Morgunblaðið - 10.08.2018, Side 36
Árlegir stórtónleikar Ölstofu
Hafnarfjarðar hefjast í kvöld á planinu
í Flatahrauni 5a kl. 18 og standa fram
eftir kvöldi. Skipuleggjendur lýsa tón-
leikunum sem fjölskylduvænni
rokkhátíð. Meðal
þeirra sem fram
koma eru Atomsta-
tion, Valdimar, Dr.
Spock, Mugison og
Teitur Magnússon.
Aðgangur er
ókeypis.
Fjölskylduvæn
rokkhátíð í kvöld
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 222. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. „Óspillt og hreinræktuð hvít stúlka“
2. Syndir enn með dauðan kálfinn
3. Handteknar í baráttu fyrir son …
4. Grunsamlegir menn með höfuðljós
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndirnar Svanurinn og Undir
trénu voru verðlaunaðar á Skip City-
kvikmyndahátíðinni í Japan á dög-
unum, en það er ein stærsta kvik-
myndahátíðin þar í landi. Hafsteinn
Gunnar Sigurðsson var valinn besti
leikstjórinn fyrir Undir trénu, en
Svanurinn fékk sérstök heiðurs-
verðlaun dómnefndar. Báðar mynd-
irnar eru enn í sýningu hérlendis.
Svanurinn og Undir
trénu verðlaunaðar
Bókakaffið á Sel-
fossi og Bókaútgáf-
an Sæmundur
standa, í samstarfi
við alþjóðasamtök
Bókaálfa, fyrir bóka-
feluleik á bæjarhá-
tíðinni Sumar á Sel-
fossi sem hefst í
dag og stendur til sunnudags. Bæk-
urnar eru ætlaðar finnendum sínum til
eignar og ánægju. Þeir eru hvattir til
að deila fundnum bókum á instagram
með merkinu #ibelieveinbookfairies.
Bókafeluleikur á
Selfossi um helgina
Á laugardag Suðaustan 5-13 við suðvesturströndina, skýjað og fer
að rigna síðdegis. Hægari vindur annars staðar og bjart með köfl-
um, en þokubakkar við austurströndina. Hiti 10 til 17 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með
köflum, en skýjað á Suðvestur- og Vesturlandi og þokubakkar aust-
ast. Hiti 10 til 17 stig.
VEÐUR
Lið FH situr eitt og yfirgefið
á botni Pepsi-deildar
kvenna í knattspyrnu en lið-
ið tapaði afar mikilvægum
leik gegn Selfyssingum á
Kaplakrikavelli í gærkvöld,
1:0. FH-ingar voru miklu
betri aðilinn lungann úr
leiknum en tókst ekki að
brjóta á bak aftur varnar-
múr gestanna með hinn
góða markvörð Caitlyn
Clem þar fyrir aftan á milli
stanganna. »2
Enn syrtir í álinn
hjá FH-ingum
Keppni á nýrri leiktíð í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu hefst í kvöld
þegar Manchester United tekur á
móti Leicester. Þrír Íslendingar leika í
deildinni í vetur. Sigur-
stranglegustu liðin
hafa farið misjafnlega
mikinn á leik-
mannamarkaðnum í
sumar, sum eytt
miklu og önnur
ekki krónu. Þá
munu nýir
knatt-
spyrnu-
stjórar
setja
svip
sinn á
deildina. »3
Áhugaverð leiktíð hefst
á Old Trafford í kvöld
Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í
spjótkasti, var aðeins einu sæti frá
því að komast í úrslit spjótkasts-
keppninnar á Evrópumótinu í frjáls-
um íþróttum í Berlín í gær. Hún hafn-
aði í 13. sæti með 58,64 metra kasti
sem er þó töluvert frá Íslandsmeti
hennar í greininni. Þetta er í fjórða
sinn á ferli Ásdísar sem hún endar
einu sæti frá úrslitum á stórmóti. »4
Sæti frá úrslitum í
fjórða sinn á stórmóti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin
frá endurbótum á Viðeyjarstofu og
Viðeyjarkirkju mun Borgarsögusafn
Reykjavíkur bjóða upp á leiðsögn og
staðarskoðun í Viðey á sunnudag.
