Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það gæti verið gott ræða málin við vin
í dag. Gefðu þér tíma til þess því vináttan
skiptir þig miklu máli. Komdu til dyranna eins
og þú ert klædd/ur.
20. apríl - 20. maí
Naut Það gefur lífinu lit að upplifa eitthvað
nýtt og spennandi. Gættu þess að sækja mál
þitt ekki of fast því þá getur allt farið úr bönd-
unum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þess að segja ekkert það sem
þú kannt að iðrast seinna meir. Vertu opin/n
fyrir því að breyta til ef það tækifæri býðst en
skoðaðu málið frá öllum hliðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er ekki verri tími en hver annar til
þess að fara í gegnum fjármálin frá a til ö. Not-
aðu daginn til að hugsa um hvert þú ætlar að
fara í næsta fríi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú kannt að þurfa að bregða þér af bæ
með litlum fyrirvara. Þú ættir að stefna að því
að slappa af næstu daga, keyrslan hefur verið
fullmikil síðustu daga.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þig langar til að skapa eitthvað. Reyndu
að ná heildarsýn til þess að þú getir vegið og
metið aðstæður. Farðu þér samt hægt og
brjóttu málin til mergjar áður en þú ákveður
nokkuð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hyggst huga að fjármálum þínum
næstu daga. Fáðu útrás fyrir drauma þína í
dagbókinni. Slepptu tökunum á reiðinni sem
kraumar í þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu þolinmóður við einhvern
sem kann að fara í taugarnar á þér. Láttu
hverjum degi nægja sína þjáningu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er tímabært að láta reyna á
sköpunargáfuna. Ef maður gefur ímyndunar-
aflinu lausan tauminn nógu lengi verður allt
skemmtilegra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að gefa þér tíma til þess að
styrkja þau tengsl við aðra sem eru þér ein-
hvers virði. Þú undrast viðbrögð fjölskyldunnar
við ákvörðun sem þú hefur nýverið tekið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Spenna gærdagsins hefur breyst í
skarpa einbeitingu. Þú lætur þér ekkert fyrir
brjósti brenna. Þú rennir hýru auga til nýs
náms sem er í boði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt erfitt með að einbeita þér að
hlutunum og dettur auðveldlega í dagdrauma.
Taktu þér frí fljótlega án þess að blikna eða
blána.
Áþriðjudaginn sagðist SigurlínHermannsdóttir halda að það
væri farið að hausta og orti „Haust“ ,
– þetta fallega og myndríka ljóð und-
ir dróttkvæðum hætti:
Haust – og vindar hastir,
hokin tré í roki,
regn í miklu magni,
myrkur eflir styrkinn.
Fellur snjór í fjöllum,
flatir litum glata.
Gestir þeir er gistu
gjarnan eru farnir.
Haust – og húmið sest að,
húsljós skert með kertum.
Á stjörnur aftur stirnir
ei stansi ljósadansinn.
Blóðrauð skreyta blöðin,
börðin litar jörðin.
Mild þá gefur moldin
margvíslegar bjargir.
Fyrir réttri viku birtust hér í
Vísnahorni vísur eftir Helga R. Ein-
arsson um bassann og tenórinn. Nú
hefur hann fengið ábendingar um að
það sé ljótt að skilja útundan og því
urðu þessar til um altinn og sópr-
aninn. – „Alt er í heiminum hverf-
ull“:
Altröddin forláta fögur
freistar, sem áfengur lögur.
En af innsæi, greind
og ástúð í reynd
ei fara neinar sögur.
Síðan kemur „Sjálfhverfi sópr-
aninn“:
Fram galdur fær söngurinn seitt
og sópran er þar nr. 1
að eigin áliti
og hyggjuviti.
Enginn þessu fær breytt.
Enn sendi hann limru þar sem
stjórnandinn hafði orðið út undan:
Stjórnandinn staðfastur er
og stundum á æfingum þver.
Er örmunum sveiflar
og andlitið geiflar,
sem haninn ’ann hreykir sér.
Sigurjóna Björgvinsdóttir yrkir á
Boðnarmiði:
Hún Lára var lasin og þreytt
og langaði ekki í neitt,
svo hitti hún Lalla,
þann hörmungartralla,
á örskoti allt var þá breytt.
