Morgunblaðið - 21.08.2018, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 195. tölublað 106. árgangur
ÆVAR ÞÓR MEÐ
ÞRJÁR NÝJAR
BÆKUR SÖLVI SAXÓFÓNLEIKARI
BÍLL Á 45
MILLJÓNIR
KRÓNA
TÓNLEIKAR 31 BÍLAR 16 SÍÐURRITRAÐIR 30
Lísbet Sigurðardóttir
lisbet@mbl.is
„Tölurnar sem voru kynntar í dag
sýna ótvírætt að meðal þeirra sem
neyta fíkniefna í æð hefur algengi
sýkingarinnar lækkað verulega á
undanförnum tveimur árum. Það er
lækkun um 72%, sem er meira en við
gátum gert okkur vonir um á svo
skömmum tíma,“ segir Magnús
Gottfreðsson, prófessor í læknis-
fræði við Háskóla Íslands.
Lifrarbólga C er til umræðu á árs-
fundi norrænna smitsjúkdómalækna
og sýklafræðinga sem hér er hald-
inn. Magnús segir að tölurnar gefi
vísbendingar um mögulegan árang-
ur átaksverkefnis sem hér hefur ver-
ið unnið að frá árinu 2016. Sigurður
Ólafsson, meltingarlæknir og
ábyrgðarmaður átaksins, segir að á
þessu og síðasta ári hafi um 700 ein-
staklingar verið meðhöndlaðir og
með því náðst til um 90% þeirra sem
eru smitaðir.
Sigurður bendir á að Ísland sé
leiðandi í lækningum á lifrarbólgu C
á heimsvísu. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin stefnir að því að útrýma
lifrarbólgu C sem meiriháttar heil-
brigðisvá fyrir 2030. Vonir standa til
þess að Íslendingar nái því takmarki
10 árum fyrr. „Við höfum möguleika
á því, eins og málin standa núna, að
verða fyrst þjóða til að ná þessu tak-
marki,“ segir Sigurður.
Sýkingar minnka um 72%
Sameiginlegt meðferðarátak til að útrýma lifrarbólgu C skilar góðum árangri
Ísland gæti orðið fyrst þjóða til að ná markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
MHafa náð til um 90% »6
Sameiginlegt átak
» SÁÁ og Landspítalinn
standa saman að átaki gegn
lifrarbólgu C.
» Alþjóðlega lyfjafyrirtækið
Gilead gefur lyfið Harvoni til
meðhöndlunar allra smitaðra
einstaklinga hér í tengslum við
faraldsfræðilega rannsókn.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ólíkt hlutskipti bíður frænknanna
Örnu Dísar Ólafsdóttur, sem útskrif-
aðist með græna húfu frá Fjölbraut í
Breiðholti, og Birtu Mjallar Antons-
dóttur, sem útskrifaðist með stúd-
entshúfu frá Menntaskólanum við
Sund sömu helgina.
„Það voru blendnar tilfinningar,
gleði og sorg sem bærðist um í brjósti
mínu við útskrift dóttur minnar Örnu
Dísar þegar ég horfði yfir hópinn og
gerði mér grein fyrir því að ekkert
framhald yrði á framhaldsnámi dótt-
ur minnar og lítið sem ekkert í boði á
vinnumarkaðnum,“ segir Unnur
Helga Óttarsdóttir, móðir þroska-
hamlaðrar stúlku.
Um 100 þroskahömluð ungmenni
komast hvorki í nám né vinnu að lok-
inni útskrift af starfsbraut og margir
foreldrar eru útbrunnir að sögn for-
manns Þroskahjálpar, Bryndísar
Snæbjörnsdóttur, sem segir að nú sé
mælirinn fullur og ungmennin og for-
eldrar þeirra hafi fengið nóg af úr-
ræðaleysinu. Hún segir þroskahaml-
aða sem geti verið einir heima á
daginn einangrast og hætta sé á að
þeir taki upp óæskilega hegðun.
