Morgunblaðið - 20.08.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.08.2018, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Frumvarps-drög sjáv-arútvegs- og landbúnaðar- ráðherra um aukið eftirlit með fólki og fyrirtækjum í sjávarútvegi hafa vakið hörð viðbrögð og athyglisverðar umræður. Í drögunum segir að Fiskistofu hafi skort heim- ildir til að sinna fiskveiðieft- irliti og þar er meðal annars gert ráð fyrir heimild til um- fangsmikils myndavélaeftir- lits í fiskiskipum og höfnum, auk notkunar á drónum til að þétta eftirlitsnetið enn frekar. Ennfremur að Fiskistofa fái rafrænan aðgang að vöktunar- kerfum til að fylgjast betur með. Óhætt er að segja að Sam- tök atvinnulífsins hafi tekið þessum hugmyndum illa og sögðust þau „leggjast gegn því gríðarlega umfangsmikla myndavélaeftirliti sem ætlað er að koma upp til að fylgjast með meintum og ætluðum brotum á lögum sem gilda um veiðar, vinnslu, flutning og meðferð afla.“ Ennfremur segir í umsögn Samtaka atvinnulífsins: „Eng- inn vafi er á að nái þessi áform fram að ganga munu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð sem hingað til hefur einungis verið til í skáldsögum og kvikmyndum. Dæmin sanna að verði auknar eftirlitsheimildir veittar einni stofnun linna aðrar ekki látum fyrr en þær búa við sömu heimildir. Nú hafa nánast all- ar stofnanir heimildir til að leggja á dagsektir og stjórn- valdssektir. Auðvelt er að sjá fyrir sé að myndavélaeftirlit Matvælastofnunar með með- ferð og vinnslu annarra mat- væla en sjávarfangs, mynda- vélaeftirlit Samgöngustofu í öllum ökutækjum, loftförum og skipum til að tryggja að farið sé að lögum og mynda- vélaeftirlit Vinnueftirlits rík- isins á öllum vinnustöðum til að tryggja að aðstæður sé jafnan í samræmi við lög og reglur.“ Sífellt er gengið lengra í þessum efnum og upptaln- ingin í umsögn Samtaka at- vinnulífsins er því miður ekki fráleitur möguleiki. Vissulega er það rétt sem lögmaður hjá Alþýðusambandi Íslands benti á að margt af þessu eftirliti er þegar fyrir hendi í fyr- irtækjum á vegum einkaaðila. Þá ber þó að líta til þess að það er samkvæmt samkomulagi þeirra sem fyrir eftirlitinu verða og þeir hafa val um hvort þeir sætta sig við eftirlitið eða ekki. Þetta val er sjaldn- ast fyrir hendi þegar ríkis- valdið tekur ákvarðanir um eftirlit. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að koma sér undan opinberu eftirliti, í það minnsta ekki með löglegum leiðum. En vissulega er það rétt- mæt ábending að einkaaðilar þurfa líka að gæta hófs í eft- irlitinu. Eðlilegt er að þeir vilji nýta nútímatækni til að verja heimili sín og aðrar eig- ur, þar með talin fyrirtæki, gegn hvers kyns þjófnaði eða skemmdarstarfsemi. Það felur þó ekki í sér að þeir geti gert hvað sem er til að ná þessu fram og réttur annarra til að sæta ekki eftirliti er ríkur og á að vera það. Fyrir fáum áratugum var eftirlitsþjóðfélagið fjarlægur möguleiki þó að austan Járn- tjaldsins næðu yfirvöld mikl- um árangri og ógeðfelldum. En það var við stjórnarfar al- ræðis. Nú þarf ekki alræði til, nú getur nánast hver sem er sett upp viðamikið eftirlits- kerfi með myndavélum og tölvubúnaði sem ekki kostar mikið. Þá er það þekkt, og verulegt áhyggjuefni að fyr- irtæki, einkum alþjóðleg risa- fyrirtæki á borð við Facebook og Google, fylgjast grannt með ferðum fólks á netinu, skrá þær og hagnýta. Nú, þegar eftirlit er orðið jafn auðvelt og raun ber vitni, þarf að gæta vel að hverju skrefi sem stigið er í átt að auknu eftirliti. Það að tæknin geri kleift að auka eftirlit með fólki og fyrirtækjum felur ekki í sér að sjálfsagt sé að ríkið taki slíka tækni í notkun eða að öllum eigi að vera heim- il notkun hennar fyrirvara- laust. Í þessu efni verður sú ágæta regla að gilda að frelsi eins má ekki ná lengra en að nefi annars. Vilji menn komast nær náunganum verður að gera þá kröfu að um slíkt hafi verið samið fyrirfram. Þar sem ríkið þarf ekki að semja um eftirlitið, heldur set- ur lög og reglur sem fólk þarf að