Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 21. ágúst fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. ágúst 2018 Heilsa& lífsstíll SÉRBLAÐ Ráðstefna með yfirskriftinni „Bræðralag skipalesta bandamanna“ (e. The Brotherhood of the Allied Convoys) var haldin hér á landi í síð- ustu viku um skipalestir sem fóru frá Íslandi og Skotlandi til Múrmansk og Arkangelsk í Rússlandi á tímum síð- ari heimsstyrjaldar. Samskonar ráð- stefna var haldin fyrir átta árum. Þátttakendur voru fulltrúar safna og stofnana, m.a. frá Rússlandi, Skot- landi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem sérhæfa sig í frásögn og varðveislu minningar skipalestanna. Einnig tóku þátt þátt- takendur í skipalestunum og afkom- endur þeirra. Á miðvikudag var hald- in minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði og Hernáms- setrið á Hlöðum í Hvalfirði heimsótt þar sem er minnisvarði um látna sjó- menn, ber hann nafnið Von um frið (e. Hope for Peace). Erindi voru haldin í rússneska sendiráðinu. Eftir ráðstefnuna voru stofnuð regnhlífarsamtök með sama heiti og yfirskrift ráðstefnunnar og í desem- ber verður haldin ráðstefna í St. Pét- ursborg þar sem saga skipalestanna verður rædd frekar. Morgunblaðið/Valli Ráðstefna Anna Platonova, formaður ungliðaarms Polar Convoy-klúbbsins í St. Pétursborg, og Jack Patterson, skipalestarmaður frá Skotlandi. Morgunblaðið/Valli Gestir Taras Goncharenko, skipalestarmaður frá Rússlandi, Anton Vasi- liev, sendiherra Rússlands á Íslandi, Jack Patterson, skipalestarmaður frá Skotlandi, og Yuriy Alexandrov frá Rússlandi, forseti Polar Convoy- samtakanna, kapteinn og þátttakandi í síðari heimsstyrjöld. Minntust skipalesta heimsstyrjaldar  Heimsóttu hernámssetrið að Hlöðum Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í gær- morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. „Þetta reyndist ekki vera neitt að ráði. Það var hitablásari sem myndaði einhvern hita og þá fór brunavarnakerfið í gang,“ sagði varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Alls voru 64 útköll í fyrrakvöld og í fyrrinótt sem þykir gríðarmikið. „64 útköll eru mjög, mjög mikið. Það eru kannski svona 30 venjulega. Þetta var helmingi meira en vanalega,“ sagði varð- stjórinn. Annríkt hjá slökkviliðinu  Helmingi fleiri útköll en venjulega á laugardaginn Morgunblaðið/Eggert Ákveðið hefur verið að færa starf- semi Lækjar, athvarfs fyrir geðfatl- aða í Hafnarfirði á St. Jósefsspítala. Þetta kemur fram í frétt RÚV, en ástæða þessa er að húsnæði at- hvarfsins er myglað, gluggar fúnir, vatn lekur inn í þvottahús þess og vatn í lögnum frýs. Gera þarf við húsið fyrir 17,3 milljónir króna til ársins 2020. Lækur hefur verið starfræktur í 30 ára gömlu timburhúsi við Hörðu- velli og um sextíu manns nýta sér þjónustuna. 15 til 20 á hverjum degi. Hefur starfsemin verið rekin með samningi Hafnarfjarðarbæjar, Rauða krossins og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi frá árinu 2003. Frá áramótum hefur Hafnarfjarðarbær einn rekið Læk. Mygla í húsinu verið staðfest Í minnisblaði sviðsstjóra Fjöl- skylduþjónustu Hafnarfjarðar, sem kynnt var fjölskylduráði bæjarins á föstudag segir að húsið sé vel stað- sett fyrir starfið, en aðgengi sé erfitt og húsið sé í slæmu ástandi.. Sam- kvæmt minnisblaðinu hefur verið staðfest að mygla sé í húsinu. Samkvæmt skýrslu umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins er með- al verkefna þessa árs að einangra skólplögn, koma í veg fyrir að vatn frjósi í lögnum í þvottahúsi, komast fyrir leka í mjög fúnum gluggum og í þvottahúsi, endurnýja fúna vegg- klæðningu utanhús og endurmála hana og tréverkið að utan. Kostnað- ur er áætlaður sjö milljónir. Flytja athvarfið á St. Jósefsspítala Flutningar Bæjaryfirvöld ákváðu að flytja skyldi athvarfið Læk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.