Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
✝ Þóra Kjart-ansdóttir fædd-
ist í Reykjavík
þann 22. nóvember
1956. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ
þann 14. ágúst
2018. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kjartan Þór Val-
geirsson, offset-
prentari, f. 8. nóv-
ember 1935, d. 8. janúar 2005,
og Anna Elín Hermannsdóttir,
móttökuritari, f. 28. júlí 1938.
Bræður Þóru eru Hermann
Kjartansson, stærðfræðingur, f
. 4. desember 1960, og Valgeir
Kjartansson, verkfræðingur, f.
12. maí 1965. Kona Valgeirs er
Lísa Björk Bragadóttir, kenn-
ari, f. 26. febrúar 1965. Synir
þeirra eru Kjartan Bragi, lækn-
ir, f. 4. október
1988, Ævar, verk-
fræðingur, f. 17.
júní 1990, Þórir
Steinn, nemi, f. 20.
júlí 1996, og Hjalti,
nemi, f. 1. mars
1998. Fyrrverandi
sambýlismaður
Þóru er Viðar
Scheving Jónsson,
f. 11. nóvember
1956, múrarameist-
ari.
Þóra gekk í Breiðagerð-
isskóla og síðan Réttarholts-
skóla. Hún starfaði við bókhald
allt til ársins 1982 er hún slas-
aðist alvarlega í umferðarslysi
sem varð til þess að líf hennar
og lífsgæði breyttust algjörlega.
Útför Þóru fer fram frá
Seljakirkju í dag, 20. ágúst
2018, klukkan 15.
Þóra var elst okkar systkin-
anna, einstaklega hlý og handlag-
in. Hún gekk í Breiðagerðisskóla
og Réttarholtsskóla, spilaði hand-
bolta og hafði unun af. Á sinni
stuttu starfsævi vann hún í bók-
haldi, þ. á m. í Nóatúni og Ála-
fossi.
Við bræðurnir vorum afskap-
lega hændir að Þóru og gerðum
við því sjaldnast neitt á hennar
hlut, nema þegar við dýrkuðum
upp skrána á unglingaherberginu
hennar til að komast í gersemarn-
ar sem þar voru, kassettutækið og
plötuspilarann. Við skemmtum
okkur vel og spiluðum Crocodile
Rock með Elton John endalaust
þar til nágrannarnir þoldu ekki
við lengur og kvörtuðu. Ekki
skammaði hún okkur heldur beið
okkar næst mun öflugri skrá.
Tæplega tvítug keypti hún íbúð
í Austurbergi 20 ásamt sambýlis-
manni sínum og voru tíðar ferðir
með leið 12 upp í Breiðholt að
heimsækja Þóru. Þar átti Þóra
góð ár sem fjölskylda og vinir
minnast með hlýhug.
En örlögin áttu eftir að grípa í
taumana sumarið 1982 er hún var
farþegi í rútu með starfsfólk á leið
til vinnu að Álafossi og Reykja-
lundi. Steypubíl var ekið yfir á öf-
ugan vegarhelming og varð harð-
ur árekstur er hann lenti á
rútunni. Þar hlaut Þóra alvarlegt
höfuðhögg og lamaðist vinstri hlið
líkamans. Þóra var meðvitundar-
laus allmargar vikur á gjörgæslu-
deild. Í kjölfarið tók við dvöl á
endurhæfingardeild á Grensási
sem olli fjölskyldunni miklum
vonbrigðum. Úrræði í endurhæf-
ingu fyrir hana voru lítil sem eng-
in, okkur þótti hún afskrifuð. Frá
Grensás var Þóra flutt á hálfgerða
biðdeild á Heilsuverndarstöðinni
þar sem saman voru komnir ein-
staklingar sem kerfið hafði í raun
ekkert pláss fyrir. Þar deildi hún,
ung kona, herbergi með tveimur
öldruðum konum. Aðbúnaður
sjúklinga og aðstæður starfs-
manna voru ekki góðar, þó starfs-
fólk reyndi sitt besta. Það var því
gleðidagur er Þóra flutti á ný-
stofnaða heimilislega deild í Skóg-
arbæ í Mjódd. Þar var henni sinnt
af hlýhug og fagmennsku um
rúmlega tveggja áratuga skeið.
Elsku Þóra mín, nú getur þú
lagt frá þér klyfjarnar og haldið
áfram frjáls.
Valgeir (Valli) bróðir.
