Morgunblaðið - 20.08.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.08.2018, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 0. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  194. tölublað  106. árgangur  HÁTÍÐIN REYKJAVIK DANCE FESTIVAL VÍTAMÍNSPRAUTA ÓPERUSÖNG- ÆVINTÝRI BERTU Á ÍTALÍU HAUKUR ÚTNEFNDUR MIKILVÆGASTI LEIK- MAÐURINN Á EM SUMARÓPERUHÁTÍÐ 12 SILFUR Í KRÓATÍU ÍÞRÓTTIRFJÖLBREYTT DAGSKRÁ 26 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hluti heræfingar NATO, Trident Juncture, verður haldinn hér á landi sem undanfari aðalæfingarinnar sem hefst 25. október nk. í Noregi. Mun hún standa í tvær vikur og verður stór í sniðum. Æfingunni er ætlað að efla sameiginlegar varnir bandalags- ríkjanna og um 40.000 hermenn frá meira en þrjátíu löndum munu taka þátt og 120 flugvélar, 70 skip og 10.000 farartæki verða virkjuð í henni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nákvæma útfærslu æfingarinn- ar á Íslandi ekki liggja fyrir, en von er á skipum NATO-þjóða til Íslands áður en þau halda til Noregs til æf- inga í krefjandi aðstæðum. Þegar að- alæfingunni í Noregi er lokið verður haldin svonefnd skrifborðsæfing þar sem netvarnir verða í brennidepli. Heræfing hefst á Íslandi  NATO æfir viðbrögð við hvers konar ógn  Meginhluti æfingarinnar í Noregi MÆfing NATO hefst á Íslandi »10 Morgunblaðið/ÞÖK NATO Meira en 30 lönd taka þátt. Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Jóhann Kristmundsson, stýrimaður á Aðalbjörgu RE, var að fara yfir og bæta í nótina þegar ljósmyndari hitti hann á Grandagarðinum í Reykjavík. Stýrimaðurinn á Aðalbjörgu gerir að nótinni Morgunblaðið/Hari  „Það er aug- ljóst að það er ekki góð meðferð á almannafé að setja fólk í þá stöðu að bjóða eingöngu upp á dýrustu lausnina til að leysa heil- brigðisvanda,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um greiðslur Sjúkratrygg- inga Íslands á kostnaði við aðgerðir á sjúkrahúsum erlendis en höfnun heilbrigðisyfirvalda á samskonar aðgerðum á einkasjúkrahúsinu Klíníkinni í Reykjavík með miklu minni tilkostnaði fyrir ríkið. Að- gerð sem kostar 1.200 þúsund hér er þrefalt dýrari í Svíþjóð. »6 Dýrasta lausnin Bjarni Benediktsson  Dómsmálaráðuneytið hefur sett út til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að reglugerð um heimild Útlendingastofnunar til að greiða umsækjendum um al- þjóðlega vernd styrki ef þeir draga umsóknir sínar til baka eða þeim verður synjað. Styrkirnir eru til heimferðar og/eða til að koma fót- unum undir sig á nýjan leik í heima- landinu og geta numið allt að 1.000 evrum frá ákveðnum ríkjum en það svarar til 123 þúsunda króna. Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra segir að styrkirnir séu forsenda nýs samstarfssamn- ings við Alþjóðafólksflutninga- stofnunina sem hefur milligöngu um flutning fólks. Þetta sé mikil- vægt samstarf. Nauðsynlegt sé að hafa skýrar reglur um styrkveit- ingarnar. »6 Styrktir til að fara sjálfir aftur heim AFP Flótti Það dregur úr kostnaði ríkisins ef hælisleitandi fer fyrr til síns heima.  Bæjarstjórarnir Aldís Hafsteins- dóttir í Hveragerði og Gunnar Ein- arsson í Garðabæ eru oftast nefnd meðal sveitarstjórnarfólks sem næsti formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Landsþing þess verður haldið á Akureyri síð- ari hlutann í september, en þar mun kjörnefnd leggja fram tillögu um formann sem þingfulltrúar kjósa svo um. Öllum er þó frjálst að bjóða sig fram. „Ég hef fengið hvatningu víða frá að undanförnu og er því að velta þessu alvarlega fyrir mér. Það er líka gott til þess að vita að aðrir treysti mér í þetta embætti,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir. Gunnar Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær ýmsa hafa komið að máli við sig að undan- förnu og hann væri opinn fyrir þessu verkefni. Kjörnefnd réði þó för og hann lyti niðurstöðu hennar; hver sem hún yrði. „Ég er áfram um að styrkja sveitarfélögin í sam- skiptum við ríkið þar sem þau hafa í ýmsu tilliti farið halloka síðustu ár- in. Einnig er mikilvægt að brúa meinta gjá sem hefur verið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- isins,“ segir Gunnar sem kveðst ekki líta á formennsku út frá kynja- sjónarmiðum, heldur því að sá sem í embættið veljist styrki stöðu sveit- arfélaganna. »2 Tvö vilja formennsku hjá sveitarfélögunum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrsta skóflustunga að nýjum miðbæ á Selfossi verður tekin í lok september. Kosið var um miðbæinn í íbúakosningu í Árborg á laugardag og voru 58,5% hlynntir nýju aðal- skipulagi vegna miðbæjarins og 39,1% andvígt. „Það vilja allir íbúar nýjan miðbæ, en við verðum aldrei sammála um það nákvæmlega hvernig hann á að vera. Þetta er skýr niðurstaða og ég á von á því að þetta hristi samfélagið saman og að við fáum nú miðbæinn sem allir hafa beðið eftir,“ segir Leó Árnason framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem stendur að bygg- ingu miðbæjarins. Fyrri áfangi tilbúinn 2020 Áformað er að fyrri áfangi verði tilbúinn um páska árið 2020, en seint á næsta ári hefst bygging síðari áfanga. Ráðgert er að miðbærinn verði tilbúinn árið 2021. Stærsta ein- staka byggingin í fyrri áfanga er endurbyggt Mjólkurbú Flóamanna sem mun hýsa mathöll og skyrsetur Mjólkursamsölunnar. »4 Skóflustunga í september  Nýr miðbær á Selfossi rís  Fyrri áfanga lýkur árið 2020 Morgunblaðið/Árni Sæberg Selfoss Íbúar kusu á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.