Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hraðari & hagkvæmari kynslóð af WorkForce ÝR EPSONWORKFORCE Helstu kostir: • Hraðvirk hágæða prentun Allt að 24 síður á mínútu í svörtu og í lit. • Prentar, skannar, ljósritar og faxar. 4 tæki í 1 með og prentar beggja megin. • Miklir tengimöguleikar Þráðlaust net, WiFi Direct, NFC, USB og venjul. nettenging. • Stór blekhylki Hægt að prenta út allt að 5000 blaðsíður með stóru hylki • Prentun og skönnun beint úr síma Ókeypis app til að prenta og skanna beint úr síma. EPSONWORKFORCE PROWF-C5710DW A4 10.9cm 24 ppm ISO 1200 Ný kynslóð af þráðlausum EPSONWorkForce fjölnotatækjum (Prentari/skanni/ljósritun), ný hönnun, hraðari prentun, hagkvæmara blek og umhverfisvænni umbúðir. A4 4.800 x 1.200 dpi Upplausn. PrecisionCore prenthaus og 4 stök blekhylki (DURABrite Ultra) Hægt að tengja með USB, Ethernet/WiFi eða með iPhone/android Appi. Prentar og skannar báðum megin (Duplex) - Þægilegur snertiskjár Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Talið er að um 2,3 milljónir manna hafi flúið frá Venesúela á síðustu fjórum árum vegna efnahagskreppu sem hefur leitt til mikils skorts á matvælum og lyfjum í landinu, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Búist er við að landflóttinn haldi áfram á næstu mánuðum vegna óstjórnar sósíalista undir forystu Nicolás Maduros, forseta landsins. Flestir flóttamannanna segja mat- vælaskortinn vera helstu ástæðu landflóttans og um 1,3 milljónir þeirra þjást af vannæringu. Um 15% allra barna í Venesúela eru vannærð, að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Venesúela býr yfir meiri ónýttum olíuforða en nokkurt annað land í heiminum og var eitt sinn auðugasta ríki Suður-Ameríku. Hugo Chavez hugðist gera það að draumalandi sósíalista þegar hann komst til valda árið 1999, meðal annars með þjóð- nýtingu fyrirtækja. Chavez naut góðs af því að Venesúela var fimmti stærsti olíuútflytjandi heims og olíu- verðið var hátt í heiminum á valda- tíma hans. Fjáraustur hans úr sjóð- um ríkisins jók lýðhylli hans í góðærinu þótt ljóst væri að ríkið safnaði miklum skuldum og stefna hans gæti ekki gengið til lengdar. Nicolás Maduro tók við forsetaemb- ættinu árið 2013 eftir að Chavez lést og síðan hefur allt gengið á afturfót- unum fyrir forsetanum og stjórn hans. Lægra olíuverð síðustu árin stuðlaði að snarversnandi lífskjörum og efnahagsóstjórnin leiddi til óða- verðbólgu. Chavisminn beið skipbrot og Sósíalistaflokkurinn missti meiri- hluta sinn á þinginu í janúar 2016. Maduro hefur stjórnað landinu með forsetatilskipunum og hæstiréttur landsins hefur gert löggjafarvald þingsins óvirkt með því að ógilda lög þess. Spá milljón prósent verðbólgu Versnandi lífskjör leiddu til óeirða og mótmæla eftir að efnahagurinn hrundi árið 2014. Öryggissveitum hefur verið beitt til að kveða mót- mæli niður. Algengt er að vopnaðir verðir séu við innganga stórmarkaða til að koma í veg fyrir gripdeildir. Verðbólgan er nú um 42.000% og hagfræðingar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hafa spáð því að hún verði milljón prósent í lok ársins. Fátækt fólk hefur ekki lengur efni á lífs- nauðsynjum og mörg ungmenni hafa gengið til liðs við glæpahópa til að sjá sér farborða. Mikill skortur er á lyfjum og emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna segja hann stefna lífi margra sjúk- linga í hættu, m.a. rúmlega 100.000 Venesúelamanna sem hafa greinst með alnæmi. Sjúkdómar sem hafði verið útrýmt í landinu, svo sem misl- ingar, malaría, berklar og barna- veiki, hafa skotið upp kollinum aftur og færst stórlega í aukana. Reynt að fela ungbarnadauða Hrunið í heilbrigðiskerfinu hefur m.a. orðið til þess að ungbarnadauði hefur stóraukist á síðustu árum. Stjórnin hefur reynt að fela vandann með því að hætta að birta upplýs- ingar um ástandið, svo sem tölur um fjölda ungbarna sem deyja. Þótt heilbrigðiskerfið sé í lama- sessi vegna fjárskorts hefur stjórnin ekki heimilað aðstoð frá öðrum ríkj- um þar sem það myndi fela í sér viðurkenningu á því að stefna stjórn- valdanna hefði beðið skipbrot, að sögn blaðamanns þýska vikublaðsins Spiegel sem kynnti sér ástandið í sjúkrahúsum í Venesúela. Hann seg- ir að þar sé skortur á nánast öllu; lyfjum, tækjum, starfsfólki, mat- vælum og jafnvel ódýrum áhöldum á borð við penna. „Börnin eru að deyja vegna þess að spilltir embættismenn ríkisins stela peningum, sem eiga að fara í