Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Ef þú getur sýnt barni að ein bók sé
skemmtileg þá lærir það um leið að
það er önnur skemmtileg bók þarna
úti einhvers staðar,“ segir Ævar Þór
Benediktsson, rithöfundur og sjón-
varpsmaður, með meiru.
Þrjár nýjar bækur hafa á síðustu
mánuðum bæst í útgáfuskrá Ævars
og eru þær hluti af tveimur ritröðum
sem hann hefur unnið að og sent frá
sér á síðustu árum. Annars vegar er
um að ræða Börn Loka og Búkolla í
„Þín eigin saga“-röðinni og hins veg-
ar Ofurhetjuvíddin úr ritröðinni
„Bernskubrek Ævars vísinda-
manns“.
Ævar hafði áður samið fjórar
bækur í „Þín eigin“-röðinni og nutu
þær allar mikilla vinsælda. Nýju
bækurnar, Búkolla og Börn Loka,
eru þó styttri en fyrri bækurnar og
henta að Ævars sögn t.a.m. þeim
sem eru að byrja að læra að lesa, eða
vilja einfaldlega styttri bækur.
Hugsaði að þetta yrði lítið mál
„Ég fékk þessa hugmynd fyrir
nokkrum árum, um svipað leyti og
fyrsta bókin í seríunni var að koma
út,“ segir Ævar aðspurður hvenær
hann hafi ákveðið að bæta léttlestr-
arbókum við ritröðina.
„Þetta lenti í smá salti bara vegna
þess að það var svo mikið að gera hjá
mér og ég var á sama tíma að skrifa
Bernskubrek Ævars vísindamanns
sem kom alltaf út á vorin. Ég hafði
einfaldlega ekki tíma til þess að
sinna þessu verkefni af þeirri natni
sem svona texti krefst,“ segir hann
og bætir við: „Ég hugsaði líka með
mér að þetta yrði ekkert mál þegar
ég færi í þetta. Það kom hins vegar
annað á daginn því það er gríðarleg
vinna sem liggur að baki svona ein-
földum texta sem samt þarf að vera
spennandi og skemmtilegur, og
halda lesandanum í sem fæstum orð-
um. Mér finnst gaman að nota mörg
orð þegar ég segi sögur, svo þetta
þjálfaði aðra vöðva en ég er vanur.“
„Þín eigin“-bækurnar eru sér-
stakar að því leyti að lesandinn ræð-
ur að ákveðnu leyti söguþræðinum.
Lesandanum eru gefnir valkostir í
atburðarás sögunnar og flettir á þá
blaðsíðu sem við á, sem ýmist geta
haft góðan eða hræðilegan endi í för
með sér.
Ævar segir að þrátt fyrir að fyrri
bækurnar í ritröðinni hafi verið
gríðarvinsælar hjá börnum á öllum
aldri séu þær bæði orðmargar og án
mynda að mestu leyti. Hann hafi því
langað að gefa út bækur sem myndu
„hita upp lesendur“ en nýju bæk-
urnar tvær eru glæsilega mynd-
skreyttar af Evönu Kisu.
„Það er hennar verk sem grípur
lesendurna fyrst. Kápurnar eru lítil
listaverk og við megum ekki gleyma
því að hún á alveg helminginn í
þessu.“
Síðasta átakið
Eins og áður segir gaf Ævar líka
nýverið út bók í „Bernskubrek Æv-
ars vísindamanns“-ritröðinni en
fyrstu bókina gaf hann út 2015 og er
nýja bókin, Ofurhetjuvíddin, því sú
fjórða í þeirri röð.
Mörg grunnskólabörn á Íslandi
kannast líklega við bækurnar en
Ævar hefur samhliða útgáfu á röð-
inni staðið fyrir lestrarátaki á hverju
vori.
Fyrirkomulagið hefur verið þann-
ig að börn í fyrsta til sjöunda bekk,
og nú í ár alveg upp í tíunda bekk,
hafa lesið bækur og sent inn lestrar-
miða því til sönnunar. Ævar hefur
síðan dregið úr innsendum miðum og
fimm börn fengið að enda sem per-
sónur í næstu bók hans.
