Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
loftljós
2097/30
Hönnuður Gino Sarfatti
Takmörkuð útgáfa
Verð 265.000,-
Bjarni Jónsson rafmagnsverk-fræðingur bendir réttilega á
stórgallaða málsvörn
Rögnu Árnadóttur
um lögleiðingu gerð-
ar um orkumarkað.
Ragna var ráð-herra í rík-
isstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur og
gerði aldrei, svo vit-
að sé, minnstu
athugasemd við
verstu framgöngu
hennar, og var þó af
mörgu að taka.
Í viðurkenningu fyrir það fékkRagna stöðu aðstoðarforstjóra
Landsvirkjunar án auglýsingar.
Bjarni bendir á það augljósa, aðþað stefnir í að ríkisstjórnin nú-
verandi brjóti stjórnarskrá landsins
með lögleiðingu á Evrópugerð um
Þriðja orkumarkað og stofni til valds
yfir innlendum málum sem er utan
og ofan við framkvæmda- og dóms-
vald landsins.
Bjarni lýkur athugasemdum sín-um svo:
„Það stendur ekki steinn yfir steini
í málflutningi Rögnu Árnadóttur í
téðri Úlfljótsgrein.
Hún hefur kosið að fjalla meðótrúlega yfirborðslegum hætti
um stórmál á sviði íslenzks fullveldis
og á sviði orkumála með þeim afleið-
ingum, að hún hefur villt um fyrir
fólki, sem ekki hefur lagt sig eftir
kjarna þessa máls eftir öðrum leið-
um.
Þetta er í anda málflutnings iðn-aðarráðuneytisins um þetta efni
og lögfræðilega álitsgerð fyrir ráðu-
neytið, sem fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri hjá ESA var fenginn til
að semja.“
Ragna Árnadóttir
Icesave, taka tvö
STAKSTEINAR
Bjarni Jónsson
Veður víða um heim 20.8., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 10 alskýjað
Akureyri 14 skýjað
Nuuk 9 skýjað
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 skýjað
Stokkhólmur 17 alskýjað
Helsinki 14 rigning
Lúxemborg 23 skýjað
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 19 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 23 léttskýjað
París 24 alskýjað
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 21 skýjað
Berlín 23 skýjað
Vín 33 léttskýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 31 léttskýjað
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 29 léttskýjað
Mallorca 32 léttskýjað
Róm 24 þrumuveður
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 23 léttskýjað
New York 21 alskýjað
Chicago 23 þoka
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:38 21:25
ÍSAFJÖRÐUR 5:32 21:41
SIGLUFJÖRÐUR 5:14 21:24
DJÚPIVOGUR 5:05 20:57
„Reynslan hefur verið góð á þessum
tíma, við höfum ekki fengið kvart-
anir og umgengnin hefur verið góð,“
segir Einar Pálsson, forstöðumaður
þjónustusviðs Vegagerðarinnar í
samtali við Morgunblaðið.
Vegagerðin hefur verið að setja
upp áningarstaði fyrir ferðalanga
víða um landið, en á fimmtán þeirra
hefur var sett upp salernisaðstaða,
sem tilraunaverkefni vorið 2017. Um
er að ræða bráðabirgðasalernisað-
stöðu, með svokölluðum „þurrsal-
ernum“ en það eru kamrar sem
þarfnast tæmingar. Þau eru þrifin
daglega og tæmd vikulega að sögn
Einars, sem finnst að dregið hafi úr
umræðunni um skort á aðstöðu og
slæma umgengni við þjóðvegina eftir
að aðstaðan, sem er gjaldfrjáls, var
sett upp. Salernisaðstöðu Vegagerð-
arinnar, sem er opin frá í maí fram í
október, er að finna á eftirtöldum
stöðum:
Við Laufskálavörðu, Djúpá, Jökla-
sel, Þvottá, Fossá, Jökulsá á Dal,
Norðausturveg, Jökulsá á Fjöllum
(Grímsstaði), Ljósavatn, Kirkjuból,
Hvannadalsá, Hvítanes, Melanes
(við flugvöll), Reykjadalsá og Katt-
arhrygg við Norðurá. Von er á sal-
ernisaðstöðu Vegagerðarinnar á
fleiri stöðum eftir um það bil þrjú ár.
ernayr@mbl.is
Reynslan góð af salernisaðstöðu
Tilraunaverkefni Vegagerðarinnar
með salernisaðstöðu á áningarstöðum
Ljósmynd/Vegagerðin
Innlit Umgengni hefur verið prýði-
leg og engar kvartanir hafa borist.
Lögreglan í Vest-
mannaeyjum
birti fjölda ljós-
mynda á Face-
book-síðu sinni
síðasta föstudag
af óskilamunum
frá Þjóðhátíð um
verslunarmanna-
helgina. „Þetta er
helst fatnaður,
töskur, einstaka
svefnpokar auk síma og veskja sem
verða eftir,“ segir Guðmundur Hálf-
dánarson hjá lögreglunni í Vest-
mannaeyjum um þá óskilamuni sem
lögreglan í Eyjum fær til sín eftir að
Þjóðhátíð lýkur. Öllum þeim óskila-
munum sem finnast í Herjólfsdal
eftir Þjóðhátíð er komið til lögregl-
unnar þar. Aðspurður segir Guð-
mundur magn óskilamuna í ár vera
svipað og eftir Þjóðhátíð í fyrra.
„Það er alltaf eitthvað sem ekki er
vitjað en það er alveg furðumikið
sem er sótt,“ segir Guðmundur, en
lögreglan býðst einnig til að senda
munina með pósti til þeirra eigenda
sem ekki búa í Vestmannaeyjum.
Óskilamunir eru geymdir hjá lög-
reglu í eitt ár og einn dag en eftir
það er hlutunum hent, segir Guð-
mundur aðspurður. axel@mbl.is
Í óskilum Skópar í
geymslu lögreglu.
Átt þú skó
í Eyjum?
Fjöldi óskilamuna
eftir Þjóðhátíð í ár