Við systurnar minnumst Þóru
frænku með hlýhug og þökkum
allt það góða sem hún gerði fyrir
okkur og foreldra okkar. Hún var
róleg og yfirveguð og hafði gaman
af mörgu, en eitt af því var handa-
vinna, útsaumur, hekl og fleira og
liggja nokkur falleg verk eftir
hana. Bræðrum sínum var hún
sem besta systir og leiðbeindi
þeim vel, enda eldri en þeir. Hún
eignaðist kærasta, hann Vidda, og
lífið blasti við þeim. Þau keyptu
sér íbúð og komu sér upp fallegu
heimili. Vá hvað mér fannst alltaf
eldhúsið hennar flott. Þetta
breyttist allt sumarið 1982 þegar
Þóra lenti í alvarlegu bílslysi og
var það mikill sorgardagur á
mörgum heimilum. Lífsbarátta
hennar var hörð og hennar hlut-
skipti annað en til stóð; sjúkrarúm
á hjúkrunarheimili. Hún átti góða
að í ástvinum sínum og ætlum við
ekki að hallmæla neinum þegar
við segjum að Anna frænka, móðir
Þóru, hafi ávallt staðið eins og
klettur við bakið á henni og fyrir
það ber að þakka. Við vottum ást-
vinum Þóru innilega samúð okkar.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Heba Haraldsdóttir
og Una Haraldsdóttir.
Ég á mér draum
um betra líf.
Ég á mér draum
um betri heim.
Þar sem allir eru virtir,
hver á sínum stað,
í sinni stétt og stöðu.
Þar sem allir eru mettir
gæðum sannleikans.
Þar sem allir fá að lifa
í réttlæti og friði.
Þar sem sjúkdómar,
áhyggjur og sorgir
eru ekki til.
Og dauðinn aðeins upphaf
að betri tíð.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þú varst fyrsta barn ungra og
stoltra foreldra, umvafin ást frá
fyrstu tíð. Gullfalleg stelpa með
geislandi augu og bjart bros. Orð-
sporið er: dugleg, hlý, ákveðin,
hjálpsöm, kraftmikil.
Pabbi þinn lendir í vandræðum
með þig í strætó; þú mótmælir há-
stöfum að fá ekki stóra boltann á
himninum til að leika þér með.
Yngri bræðurnir brjótast inn í her-
bergi unglingssysturinnar til að
hlusta á plöturnar hennar, þeir
gera það ekki aftur. Táningsárin
stutt, komin í sambúð og búin að
kaupa íbúð með ástinni þinni fyrir
tvítugsaldurinn. Vinamörg,
skemmtileg, sumarbústaðaferðir,
utanlandsferðir, góð ár. Návist þín
er hlý, mátt ekkert aumt sjá, hjálp-
ar þeim sem hjálpa þarf. Litli
bróðir tekur strætó upp í Breiðholt
til Þóru, oft. Dýrðardagar, bakað,
poppað, hlustað á plötur. Hand-
lagin og listræn; keramikmálun,
postulínsmálun, rýjateppi og
hnýtingar. Farsæl, samviskusöm
og dugleg í vinnu. Lífið er ljúft,
margt að gera, stundarinnar not-
ið.
Allt í einu er allt breytt, líkam-
inn lamaður, tjáningin óskýr, get-
an svo miklu minni, þú ert tuttugu
og fimm ára og þín bíður líf á
stofnun. Stofnanalíf þar sem
hjartahlýja og fagmennska er það
mikilvægasta. Nú ertu bundin,
öðrum háð. Barátta fyrir tilveru
þinni tekur við, þar fer mamma
fremst, hún er óþreytandi að berj-
ast fyrir réttindum þínum og
bættum aðbúnaði. Þannig líða 36
ár. Alltaf umvafin ást fjölskyld-
unnar, vinum sem halda tryggð og
ekki síst kærleiksríku starfsfólki.
Fyrir það erum við svo óendan-
lega þakklát. Nú ertu frjáls, elsku
Þóra, nú getur þú aftur allt.
Lísa.
Fæðing Þóru frænku minnar er
ein af myndunum sem ég varðveiti
frá bernskuárum mínum. Þrátt
fyrir fjögurra ára aldursmun gekk
okkur vel að deila geði. Hún var
brosmild og ákveðin í senn og lífið
brosti við henni.
Reiðarslagið sem fjölskyldan
öll upplifði þegar harkalega var
gripið inn í lífshlaup hennar í
hörmulegu umferðarslysi líður
engu okkar úr minni.