Blæbrigði tungunnar eru ótelj-
andi og – „nýyrði skal vanda“ segir
Ármann Þorgrímsson:
Vitleysum fyrir ég vægðar mér bið,
vanhugsuð nýyrði riðlast um bekki.
Kulnun í eldfjöllum kannast ég við
en kulnun í mannfólki hugnast
mér ekki.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það haustar og kulnun
í mannfólkinu
„ÞRÍFUR ÖLL GÓLF Á UNDIR 12
SEKÚNDUM.“ „VILTU FÁ LEIÐBEININGARNAR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja vera hvar
sem hún er.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ
LÍSA SÉ KÆRASTAN MÍN,
GRETTIR!
ÞÚ VEIST HVAÐ ÞETTA
ÞÝÐIR, ER ÞAÐ EKKI?
ÉG ER MEÐ DEIT Á
GAMLÁRSKVÖLD!
RÓLEGUR,
GÆÐINGUR
ÞÚ, HERRA MINN, ERT
MENNINGARSNAUÐUR OG
ILLA ÞEFJANDI VILLIMAÐUR!
HEFURÐU EINHVERN
TÍMA HEYRT
EINHVERN SEGJA
SVONA UM MIG?
TJA, ÉG MINNIST ÞESS EKKI AÐ HAFA HEYRT
NEINN KALLA ÞIG HERRA!
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið
hvert annað eins og ég hef elskað yður
(Jóh: 15.12)
VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI
VERÐ FRÁ 3 475 -. .
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Ný
vefvers
lun
brynja.i
s
Víkverji dagsins verður að við-urkenna að hann hefur verið lat-
ur við að sækja viðburði Menning-
arnætur síðustu árin eftir að hafa
verið nokkuð duglegur við þá iðju
um árabil.
x x x
Nú var það veðrið sem dró skrifaraút í Strætó og niður í bæ. Farið
var á þrenna tónleika með fimm
hljómsveitum á tæplega þriggja
tíma rápi um Kvosina auk þess sem
hraðspólað var yfir sýninguna Ekki
verður lagt mat á sýninguna en allir
tónleikarnir voru góðir eða að
minnsta kosti áhugaverðir.
x x x
Þórshöfn í Færeyjum var svokall-að gestasveitarfélag Menning-
arnætur að þessu sinni. Sendi bær-
inn nokkra listamenn sem fulltrúa
sína í hátíðinni. Víkverji fylgdist
meðal annars með tónlistarmann-
inum Heiðriki á Heygum sem fram
kom með hljómsveit í ráðhúsinu. Það
var toppurinn á stuttri menning-
arnæturþátttöku Víkverja að þessu
sinni. Heiðrikur söng meðal annars
lög sem hann sagðist hafa samið
þegar hann bjó í Reykjavík um
þriggja ára skeið. Víkverji hefur ver-
ið aðdáandi færeyskrar tónlistar, al-
veg frá því hann fór um eyjarnar fyr-
ir um áratug og komst í kynni við
íbúa. Það sýnir þó hvað hann fylgist
vel með í Færeyjum, eða hitt þó
heldur, að hann hefur aldrei heyrt
neitt eftir þennan frábæra tónlistar-
mann. Heiðrikur er allavega góð við-
bót við flóru frábærs tónlistarfólks
Færeyinga, hvenær svo sem hann
hefur fyrst látið til sín taka á sviðinu.
x x x
Víkverji er margfaldur í roðinueins og sést á því að hann naut
þess að fara á Bessastaði á sama
tíma og skoða húsakynni forseta-
embættisins. Fjöldi fólks var þar og
forsetahjónin tóku á móti öllum með
handabandi. Fólkið hafði greinilega
mikla ánægju af því að fá að rölta um
vistarverur sem yfirleitt eru aðeins
fyrir frammámenn og opinbera
gesti. Gera mætti meira af því að
opna almenningi leið inn í opinberar
byggingar með sama hætti. Nefna
mætti stjórnarráðið og ráðhúsið.
vikverji@mbl.is
Víkverji