Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 28

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um þessar mundir eru 80 ár liðin frá þeim sorgaratburði er Guðrún Lár- usdóttir alþingismaður, 58 ára, og tvær dætur hennar, Guðrún Val- gerður, 22 ára, og Sigrún Kristín, 17 ára, drukknuðu í Tungufljóti. Bíll sem þær voru í ásamt eiginmanni Guðrúnar, Sigurbirni Ástvaldi Gísla- syni guðfræðingi, og bílstjóra, Arn- old Petersen, lenti út af vegi og rann þrettán metra niður í Tungufljót í Biskupstungum. Sigurbjörn og bíl- stjórinn komust lífs af. Þetta gerðist rétt upp úr hádegi 20. ágúst 1938 við brúna yfir fljótið þegar fjölskyldan var á skemmtiferð á leið frá Geysi að Gullfossi. Svo alvarlegt bílslys hafði ekki áður orðið hér á landi. Í frásögn Morgunblaðsins af slysinu daginn eftir er haft eftir bílstjóranum að bremsur bílsins hafi verið í ólagi, en hann hafi hert á þeim áður en farið var frá Geysi. Það hafi ekki dugað og þegar tekin var beygja við vegamót- in við Tungufljót hafi þær ekki verk- að og bíllinn runnið stjórnlaust fram af vegarbrúninni, niður snarbratta brekkuna og í fljótið. Fréttin barst með leifturhraða um landið og setti fólk hljótt við tíðindin. Guðrún var þjóðkunn fyrir störf sín á Alþingi, en hún var þingmaður Íhaldsflokksins. Að auki voru þau hjón þekkt fyrir kristniboðsstörf. Harmleikur í Biskupstungum  80 ár frá fyrsta stóra bílslysinu hér á landi  Frú Guðrún Lárusdóttir og tvær dætur hennar drukknuðu er bíll sem fjölskyldan var í rann niður í Tungufljót  Áður óbirtar myndir frá fjölsóttri útförinni Húskveðja Eftir húskveðju á heimili fjölskyldunnar í Ási við Sólvallagötu óku líkbílarnir að Dómkirkjunni og fylgdi þeim mikill mannfjöldi. Ljósmyndir/Vigfús Sigurgeirsson Harmur Séra Sigurbjörn við kistur konu sinnar og dætra. Hann þótti bera sorg sína vel. Líkfylgd Eftir athöfn í Dómkirkjunni var haldið í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.