Það er vart hægt að gera sér í
hugarlund hvernig upplifun það er
að vera læst inni í eigin líkama til
36 ára. Ást, kærleikur og um-
hyggja Önnu móður hennar og
nærfjölskyldu hefur þó án efa gert
þessa erfiðu stöðu Þóru bærilegri.
Móðurást og elja Önnu Her-
mannsdóttur er einstök. Hún hef-
ur haldið ljósinu logandi fyrir dótt-
ur sína og lýst upp með verkum
sínum og hug.
Til draga fram og minna á gildi
slíkra ljósgjafa sendi ég frænku
minni Þóru lítil vers sem ég vona
að nái til hennar og lýsi henni á
nýjum stað.
kveiktu á ljósi hvar sem þú ert
kveikirðu á öðru er betur að gert
þó loginn sé veikur lýsir hann sterkt
og ekki gleyma öðru ljósi að morgni
kveiktu á ljósi hvert sem þú ferð
hvað svo sem byrðin er þung sem þú
berð
láttu það lýsa á allt sem þú sérð
og ekki gleyma öðru ljósi að morgni
þó viljinn sé veikur er vonin samt
sterk
koma má mörgu og miklu í verk
það sem þú gerir er það sem þú ert
þín verður minnst fyrir það sem var
gert
kveiktu á ljósi hvenær sem er
láttu það lýsa innra með þér
hvernig sem lánast og leikritið fer
og ekki gleyma öðru ljósi að morgni
(Valgeir Guðjónsson)
Valgeir Guðjónsson
og fjölskylda.
Elsku frænka okkar. Við þökk-
um þér fyrir samveruna í gegnum
árin. Minning um fallega, duglega
konu lifir hjá okkur.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vinda leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
– láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
– segðu engum manni hitt!
Vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvíldu í friði, elsku Þóra.
Kjartan Bragi, Ævar,
Þórir Steinn og Hjalti.
Þóra
Kjartansdóttir
Elsku amma. Við
eigum þér svo margt
að þakka. Þú varst
einstök á svo marga
vegu. Við eigum svo
margar góðar minningar frá
Kálfsá, minningar sem er gott að
ylja sér við núna þegar þið afi eruð
bæði farin.
Við gleymum aldrei sumrunum
í sveitinni, þegar þú baðst okkur
Ragna
Björgvinsdóttir
✝ Ragna Björg-vinsdóttir
fæddist 10. júlí
1938. Hún lést 23.
júlí 2018.
Útför Rögnu fór
fram 2. ágúst 2018.
um að fara niður á
tún til þess að tína
túnfífla í hunang á
meðan þú ætlaðir að
klára að gera eitt-
hvað inni. Eftir að
hafa tínt túnfífla,
sveiflað okkur í
nokkra hringi á
þvottasnúrunni, búið
til leikþátt, skammað
heimalingana fyrir
að éta blómin þín og
farið svo að trufla afa í skemmunni,
komum við inn í kaffi.
Ósjaldan var brúnkaka á boð-
stólum, enda var það uppáhaldið
okkar. Volgri kökunni var svo skol-
að niður með ískaldri mjólk úr
tveggja lítra fernu, það var sko al-
veg sérstakt fyrir okkur því það
fengust bara eins lítra fernur fyrir
austan. Eydís var reyndar aldrei
hrifin af mjólk en hún drakk hana
samt alltaf á Kálfsá, enda hélt hún
því statt og stöðugt fram að mjólk-
in á Kálfsá bragðaðist betur en öll
önnur mjólk.
Við munum svo vel eftir því þeg-
ar við heyrðum kallað innan úr
gamla húsi „Þú! finndu mig“, ef þig
vantaði einhverja hjálp. Það var
aldrei erfitt að finna þig, maður
rann bara á hljóðið, hljóðið í þér að
humma einhver lög sem þú varst
oftar en ekki að búa til jafnóðum.
Stundum vantaði þig reyndar enga
hjálp, varst bara að kalla í okkur til
þess að gefa okkur eitthvert got-
terí sem þú fannst í búrinu. Þú
varst alltaf að dekra við okkur.
Seinna kom svo okkar tími og við
fengum loksins að dekra við þig, þá
sérstaklega eftir að þú fluttir aust-
ur. Þú sagðir stundum við okkur að
við ættum ekki að hafa svona mikið
fyrir þér. Þá minntum við þig á að
þú dekstraðir okkur svo mikið þeg-
ar við vorum yngri að þú ættir
þetta inni hjá okkur og svo hlógum
við í kór. Eins sárt og það er að þú
sért farin frá okkur er notalegt að
hugsa til þess að þú sért loksins
komin aftur í fangið afa. Nokkrum
dögum áður en þú fórst frá okkur
sagðirðu að afi væri að passa okkur
öll og þess vegna vitum við að þið
vakið bæði yfir okkur núna.
