Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
skipti fjölskyldna okkar mikil, sér-
staklega á meðan börnin voru að
vaxa úr grasi. Villi var einstaklega
tryggur og góður vinur. Fjölskyld-
ur okkar komu saman á hátíðum
og það var alltaf gaman að koma á
heimili þeirra hjóna Hjördísar og
Villa. Um áramót voru oftast rjúp-
ur þar á borðum sem húsbóndinn
hafði sótt til fjalla. Dætur okkar
minnast Villa sem glaðværs
frænda sem alltaf var tilbúinn að
ræða við börnin.
Villi var fjölhæfur til verka og
einstaklega laginn við allt sem
hann tók sér fyrir hendur, sama
hvort um var að ræða dagleg störf,
verklegar framkvæmdir, veiðar í
ám og vötnum, eða aðrar íþróttir.
Minnisstæðar eru veiðar með Villa
í Miklavatni í Fljótum og víðar og
einnig ferðir til rjúpna, en á þess-
um áhugasviðum kom næmi hans
og lagni vel fram. Hann tókst á við
allt af stakri fagmennsku.
Golfíþróttin var aðaláhugamál
Villa á efri árum. Hann var meðal
þeirra fremstu í hópi eldri kylfinga
í áratugi, tók þátt í golfmótum eldri
kylfinga bæði hér á landi og er-
lendis og vann þar marga sigra.
Hann var um skeið í landsliði eldri
kylfinga og um tíma var hann for-
maður Öldunganefndar Golf-
klúbbs Reykjavíkur og tók virkan
þátt í félagsstarfi klúbbsins. Golf-
sins naut hann til síðustu ára eða
meðan hann hafði sjón og heilsu til.
Fráfall Hjördísar fyrir um 20
árum var Villa mikið áfall, en hann
hefur tekist á við lífið af þraut-
seigju, búið einn og stundað sín
áhugamál fram á síðustu misseri.
Hann hefur notið návistar og góðr-
ar umhyggju barnanna fjögurra og
fjölskyldna þeirra.
Við Guðrún og dætur okkar
þökkum Villa ánægjulegar sam-
verustundir á liðnum árum og
sendum börnum þeirra Vilhjálms
og Hjördísar og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur með
þökk fyrir allt og allt.
Ólafur Nilsson.
Nú hefur Villi frændi lokið
langri lífsgöngu. Hann var móður-
bróðir minn og allt frá barnæsku
upplýsti móðir mín mig um tilveru
hans en þá var hann fluttur af fæð-
ingarstað sínum til Reykjavíkur.
Síðar hitti ég þennan fjallmyndar-
lega frænda og hans glæsilegu
konu, Hjördísi. Þau voru miklir
vinir foreldra minna og var ávallt
gaman að gleðjast með þeim í af-
mælisboðum og öðrum athöfnum.
Það var ætíð gott að koma á
heimili þeirra. Þess fékk ég að
njóta á skólaárum mínum og er
þakklát fyrir.
Villi var traustur maður og ekki
alltaf margmáll en hafði húmor og
var léttur í samræðum um málefni
líðandi stundar þau sem höfðuðu til
hans. Við vorum ekki alltaf sam-
mála á hinu pólitíska sviði og oft
skaut hann á mig ýmsum athuga-
semdum þar að lútandi en ávallt í
léttum tón. Þegar ég sótti um nám í
Reykjavík þá var það Villi sem
sinnti þeirri vinnu fyrir mig.
Einnig þegar ég var með ungan
skátahóp á skátamóti á Þingvöllum
í miklu rigningarveðri þá var
hringt í Villa og hann sótti mig og
fleiri og kom okkur í bæinn. Það
var ánægjulegt að vita til þess hvað
frændi sinnti golfinu af miklum
áhuga og ástríðu sem gaf honum
jákvæða upplifun og auðgaði líf
hans.
Villi og Hjödda voru glæsileg
hjón og áttu mjög fallegt heimili
sem þau sköpuðu af mikilli smekk-
vísi. Léttleiki einkenndi skap Hjör-
dísar og alla hennar framkomu.
Það var því Villa frænda mikið áfall
að missa hana allt of snemma. Þá
var gott að vita af góðum afkom-
endum sem hugsuðu vel um hann
þegar heilsan fór að dvína.
Það má segja að Villi og Hjödda
hafi verið hluti af minni lífsgöngu.
Það ber að þakka af heilum hug.
Elskulegum börnum Villa,
Birnu, Óla, Ödda og Laulu og öll-
um afkomendum sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegar samúðar-
kveðjur.
Farðu í friði, kæri frændi.
Sólveig Helga Jónasdóttir.