„Arna Dís er heima og hangir í
tölvunni í stað þess að vera með okk-
ur hinum í samfélaginu, eldhress og
dugleg,“ segir Unnur móðir hennar.
»11
Engin úr-
ræði og sit-
ur ein heima
Gleði og sorg við
útskrift Einangrun
Útskrift Arna Dís Ólafsdóttir og
Birta Mjöll Antonsdóttir.
Rétt er fyrir fólk að taka aftur fram hlífðarfatnaðinn sem fengið hefur að
vera inni í skáp síðustu vikur því spáð er skúrum eða rigningu næstu daga.
Reykvíkingar og gestir borgarinnar fengu í gær forsmekkinn af því sem
koma skal því talsvert rigndi í höfuðborginni. Eftir nokkra skúradaga er
útlit fyrir að það fari að rigna á laugardagskvöldið og spáð er stífri austan-
og suðaustanátt með talsverðri rigningu sunnanlands á sunnudag.
Regnfatnaður kemur í góðar þarfir næstu daga
Morgunblaðið/Eggert
Talið er að um
2,3 milljónir
manna hafi flúið
frá Venesúela á
síðustu fjórum
árum vegna
efnahagskreppu.
Nýjar spár benda
til þess að verð-
bólga verði millj-
ón prósent í lok
þessa árs.
Sonia Petros, íslensk kona af ven-
esúelskum uppruna, segir Nicolás
Maduro forseta verri en forvera
hans, Hugo Chávez, en hún sendir
peninga til fjölskyldu sinnar í Vene-
súela í hverjum mánuði. »6 & 17
Milljónir flúið land
Kreppa Nicolás
Maduro forseti.
Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra segir fjármagn
ekki vera fyrir hendi til þess að
gera samninga um þjónustu við
Klíníkina eða önnur einkarekin
heilbrigðisfyrirtæki.
Ummælin koma eftir að fjármála-
ráðherra og fyrrverandi alþingis-
maður gerðu athugasemd við að
fjármunum Sjúkratrygginga væri
varið í óþarflega dýra mjaðma-
aðgerð erlendis vegna þess hve bið-
listi væri langur þrátt fyrir að sömu
aðgerð hefði verið hægt að fram-
kvæma fyrir minna fé í Klíníkinni
eða á annarri einkarekinni stofnun.
Svandís segist vinna að öflugri
forgangsröðun ásamt þeim stofn-
unum sem hljóta fjármagn frá heil-
brigðisráðuneytinu til þess að hinir
verst settu þurfi ekki að leita í dýr-
ari þjónustu með almannafé vegna
óralangs biðtíma. »4
Unnið að öflugri forgangsröðun
Morgunblaðið/Hari
Heilbrigðisráðherra Svandís segist
vinna að öflugri forgangsröðun.
Borgarritari og sviðsstjórar vel-
ferðar-, skóla- og frístunda-,
íþrótta- og tómstunda- og menning-
ar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur-
borgar eru launahæstu embættis-
menn borgarinnar að því er fram
kemur í svari kjaranefndar Reykja-
víkurborgar við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Alls heyra 58 emb-
ættismenn borgarinnar undir
kjaranefnd, en launakjör þeirra eru
frá um 950.000 krónur til um
1.500.000 krónur.
Kjaranefnd skal fylgjast með
ákvörðunum kjararáðs ríkisins sem
nú hefur verið lagt niður. Ekki er
þó bein tengingu milli launa ákveð-
inna embættismanna ríkisins og
ákvarðana kjararáðs um laun
æðstu stjórnenda Reykjavíkur-
borgar, að því er fram kemur í
gögnum kjaranefndar frá 2017. »4
Hæstu launin eru um 1,5 milljónir á mánuði
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhús Borgarritari er launahæsti emb-
ættismaður Reykjavíkurborgar.