„Fimm krakkar sem tóku þátt í
átakinu í vor voru öll gerð að ofur-
hetjum í Ofurhetjuvíddinni. Á einn
eða annan hátt er ég að kenna smá
vísindi í hverri bók og í þessari bók
er ég svolítið að fjalla um kenningar
um aðrar víddir og aðra heima, og
reyna sjálfur að ná utan um þær og
koma þeim frá mér þannig að það sé
skiljanlegt,“ segir Ævar kíminn.
Spurður um lestrarátakið, sem
Ævar hefur nú staðið fyrir fjögur
ár í röð, segir hann: „Þetta hefur
gengið alveg gríðarlega vel. Á þess-
um fjórum árum hafa verið lesnar
yfir 230.000 bækur.“
Næsta lestrarátak hefst venju
samkvæmt 1.janúar nk. og verður
það í síðasta skipti sem Ævar mun
standa fyrir átakinu. Spurður hvers
vegna það sé segir Ævar: „Þetta er
auðvitað svakaleg vinna, og ég hef
staðið í þessu að mestu einn, ein-
faldlega vegna þess að þetta er
nokkuð sem ég brenn fyrir. Þetta
áttu upphaflega bara að vera þrjú
ár, en svo gekk þetta svo vel að mig
langaði að lengja þetta upp í fimm.
Ég held að það sé flott að það
komi eitthvað nýtt inn sem kveikir
áhuga nýrra lesenda á nýjan hátt.
Ég veit að það er einhver þarna úti
með aðra og skemmtilega hugmynd
að lestrarhvatningu sem mun
hoppa á boltann eins og ég gerði
fyrir fjórum árum þegar ég byrj-
aði.“
Hrollvekjur og vísindaskáld-
sögur í uppáhaldi
Það kemur líklega fáum á óvart að
Ævar hafi verið og sé enn mikill
bókaáhugamaður, og segist sjálfur
hafa lesið mikið sem barn.
„Þegar ég fer í skóla að spjalla við
krakka bendi ég þeim oft á að ef ein-
hverjir þeirra hafi áhuga á að verða
höfundar þá sé það besta sem þau
geti gert að lesa. Ég get sjálfur
dregið beint strik á milli þess sem ég
er að skrifa í dag og þess sem ég las
á bókasafninu í Borgarnesi sem
barn.“
Ævar segir að um þessar mundir
séu vísindaskáldsögur og hroll-
vekjur í uppáhaldi hjá sér og þær líti
gjarnan inn í „Þín eigin“-bækurnar.
„Stundum tekur söguþráðurinn
hræðilega beygju ef lesandinn velur
ekki almennilega. En þá hef ég
reyndar þá afsökun að þetta sé les-
andanum að kenna en ekki mér,“
segir Ævar að síðustu hlæjandi.
Bætir við báðar ritraðirnar
Ævar Þór Benediktsson hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur Síðasta lestrarátakið hefst í janúar
Morgunblaðið/Hari
Fjölhæfur „Það er gríðarleg vinna sem liggur að baki svona einföldum texta sem samt þarf að vera spennandi og skemmtilegur,“ segir Ævar Þór.
Kvikmyndin Undir trénu eftir leik-
stjórann Hafstein Gunnar Sigurðs-
son hlaut aðalverðlaun Anonimul-
kvikmyndahátíðarinnar um þarsíð-
ustu helgi en hátíðin var haldin við
Svartahafið í Rúmeníu, skv. frétt á
kvikmyndavefnum Klapptré. Verð-
launin voru veitt af áhorfendum og
var Hafsteinn viðstaddur verð-
launaafhendinguna. Kvikmyndin
hefur nú hlotið átta alþjóðleg verð-
laun.
Í fréttinni segir einnig að sýn-
ingar á myndinni í Rúmeníu hafi
hafist um helgina og hún hafi verið
tekin til sýningar í Bretlandi á
sama tíma.
Í Bretlandi hafi gagnrýnendur
verið jákvæðir, m.a. gagnrýnandi
dagblaðsins The Independent sem
gaf myndinni fjórar stjörnur af
fimm mögulegum í einkunn. Í
myndinni segir af hatrömmum deil-
um nágrannahjóna um stórt tré í
garði annars þeirra og forræð-
isdeilu ungs pars.
Undir trénu verð-
launuð í Rúmeníu
Átta Undir trénu hefur hlotið átta alþjóðleg verðlaun.