Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Vegna rigningar á suðvestur- horninu í maí, júní og júlí hef- ur sala á útimálningu verið minni nú en áður. Málarar muna ekki eftir öðru eins sumri og stefnir allt í að framkvæmd ýmissa verkefna frestist til næsta árs. „Þetta er sviplausasta úti- vertíðin hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gísla- son, framkvæmdastjóri Flügger. Hann segir drjúg- an hluta af veltu fyrirtækis- ins yfir sumarið koma af sölu á útimálningu, m.a. til fólks sem sjálft sé að mála húsin sín og þá gjarnan fyrri hluta sumars. Því muni litlu breyta varðandi málningar- sölu þótt vel viðri í ágúst- mánuði. Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málning- ar hf., segir sumarið hafa verið merki- lega gott. „Miðað við hve mikið hefur rignt finnst mér ótrúlegt hvað við höf- um selt mikið af útimálningu og við- arvörn en það er vissulega minna en í fyrra,“ segir Baldvin. Hann bætir við að málarar hafi þó verið seigir að komast í gegnum þetta blauta sumar. Sala hafi svo aukist nú í ágústmánuði, enda noti fólk þurra daga nú til að mála palla og girðingar heima hjá sér. freyr@mbl.is Málningarsala er minni  Rigningin hefur áhrif  Verkefnum málara frestað um ár Morgunblaðið/Ernir Útivinna Fjöldi rigningardaga í sumar hefur sett strik í reikning málara. Baldvin Valdimarsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er gert til þess að efla nátt- úruvernd í landinu, gefa henni meiri slagkraft,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um tillögur sem lagðar hafa verið fram um nýja stofnun sem ætlað er að annast umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða í land- inu, auk almennrar náttúruverndar. Í drögum að frumvarpi sem um- hverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar í samráðs- gátt stjórnarráðsins og ráðherra kynnir á fundum með ýmsum hags- munaaðilum um allt land um þessar mundir er gert ráð fyrir að stjórnun þjóðgarðanna þriggja verði samein- uð í einni stofnun ásamt öðrum frið- lýstum svæðum. Þjóðgarðarnir eru Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarður- inn á Þingvöllum og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Önnur friðlýst svæði eru talin liðlega 100. Þeirra á meðal eru verndarsvæði Laxár og Mývatns og Breiðafjörður en bæði þessi svæði eru friðlýst með sérstökum lögum. Aukin aðkoma heimafólks „Þarna er safnað saman þekkingu og reynslu, hægt er að efla og sam- ræma stoðþjónustu, sinna fræðslu og eftirliti og samræma merkingar. Yfirsýn á málaflokkinn eykst,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að jafnframt sé verið að auka aðkomu sveitarstjórna, um- hverfisverndarsamtaka, útivistar- samtaka og ferðaþjónustunnar að stýringu mála. Hann segir að fyr- irmyndin sé sótt til Vatnajökulsþjóð- garðs, þótt fyrirkomulagið sé ekki alveg eins. Í svæðisráðum þjóðgarðanna þriggja verða þrír fulltrúar sveitar- stjórna auk fulltrúa frá umhverfis- verndarsamtökum, útivistarsamtök- um og ferðamálasamtökum á viðkomandi svæði. Gert er ráð fyrir að Þingvallanefnd starfi áfram, kos- in af Alþingi, en hlutverk hennar snúi einkum að gamla þingstaðnum sem nýtur sérstakrar verndar. Áfram verða þjóðgarðsverðir á hinum mismunandi svæðum Vatna- jökulsþjóðgarðs, á Þingvöllum og á Snæfellsnesi. Óljóst með kostnað Gert er ráð fyrir því að fjármagn fylgi þeim verkefnum sem hin nýja stofnun fær en í dag fær náttúru- verndin fjármagn í gegnum nokkrar stofnanir og mun það halda sér, að sögn ráðherra. Guðmundur Ingi segir að eftir sé að kostnaðargreina frumvarpið. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir einhverjum samlegð- aráhrifum með sameiningu verkefna auk þess sem hluti aukinna fjárveit- inga sem gert er ráð fyrir í fjár- málaáætlun næstu ár komi inn á þetta málefnasvið. Vinnuheiti hinnar nýju stofnunar er Þjóðgarðastofnun en ráðuneytið hefur óskað eftir hugmyndum að nafni. Sigrún Helgadóttir líffræðing- ur getur þess í athugasemd í sam- ráðsgáttinni að Þjóðgarðastofnun sé ekki réttnefndi vegna þess að hlut- verk hennar sé víðtækara. Stingur hún meðal annars upp á Náttúru- vernd Íslands eða Þjóðvöngum Ís- lands sem nöfnum í staðinn. Fáar athugasemdir hafa borist, það sem af er. Þó hvetur sveitar- stjórn Hrunamannahrepps ráðu- neytið til að endurskoða hugmynd um nýja stofnun og nota frekar þær stofnanir sem fyrir eru, svo sem Umhverfisstofnun. Fjármagnið verði nýtt til uppbyggingar og verndunar á svæðunum sjálfum. Ný stofnun yfir friðlýst svæði  Ráðherra vill efla náttúruvernd Þingvellir Þjóðgarðarnir hafa mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.