Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 23
seinni tíð hefur hestamennskan átt hug minn allan og allrar fjölskyld- unnar. Það er einstaklega gaman að þjálfa hesta og byggja upp sinn eigin hest. Ég tók því strax fegins hendi þegar Háskólinn á Hvanneyri bauð upp á námsgráðu í reiðlist, var í fyrsta hópnum sem fór í gegnum svo- kallað reiðmannsnám og útskrifaðist sem reiðmaður árið 2010.“ Hvarflaði þá aldrei að þér að verða hrossabóndi? „Jú. Ég stóð ung að árum frammi fyrir því vali að fara í búfræðinám eða feta viðskiptaveginn. Ég valdi það síðara en bóndablóðið blundar í mér og ég fæ útrás fyrir sveitakonuna í gegnum hestamennskuna. Í kringum hestana og hirðingu þeirra losna ég frá amstri dagsins og stressinu sem því fylgir stundum. Á sumrin vil ég helst vera í sveitinni, í fallegri nátt- úru, með hestana nálægt mér. Mér finnst ég ekki hafa kynnst landinu mínu og íslenskri náttúru fyrr en ég fór að ferðast um það á hestum. Ár- legar hestaferðir um óbyggðir eða sveitir landsins eru því fastur liður í sumarleyfinu.“ Fjölskylda Sambýlismaður Hlífar er Sigur- björn Magnússon, f. 31.7. 1959, lög- maður. Foreldrar hans: Magnús Guð- mundsson, f. 29.1. 1925, d. 9.12. 2006, sóknarprestur í Reykjavík, Súðavík og í Grundarfirði, og k.h., Áslaug Sig- urbjörnsdóttir, f. 6.9. 1930, d. 23.2. 2001, hjúkrunarfræðingur. Fyrri maður Hlífar er Ingi Guðmundsson, f. 2.11. 1969, framkvæmdastjóri. Börn Hlífar og Inga eru: 1) Andri, f. 17.3. 1994, viðskiptafræðingur í Reykjavík, og 2) Birta, f. 15.2. 1998, hestakona í Reykjavík. Stjúpbörn Hlífar eru: 1) Magnús, f. 6.5. 1987, tölvunarfræðingur í Reykjavík; 2) Áslaug Arna, f. 30.11. 1990, alþingismaður í Reykjavík, og 3) Nína Kristín, f. 6.10. 1993. Bræður Hlífar eru Snorri, f. 19.5. 1974, trésmiður, búsettur í Mos- fellsbæ, og Ingi, f. 14.10. 1979, sölu- stjóri í Kópavogi. Foreldrar Hlífar eru Edda Hall- dórsdóttir, f. 5.7. 1948, lífeindafræð- ingur, og Sturla Snorrason, f. 5.8. 1945, trésmíðameistari og fv. fram- kvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni. Úr frændgarði Hlífar Sturludóttur Hlíf Sturludóttir Guðrún Einarsdóttir b. á Stóra-Sandfelli og Mýnesi Björn Antoníusson b. á Stóra-Sandfelli í Skriðdal og Mýnesi í Eiðaþinghá Hrefna Björnsdóttir húsfr. og verkakona í Kópavogi Halldór Kristmundsson verkam. í Kópavogi Edda Halldórsdóttir lífeindafr. í Rvík Margrét Jórunn Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Kristmundur Bjarnason sjóm. og innheimtum. í Rvík Jensína Halldórsdóttir skólastj. Hússtjórnarskóla Suðurlands á Laugarvatni uðmundur Halldórsson b. í Magnússkógum GGuðbjörn Guðmundssonb. í Magnússkógum í Hvammssveit Auður Guðbjörnsdóttir b. á Búlandi í Skaftártungu igurbjörg Snorradóttir skógarb. í Galtalæk í Biskupstungum SAgnes Geirdal skógarb. í Galtalæk í Biskupstungum Sveinn Biering Jónsson athafnam. í Garðabæ Jón Snorrason framkvæmdastjóri igurður Jóhannsson bílstj. á Patreksfirði SElvar Berg tónlistarmaður í Lúdó Sextett og Stefán Einar Örn Björnsson b. í Mýnesi í Eiðaþinghá Sigriður Laufey Einarsdóttir guðfræðingur og djákni í Fellabæ Baldur Halldórson ramkvæmdastjóri í Kópavogi f Adda – Ásgerður Stefanía Baldursdóttir landsliðskona í fótbolta Högni Halldórsson amkvæmdastjóri og skipstjóri í Kópavogi frHalldór Karl Högnasonforstöðum. fjárstýringar Kviku Rósa Guðmundsdóttir húsfr. á Patreksfirði Jóhann Sigurjón Bjarnason trésmiður á Patreksfirði Inga Berg Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík Snorri Halldórsson trésmíðam. og stofnandi Húsasmiðjunnar Ingibjörg Sigríður Jensdóttir húsfr. í Magnússkógum Halldór Magnús Guðmundsson b. í Magnússkógum í Hvammssveit Sturla Snorrason trésmíðam. og fv. framkvstj. í Rvík Í útreiðatúr Hlíf og Sigurbjörn. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS 90 ára Jónína Júlíusdóttir 85 ára Jósep Þóroddsson Sigríður Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson 80 ára Hólmfríður Guðmundsdóttir Rafn Sigurðsson Sigríður Lúðvíksdóttir Valmundur O. S Einarsson Þorsteinn Stefánsson 75 ára Andreas Bergmann Ásmundur Pálsson Edda G. Garðarsdóttir Hjálmar Ólafur Haraldsson Jónas Sigurðsson Selma Katrín Albertsdóttir 70 ára Elías Björn Angantýsson Guðjón Þorgils Kristjánsson Helga Karlsdóttir Jón Ingi Einarsson Júlíus Roy Arinbjörnsson Samúel Örn Erlingsson Þorgerður Jóhannsdóttir Þórhallur Bragason 60 ára Ástþóra Kristinsdóttir Birgir Haraldsson Eiríkur Alfred Víkingsson Hannes Hauksson Józef Henryk Hetmanski Margrét Þórðardóttir Marten Ingi Lövdahl Matthías Axelsson 50 ára Hlíf Sturludóttir Jón Gíslason Luu Thi Tram Rannveig Þyri Guðmundsdóttir Róbert Arnbjörnsson Skúli Sigurður Ólafsson Stefán Héðinsson Súsanna Viderö Þorvaldur Ægir Harðarson Þóra Gunnarsdóttir 40 ára Björgvin Hörður Arnarson Halldór Geir Jensson Sigurður Jón Boersma Yusuf Sert 30 ára Alina Ewa Bieniek Aron Smári Arnarsson Birna Magnea Bogadóttir Georg Styrmir Rúnarsson Gréta Baldvinsdóttir Helga Laufey Ásgeirsdóttir Hilmar Pétursson Leonard Jóhannsson Magnús Stefánsson Martin Luke Forward Páll Óli Ólason Sunna Björgvinsdóttir Theodór Kjartansson Tinna Kamilla Jóhannesdóttir Viktoria Kay Antonsdóttir Þóra Kristín Pálsdóttir Þröstur Þráinsson Til hamingju með daginn 30 ára Þröstur ólst upp í Hafnarfirði, býr í Kópa- vogi, lauk BA-prófi í hag- fræði, BS-prófi tölv- unarfræði og er forriari hjá Five Degrees. Maki: Eva Dögg Þór- isdóttir, f. 1992, að ljúka MSc-prófi í verkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn. Foreldrar: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, f. 1955, verslunarstjóri, og Þráinn Hauksson, f. 1952, raf- eindatæknir. Þröstur Þráinsson 30 ára Tinna ólst upp í Reykjavík, býr þar og er aðstoðarverslunarstjóri hjá A-4. Maki: Birgir Már Dav- íðsson, f. 1986, bifvéla- virki hjá Tékklandi. Börn: Eva Dögg, f. 2006, og Ísak Stormur, f. 2011. Foreldrar: Ólöf Sigríður Magnúsdóttir, f. 1962, starfar í Skálatúni, og Jó- hannes Baldursson, f. 1963, starfsmaður við Húsasmiðjuna.. Tinna Kamilla Jóhannesdóttir 30 ára Theodór býr í Reykjavík, lauk meist- araprófi í lögfræði frá HÍ og starfar hjá borgarlög- manni. Maki: Elva Björk Trausta- dóttir, f. 1990, matvæla- og næringafr. hjá Esju. Synir: Hjörvar Breki, f. 2014, og Kjartan Trausti, f. 2016. Foreldrar: Kjartan Stein- arsson, f. 1964, og Guð- björg Theodórsdóttir, f. 1966. Theodór Kjartansson  Arndís Vilhjálmsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í sálfræði við sál- fræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Tekjuójöfnuður í hverfa- samfélögum og sálræn streita ung- linga: Þýðisgrunduð rannsókn meðal íslenskra unglinga á árunum 2006 til 2016. (Community income inequality and adolescent emotional distress: A population based study of Icelandic adolescents from 2006 to 2016). Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Háskóla Íslands. Meginmarkmið rannsóknarverkefn- isins var að kanna tengsl tekjuójafn- aðar og félagsauðs innan íslenskra skólahverfa við kvíða og þunglyndi unglinga yfir tímabilið 2006 til 2016. Í heild sinni hefur verkefnið lagt til fræðilegrar þekkingar á því hvernig tekjuójöfnuður tengist einkennum kvíða og þunglyndis unglinga. Nið- urstöður verkefnisins benda til þess að þrátt fyrir að félagsauður dragi úr einkennum kvíða og þung- lyndis meðal unglinga, út- skýri hnignun hans ekki tengsl tekjuójafnaðar við andlega heilsu. Nið- urstöður sýndu einnig að þótt tekjuójöfnuður hefði tengsl við kvíða allra unglinga, án til- lits til efnahagslegrar stöðu þeirra, var sem tekjuójöfnuður hefði einungis tengsl við þunglyndi unglinga frá fá- tækari heimilum. Að lokum benda nið- urstöður til þess að eftir því sem dreg- ur úr tekjuójöfnuði innan hverfa yfir tíma, dragi úr einkennum kvíða meðal unglinga um allt að 37%. Í ljósi auk- innar umræðu um versnandi geðheilsu unglinga, gæti handhöfum fram- kvæmdavaldsins reynst erfitt að líta fram hjá niðurstöðum þessa verkefnis þegar þeir taka stefnumiðaðar ákvarð- anir um skipulag velferðar í íslensku samfélagi. Arndís Vilhjálmsdóttir Arndís Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1980, en uppalin og búsett á Sel- tjarnarnesi. Arndís lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.Sc. prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2010. Arndís hefur kennt um árabil, bæði við viðskiptafræðideild og sálfræðideild Háskóla Íslands. Í dag starfar Arndís sem sérfræðingur í úrtaksrannsóknum á vinnumarkaði hjá Hagstofu Íslands og sem aðjunkt við sálfræðideild Háskóla Íslands. Foreldrar Arndísar eru Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur og Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur. Synir hennar eru Vilhjálmur Karl Hannesson 13 ára og Há- kon Sverrir Hannesson 11 ára. Doktor mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.