Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Tilkynnt var í gær að tvö íslensk
fyrirtæki, Basalt arkitektar og
Gagarín, hlytu Red Dot-verðlaunin
fyrir uppsetningu sína á Lava eld-
fjalla- og jarðskjálftamiðstöðinni á
Hvolsvelli.
Red Dot-verðlaunin eru al-
þjóðleg hönnunarverðlaun sem
veitt eru af fyrirtækinu Design
Zentrum í Norðurrín-Vestfalíu í
Þýskalandi. Verðlaunin eru meðal
hinna virtustu á heimsvísu og hafa
verið veitt frá árinu 1955.
„Verðlaunin eru afar mikilvæg
viðurkenning fyrir okkur og sýna
glöggt hve samkeppnishæf við er-
um í hönnun á alþjóðavísu,“ sagði
Marcos Zotes frá Basalt arkitekt-
um í fréttatilkynningu. „Árangurs-
ríkt þverfaglegt samstarf er mjög
mikilvægur þáttur þegar tekist er
á við flókin hönnunarverkefni eins
og í Lava Eldfjallamiðstöð.“
Eldfjallamiðstöðin er gagnvirk
upplifunarmiðstöð sem á að fræða
gesti um eldvirkni og jarðskorpu-
hreyfingar á Íslandi. Miðstöðin
var opnuð sumarið 2017 og var
byggingin hönnuð af Basalt arki-
tektum en sýningarhönnunin var í
höndum þeirra og Gagarín. Á
þessu ári hefur sýningin þegar
hlotið ýmis önnur verðlaun, þar á
meðal silfurverðlaun evrópsku
hönnunarverðlaunanna. Bárður
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Lava, segir viðurkenningarnar
sýna svart á hvítu hve góð sýn-
ingin sé.
Hraun Lava hefur þegar hlotið mörg verðlaun.
Lava Centre fær
Red Dot-verðlaun
„Mikilvæg viðurkenning,“ segir Zotes
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég byrja daginn á því að fara í
sturtu og svo tek ég eina róandi,“
sagði foreldri einstaklings með
þroskahömlun sem bíður eftir við-
eigandi úrræði að loknu diplóm-
anámi í framhaldsskóla. Þessi orð lét
foreldrið falla í
samtalið við for-
mann Þroska-
hjálpar um álagið
sem fylgir því
þegar einstak-
lingar með
þroskahömlum
komast hvorki á
vinnumarkað né í
áframhaldandi
nám.
Bryndís Snæ-
björnsdóttir, formaður Þroskahjálp-
ar, segir að viðvarandi úrræðaleysi
fyrir fólk með þroskahömlun að
loknu framhaldsskólanámi sé ekki
nýtt af nálinni. Nú sé hins vegar
mælirinn fullur hjá aðstandendum
sem vita að fenginni reynslu að ekk-
ert breytist nema með baráttu.
„Nú verða yfirvöld að vakna og
bæta úr ástandinu. Þroskahjálp
stendur þétt að baki einstaklingum
með þroskahömlun og aðstandend-
um þeirra,“ segir Bryndís og bætir
við að foreldar hafi verið í sambandi
við Þroskahjálp áður en félagið fór í
sumarfrí og beðið um hjálp. Þá hafi
kviknað hugmynd um að halda stö-
ðufund og kynna niðurstöður hans.
Þroskahamlaðir ólíkir
„Sögurnar eru ólíkar. Það er nú
þannig að fólk með þroskahömlun er
með ólíkar þarfir og er ólíkara inn-
byrðis en gengur og gerist meðal
fólks. Það var sammerkt með fund-
armönnum að þau voru langþreytt á
að fá ekki svör. Þau upplifðu að kerf-
in töluðu ekki saman þannig að að-
ilar bera ábyrgð á málflokknum og
þeir sem bera ábyrgð gagnvart
menntun og atvinnu vísa hver á ann-
an. Enginn taki af skarið né haldi ut-
an um málefni þessara ungmenna.
Bryndís segir réttindamálin tvíþætt.
„Aðalmálið er réttindi fólks með
þroskahömlun, að þau fái að taka
þátt í samfélaginu og fái að mennta
sig. Hitt er hlið foreldranna. Það
lendir á þeim heilmikil umönnun og
utanumhald vegna þess að sumir
geta ekki verið einir heima og þá
þurfa foreldrar að taka sér frí úr
vinnu. Þau ungmenni sem geta verið
heima geta oftast verið það án þess
að fara sér að voða en þau einangrast
algjörlega. Geta tamið sér óæskilega
hegðun og farið meira og meira inn í
sig,“ segir Bryndís sem segir að fólk
með þroskahömlun læri mjög mikið
á aldrinum 20 til 30 ára. Það sé mjög
mikilvægt að þau fái stuðning til þess
að fóta sig í lífinu og það fari ekki
fram á meðan þau séu ein heima og
taki ekki þátt í neinu.
„Það þarf að mæta ungmennunum
þannig að þau fái notið sín og geti
tekið þátt í lífinu. Foreldrar þeirra
eru margir útbrunnir og þroska-
hamlaðir eiga rétt eins og aðrir að
foreldrar þeirra séu foreldrar en
ekki þjónustuaðilar,“ segir Bryndís.