✝ Ólafur JónJónsson fædd-
ist á Teygingalæk í
Vestur-Skaftafells-
sýslu 2. nóvember
1927. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 28. júlí
2018.
Foreldrar hans
voru Jón Jónsson,
f. 25.6. 1884, d.
21.10. 1961, og
Guðríður Auðunsdóttir, f. 31.8.
1887, d. 31.1. 1975. Þau eign-
uðust saman þrjú börn, Ólaf
Jón sem var elstur þeirra, Sig-
ríði, f. 1.4. 1929, d. 24.1. 2002,
og Ólöfu, f. 24.9. 1930. Fyrir
átti Jón dótturina Elínu, f.
28.3. 1926, d. 7.11. 2013. Móðir
hennar var Karólína Pálsdóttir
frá Hofi í Öræfum, f. 14.4.
1892, d. 29.12. 1988.
Ólafur kvæntist Sveinbjörgu
Gróu Ingimundardóttur 25.
janúar 1953. Sveinbjörg fædd-
ist á Melhól í Meðallandi 2. jan-
úar 1931. Foreldrar hennar
voru Ingimundur Sveinsson, f.
2.2. 1893, d. 6.5. 1982, og Val-
gerður Ingibergsdóttir, f. 9.4.
1905, d. 8.8. 1994.
Börn Ólafs og Sveinbjargar
eru: 1) Valgeir Ingi, f. 29.11.
1952, kvæntur Kristínu A.
Jónsdóttur, f. 9.6. 1958. Börn
2010, Eldey Myrra, f. 14.8.
2012, og Kolbeinn Kári, f. 25.6.
2015.
Ólafur ólst upp á Teyginga-
læk og var bóndi þar alla sína
tíð. Hann gekk í skóla í Múla-
koti og á Kirkjubæjarklaustri
ásamt því að njóta heima-
kennslu á sínum æskuárum.
Hann útskrifaðist með búfræði-
próf frá Hvanneyri vorið 1947
og bjó félagsbúi með föður sín-
um á Teygingalæk til ársins
1951 þegar hann tók alfarið
við búrekstri ásamt eiginkonu
sinni. Árið 2000 hætti hann
hefðbundnum búskap og snéri
sér að skógrækt. Jafnframt bú-
störfum gegndi hann ýmsum
félags- og trúnaðarstörfum
fyrir sveitunga sína, m.a. fyrir
Búnaðarfélag Hörgslands-
hrepps. Einnig studdi hann oft
frumkvöðlastarf í sveitinni eins
og stofnun grænmetisfélags og
uppbyggingu fiskeldis.
Hann var um árabil bókhald-
ari Kirkjubæjarskóla á Síðu og
sat í stjórn Hótels Bæjar. Einn-
ig var hann deildarstjóri
Hörgslandsdeildar SS og fé-
lagslegur endurskoðandi Slát-
urfélags Suðurlands og Kaup-
félags Skaftfellinga.
Hestamennskan átti hug hans
allan og ferðalög á hestum
voru hans líf og yndi.
Útför Ólafs fer fram frá
Prestbakkakirkju á Síðu í dag,
10. ágúst 2018, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Valgeirs eru
Helga Berglind, f.
12.7. 1974, Jón
Ómar, f. 23.4.
1991. Sambýlis-
kona hans er Mar-
grét Helgadóttir,
f. 13.3. 1992. Ólaf-
ur Jón, f. 30.10.
1994. Sambýlis-
kona hans er
Harpa Lind Ólafs-
dóttir, f. 11.11.
1994. Vigdís Björg, f. 22.12.
1997. Sambýlismaður hennar
er Hrólfur Geir Birgisson, f.
23.8. 1994. Börn Helgu Berg-
lindar eru Kristján Máni, f.
12.12. 2002, og Soffía Hrönn, f.
2.9. 2008. 2) Margrét, f. 13.1.
1954, gift Inga K. Magnússyni,
f. 30.10. 1955. Börn Margrétar
eru Rúna Björk, f. 1.12. 1972,
Arnheiður Björg, f. 2.1. 1978,
og Inga Rut, f. 26.10. 1986.
Börn Rúnu eru Smári, f. 17.6.
1992, og Sigrún Margrét, f.
6.10. 2003. Sambýliskona
Smára er Malena Þórisdóttir, f.
20.11. 1987. Börn Arnheiðar
eru Margrét Lilja, f. 14.2. 1996
og Ægir Þór, f. 28.2. 2001.
Maki Arnheiðar er Thomas
Hansen, f. 19.4. 1971. Eigin-
maður Ingu Rutar er Karl
Andrésson, f. 21.5. 1986, börn
þeirra eru Hafrún Mía, f. 11.1.