hlíta, þá verður að gera þá kröfu til ríkisins að það stígi sérstaklega varlega til jarðar í þessum efnum. Ef rökstuddur vafi leikur á um að eftirlitið sé réttmætt ætti sá vafi að reikn- ast kröfu um aukið ríkiseftirlit í óhag. Ekki er sjálfsagt að ríkið nýti alla nýja tækni til að auka eftirlit með fólki} Eftirlitsþjóðfélagið alltumlykjandi SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ástæða er til að setja aukinnkraft í rannsóknir á óstöð-ugum og bröttum fjalls-hlíðum við jökla. Þetta er mat Þorsteins Sæmundssonar, jarð- fræðings við Háskóla Íslands, en hann fór ásamt Jóni Kristni Helga- syni, sérfræðingi á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Ís- lands, að Svínafellsjökli nú fyrir helgi í því skyni að koma fyrir mæli- tækjum til að mæla gliðnun gríð- arlangrar sprungu við jökulinn sem vakið hefur athygli vísindamanna. Fyrr í sumar var komið upp sí- ritandi GPS-mælum við sprunguna til að mæla gliðnun, en nú var komið fyrir togmælum sem mæla gliðn- unina í rauntíma. Eftirlit í rauntíma er því tvöfalt ef svo má segja. Sam- kvæmt ráðleggingum almannavarna var skipulögðum ferðum upp á jökul- inn var hætt fyrr í sumar og veitti Vatnajökulsþjóðgarður ferðaþjón- ustuferðum skilyrta undanþágu til að fara með hópa ferðamanna upp á Sólheimajökul. Settu upp togmæli „Nú höfum við sett upp tog- mæla sem settir eru þvert yfir sprungubarminn, gefa upp alla færslu í rauntíma og mæla gliðn- unina. Hingað til höfum við verið með fastpunkta sem við höfum þurft að fara upp eftir til að mæla, en nú fáum við mælinguna um leið og hún gerist,“ segir Þorsteinn, en einnig er stuðst við gervitunglamælingar. Efri hluti sprungunnar upp- götvaðist árið 2014, en í vor kom í ljós að sprungan er mun lengri og gengur niður hlíðina að yfirborði jök- ulsins. „Það mældist hreyfing í fyrra í efri sprungunni upp á 1,3 senti- metra og gervitunglagögn sýndu líka færslu af þessari stærðargráðu. Það er greinilegt að hlíðin er á hreyfingu, en síðan er alltaf spurning hversu mikla hreyfingu þarf til að efnið fari af stað,“ segir Þorsteinn. Hann segir að sprungan sé 1,7 kílómetrar að lengd og liggur efri hluti hennar í um 850 metra hæð. „Hún gengur síðan skáhallt niður hlíðina og að jöklinum. Ef snið er tekið frá efsta punkti og niður að yfirborði jökulsins, þá eru þetta um 60-70 milljónir rúmmetra af efni sem er á hreyfingu. Það er ekki víst hvort það færi allt í einu, það er mikil óvissa um það,“ segir Þorsteinn. „Ef þetta færi allt í einu, þá yrði þetta mjög stórt berghlaup,“ segir hann, en til samanburðar má geta þess að skriðan sem féll í Híta- rdal fyrr í sumar var 10-20 milljónir rúmmetra og berghlaupið í Öskju ár- ið 2014 um 20 milljónir rúmmetra. Næst verður farið að Svínafells- jökli í rannsóknarleiðangur í næsta mánuði, en ekki hafa fengist nið- urstöður úr nýjum mælingum um að gliðnun sé á sprungunni. Fjallshlíðarnar viðkvæmar Kenningar eru uppi um að í fleiri fjallshlíðum við jökla geti það sama verið uppi á teningnum og við Svínafellsjökul. Þorsteinn segir að svipuð þróun sé nú að eiga sér stað í umhverfi skriðjökla og fyrir tíu þús- und árum, þ.e. þegar ísöld lauk og jöklar hörfuðu. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í ellefu ár, frá því berghlaup féll á Morsárjökul árið 2007. Ég hef rannsakað það og bent á að meira þurfi að rannsaka hvað sé að gerast í þessum hlíðum. Jöklar eru að hörfa og eftir standa óstöð- ugar hlíðar. Þetta er á sama kalíberi og fyrir tíu þúsund árum þegar jökl- ar hörfuðu eftir ísöldina. Við sjáum ummerki berghlaupa sem féllu víða um land í kjölfar þess. Þetta er að gerast í dag kringum Vatnajökul og víðar, þetta sama ferli, þótt þetta sé á minni skala,“ segir hann. „Við þurf- um að setja mikla orku í að fylgjast með þessum hlíðum. Við vitum um stórt berghlaup sem féll árið 1967 á Steinsholtsjökul. Það féll á jökulinn og ofan í jökullón og olli flóðbylgju. Við þurfum að einbeita okkur að rannsóknum á þessu.