Morgunblaðið - 20.08.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.08.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, fundaði með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Meseberg-höll- inni skammt frá Berlín um helgina þar sem átök í Úkraínu og Sýrlandi, kjarnorkusamkomulagið við Íran, og orkumál voru efstu mál á dagskrá. Var fundurinn sá fyrsti þar sem Merkel tekur á móti Pútín í Þýska- landi og ræðir við hann augliti til augliti síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Þau funduðu þó í Sochi í maí sl. og var litið á sam- ræður helgarinnar sem framhald þess fundar. Sérfræðingar höfðu litið á fund leiðtoganna tveggja sem tækifæri til að koma sambandinu milli Berlínar og Moskvu í betra horf en talsverð spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna undafarin misseri. Ummæli Pútíns fyrir fund þeirra Merkel virt- ust gefa til kynna að hann væri á sama máli, en hann nefndi m.a. að hann vildi hjálp frá Þýskalandi við að endurbyggja innviði Sýrlands til þess að sýrlenskir flóttamenn gætu snúð aftur til síns heima, að því er segir í frétt The New York Times. Þörf á frekara samstarfi Merkel benti að sama skapi á að þörf væri á frekara samstarfi, en gaf þó til kynna að byrðin væri mikil á stjórnvöldum í Moskvu, segir í frétt The New York Times. „Þýskaland, en sérstaklega Rússland, sem á fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, hefur skyldu til þess að finna lausnir. Ég er þeirrar skoðunar að einungis sé hægt að taka á umdeild- um málum með og í gegnum sam- ræður,“ sagði Merkel fyrir fundinn. Ræddu umdeilda gasleiðslu Þá ræddu leiðtogarnir einnig um flutninga á jarðgasi en um 40% af því jarðgasi sem Þýskaland flytur inn kemur frá Rússlandi, meira en nokk- uð annað ESB-ríki. Fyrirhuguð er lagning á nýrri gasleiðslu frá Rúss- landi, gegnum Eystrasaltið og til Þýskalands. Lagning gasleiðslunnar, sem nefnist Nord Stream 2, er umdeild fyrir þær sakir að með henni verði Evrópuríkin of háð einu orkufyrir- tæki, Gazprom, sem er í eigu rúss- neska ríkisins. Pútín lagði áherslu á við blaðamenn fyrir fundinn þá þörf sem er fyrir gasleiðsluna í ljósi vax- andi eftirspurnar eftir orkuauðlind- um í evrópskum efnahag. Sýrland og orkumál efst á dagskrá  Angela Merkel fundaði með Vladimír Pútín í Þýskalandi um helgina  Framhald af fundi þeirra í Sochi frá því í maí  Stirð samskipti hafa verið á milli ríkjanna undanfarin ár  Aukið orkusamstarf AFP Leiðtogar Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalands- kanslari ræða við blaðamenn fyrir fund þeirra tveggja í Meseberg-höllinni. Stjórnvöld í Ekvador hafa innleitt nýja reglugerð sem kemur í veg fyrir að flóttamenn frá Venesúela fái inn- göngu í landið án vegabréfa. Venesúelabúar, sem flýja kreppu og pólitískan ófrið í heimalandinu, þurfa að fara í gegnum Kólumbíu á leiðinni til Ekvador og því er útlit fyrir að tugþúsundir verði strand í Kólumbíu. AFP Flóttamenn sitja fastir í Kólumbíu Forseti Afganistans, Ashraf Ghani, lýsti í gær yfir tímabundnu þriggja mánaða vopnahléi við talibana, þó gegn því skilyrði að talibanar gangi einnig að vopnahléinu. „Vopnahléíð ætti að vera virt af fylkingum beggja hliða. Framhald og gildistími vopna- hlésins veltur einnig á afstöðu talib- ana,“ sagði Ghani í ræðu sinni í gær. Ghani bætti við að ef talibanar samþykktu vopnahlé þá myndi það gilda næstu daga yfir Eid al-Adha trúarhátíðina. Þó eru vonir bundnar við að hægt verði að framlengja vopnahléið til 21. nóvember nk. en sá dagur markar fæðingarafmæli Mú- hameðs spámanns, segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Talibanar höfðu ekki gefið svar við yfirlýsingu Ghani forseta síðdegis í gær. Blóðug átök hafa geisað und- anfarnar vikur víðsvegar um Afgan- istan. Hæst ber áhlaup talibana á borgina Ghazni, sem er aðeins í tveggja klukkustunda aksturs- fjarlægð frá höfuðborginni Kabúl. „Við biðjum leiðtoga talibana um að verða við óskum Afgana um lang- varandi og raunverulegan frið og við hvetjum þá til að gera sig tilbúna fyrir friðarviðræður byggðar á ísl- ömskum gildum,“ sagði Ghani í ræðu sinni í forsetahöllinni. Boðar þriggja mánaða vopnahlé Tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir indónesísku eyjuna Lombok í gær. Sá fyrri var af stærðinni 6,3 og sá seinni af stærð- inni 6,9 á Rich- ter. Þrátt fyrir öfluga skjálfta bárust ekki fregnir um mannfall eða frekari skemmd- ir, að því er fram kemur í frétt AFP-fréttaveit- unnar. Einn íbúi á eyjunni, Agus Salim, sagði við AFP að jarðskjálftinn hefði vakið hann. „Jarðskjálftinn var gríðarlega öfl- ugur. Allt lék á reiðiskjálfi,“ sagði Agus Salim við AFP. „Við vorum öll sofandi í tjaldi. Ég var nýsofn- aður þegar allt byrjaði að skjálfa allt í einu...Allir hlupu út á göturnar öskrandi og grátandi,“ sagði Agus Salim við AFP. Íbúar Lombok í sárum Rúmar tvær vikur eru frá því að mannskæðir jarðskjálftar riðu yfir eyjuna, sem urðu að minnsta kosti 481 manni að bana og þúsundir slösuðust. Þá skildi jarðskjálftinn frá 5. ágúst sl. 350 þúsund íbúa eft- ir á vergangi. Margir þeirra sem misstu heimili sín hafast nú við í tjöldum. Verulega skemmdir vegir, þá sér- staklega í hinum fjallháa norður- hluta Lombok, hafa gert hjálpar- stofnunum á svæðinu erfitt fyrir. Efnahagslegt tjón af völdum jarð- skjálftanna er metið á 348 milljónir Bandaríkjadollara. axel@mbl.is Enn skelfur jörð við Lombok-eyju  Um 350 þúsund íbúar eru á vergangi Skjálfti Íbúi geng- ur um rústirnar. Forseti Gana, Nana Akufo-Addo, hefur lýst yfir viku- langri þjóðarsorg í landinu frá og með deginum í dag til þess að minnast Kofis Annans, handhafa friðarverð- launa Nóbels og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem lést á laugardag eftir skamm- vinn veikindi, áttræður að aldri. Akufo-Addo segir að samlandi sinn hafi verið fullkominn diplómati og þjóðin sé harmi slegin vegna fráfalls hans. Annan tók við sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna af Egypt- anum Boutros Boutros-Ghali og gegndi stöðunni frá 1997 til 2006. Annan kom til Íslands árið 2011 og var þá aðalfyrirlesari á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands. GANA Vikulöng þjóðarsorg vegna andláts Annans Kofi Annan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.