Morgunblaðið - 21.08.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
SVIÐSLJÓS
Lísbet Sigurðardóttir
lisbet@mbl.is
Algengi lifrarbólgu C á Íslandi í
einstökum hópum hefur minnkað
um 72% á undanförnum tveimur
árum, sem er töluvert meira en
sérfræðingar gerðu sér vonir um á
svo skömmum tíma.
Þetta segir Magnús Gottfreðs-
son, prófessor í læknisfræði við
Háskóla Íslands og sérfræðingur í
smitsjúkdómum. Lifrabólga C var
til umræðu á ársfundi norrænna
smitsjúkdómalækna og sýklafræð-
inga sem stendur yfir þessa dag-
ana í Hörpu. Á fundinum hafa m.a.
verið kynntar niðurstöður íslensks
meðferðarátaks gegn lifrarbólgu
C. „Það er kannski of snemmt að
gefa upp einhverjar endanlegar
niðurstöður. En við erum með vís-
bendingar,“ segir Magnús.
Aðgengi að lyfjunum
verði áfram tryggt
Magnús segir að tölurnar gefi
ótvíræðar vísbendingar um breyt-
ingar og mögulegan árangur í
kjölfar átaksverkefnisins hér á
landi. „Meðal þeirra sem neyta
fíkniefna í æð hefur algengi sýk-
ingarinnar í þeim hópi minnkað
verulega á undanförnum tveimur
árum, það er minnkun um 72%,
sem er meira en við gátum gert
okkur vonir um á svo skömmum
tíma. Það sama virðist vera uppi á
teningnum meðal fanga, en tíðni
lifrarbólguveirusmits meðal fanga
virðist líka hafa lækkað samsvar-
andi. Þannig að það er gríðarlega
jákvætt. En við munum halda
áfram að meðhöndla fólk með lifr-
arbólgu og það er mjög mikilvægt
núna á þessum tímapunkti að
halda bæði góðri árvekni meðal al-
mennings, meðal lækna og halda
áfram skimun fyrir sjúkdóminum,
blóðpróf séu gerð þegar við á og
að aðgengi að þessum lyfjum verði
áfram tryggt.“
Þá segir Sigurður Ólafsson,
meltingarlæknir og ábyrgðarmað-
ur meðferðarátaksins, að ástæða
sé til þess að hvetja þá sem eru
smitaðir af lifrarbólgu C, en hafa
ekki enn leitað til læknis, til þess
að leita sér aðstoðar á meðan tök
séu á þeirri öflugu meðferð sem nú
býðst. „Við höfum nú þegar, á
þessu síðasta ári átaksins, með-
höndlað hátt í 700 einstaklinga og
við áætlum að við höfum náð til um
allt að 90% þeirra sem eru smit-
aðir. Þannig að það eru einhverjir
eftir sem eiga eftir að fá meðferð.“
Leiðandi á heimsvísu
Sigurður bendir jafnframt á að
Ísland sé leiðandi í lækningum á
lifrarbólgu C á heimsvísu. „Mark-
miðið er að útrýma lifrarbólgu C
sem meiriháttar heilbrigðisvá. Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO,
hefur sett það takmark fyrir þjóðir
heims að ná þessu markmiði árið
2030. Það þýðir 80% lækkun á ný-
gengi sjúkdómsins. En með þessu
mikla átaki sem hefur verið í gangi
hérna á Íslandi þá standa vonir til
þess að við náum þessu takmarki
WHO miklu fyrr, jafnvel allt að 10
árum fyrr. Við höfum möguleika á
því, eins og málin standa núna, að
verða fyrst þjóða til að ná þessu
takmarki, en reynslan verður að
skera úr um það hvort að það
tekst,“ segir Sigurður.
Einstaklingar í
áhættuhópum séu meðvitaðir
Margvíslegar áskoranir eru enn
fyrir hendi í málaflokknum að sögn
Magnúsar. Einna helst sé áskorun
að ná til sjúklinga sem ekki hafa
verið greindir og jafnframt að heil-
brigðiskerfið nái til þeirra sjúk-
linga sem hafi verið greindir en
ekki fengið viðeigandi meðferð.
„Það er líka mikilvægt að þeir
sem eru í áhættuhópum séu með-
vitaðir um þá áhættu og láti prófa
sig. Þar má kannski nefna þá sem
einhvern tímann hafa fiktað við
fíkniefni, það þarf ekki nema eitt
skipti til. Annar hópur er karl-
menn sem hafa haft mök við aðra
karlmenn en skilgreina sig samt
ekki sem samkynhneigða. Það er
mikilvægt að þeir láti prófa sig.
Sömuleiðis er einhver hópur þeirra
sem fengu blóð fyrir alllöngu og
mögulega hafa ekki látið prófa sig.
