Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Lögreglumenn á höfuðborg-
arsvæðinu þurftu að sinna minnst
130 verkefnum frá því klukkan 19
í laugardagskvöldið og fram á
sunnudagsmorgun. Margir voru í
bænum á Menningarnótt og tals-
vert um ölvun, en verkefnin voru
hnífstunguárás, slagsmál meðal
ungmenna, innbrotstilraun, ung-
lingadrykkja, heimilisofbeldi og
akstur undir áhrifum. Mikill við-
búnaður var venju samkvæmt
vegna Menningarnætur og meðal
annars var fjöldi lögreglumanna á
ferðinni yfir daginn gangandi í
miðborginni.
Lögreglan greinir frá því í til-
kynningu að nokkuð hafi verið um
að fólk væri ósjálfbjarga vegna
ölvunar og þá var gripið í taum-
ana þegar unglingar voru með
áfengi, sem hellt var niður. Tíu
manns voru vistaðir í fanga-
geymslur lögreglustöðvarinnar á
Hverfisgötu vegna ýmissa mála.
Ekið á gangandi vegfaranda í
Hafnarfirði, sem fékk opið innbrot
og var fluttur á slysadeild.
sbs@mbl.is
Erill á
Menning-
arnótt
Ölvun, líkamsárás
og ekið á vegfarenda
Morgunblaðið/Hari
Lögregla Hélt reglu við hátíðahöld.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráð-
herra og sendiherra, er nýjasti
heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga. Hann tók á móti skjali því
til staðfestingar á þjóðræknisþingi
ÞFÍ sem haldið var á Hótel Natura í
Reykjavík í gær.
Hjálmar W. Hannesson, formað-
ur ÞFÍ, sagði áður en hann afhenti
Svavari skjalið að hann hefði um
langt árabil verið einn af mátt-
arstólpum Þjóðræknisfélagsins og
starfs þess. Hann hefði meðal ann-
ars setið í stjórn félagsins í sjö ár og
verið formaður heiðursráðs ÞFÍ frá
upphafi. „Þá er fátt eitt upptalið,“
sagði Hjálmar og minntist sér-
staklega aðkomu Svavars sem að-
alræðismanns í Winnipeg að fjöl-
mörgum viðburðum í Kanada á
þúsaldarafmælisárinu 2000.
Sem heiðursfélagi situr Svavar í
heiðursráði ÞFÍ. Tilgangur þess er
að efla starfsemi í þágu tengsla Ís-
lendinga við Vestur-Íslendinga og
treysta fjárhagsstöðu félagsins.
Svavar þakkaði fyrir sig og sagð-
ist reyna að standa sig enn betur í
þágu félagsins en hingað til. Hann
þakkaði fyrir heiðurinn og rifjaði
upp að hann hefði fyrst farið á slóð-
ir Vestur-Íslendinga með Vigdísi
Finnbogadóttur, þáverandi forseta,
1989. „Síðan hef ég verið tengdur
þessum heimshluta sterkum tilfinn-
ingaböndum,“ sagði hann og lagði
áherslu á að eiginkonan Guðrún
Ágústsdóttir ætti jafnan hlut í við-
urkenningunni.
Svavar Gestsson heiðraður
Morgunblaðið/Valli
Viðurkenning Hjálmar W. Hannesson afhendir Svavari Gestssyni skjalið.
Kjörinn heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga
Nær 6.500 erlendum ríkisborgurum
og ríkisfangslausu fólki hefur verið
veittur íslenskur ríkisborg-
araréttur und-
anfarin tíu ár.
Þar af eru um
4.500, eða 72%
átján ára eða
eldri.
Þetta kemur
fram í svari Sig-
ríðar Á. And-
ersen dóms-
málaráðherra
við fyrirspurn
Andrésar Inga
Jónssonar, þingmanns Vinstri
grænna.
Flestir fengu ríkisborgararétt
árið 2008 eða 914. Árið 2015 fékk
801 ríkisborgararétt, en í fyrra voru
þeir 690. Fæstir fengu ríkisborg-
ararétt árið 2011, 370, þar af 281 á
fullorðinsaldri.
Andrés Ingi
Jónsson
6.500 ríkis-
borgarar á
síðasta áratug