Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Svanhildur Benediktsdóttir, aðstoðarmaður tannlæknis, á 60 áraafmæli í dag. Hún er stödd með manninum sínum, Guðmundi Ás-birni Ásbjörnssyni, húsasmiði og pípulagningamanni, í Brighton
að halda upp á afmælið.
Þau voru nýlent þegar blaðamaður ræddi við Svanhildi í gær en þau
hjónin verða í Brighton fram á fimmtudag. Hún var ekki búin að ákveða
hvað þau ætluðu að gera í dag, á sjálfan afmælisdaginn. „Við erum núna
að labba um borgina og sjá til hvað við ætlum að gera.“ Svanhildur hef-
ur einu sinni áður komið til þessarar skemmtilegu borgar. „Ég kom
hingað fyrir fjórum árum með vinnufélögunum og fannst tilvalið að
koma aftur enda stutt að fara.“
Guðmundur varð sextugur fyrr á árinu og þá fóru hjónin til Tenerife
með allri fjölskyldunni, börnum, mökum þeirra og barnabörnum. „Það
var dásamlegt en núna ætlum við að njóta þess að vera bara tvö.“
Svanhildur er Njarðvíkingur og vinnur á Tannlæknastofu Benedikts.
Hún hefur starfað sem aðstoðarmaður tannlæknis í 27 ár. „Það er næst-
um helmingurinn af ævinni, en þetta er mjög fínt starf.“
Svanhildur hefur starfað í Lionsklúbbnum Æsu í 30 ár. „Svo eigum
við hjónin mótorhjól sem við ferðumst töluvert á. Höfum farið víða inn-
anlands og fórum líka einu sinni til Færeyja og vorum á mótorhjólinu
þar. Ég er semsagt farþegi á mótorhjólinu.“
Börn Svanhildar og Guðmundar eru Fjóla Jórunn viðskiptafræð-
ingur, Ásbjörn endurskoðandi og Lilja hárgreiðslukona. Barnabörnin
eru sex.
Fjölskyldan Svanhildur, Guðmundur, börn, makar og barnabörn á
Tenerife fyrr í sumar á 60 ára afmæli Guðmundar.
Heldur upp á
daginn í Brighton
Svanhildur Benediktsdóttir er sextug í dag
K
atrín Guðmundsdóttir
fæddist á Ísafirði 21.8.
1948 og ólst þar upp í
foreldrahúsum. Hún
gekk í Barnaskólann á
Ísafirði, lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Ísafirði,
stundaði nám í glerlist við lýðháskól-
ann Engel Holmskole á Jótlandi
1998 og hefur sótt fjölda námskeiða í
glerlist í Danmörku, í leirkeragerð
hér á landi og í almennri handmennt.
„Á Ísafirði voru krakkar kallaðir
púkar, rétt eins og talað er um peyja
í Eyjum. Ég var Hlíðarvegspúki því
við áttum heima við Hlíðarveginn.
Þarna var mikill krakkaskari, sam-
heldni og góður félagsandi og við
lékum okkur úti allan daginn, uppi í
fjalli og í fjörunni en máttum aldrei
fara niður á bryggju. Það voru for-
réttindi að fá að alast upp á þessum
árum í dæmigerðu íslensku
útgerðarplássi þar sem allir þekktu
alla og enginn varð út undan. Ég veit
fátt yndislegra en að heimsækja
æskuslóðirnar og njóta gestrisni
gamalla vina og félaga.“
Katrín byrjaði í fiskvinnslu í
Norðurtanganum á fermingaraldri.
Hún hóf verslunarstörf við Kaup-
félag Ísafjarðar 1968 og starfaði þar
til 1972. Þá flutti hún til Eskifjarðar.
En hvers vegna flytur fólk allt í
einu af Vestfjörðum og á Austfirði?
„Það var Sjallinn á Akureyri sem
sá um það. Bróðir minn átti heima á
Akureyri, ég fór að heimsækja hann,
skellti mér í Sjallann og hitti þar
manninn minn. Þá varð ekki aftur
snúið.“
Á Eskifirði vann Katrín við
Frystihús Eskifjarðar um árabil.
Hún sá um reksturinn á Hótel Eskju
Katrín Guðmundsdóttir, glerlista- og handverkskona – 70 ára
Hjónin Katrín og Kristján stödd á Akureyri í fyrra en þau kynntust þar, í Sjallanum.
Ástin dró hana frá
Ísafirði til Eskifjarðar
Ljós í gleri Glerlampar eru eitt það
vinsælasta úr smiðju Katrínar.
Hafnarfjörður Ylfa Ösp
Árnadóttir fæddist 1. nóv-
ember 2017. Hún vó 3.388
g og var 50,5 cm að
lengd. Foreldrar hennar
eru Árni Óli Ólafsson og
Elva Björk Bjarnadóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
R
GUNA
GÓÐAR
I
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is