Það er mælt með því hjá sóttvarn-
arlækni að þeir einstaklingar mæti
í próf.“
Þó svo að baráttunni gegn sjúk-
dóminum miði vel segir Magnús að
aðstæður í heilbrigðiskerfinu þurfi
að vera fullnægjandi svo framþró-
unin haldi áfram. „Við þurfum að
ná til þeirra sem þurfa á greiningu
og meðferð að halda. En svo er
líka ljóst að þetta eru lyf sem
þurfa að vera áfram aðgengileg og
heilbrigðiskerfið þarf að vera bært
og nægjanlega styrkt til þess að
geta haldið þessu verkefni áfram.“
Hafa náð til um 90% smitaðra
700 meðhöndlaðir vegna lifrarbólgu C hér á landi á síðastliðnu ári Ísland getur orðið fyrst þjóða til
þess að ná takmarki WHO Sérfræðingar segja mikilvægt að halda árvekni almennings og lækna
Morgunblaðið/Eggert
Sérfræðilæknar Sigurður Ólafsson og Magnús Gottfreðsson eru ánægðir með þann árangur sem hefur náðst í bar-
áttunni gegn lifrarbólgu C. Þeir telja að Ísland eigi raunhæfan möguleika á að ná takmarki WHO, fyrst þjóða.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Ég skil ekki hvað gengur á,“ sagði Sonia Petros, ís-
lensk kona af venesúelskum uppruna, um ófremdar-
ástandið sem nú ríkir í heimalandi hennar. „Fjöl-
skyldan mín skilur það ekki heldur. Það eina sem ég
get sagt er að ástandið er hræðilegt.“
„Í gær keypti systir mín tvo lítra af kóki fyrir sex
milljónir bólivíana. Síðan fór hún um nóttina og verðið
var komið upp í 21 milljón. Ástandið verður klikkaðra
með hverjum deginum og verðið hækkar stöðugt.“
Slökkt á rafmagni og vatni
„Flestir í fjölskyldunni minni eru farnir frá Vene-
súela en faðir minn og tvær systur mínar búa enn í
landinu. Ég hef verið að kaupa lyf fyrir föður minn því
hann er haldinn kvíða. Það er mjög erfitt að kaupa lyfin
í Venesúela en ég sendi þau með vinum mínum sem
fljúga þangað. Ég sendi þeim líka peninga í hverjum
mánuði, um það bil 300 Bandaríkjadollara í hvert skipti
sem þau geta notað á svarta markaðnum. Ég veit ekki
hvað ég þarf að senda mikið núna.“
Petros segist síðast hafa komið til Venesúela árið
2014. „Ég var steini lostin þegar ég sá landið. Borgin
mín, Maracaibo, hefur alltaf verið besta borgin í Vene-
súela. Núna er hún eina borgin sem skortir rafmagn.
Það er slökkt á rafmagninu í tólf til fimmtán klst. á
hverjum degi. Þegar við erum ekki með rafmagn erum
við ekki heldur með vatn.“
Petros segir ástandið í landinu hafa versnað eftir að
Hugo Chávez forseti dó árið 2013. „Chávez var ekki
sem verstur. Hann var slæmur, en Maduro er verri.
Maduro kann ekkert á efnahaginn, hann hefur enga
menntun og hann er klikkaður. Hann hugsar bara um
sjálfan sig.“
„Hann var ekki endurkjörinn. Enginn kaus hann. Ég
hafði örlitla vonarglætu um að hann léti sig hverfa, en
nú held ég að hann vilji alltaf sífellt meira af því sem
Venesúela á. Við erum með málma, gull, olíu og fjöl-
mörg steinefni og hann er í einhverjum viðskiptum með
þau við Kína og Rússland. Í sannleika sagt veit ég bara
ekki, allt gæti gerst.“ »17
Maduro verri en Chávez
Venesúelsk kona á Íslandi segir Nicolás Maduro aðeins
vilja nýta sér auðlindir Venesúela í síauknum mæli
Venesúela Sonia Petros flutti til Íslands með íslenskum
eiginmanni sínum árið 2016. Hún sendir fjölskyldu sinni
enn lyf og erlendan gjaldmiðil.
Í janúar 2016 undirrituðu SÁÁ og Landspítali samstarfs-
samning sín á milli vegna átaks til að útrýma lifrarbólgu
C. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Gilead bauðst þá til þess
að gefa lyfið Harvoni í nægjanlegu magni til þess að
hægt væri að meðhöndla alla smitaða einstaklinga hér á
landi í tengslum við sérstaka faraldsfræðilega rannsókn
þar sem árangur átaksins til lengri tíma var kannaður.
Lifrarbólga C er bólgusjúkdómur í lifur af völdum smit-
andi veiru og smitast fyrst og fremst við blóðblöndun.
Algengustu smitleiðirnar eru því þegar sýkt blóð berst frá einum ein-
staklingi til annars, t.d. þegar fíkniefnaneytendur deila óhreinum spraut-
unálum og öðrum áhöldum sem sýkt blóð hefur komist, en sjúkdómurinn
getur einnig smitast við kynmök eða blóðhlutagjöf.
Sameiginlegt meðferðarátak
LIFRARBÓLGA C
Neyðarlínu barst símtal um miðjan
dag í gær frá manni sem sagðist
vera með skotvopn og stuðbyssu
og ætla að skaða fólk. Sagðist
hann vera við Varmárskóla í Mos-
fellsbæ.
Lögreglan brást strax við og
voru lögreglumenn frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu og
sérsveit ríkislögreglustjóra sendir
á vettvang. Talsverður viðbúnaður
var hjá lögreglunni. Við nánari at-
hugun kom í ljós að sá sem hafði í
hótunum var tæplega 14 ára piltur
sem áður hefur komið við sögu
lögreglu.
Lögregla náði fljótlega að stað-
setja piltinn og var hann færður á
lögreglustöð og í framhaldi komið
í hendur barnaverndaryfirvalda.
Sagðist vera við skóla og hafði í hótunum