Hún bendir á að háskólanám sé ekki
lausn fyrir alla og vill sjá fleiri tæki-
færi fyrir þroskahamlaða.
„Þroskaskert ungmenni eru mörg
hver listræn og langar að fara í leik-
listarnám, dans og myndlist. Þau
hafa ekki möguleika á því að komast
í slíkt nám þar sem stúdentsprófs er
krafist. Mörg ungmennanna hafa
farið í hússtjórnarskóla en nú er þess
krafist að nemendur hafi a.m.k. einn
eða tvo áfanga í stærðfræði. Sum
þeirra hafa ekki þá færni til en þau
hafa fína færni til þess að taka þátt í
hússtjórnarnámi. Það virðist sem
fleiri dyr lokist en opnist eins og
staðan er í dag.“
Um hundrað
sem vantar úrræði
Bryndís segir að Þroskahjálp
safni ekki persónuupplýsingum og
því sé ekki vitað hversu stór hópur
þarf úrræði en telur að það geti verið
í kringum 100 manns. Hún segir
þroskahömluð ungmenni ekki sjúk-
linga og það fylgi því gríðarlegt álag
að fá ekki viðeigandi úrræði og svör.
29. ágúst eru ungmenni sem eru á
starfsbrautum framhaldsskóla og
þau sem hafa nýlega útskrifast
ásamt foreldrum eru hvött til að
mæta á fund hjá Landssamtökunum
Þroskahjálp til þess að greina vand-
an betur og leita lausna.
Fleiri dyr lokast fyrir
þroskahömluð ungmenni
Listræn ungmenni sem langar í listnám Foreldrar bug-
aðir af álagi Meiri hætta á einangrun og óæskilegri hegðun
Ljósmynd/Unnur Helga Óttarsdóttir
Tímamót Anna Dís Ólafsdóttir og Glódís Erla Ólafsdóttir sem útskrifuðust
af starfsnámsbraut FB fá ekki sömu tækifæri og jafnaldrar við námslok.
Bryndís
Snæbjörnsdóttir
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Nanni buxur
Kr. 6.400
Str. S-XXL
7/8 lengd
Litir: svart, dökkblátt, grátt
a Auðveldara að þrífa penslana
a Gufar ekki upp
a Má margnota sama löginn
a Notendur anda ekki að sér eiturefnum
a Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum
a UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn
Hágæða umhverfisvæn hreinsivara
Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum
Jón Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokks-
ins.
Jón er fæddur árið 1971 og varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1991. Hann lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1994, starfaði sem stýri-
maður til margra ára og er einn af stofnendum
Miðflokksins.Jón Pétursson
Ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Allt um sjávarútveg
Skráðum afbrotum hefur fjölgað í níu
flokkum af fjórtán það sem af er ári
miðað við meðaltal síðastliðin þrjú ár.
Tilkynntum kynferðisbrotum og
þjófnaðarmálum hefur fækkað á sama
tíma. Afbrotum hefur þó fækkað í
flestum brotaflokkum í júlí frá því
sem var síðustu mánuði. Þetta og
fleira kemur fram í nýrri mánaða-
skýrslu um afbrotatölfræði frá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Í skýrslunni kemur meðal annars
fram að það sem af er ári hafi skráð-
um ölvunarakstursbrotum fjölgað um
40% og að fíkniefnaakstursbrotum
fjölgað um 59% miðað við meðaltal á
sama tímabili síðastliðin þrjú ár. 63%
fleiri beiðnir um leit að börnum og
ungmennum bárust lögreglunni og
skráðum tilvikum þar sem lögreglu-
maður var beittur ofbeldi fjölgaði um
66%.
Í júlí bárust Lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu 12 tilkynningar um
kynferðisbrot og hafa henni því borist
um tíu prósent færri tilkynningar um
kynferðisbrot það sem af er ári miðað
við meðaltal á sama tímabili síðastlið-
in þrjú ár. Tilkynningum um þjófnaði
hefur einnig fækkað um átta prósent.
Meðaltal skráðra hegningarlaga-
brota, umferðarlagabrota og tilkynn-
inga um nytjastuld á vélknúnum öku-
tækjum stendur í stað miðað við fyrri
ár.
Fækkun í júlí
Í heild fækkaði brotum í flestum
brotaflokkum, ef miðað er við síðustu
sex eða síðustu tólf mánuði á undan.
Þar á meðal fækkaði hegningarlaga-
brotum úr 795 í júní í 667 í júlí. Einn-
ig fækkaði meiriháttar líkamsárás-
um úr 21 í júní í 13 í júlí og
fíkniefnabrotum úr 207 í í 113 í á
sama tíma.
Skráðum brotum þar sem ökumað-
ur var grunaður um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði
úr 163 í 189 í júní. Þetta er því annar
mánuðurinn í röð þar sem þessi brot
eru flest frá upphafi hjá embættinu.
teitur@mbl.is
Fíkniefnaakstur
eykst um tæp 60%
Fjölgun afbrota í flestum flokkum
Morgunblaðið/Golli
Stöðin Afbrotum fækkaði í júlí frá
því sem var síðustu mánuði.