Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 233. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Þetta er bara ömurlegt“ 2. Það er eitthvað í gangi með … 3. Bubbi með rifna slagæð 4. Kveikt í bílum við Öskju í nótt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fimm ný verk eftir útskriftarnema í meistaranámi í sviðslistum við Lista- háskóla Íslands verða frumsýnd 21.- 25. ágúst í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13, Þjóðleikhúskjallaranum, Tjarnar- bíói, Sundhöll Reykjavíkur og Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Frítt er inn á sýningarnar en panta þarf miða á vefnum tix.is til að tryggja sér aðgang. Útskriftarnemendurnir eru Isabella Rodrigues Goncalves, Re- becca Scott Lord, Silja Hauksdóttir, Timothy Andrew Darbyshire og Tobi- as Draeger. Morgunblaðið/Þórður Fimm útskriftarverk MA-nema frumsýnd  Breski danshöfundurinn Lee Proud hefur verið ráðinn til að sjá um sviðs- hreyfingar í söngleiknum Kabarett sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu nú í haust. Proud hefur tekið þátt í uppsetningu fjöl- margra söngleikja víða um heim og nokkurra hér á landi, samið dansa við Billy Elliot, Mary Poppins, Mamma Mia og Rocky Horror í Borgarleikhús- inu. Marta Nordal, leikhússtjóri LA, leikstýrir Kabarett og verður söng- leikurinn frumsýndur 26. október. „Við duttum í lukkupottinn að fá jafn eftirsóttan atvinnumann og stjörnu í danshöfundaheiminum til Akureyrar, en Lee er mjög spenntur fyrir að vinna í hinu sögufræga Sam- komuhúsi,“ er haft eftir henni í tilkynn- ingu. Proud sér um sviðs- hreyfingar í Kabarett Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða skúrir, en sums staðar þokusúld við N- ströndina. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og skýjað að mestu. Dálítil rigning eða súld á A-verðu landinu fram á kvöld, en annars skúrir. Hiti 8 til 14 stig. VEÐUR Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, skorar á íslensku þjóðina að fylla Laugardals- völl í fyrsta sinn á landsleik í kvennaflokki laugardaginn 1. september þegar Sara Björk Gunnarsdóttir leiðir íslenska landsliðið fram á völlinn gegn Þjóðverjum í undan- keppni HM. Leikurinn gæti ráðið úrslitum um hvort HM- draumurinn rætist eða ekki. »1 Vill að uppselt verði á stórleikinn Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, segist hafa hrifist mjög af leik íslenska landsliðsins, skipuðu leik- mönnum 18 ára og yngri sem varð í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu sem lauk í Króatíu á sunnudag. Þá sé greinilegt að liðsheildin sé sterk. Guðmundur lýkur sérstöku lofsorði á Heimi Ríkarðsson, þjálf- ara 18 ára landsliðsins, fyrir vandaðan undir- búning. »4 Liðsheildin sterk og undirbúningur góður Íslandsmeistarar Vals tylltu sér í efsta sæti Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu með sigri á Breiðabliki, 3:1, á Kópavogsvelli í gær í 17. umferð deildarinnar. Valur hefur þar með eins stigs forskot á Breiðablik og á auk þess leik til góða. Guðmundur Karl Guðmundsson tryggði Fjölni annað stigið gegn Víkingi R. með marki á ellefu stundu. »2-3 Valur hafði sætaskipti við Breiðablik ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hey balúba var eina lagið sem kom upp í huga handknattleiksmannsins Victors Berg Guð- mundssonar þegar liðsfélagar hans í þýska liðinu HSG Siebengebirge-Thomasberg skoruðu á hann að syngja lag sem allir