Elsku pabbi minn.
Nú ertu farinn og það gerðist
alltof snöggt fyrir okkur sem eft-
ir sitjum þannig að undirbúning-
urinn var enginn. En það er
örugglega eins og þú vildir hafa
það enda lifðir þú og dóst með
reisn. Söknuðurinn er sár en
minningarnar eru margar og
góðar þennan langa tíma sem við
höfðum átt saman. Ég hef alltaf
verið pabbastelpa frá því ég var
lítil enda var ég víst ekki há í
loftinu þegar ég vildi alltaf fara
með þér að gefa í fjárhúsunum
og reyndi ég að fylgja þér, þó
sennilega hafir þú oft orðið að
bera mig. En á einhverri göngu
okkar í fjárhúsin varð þetta til:
Lófa minn oft læðist í
lítil stúlkuhendi.
Óska ég ávallt eftir því
að hana drottinn verndi.
Sem bóndi hér á Læk þurftir
þú alltaf að glíma við óblíð nátt-
úruöfl. Þessi jörð var ekki auð-
veld í ræktun þar sem hér var
bara hraun og sandur en það
kom ekki í veg fyrir að þú rækt-
aðir stærðar tún. Þau kól svo oft
yfir veturinn og þú þurftir að
byrja upp á nýtt næsta vor en
aldrei gafstu upp. Þið mamma
voruð með allan hefðbundinn bú-
skap og líka grænmetisræktun.
Þegar þið svo hættuð búskap og
fluttuð út á Klaustur í árslok
2000 þá hófuð þið að setja niður
skógarplöntur og er skógurinn í
dag orðinn gríðarlega stór. Vorið
í vor var fyrsta vorið sem þú
settir ekki niður plöntur.
Skógurinn á Læk mun lifa sem
minnisvarði um ykkar starf.
Mig langar til að kveðja þig
með þessum orðum sem eru lýs-
andi fyrir þitt lífshlaup og voru
þér kær:
Trúðu á tvennt í heimi.
Tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi.
Guð í sjálfum þér.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
pabbi, við gætum mömmu fyrir
þig.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Margrét.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á ör-
skammri stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Elsku afi.
Takk fyrir að styðja mig í öllu
sem ég tek mér fyrir hendur.
Fyrir að hvetja mig áfram í bar-
áttu við veikindi, fyrir að berjast
fyrir minn málstað, fyrir að
ávallt standa með mér og sýna
mér hvernig ég mun ná langt í
lífinu. Takk fyrir að vera fyr-
irmynd, mín fyrirmynd.
Hvíldu í friði,
Þín,
Margrét Lilja.
Elsku afi minn.
Mikið er ég þakklát því að
hafa haft þig í lífi mínu öll mín
ár. Þakklát fyrir allt sem þú hef-
ur kennt mér, sýnt mér og þann
tíma sem við höfum átt saman í
gegnum ævi mína.
Hvort sem það var í sveit sem
krakki eða á mínum unglings-
árum þegar ég hef verið í heim-
sókn hjá þér og ömmu.
Sama hversu langt leið á milli
heimsókna þá var alltaf jafn gott
að koma og hvergi var tekið bet-
ur á móti manni heldur en hjá
ykkur.
Það var fátt skemmtilegra
sem krakki en að fara út í sveit
með Óla bróður og eyða tíma
með ykkur, hvort sem það var að
planta trjám, taka upp gulrætur
með ömmu í garðinum eða leika
okkur með beinin fyrir framan
skonsurnar á Læk. Mikið þykir
mér vænt um allan þann tíma
sem við vorum fyrir austan.
Fjölskyldan skipti þig öllu
máli og fundum við öll fyrir því
hve vænt þér þótti um okkur.
Það voru forréttindi fyrir okkur
afkomendur ykkar að sjá þá ást
og væntumþykju sem ríkti á
milli þín og ömmu. Amma var
stoð þín og stytta í þessu lífi og
gerðir þú allt sem í valdi þínu
var til þess að láta ömmu líða
betur ef eitthvað bjátaði á.
Þú varst mikill höfðingi og lif-
ir áfram sem slíkur í hjörtum
okkar allra sem eftir eru. Það er
alltaf erfitt að kveðja en eftir
sitja minningarnar sem ég mun
halda fast í og segja afkomend-
um mínum frá þegar þar að
kemur. Ég segi við þig, elsku afi
minn, það sama og þú sagðir
alltaf þegar ég bauð þér góða
nótt: „Guð geymi þig og sofðu
rótt. “
Vigdís Björg Valgeirsdóttir.