“ Spurður hvort fleiri staðir séu á ratsjá vísindamanna, segir hann að aðaláherslan sé á þróun mála við Svínafellsjökul. „Þetta er það lang- stærsta sem við höfum séð. Það eru þó sprungur víðar sem við höfum uppgötvað og erum að fylgjast með, þó ekki af sama krafti og við Svína- fell. Það er verið að reyna að fá fjár- magn í rannsóknir á þessu á lands- vísu,“ segir hann og nefnir að tilefni geti verið til að líta til fleiri svæða. „Við getum nefnt brotsár berg- hrunsflóðsins sem féll á Morsárjökul árið 2007. Þar eru sprungur sem hafa myndast ofan við brotsárið sem gætu hæglega gefið til kynna að svipað mikið efni sem féll á jökulinn árið 2007 geti fallið aftur. Það eru nokkrir staðir þar sem við sjáum svipaðar sprungur. Síðan þarf líka að hafa í huga að þó að það séu ekki sýnilegar sprungur núna þá getum við átt von á að þær myndist hvenær sem er. Eins og við sáum í Hítardal fyrr í sumar, þá áttu fáir von á slík- um atburði þar. Það eru breytingar að eiga sér stað í náttúrunni samfara breytingum í veðurfari. Slíkar breyt- ingar hafa víðtæk áhrif og þetta eru meðal annars afleiðingar þeirra,“ segir hann. Setji kraft í eftirlit með fjallshlíðunum Morgunblaðið/Frikki Svínafellsjökull Vísindamenn komu fyrir togmælum til að mæla gliðnun langrar sprungu við jökulinn. Fyrr í sumar var GPS-mælum komið upp. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ N ýsköpun og hagnýting hugvits er forsenda fjölbreytts at- vinnulífs, velferðar og styrkr- ar samkeppnisstöðu þjóða. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar er lögð rík áhersla á mikilvægi rannsókna og viljann til þess að efla þær með fjölbreyttum hætti. Mikilvægur liður í því fyrir okkur Íslendinga er samstarf við vísindamenn, fyrirtæki og stofnanir erlend- is. Á grundvelli EES-samningsins hefur Ís- land meðal annars átt gott samstarf við önnur ríki í gegnum rannsóknar- og ný- sköpunaráætlunum ESB og hefur árangur af sókn íslenskra aðila í evrópskar sam- keppnisáætlanir verið góður í samanburði við önnur Evrópulönd. Það hefur skapað grunn að víðtæku og farsælu samstarfi íslenskra stofnana og fyrirtækja við erlenda aðila til mikilla hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Sem dæmi um slíkt má nefna styrk sem Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild HÍ, hlaut ásamt sínu samstarfsfólki til þess skoða þátt erfða í heilsufari og sjúkdómsáhættu í kjölfar áfalla, og styrk sem Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sál- fræðisvið HR, hlaut ásamt sínu samstarfsfólki til þess að rannsaka áhrif umhverfis á andlega líðan, heilsu og hegðun barna og unglinga. Fjárfesting þátttökuríkja í verkefnum styrktum af Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu rammaáætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun, nemur um 79 milljörðum króna. Þar af námu beinir styrkir til ís- lenskra aðila um 7,6 milljörðum kr., eða um 10% á tímabilinu frá ársbyrjun 2014 fram í mars á þessu ári. Nú er vinna hafin við níundu rannsóknar- og nýsköpunar- áætlunina, 2021-2027, en meðal nýjunga í þeirri áætlun er aukið fjármagn til nýsköp- unar, áhersla á stór þverfagleg verkefni, opinn aðgang að þekkingu og einföldun regluverks. Mikilvægt er að Ísland haldi áfram að vinna á grundvelli EES- samningsins á þessu sviði og að Íslend- ingar geti sótt enn frekar fram í rann- sóknum og nýsköpun til framtíðar. Ísland og Noregur vinna nú að því í sameiningu að tryggja að nýja rannsóknaráætlunin taki tillit til sérstöðu EES/EFTA-ríkjanna í þessu samhengi líkt og fyrri áætlanir hafa gert. Ég lít björtum augum til framtíðar vitandi af þeim öfluga mannauði sem við eigum. Við viljum halda áfram að skapa þekkingarsamfélag þar sem rann- sóknir og nýsköpun skila sér út í samfélagið með betri menntun, betri heilsu og betri efnahag. Þannig gerum við okkur gildandi í tæknibyltingu framtíð- arinnar og höldum Íslandi í fremstu röð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Sókn í rannsóknum og nýsköpun Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.