Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 12

Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Z-brautir & gluggatjöld Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Berta Dröfn Ómarsdóttir, óp-erusöngkona og kennarivið Söngskólann í Reykja-vík, sneri nýlega heim til Íslands úr söngævintýri til Ítalíu. Þar tók hún þátt í sumaróperuhátíð í sveitarfélaginu Fiera di Primiero í Trentínó og fór meðal annars með eitt aðalhlutverkið í uppsetningu á óp- erunni Alcina eftir Georg Friedrich Händel. Einnig söng hún á útisviði í Mezzano og í útileikhúsi í Fidenza. „Við komum þangað, allir söngv- ararnir og allt tónlistarfólkið og eydd- um öllu sumrinu saman,“ segir Berta um reynsluna. „Þetta er árleg hátíð í þessu litla sveitarfélagi sem reiðir sig mjög á ferðamannaiðnaðinn. Það er mikið skíðasvæði þarna yfir veturinn en þau vantar í rauninni aðdráttarafl til að fá túrisma yfir sumarið líka. Þetta er þeirra leið til að fylla hótelin líka á sumrin. Það er líka ofboðslega heitt á Ítalíu á sumrin og margir Ítalir flýja hitann og fara upp í fjöllin, þar sem er aðeins bærilegra að vera.“ Grófara en von var á „Þetta var alveg rosalega lif- andi,“ heldur Berta áfram. „Það var óperuhátíð en líka söngleikjahátíð þar áður. Söngleikjakrakkarnir fóru og við komum inn í staðinn. Ég fór með hlutverk Morgönu í Alcina eftir Händel. Ég er mikill barrokk- aðdáandi og ég er mjög hamingjusöm yfir því að hafa fengið þetta hlutverk. Morgana er systir Alcinu sem er drottning á ævintýraeyju. Þær syst- urnar leggja oft álög á myndarlega karlmenn sem koma á eyjuna, not- færa sér þá og breyta þeim svo í dýr, steina eða einhver náttúruöfl þannig að þeir komist aldrei í burtu. Þær eru brenndar á báli í lokin, þannig að já, ég var brennd á báli.“ Berta segir að hana hafi lengi dreymt um að leika hlutverk Mor- gönu í óperunni en að leikstjóri verksins hafi haft mjög ólíka hug- mynd um túlkun á hlutverkinu.„Leik- stjórinn, Andjela Bizimoska, setti þetta upp rosalega kynferðislega. Þetta var mjög gróft. Ég var búin að mynda mér sjálf hugmyndir um það að Morgana væri litla systirin sem liti upp til stóru systur sinnar en væri sjálf saklaus og vissi ekki betur. Svið- setningin hins vegar gerði Morgönu alveg rosalega grófa. Ég þurfti að syngja byrjunararíuna mína og blátt áfram leika sjálfsfróun í sama mund. Ég þurfti að dansa kjöltudans og all- an pakkann. Fyrstu dagana var þetta sjokk fyrir mig því ég var búin að sjá þetta fyrir mér öðruvísi. En svo tekur maður bara á því og gerir það sem leikstjórinn segir. Þetta var ofboðs- lega faglegt og vel gert þótt þetta hafi verið mjög gróft.“ Berta segir hápunkt ferðarinnar vera að hafa fengið að flytja óp- erusöng í höll í Tonadico. „Það var frekar magnað andrúmsloft. Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja. Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gam- alli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Berta er með fleiri Ítalíuferðir í bígerð, meðal annars til að syngja í brúðkaupi ásamt strengjakvartett og til að taka þátt í keppni Lions Club, PREMIO Giangiacomo Guelfi, þar í landi. Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stór- brotið.“ Ópera Berta Dröfn í hlutverki Morgönu eftir barsmíðar í óperunni Alcina eftir Georg Friedrich Händel. Morgana hafði lengi verið óskahlutverk Bertu. Morgana Berta Dröfn í hlutverki Morgönu að daðra við elskhuga sinn, Oronte, í Alcina eftir Händel. Ég hitti vin minn á kaffihúsium daginn. Hann er rúm-lega 60 ára í lífaldri, enferskari á líkama og sál en margir helmingi yngri. Allt í kringum hann er fólk sem er hætt að vinna eða á leiðinni að hætta að vinna. Hann hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein, er stútfullur af orku og framkvæmdagleði og langar að láta gott af sér leiða. Ég verð sjálfur 50 ára á næsta ári. Hef engar áhyggjur af því. Mér finnst ég bara rétt hálfn- aður með lífið. Ég er ekki farinn að velta fyrir mér starfslokum en veit af ýmsum á mínum aldri sem eru farnir að gera það. Vilja ekki hætta í öruggu vinnunni sinni – sem er í sjálfu sér mótsögn, það er ekki neitt til sem heitir örugg vinna, á meðan maður vinnur fyrir aðra er alltaf hægt að segja manni upp – og eru eiginlega að teygja lopann fram að starfslokum. Ég á erfitt með að tengja við þann hugsunarhátt. Enda er það þannig, eins og vinur minn á kaffihúsinu gat sagt mér mörg dæmi um, að þegar fólk hættir að vinna vegna lífaldurs þá missir það gjarna orku og lífsneista. Verður allt í einu miklu eldra, bæði líkamlegra og andlega. Þarf að leggja sig oftar á daginn. Hættir að þora að gera það sem það annars hafði hlakk- að til að gera á meðan það var að klára síðustu árin í vinnunni. Þetta er rökrétt þegar nýjustu skilgreiningar á heilsu eru skoðaðar. Í þeim skiptir miklu máli fyrir einstaklinginn að upplifa að hann hafi tilgang í lífinu. Sé hluti af samfélagi og skipti máli í sam- félaginu. Ef fólk gerir ekkert annað en að fara í golf og blunda nokkrum sinnum á dag eftir starfslok, missir það þennan tilgang og hlutverk sem það hafði áður í vinnunni. Ég held að við sem samfélag ættum að fara að hrista aðeins upp í umræðunni um starfslok, fara að hugsa þetta öðru- vísi. Hætta að horfa blint á starfs- aldur, frekar meta getu, orku og vilja einstaklingsins til þess að halda áfram að sinna vinnu og verkefnum. Leyfa fólki að minnka við sig jafnt og þétt. Halda áfram að hafa hlutverk og til- gang. Lykilatriði í þessu er að at- vinnurekendur opni hugann og fari að horfa á 60 plús fólkið sem verðmæta og dýrmæta reynslubolta. Njótum ferðalagsins! Getty Images/iStockphoto Á besta aldri 60 plús fólkið er verð- mætir og dýrmætir reynsluboltar. Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is 60 plús

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.