Takk fyrir allt, takk fyrir að
vera besta amma í heimi, takk fyrir
að hlífa okkur við því að smakka
svið og bjóða okkur krökkunum
frekar uppá pizzu og síðast en ekki
síst, takk fyrir að flytja austur og
leyfa okkur að búa til enn fleiri
dýrmætar minningar með þér.
Knúsaðu afa frá okkur. Þar til
næst.
Þínar,
Eydís og Bergdís
Sigfúsdætur.
Elskuleg frænka okkar,
GUÐNÝ BALDVINSDÓTTIR
frá Grenjum,
sem lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi laugardaginn 11. ágúst, verður
jarðsungin frá Borgarneskirkju
fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 14.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð
Brákarhlíðar.
Systkinabörn hinnar látnu
Eiginmaður minn, bróðir okkar,
tengdasonur, mágur og frændi,
EINAR RAGNARSSON,
Traunufer Arkade 10,
Wels, Austurríki,
lést á Klinikum-sjúkrahúsinu í Wels
mánudaginn 16. júlí.
Útför hans fór fram frá Basilika Enns, St. Laurenz-kirkjunni í
Enns í Austurríki laugardaginn 21. júlí.
Minningarathöfn fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
24. ágúst klukkan 15.
Claudia Glück Ragnarsson
Kristín Ragnarsdóttir
Arne Nordeide
Þórunn Ragnarsdóttir Snorri Egilsson
Málfríður Ragnarsdóttir
Guðmundur Ragnarsson Þóra Friðriksdóttir
og fjölskyldur
Hanna Glück
Andrea, Harry, Max og Ivy
Marina, Albert, Steffi, Florian og Chrisl
Elsku hjartans eiginkona mín, ástkær
mamma og tengdamamma, yndisleg amma
og langamma,
ANNA SÓLBRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki
fimmtudaginn 16. ágúst.
Jón Árnason
Hallfríður Bára Jónsdóttir Sigurbjörn Björnsson
Sigurlaug Jónsdóttir
Árni Jónsson
ömmu demantarnir og langömmu prinsessan
Eitt af því dýr-
mætasta í lífinu,
næst því að eiga
góða fjölskyldu, eru
góðir vinir og gott
samferðafólk. Það auðgar og gef-
ur lífinu gildi, bæði í gleði og sorg.
Þegar hann Helgi giftist bestu
vinkonu minni stækkaði vinahóp-
Helgi Þröstur
Valdimarsson
✝ Helgi fæddist16. september
1936. Hann lést 6.
ágúst 2018.
Útför Helga var
gerð 17. ágúst
2018.
urinn og auðgaðist.
Þau Gunna og Helgi
voru falleg hjón og
áttu farsælt og gott
hjónaband.
Helgi var góður
vinur og ráðhollur,
skemmtilegur og
með góðan húmor,
og svo söng hann
svo ljómandi vel.
Hann naut vel-
gengni og virðingar
í sínu starfi og rannsóknum.
Hann átti mörg áhugamál, m.a.
útivist og fjallgöngur og var einn
af stofnendum gönguhópsins
„Derris“. Er mér mjög minnis-
stæð ævintýraferð um Svarfaðar-
dalinn þar sem margir tindar
voru sigraðir undir hans leiðsögn.
Ég á Helga margt að þakka,
m.a. það að hafa stundað götu-
hlaup til margra ára. Það var árið
1986, sem Helgi ákvað að hlaupa
hálft maraþon í Reykjavíkur-
maraþoni þótt ekki gæfist mikill
tími til undirbúnings. Hlaupið
kláraði hann vel og kom í mark á
góðum tíma. Þetta varð mér mikil
hvatning og áskorun og nokkrum
árum seinna tókst mér að hlaupa
mitt fyrsta hálfa maraþon og fékk
þá klapp á bakið!
Við kveðjum góðan vin með
trega en á sama tíma er margs
góðs að minnast frá mörgum góð-
um samverustundum.
Innilegar samúðarkveðjur frá
mér og fjölskyldu minni.
Ágústa G. Sigfúsdóttir.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki
í minningargreinunum.
Minningargreinar