Árið 2014 héldu Ólafur Jón
Jónsson og fjölskylda hans upp á
150 ára búsetu sömu ættar á
Teygingalæk á Brunasandi,
reistu þar minningarvörðu og
minntust genginna kynslóða. Nú
hefur Ólafur, seinasti bóndinn á
Teygingalæk kvatt okkur og
gengið á vit feðra sinna.
Það er skarð fyrir skildi, hann
skilur eftir sig tómarúm, sem
seint verður fyllt.
Um áramótin 2001 hættu þau
hjón, Óli og Bagga, sauðfjárbú-
skap og fluttu á Kirkjubæjar-
klaustur.
En þrátt fyrir háan aldur, var
fjarri lagi að hann væri tilbúinn
að leggja hendur í skaut því nú
breytti hann jörðinni í skógrækt-
arbýli í samvinnu við Suður-
landsskóga.
Á þeim árum sem síðan eru
liðin hafa þau hjón gróðursett
skóg í 25 hektara lands, nær allt
sjálf með berum höndunum,
seinast gróðursetti hann á annað
þúsund plöntur síðastliðið sum-
ar. Árið 2000 hafði hann veitt
Klausturbleikju aðgang að landi
og vatni til að koma á fót bleikju-
eldi, þar er í dag blómlegt fyr-
irtæki með margt fólk í vinnu.
Þetta sýnir betur en mörg
orð, hversu framsýnn Ólafur var
og ódeigur að fást við ný og
krefjandi verkefni, sem hann
hafði trú á og taldi til framfara.
Fjörutíu og sjö ár eru síðan
fyrstu fundum okkar bar saman
í kjallaranum á prestsbústaðn-
um, þar sem sóknarpresturinn,
séra Sigurjón Einarsson, hafði
kvatt saman skólanefnd Kirkju-
bæjarskóla á Síðu, til að taka út
umsækjanda um stöðu skóla-
stjóra.
Þar með hófst samstarf okkar
Ólafs, hann gjaldkeri Kirkjubæj-
arskóla og ég skólastjóri. Þetta
samstarf stóð í 19 ár og var alla
tíð mjög ánægjulegt og þróaðist
smátt og smátt upp í trausta vin-
áttu, sem styrktist hvert árið
sem leið.
Ólafur bóndi á Teygingalæk
var margbrotinn persónuleiki,
glaðbeittur gleðimaður, hrein-
skiptinn og heiðarlegur og dríf-
andi í hverju verki sem hann tók
sér fyrir hendur. Þetta var per-
sónuleiki, sem sópaði að og eftir
var tekið, hann valdi sér starfs-
vettvang á Teygingalæk, en
hefði eins vel sómt sér í æðstu
stöðum samfélagsins á vettvangi
stjórnmálanna og víðar.
Allt þetta voru eiginleikar
sem ég laðaðist að og varð
grundvöllur að okkar góðu vin-
áttu meðan báðir lifðu.
Þær eru ófáar samverustund-
irnar sem fjölskyldur okkar hafa
átt saman í gegnum árin, hvort
sem var í löngum ferðalögum um
landið eða á hestbaki milli fjalls
og fjöru eða á leið til og frá
messu á Núpstað um verslunar-
mannahelgi, hvarvetna sat lífs-
gleðin í fyrirrúmi.
Nú er komið að leiðarlokum,
en austur á Brunasandi geymir
minningin hófaslög liðinna
stunda og á góðum degi má
heyra söng knapans bergmála á
milli hraunbrúnanna þar sem
hann skeiðsetur gæðinginn Brún
undan sólsetrinu á vit þess sem
ræður.
Kæra Bagga; við Áslaug send-
um þér og þínu fólki okkar inni-
legustu samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímamótum.
Jón Hjartarson.
Með Ólafi J. Jónssyni á Teyg-
ingalæk er fallinn einn af bestu
vinum mínum í gömlu Kálfafells-
sókn. Meðan ég var og hét og
var prestur þar reyndi ég að
messa tíu sinnum á ári í sókninni
sem var mjög fámenn og fækk-
aði þar ár frá ári.
Þá sagði ég stundum við þá
Ólaf og Berg heitinn á Kálfafelli
að það væri ekki síst þeim að
þakka að ég gæti haldið uppi
messum í kirkjunni. Ég gat allt-
af treyst komu þeirra – og væru
þeir mættir þurfti ekki að hafa
áhyggjur af söngnum.
Með Ólafi er fallinn einn af
forystumönnum sveitar sinnar,
greindur maður og gegn. Hann
fylgdi þeim málum sem hann bar
fram með festu og einurð og
sumum fannst hann stundum of
hreinskiptinn.