gætu sungið með. Þeir voru þá í rútu á leið heim af útileik, þetta var árið 1995 og lagið varð fljótt vinsælt meðal liðsfélaga hans og stuðningsmanna Siebengebirge-Thomas- berg. Núna, 23 árum síðar, er lagið orðið opinber hvatningarsöngur liðsins. Victor, sem nú starfar sem framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmenna- húsa, dvaldi í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni við nám, störf og handknattleiksiðkun á ár- unum 1990-’99, en reyndar stóð ekki til í upphafi dvalarinnar að spila handbolta með krefjandi háskólanámi. Áður en hann gekk til liðs við HSG Siebengebirge, sem hann lék með 1995-’97 og kennt er við sam- nefndan bæ sem er skammt frá borginni Bonn, var hann liðsmaður Bocklemünd og segir þetta hafa verið einstaka upplifun og frábært tækifæri. „Heimamenn og íbúar í Siebengebirge höfðu gífurlegan áhuga á handbolta. Það var mikil upp- bygging og sterk hefð fyrir handbolta á staðnum enda troðfullt á öllum heimaleikjum og mikil stemning. Það var einstakt fyrir mig að upplifa þennan tíma þar sem áhorfendur voru öflugir að hvetja leikmenn með skemmtilegum og persónu- legum hætti. Einhverjir voru komnir með ís- lenska fánann, sömdu og sungu söngva um leik- mennina þegar þeir skoruðu eða vörðust vel og var ætlast til þess að leikmenn veifuðu áhorf- endum þegar þeirra nafn var sungið. Ég fékk fljótlega viðurnefnið „Isi“ sem var stytting á Is- länder.“ Dreki, hvatningarsöngur og styrktarfélag Á næsta heimaleik, eftir áðurnefnda rútuferð, sungu áhorfendur Hey balúba þegar Victor skor- aði mörk, honum til talsverðrar undrunar. „Fljót- lega var þetta orðin föst hefð og var þetta líka sungið við ýmisleg tækifæri hjá liðinu, bæði á leikjum og á öðrum viðburðum á vegum liðsins. Árið 2015 hafði markaðsstjóri félagsins sam- band við mig til að láta mig vita að til stæði að markaðssetja Hey balúba-hefðina sem opinberan hvatningarsöng,“ segir Victor, sem segir að nafn lagsins hafi skolast eilítið til í meðförum Þjóð- verjanna og orðið að Hej palupa. „Það var líka búið að hanna Hej palupa-drekann sem er nú á merki félagsins, á öllum búningum og markaðs- efni. Í byrjun ársins stofnuðu foreldrar, þjálfarar, leikmenn og stjórn félagsins styrktarfélagið Hej palupa til þess að styrkja og styðja við allt barna- og ungmennastarf Siebengebirge,“ segir Victor og bætir við að nú sé verið að skrá söguna um hvernig Hej palupa varð að einkenni félagsins. Að sögn Victors er heiti styrktarfélagsins ekki eingöngu skýr tilvísun í lagið heldur er „Hej“ tákn fyrir þrjár helstu stoðir styrktarfélagsins sem eru: Handball, Engagement, Jugend (Hand- bolti, skuldbinding, æska). Spurður hvort honum hafi einhvern tímann dottið í hug að þetta lagaval hans í rútunni forð- um daga yrði slíkur örlagavaldur segir Victor svo ekki vera. „Það hefði aldrei hvarflað að mér að þessi skyndiákvörðun um að syngja Hey balúba í rútunni í þeirri von að einhver gæti tekið undir yrði til þess að lagið yrði svona sterkur hluti af starfsemi félagsins.“ Örlagaríkur rútusöngur  Hey balúba Victors varð að einkennislagi þýsks handboltaliðs Hey balúba! Victor og dætur hans tvær, þær Svanhvít Berg og Sóley Berg, í treyjum þýska handknattleiksliðsins HSG Siebengebirge sem prýddar eru drekanum Palupa. Handbolti Leikmaður HSG Siebengebirge ásamt tveimur ungum aðdáendum í „Palupa-bolum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.