heilbrigðiskerfið, eða nota þá í eitthvað annað,“ hefur Spiegel eftir Oscar Navas, 28 ára lækni á einu sjúkrahúsanna. Á meðal þeirra sem hafa flúið landið eru hundruð lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna sjúkrahúsa. Navas segist geta starfað á sjúkra- húsinu vegna þess að foreldrar unn- ustu hans búi í Bandaríkjunum og sendi þeim peninga. „Allir læknarnir þurfa fjárhagslegan bakhjarl vegna þess að þeir geta ekki lifað á tekj- unum af vinnunni,“ hefur Spiegel eft- ir lækninum. Hann segir að ráða- mennirnir hafi sent vopnaða menn að inngöngum sjúkrahúsa til að koma í veg fyrir að óvelkomnir gestir á borð við blaðamenn geti farið inn í þau til að kynna sér ástandið. „Hér eru fleiri vopnaðir menn en læknar.“ Maduro hefur tilkynnt nýjar efna- hagsaðgerðir sem hagfræðingar telja að geti orðið til þess að verð- bólgan verði enn meiri en milljón prósent í lok ársins. Forsetinn hyggst meðal annars hækka lág- markslaunin um 3.500%, leggja á nýja skatta og fella gengi gjaldmiðils landsins um 95%. Nýr gjaldmiðill, bolívar soberano, var innleiddur í gær og helsta breytingin var sú að tekin voru fimm núll af bólívarnum. Margir hagfræðingar hafa sagt að með breytingunni sé ekki tekið á meginorsök óðaverðbólgunnar, þ.e. stjórnlausri seðlaprentun. Búist er við að stjórnin haldi áfram að prenta seðla til að geta staðið í skilum við lánardrottna og bætt upp minni tekjur ríkisins af olíuútflutningi. Forsetinn segist einnig ætla að hækka verð á bensíni með því að draga úr niðurgreiðslum ríkisins. Forystumenn í atvinnulífinu í Vene- súela telja að aðgerðir stjórnarinnar verði til þess að enn fleiri Venesúela- menn flýi landið. Fjöldaflótti vegna hungurs  Um 2,3 milljónir manna hafa flúið frá Venesúela á fjórum árum  15% allra barna í landinu eru vannærð Breytingar á hagtölum frá því að hann var kjörinn forseti landsins árið 2013 Venesúela á valdatíma Maduros Heimildir: AGS (* spá), seðlabanki Venesúela. OPEC. EcoanaliticaLjósmynd AFP/Juan Barreto Landsframleiðsla í % Verðbólga í % Gjaldeyrisvarasjóður í milljörðum $ Olíuframleiðsla í milljónum fata á ári Ríkisútgjöld % af landsframleiðslu Innflutningur í milljörðum $ 2012 2018* 2012 2018* 2012 2018** 2012 2018 2012 2017 2012 2018 5,6 -18 21 1.000.000 29,9 9,9 66 9,2 2,4 1,4 -15,6 -21,2 (** 15. ágúst) Kólumbía 1,1 milljón* Ekvador 99.000 Perú 280.000 Roraima, Brasilíu 57.000 Flóttaleiðirnar frá Venesúela Heimildir: Flóttamanna- stofnun SÞ, USAID BRASILÍA BOLIVÍA PERÚ EKVADOR KÓLUMBÍA V E N E S Ú E L A PANAMA KOSTARÍKA CHILE ARGENTÍNA PARAGVÆ ÚRÚGVÆ MEXÍKÓ BANDARÍKIN * að meðtöldum Kólumbíumönnum sem hafa snúið aftur til heimalandsins 282.180 Venesúelamenn sóttu um hæli í grannríkjunum á árunum 2014-2018, þar af 113.000 á síðasta ári Hundruð þúsunda manna hafa flúið til grannríkjanna á síðustu árum Boa Vista Cucuta Manaus BRASILÍA LIMA Arauca BOGOTÁ Ipiales QUITO Ibarra 500 km Spenna vegna fólks- flótta frá Venesúela » Vaxandi spenna er í grann- ríkjum Venesúela vegna fjölda- flóttans frá Venesúela. » Forseti Brasilíu, Michel Tem- er, sendi 120 hermenn að landamærunum að Venesúela um helgina eftir að íbúar bæjarins Pacaraima kveiktu í tjöldum flóttamanna frá land- inu. Íbúarnir réðust á flótta- fólkið vegna frétta um að fjórir Venesúelamenn hefðu rænt verslun og gengið í skrokk á eiganda hennar. » Stjórnvöld í Ekvador sögðu um helgina að Venesúela- mönnum yrði ekki hleypt til landsins nema þeir hefðu vegabréf en þau eru nær ófáanleg í Venesúela. » Ríkisstjórn Perú hyggst gera það sama eftir að lögreglan handtók fimm Venesúelamenn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja bankarán. Frans páfi hefur fordæmt óhæfu- verk barnaníð- inga úr röðum presta og að- gerðir yfir- manna kaþólsku kirkjunnar til að hylma yfir með þeim í opnu bréfi til allra kaþ- ólskra manna í heiminum. Embættismenn í Páfagarði sögðu að þetta væri í fyrsta skipti sem páfi fjallaði um málið í slíku bréfi. Í bréfinu er einkum skírskotað til ný- legrar skýrslu þar sem fram kemur að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hylmdu með skipu- legum hætti yfir með 300 prestum sem eru taldir hafa brotið kyn- ferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu á 70 árum. Páfi viður- kenndi að kirkjan hefði brugðist of seint við brotunum og baðst afsök- unar fyrir hönd hennar. PÁFAGARÐUR Fordæmir óhæfu- verk presta Frans páfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.