Magnús Sædal Svavarsson, fram-
kvæmda- og byggingastjóri endur-
byggingarinnar, annast frásögn, en
hann var byggingarfulltrúi Reykja-
víkur árin 1993 til 2011.
Ný stefna í byggingarsögunni
Viðeyjarstofa er meðal sögufræg-
ustu húsa Íslandssögunnar og reis
hún árið 1755. Var Viðeyjarkirkja
vígð nokkrum árum síðar, árið 1774.
„Bygging þessara húsa markaði
ný spor í íslenskri byggingarsögu.
Þarna var byggt úr steini og síðan
fylgdu á eftir þau hús sem kölluð
hafa verið gömlu steinhúsin á Ís-
landi, Stjórnarráðshúsið, Nesstofa,
Bessastaðir, Hóladómkirkja, Viðeyj-
arkirkja og Landakirkja,“ segir
Magnús. „Það þóttu undur og stór-
merki þegar húsið reis, þarna voru
eldstæði og reykháfar sem menn
varla þekktu áður,“ segir hann.
Vinna við endurbætur á Viðeyjar-
stofu hófust í mars árið 1987 og lauk
þeim 18. ágúst 1988. Í millitíðinni fór
fram fornleifauppgröftur norðan við
Viðeyjarstofu, en þar komu í ljós
leifar af Viðeyjarklaustri. Í tilefni af
200 ára kaupstaðarafmæli Reykja-
víkur fékk borgin húsin að gjöf frá
íslenska ríkinu og var í kjölfarið
ákveðið að hefja endurbæturnar
undir stjórn Þorsteins Gunn-
arssonar arkitekts. „Ég vil
meina að viðgerð Reykjavík-
urborgar á stofunni hafi
leitt til þess að
menn hafi farið
að gefa þessum
gömlu stein-
húsum meiri
gaum í fram-
haldinu. Það er kenning mín að
glæsilegt frumkvæði Reykjavíkur
undir forystu Davíðs Oddssonar, þá-
verandi borgarstjóra, hafi orðið til
þess að farið hafi verið að sinna
þessu meira og betur. Bessastaðir
voru t.a.m. alveg teknir í gegn,“ seg-
ir Magnús. „Þetta er eitt skemmti-
legasta verkefni sem ég hef komið
að,“ segir hann og nefnir að sér-
stakur þjóðarvilji hafi verið um end-
urbæturnar. „Það var sérlega góð
tilfinning að það vildu þetta allir,“
segir Magnús.
Þátttaka í göngunni er ókeypis, en
greiða þarf í Viðeyjarferju. Siglt
verður frá Skarfabakka klukkan
13.15, en þeir sem vilja snæða há-
degisverð í Viðeyjarstofu fyrir göng-
una geta siglt klukkan 12.15.
Viðeyjarstofa markaði ný spor
Staðarskoðun í
tilefni 30 ára af-
mælis endurbóta
Morgunblaðið/Ómar
Tímamót Þrjátíu ár eru nú liðin frá því ráðist var í endurbætur á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Boðið verður upp
á leiðsögn og staðarskoðun í Viðey af þessu tilefni á sunnudaginn. Magnús Sædal Svavarsson annast frásögn.
Viðeyjarstofa var teiknuð af
danska arkitektinum Nicolai
Eigtved, hirðhúsameistara
Danakonungs, sem meðal
annars teiknaði Amalien-
borg í Kaupmannahöfn.
Húsið var byggt að beiðni
Skúla Magnússonar land-
fógeta og hófst bygg-
ing hússins árið 1753.
Upphaflega stóð til að
reisa tveggja hæða
hús fyrir stiftamtmann og landfóg-
eta en fallið var frá þeim áformum.
Í aðdragandanum höfðu dönsk
yfirvöld hafið að beita sér fyrir efl-
ingu iðnaðar á Íslandi og sendu
dönsk yfirvöld iðnaðarmenn hingað
til lands til að sjá um framkvæmd-
irnar og kenna Íslendingum verklag
við byggingu steinhúsa. Leituðust
dönsk stjórnvöld við að kenna Ís-
lendingum að byggja varanlegri hús
en torfhús.
Teiknað af arkitekt konungs
VIÐEY Á SÉR LANGA OG MERKILEGA SÖGU
Magnús Sædal
Svavarsson