Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
Nigel Farage, þáverandi leiðtogiBreska sjálfstæðisflokksins,
UKIP, og sá maður sem einna mest
fór fyrir í aðdrag-
anda Brexit-
kosninganna, dró
sig í hlé eftir að sig-
ur vannst og út-
ganga Bretlands úr
Evrópusambandinu
var samþykkt.
Sama má segja um
aðra baráttumenn útgöngunnar.
Þeir litu svo á að einungis ætti eftir
að framkvæma vilja almennings.
Þeir sem töpuðu Brexit-kosningunum litu öðrum aug-
um á kosningaúrslitin. Þeir horfðu
á þau eins og ESB gerir almennt
um slík úrslit; þegar þau henta ekki
þá er barist áfram, gripið til
hræðsluáróðurs og krafist nýrra
kosninga.
Samhliða þessari áframhaldandibaráttu aðildarsinna í Bret-
landi hefur Evrópusambandið
þvælst fyrir útgöngu af öllum
mætti til að sýna Bretum, en þó
ekki síður öðrum þjóðum, að þeir
sem reyna útgöngu fá að finna til
tevatnsins.
Nú hefur Farage skrifað grein íThe Telegraph og tilkynnt að
hann sé kominn aftur í Brexit-
slaginn. Hann telur óþolandi hvern-
ig bresk stjórnvöld hafa haldið á
málum og bendir á að stjórn-
málamenn og margir stuðnings-
menn þeirra á fjölmiðlunum sætti
sig ekki við kosningaúrslitin um út-
gönguna.
Þó að Farage sé aðeins einn mað-ur hafði hann mikil áhrif áður
og getur gert það á ný. Einn maður
með góðan málstað og sterka sann-
færingu getur haft töluverð áhrif.
Það er þess vegna líklegt að nú fari
að hitna í kolunum í breskum
stjórnmálum.
Nigel Farage
Kominn aftur
í slaginn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 19.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 12 skýjað
Nuuk 8 skýjað
Þórshöfn 12 rigning
Ósló 18 léttskýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 21 heiðskírt
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 24 léttskýjað
Dublin 19 skúrir
Glasgow 16 alskýjað
London 24 skýjað
París 28 heiðskírt
Amsterdam 20 súld
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 33 heiðskírt
Moskva 24 heiðskírt
Algarve 31 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 30 heiðskírt
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 28 þrumuveður
Aþena 32 léttskýjað
Winnipeg 18 þoka
Montreal 19 léttskýjað
New York 21 rigning
Chicago 26 þoka
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:35 21:28
ÍSAFJÖRÐUR 5:28 21:45
SIGLUFJÖRÐUR 5:11 21:28
DJÚPIVOGUR 5:02 21:01
Að venju sló árlegur ísdagur Kjör-
íss í Hveragerði í gegn en fyr-
irtækið áætlar að á bilinu átta til tíu
þúsund manns hafi bragðað á ísteg-
undum sem voru á boðstólum. Vó ís-
inn sem var gefinn samanlagt um
tvö tonn. Ýmsir listamenn komu
fram á ísdeginum og var almenn
áægja með hvernig til tókst.
„Klárlega voru það sænski sur-
strömming og truffluísinn, sem
vöktu mesta athygli,“ segir Guðrún
Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri
Kjöríss, spurð hvaða ístegundir hafi
vakið mesta athygli. „Þær fengu
misjöfn viðbrögð. Hins vegar voru
Blue Moon og Fullveldisísinn svo-
kallaði afar vinsælir meðal gesta.“
Ísdagurinn var hluti af bæjarhá-
tíðinni Blómstrandi dagar sem
haldin er í Hveragerði á ári hverju.
Fjölskyldufólk fjölmennti í bæinn af
því tilefni, enda var margt
skemmtilegt um að vera.
Gáfu tvö
tonn af ís
Kátt í Hveragerði
Ís Ung stúlka í fangi afa síns.
Skökku skýtur við og í því felst tví-
skinnungur að fulltrúar Samtaka at-
vinnulífsins hafi áhyggjur af því að
eftirlitsmyndavélum verði komið
fyrir um borð í fiskiskipum. Þetta
segir Halldór Oddsson, lögmaður
hjá ASÍ, og bætir við að eftirlit með
starfsfólki fyrirtækja hafi verið hert
mjög á síðustu árum í skjóli SA. Nú
tíðkist að krefja starfsfólk um lífs-
ýni, þvagprufur og annað slíkt auk
þess sem myndavélum hafi víða ver-
ið komið upp. „Mér finnst ótrúverð-
ugt að þetta sé grundvallaratriði fyr-
ir SA, miðað við hvernig málin hafa
verið hjá þeirra félagsmönnum,“
segir lögmaðurinn í samtali við
mbl.is
Sem dæmi nefnir Halldór að
fylgst sé með vinnuskilum fólks með
myndavélum, sem beinist meðal
annars að peningakössum í versl-
unum og starfsfólki þar. Þá séu upp-
lýsingar um netnotkun starfsfólks
og ökusíritar í bifreiðum annað
dæmi um eftirlit atvinnurekenda.
„Yfirlýsta skýringin er sú að verið sé
að fylgjast með nýtingu bílsins og
annað, en svo þegar á reynir höfum
við líka dæmi um að þetta sé notað
til að fylgjast með starfsfólki, segir
Halldór. Hann bætir við að vímu-
efnapróf geti vissulega átt rétt á sér
í atvinnulífinu; en ekki megi leggja
að jöfnu hættuleg störf í stóriðju og
sjómennsku og eða létt störf í landi.
Eftirlit með starfsfólki hefur verið hert
Áhyggjur SA af öryggismyndavélum í fiskiskipum tvískinnungur, að mati ASÍ
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Öryggi Myndavélar í miðborginni.