Morgunblaðið - 10.08.2018, Side 26

Morgunblaðið - 10.08.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Ragna Sigurðardóttir rithöfundur er 56 ára í dag. Henni finnstskemmtilegra að halda upp á annarra manna afmæli en sitteigið en féllst þó á hátíðarhöld í dag. „Ég stakk upp á að panta pitsu, þannig að við pöntum pitsu í kvöld.“ Ragna er sátt. „Mér líst vel á þetta. Ég hugsa lítið um aldurinn, það er helst að fólk þurfi að minna mann á hvað maður er orðinn gamall. Á meðan heilsan er góð sleppur maður ágætlega,“ segir Ragna en bætir við að kannski sé sextugsáfanginn ekki eins mjúk lending. „Hef heyrt á fólki að það geti verið erfitt að fara yfir sextugt. En það er smá í það,“ segir Ragna, róleg í bili. Hún er mikilvirkur rithöfundur, hefur gefið út sex skáldsögur, þá síðustu, Vinkonur, árið 2016. Nú var hún að skila handriti að þeirri sjöundu til ritstjóra. Að vonum tekur við ófyrirsjáanlega langt ferli. „Þetta er fyrsta skrefið í ferli sem maður veit ekki hvenær tekur enda. En tilfinningin er mjög góð. Þetta er öðruvísi verk en ég hef verið að skrifa.“ Þetta eru fimm stuttar nóvellur sem gerast í lífi lista- manna á ólíkum tímum. Að vonum er ekki unnt að fullyrða nokkuð um útgáfudag. Ragna lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hélt eftir útskrift í framhaldsnám til Hollands. Þá bjó hún um skeið í Danmörku. Nú þýðir hún úr hollensku, úr ensku og úr dönsku og kennir líka listasögu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún skrifaði myndlistargagnrýni í Morgunblaðið í rúman áratug. Ragna er gift Hilmari Erni allsherjargoða og dætur þeirra eru tvær: Sólveig Hrönn, nemi í fornfræði, og Erna María grunn- skólanemi. Þau búa á Álftanesi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skáld og þýðandi Gefur út þýðingu á danskri skáldsögu á næsta ári. Var að enda við að skila inn skáldsögu Ragna Sigurðardóttir er 56 ára í dag J ón Þorkell Rögnvaldsson fæddist í Reykjavík 10.8. 1948 og ólst þar upp: „Við áttum heima í einu af Raf- stöðvarhúsunum við Elliða- árnar, í húsi afa, en fluttum í Voga- hverfið þegar ég var níu ára. Þar átti ég svo heima til tvítugs. Við Elliðaárnar var og er ein af nátt- úruperlum Reykjavíkur þar sem var gaman að leika sér, en í Vogunum voru spennandi húsbyggingar, fjöld- inn allur af leikfélögum og ómetanlegt geymsluport fyrir rör af öllum stærð- um og gerðum, en það var spennandi leiksvæði fyrir fríska stráka.“ Jón Þorkell var í Ísaksskóla og Vogaskóla, stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í bak- araiðn og öðlaðist síðan meistararétt- indi 1974. Jón Þorkell starfaði síðan við ýmis bakarí á næstu árum og rak m.a. bak- arí fyrir Íslenska aðalverktaka á ár- unum 1975-80. Jón Þorkell stofnaði, ásamt eig- inkonu sinni, bakaríið Kornið, Hjalla- brekku 2 í Kópavogi, árið 1981, og var forstjóri þess fyrirtækis til ársins 2009. Auk þess að baka brauð og bakkelsi og selja í eigin bakaríum, seldi Kornið brauð í heildsölu í stórum stíl til fjölda kjörbúða. Brauð frá Korninu varð fljótlega vinsælt og útsölustöðum fyr- irtækisins fjölgaði áður en varði, fyrst í fjóra til fimm en urðu 15 talsins, m.a. í Reykjanesbæ, undir stjórn Rögnvald- ar, sonar Jóns Þorkels. Fjölskyldan seldi Kornið árið 2016. Ragnheiður, eiginkona Jóns Þor- kels, og Ásta Guðlaug, dóttir þeirra, stofnuðu svo Stúdíó brauð árið 2006. Þar er um að ræða smurbrauðsstofu og veisluþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, í Reykjavík og víðar um landið. Það fyrirtæki hefur einnig vax- Jón Þorkell Rögnvaldsson, bakarameistari og fv. forstjóri – 70 ára Fjölskyldan Jón Þorkell og Ragnheiður, ásamt börnum sínum og föður afmælisbarnsins sem er að verða 102 ára. Áreiðanlegur athafna- og fjölskyldumaður Athafnahjón Jón Þorkell og Ragnheiður Guðný slaka á eftir erilsaman dag. Þórhallur Anton Sveinsson og Eygló Svana Stefánsdóttir eiga gullbrúðkaup í dag. Þau voru gefin saman í Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni. Börn þeirra eru Þröstur, f. 1969; Sveinn, f. 1971; Anna Steinunn, f. 1974, og Hrund, f. 1976. Þórhallur Anton og Eygló Svana fagna deginum með börnum sínum og fjölskyldu á þessum merku tímamótum. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.