Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Þegar ég var yngri langaðimig að verða læknir einsog pabbi minn, en þaðvar eitthvað þar sem ég tengdi ekki alveg við. Áhuginn á grasalækningum kviknaði alveg óvart og vatt hratt upp á sig á síð- ustu önninni minni í menntaskóla. Ég rakst á bók um íslenskar lækningajurtir heima hjá mér og varð strax hugfangin af þessum fræðum. Mér fannst svo undarlegt að þessi áhugaverði heimur skyldi ekki hafa verið kynntur mér fyrr og skildi ekki hvers vegna þetta var ekki vinsælla.“ Ingeborg hafði verið að kljást við króníska sýkingu í um hálft ár og var orðin ónæm fyrir öllum sýklalyfjum sem hún prófaði. „Ég fór til grasalæknis og fann um leið að ég ætti heima í þessu fagi. Eft- ir að hafa kynnt mér þessi fræði ágætlega ákvað ég að ég yrði að læra þetta. Ég þurfti lítið að hugsa mig um og hef ekki litið til baka síðan.“ Ingeborg lagði því land undir fót og hélt til Bretlands. „Ég og kærasti minn, sem er líka í námi í London, vorum marga mánuði að leita að háskólum. Í mínu tilfelli var alls ekki um margt að velja þar sem það er í rauninni bara einn háskóli sem kennir vestrænar grasalækningar til BS-gráðu sem er viðurkenndur af National Insti- tute of Medical Herbalists (NIMH). Nú stendur hins vegar til að loka þessari braut þar sem fjárframlög breska ríkisins til námsins munu skerðast. Ég mun sem betur fer ná að útskrifast en bráðum verður erfitt að fá al- mennilega menntun í þessari grein.“ Mörg þúsund ára lækningar Áhugi Ingeborg á náminu er greinilegur, enda um aldagamlar lækningar að ræða. „Vestrænar grasalækningar eru í rauninni þær grasalækningar sem hafa alla tíð verið stundaðar í Evrópu og Norð- ur-Ameríku og eiga rætur að rekja mörg þúsund ár aftur í tím- ann. Í dag er búið að gera rann- sóknir á alls konar jurtum og nú er hægt að sanna mikið af því sem liggur að baki þessari fornu vitn- eskju með vísindalegum aðferðum. Í Bretlandi hefur almenningur mun greiðari aðgang að jurtum til lækninga sem ekki eru leyfðar til notkunar á Íslandi.“ Að sögn Ingeborg eru grasa- lækningar ekki svo ólíkar hefð- bundnum lækningum þar sem báð- ar greinar fást við virk efni sem hafa áhrif á tiltekin kerfi í lík- amanum. Helsti munurinn sé sá að í grasalækningum eru virku efnin í jurtunum ekki einangruð. Hugmyndafræðin í grasalækn- ingum er meðal annars sú að meg- inmarkmiðið sé ekki aðeins að lækna einkenni sjúkdóms, heldur styrkja og styðja við líkamskerfin til að lækna undirliggjandi orsök. „Að sjálfsögðu helst mataræði í hendur við þetta og gefa grasa- læknar oftast lífsstíls- og matar- ráðleggingar ásamt því að blanda sérsniðna jurtablöndu fyrir skjól- stæðinga sína.“ Mismunandi viðhorf Ingeborg finnur töluverðan mun milli landa á viðhorfi til grasalækninga. „Bretland er með sterka jurtalækningamenningu sem hefur ekki dvínað jafn mikið og í mörgum öðrum löndum gegn- um tíðina. Þvert á móti hefur áhugi á þeim farið vaxandi. Þær eru líka mikið stundaðar í Banda- ríkjunum og víða annars staðar í Evrópu, en í Skandinavíu hins vegar virðist hefðin hafa glatast að einhverju leyti. Grasalækningar voru notaðar alls staðar í heim- inum fram að byrjun síðustu aldar en þá tóku nútímalækningar yfir og grasalækningar fóru að missa rödd sína. Í kringum 1970 fóru þær aftur að vaxa að vinsældum og í dag sjáum við einhvers konar jurtalyf í langflestum apótekum.“ Þó svo að notkun jurta til lækninga hafi minnkað undanfarin hundrað ár segir Ingeborg það ekki þýða að virkni þeirra sé eitt- hvað minni. Að hennar mati felst vandinn hugsanlega í því að nú- tímafólk vill auðvelda og skjót- virka lausn við sínum vanda- málum. Fæstar jurtir virki hins vegar þannig. „Það þarf að sýna meiri þolin- mæði, en fyrir vikið duga áhrif þeirra oft lengur og hætta á auka- verkunum er mun minni. Á Íslandi eru starfandi örfáir grasalæknar sem eru með BS-gráðu í faginu og er eitt jurtaapótek starfrækt á landinu, sem Kolbrún grasalæknir rekur. Ég hef starfað þar síðustu sumur.“ Vaxandi áhugi Ingeborg segist finna fyrir greinilegum vaxandi áhuga á grasalækningum hjá Íslendingum. „Draumurinn minn er að hefð- bundnar lækningar og grasalækn- ingar gætu unnið meira saman. Oft kemur fólk til grasalæknis þegar allt annað þrýtur og hefð- bundnar aðferðir hafa ekki skilað árangri. Margir sem leita til grasalæknis eru með langvinna sjúkdóma en aðrir koma vegna minniháttar vandamála eins og flensu og hósta. Grasalækningar eru fyrir alla og ég hvet fólk til þess að líta í bakgarðinn hjá sér því ýmislegt leynist þar. Illgresi eins og haugarfi, túnfífill og brenninetla eru svakalega öflugar jurtir. Ég var til dæmis að reyta arfa um daginn úti í beði og í staðinn fyrir að henda arfanum bjó ég til arfaolíu og arfate. Arfa- olía hefur reynst mörgum vel við alls konar húðsjúkdómum, út- brotum, þurrki og fleiru, og te úr arfa hentar vel fyrir byrjandi flensu. Megnið af fólkinu sem sækir í jurtir er eldra fólk. Ég hefði gaman af því að kynna yngri kynslóðinni þessi fræði, því með aukinni þekkingu getum við lagt heilsuna meira í eigin hendur og þurfum ekki alltaf að reiða okkur á skyndilausnir eins og hefð- bundin lyf.“ En hvað skyldi vera á döfinni hjá þessari dugmiklu konu? „Ég á tvö ár eftir, en það stendur ýmis- legt til boða eftir að ég lýk þessu námi. Til dæmis gæti ég vel hugs- að mér að fara í meistaranám í einhverju meira sérhæfðu, mögu- lega næringarfræði. Ég efast um að ég opni stofu strax, ég verð ennþá svo ung þegar ég útskrifast og það er svo margt sem er svo heillandi við þetta fag sem mig langar til að dýpka mig í.“ Áhuginn kviknaði alveg óvart Ingeborg Andersen er 21 árs gömul og stundar nám í vestrænum grasa- lækningum við Univers- ity of Westminster í London. Ingeborg „Ég hefði gaman af því að kynna yngri kynslóðinni þessi fræði, því með aukinni þekkingu getum við lagt heilsuna meira í eigin hendur.“ Í blómagarði í Marokkó Ingeborg segir að oft komi fólk til grasalæknis þegar allt annað þrýtur og hefðbundnar aðferðir hafa ekki skilað árangri. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.