz
Ásmundur Kristjánsson G. Hildur Rósenkjær
Eiríkur Steinn Kristjánsson Kolbrún I. Hoffritz
Benedikt Hans Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÞÓRHALLSSON,
Laugarnesvegi 89,
lést á Hrafnistu Reykjavík að kvöldi
fimmtudagsins 2. ágúst.
Útför fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 15.
Sigríður Benediktsdóttir
Helga Sigurðardóttir Viðar Aðalsteinsson
Þórey Viðarsdóttir
Helga Sóley Viðarsdóttir Kristján Már Gunnarsson
Rósa Sigurðardóttir
Torfi S. Gíslason Arna Lind Kristinsdóttir
Gísli Berg Torfason