Þegar ég messaði á Kálfafelli
fór ég oftast af stað með fyrra
fallinu, kom við á Teygingalæk
þar sem sjóðheitt kaffi beið og
stundum neftóbak í pontu, eink-
um meðan Sveinbjörn lifði, en
hann var gamall Meðallendingur
sem þau hjónin Ólafur og Svein-
björg höfðu skotið skjólshúsi yfir
í elli hans.
Um Ólaf vil ég enn fremur
segja þetta: Hann var hár maður
vexti og þrekinn, sennilega mik-
ill að burðum.
Hann hafði mikinn áhuga á
ræktun og umbylti jörð sinni og
gerði að góðu búi.
Eftir að hann hætti búskap
setti hann niður trjáplöntur og
breytti móum og mýri í velvax-
inn skóg.
Mér er það ógleymanlegur
dagur þegar hann ók mér um
skóginn fyrir nokkrum árum.
Þetta rifjast allt upp að leið-
arlokum en sökum lasleika get
ég ekki verið við útförina og
kvatt hann í kirkjunni. Ég bið
guð að varðveita hann og eftirlif-
andi eiginkonu hans, börn þeirra
og afkomendur alla. Drottinn
minn, gefðu þeim styrk og hugg-
un á kveðjustund.
Sigurjón Einarsson.
Við fráfall Óla móðurbróður
míns koma upp í hugann fjöldinn
allur af minningum frá liðinni
tíð. Allt frá því ég var smástrák-
ur hafa Óli og Bagga tengst lífi
mínu með órjúfanlegum hætti.
Ég byrjaði snemma sumardvalir
á Læk, fyrst undir verndarvæng
ömmu Guðríðar og síðar flutti ég
á efri hæðina og var þá orðinn
fullgildur vinnumaður hjá Óla.
Óli var ákveðinn maður og
gerði ríkar kröfur, en hann var
alltaf sanngjarn. Regla var á
hlutunum og skýr skil á milli
vinnu og frítíma.
Hann passaði vel upp á að
velja verkefni við hæfi og á
hverju ári var það alltaf ákveðin
manndómsvígsla þegar manni
voru falin ný verkefni.
Gilti það einu hvort það það
var að sækja kýrnar eða setja
hrútinn í gang eða ábyrg stjórn-
un vinnuvéla síðar meir.
Ófáar voru pælingarnar hvers
vegna þetta væri gert svona en
ekki hinsegin en ég er þess full-
viss að unglingsárin hjá Óla hafi
gefið mér gott veganesti út í líf-
ið.
Eftir að reglulegum sumar-
dvölum á Læk lauk þá tóku
gjarnan við haustferðir þar sem
hjálpað var til með rótargræn-
meti og smölun og þær samein-
aðar veiðimennsku.
Þó að Óli hafi ekki verið veiði-
maður þá hvatti hann mig áfram
í gæsaveiðum og átti hann stór-
an þátt lærdómsferli mínu í byrj-
un. Mistökin voru óteljandi og
ófáar voru vangaveltur um hegð-
un gæsa.
Ógleymanleg er fyrsta veiði-
ferðin mín fyrir næstum 40 árum
þar sem ég fór einn út á Bruna-
sand á bláa Landrovernum hans
Óla.
Þar skaut ég mína fyrstu gæs
sem reyndist ekki vera grá gæs
heldur fugl sem ég hafði aldrei
séð áður.
Þetta olli mér hugarangri en
þegar heim var komið var Óli
snöggur að hughreysta mig að
þetta væri helsingi sem teldist
líka vera gæs.
Óli hvatti mig ennfremur til
fiskveiða í Eldvatni og hef ég í
fjöldamörg ár fengið að njóta
þess að vera þátttakandi í veiði-
félagi þar með öðrum.
Óli tók alltaf vel á móti fjöl-
skyldunni, hvort sem er á Læk
eða á Klaustri, og börnin okkar
Þórhildar nutu þess að koma þar
og að einhverju leyti gekk hann
börnum okkar í afastað. Enn-
fremur nutum við félagsskapar
þeirra hjóna oft í sumarbústað-
inn okkar í Hörgsdal.
Alltaf var jafngaman að gefa
Óla amerískt viskí, kjúkling og
innfluttar kartöflur sem allt
hugnaðist honum illa en gerði
jafnan góð skil.
Fyrir kynni mín af Óla
frænda er ég ævinlega þakklát-
ur. Við Þórhildur sendum
Böggu, börnum þeirra og ástvin-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann mun
fylgja okkur alla tíð.
Jón Pálmi.
Ólafur Jón Jónsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugganum.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar