Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um þessar mundir eru 80 ár liðin frá þeim sorgaratburði er Guðrún Lár- usdóttir alþingismaður, 58 ára, og tvær dætur hennar, Guðrún Val- gerður, 22 ára, og Sigrún Kristín, 17 ára, drukknuðu í Tungufljóti. Bíll sem þær voru í ásamt eiginmanni Guðrúnar, Sigurbirni Ástvaldi Gísla- syni guðfræðingi, og bílstjóra, Arn- old Petersen, lenti út af vegi og rann þrettán metra niður í Tungufljót í Biskupstungum. Sigurbjörn og bíl- stjórinn komust lífs af. Þetta gerðist rétt upp úr hádegi 20. ágúst 1938 við brúna yfir fljótið þegar fjölskyldan var á skemmtiferð á leið frá Geysi að Gullfossi. Svo alvarlegt bílslys hafði ekki áður orðið hér á landi. Í frásögn Morgunblaðsins af slysinu daginn eftir er haft eftir bílstjóranum að bremsur bílsins hafi verið í ólagi, en hann hafi hert á þeim áður en farið var frá Geysi. Það hafi ekki dugað og þegar tekin var beygja við vegamót- in við Tungufljót hafi þær ekki verk- að og bíllinn runnið stjórnlaust fram af vegarbrúninni, niður snarbratta brekkuna og í fljótið. Fréttin barst með leifturhraða um landið og setti fólk hljótt við tíðindin. Guðrún var þjóðkunn fyrir störf sín á Alþingi, en hún var þingmaður Íhaldsflokksins. Að auki voru þau hjón þekkt fyrir kristniboðsstörf. Harmleikur í Biskupstungum  80 ár frá fyrsta stóra bílslysinu hér á landi  Frú Guðrún Lárusdóttir og tvær dætur hennar drukknuðu er bíll sem fjölskyldan var í rann niður í Tungufljót  Áður óbirtar myndir frá fjölsóttri útförinni Húskveðja Eftir húskveðju á heimili fjölskyldunnar í Ási við Sólvallagötu óku líkbílarnir að Dómkirkjunni og fylgdi þeim mikill mannfjöldi. Ljósmyndir/Vigfús Sigurgeirsson Harmur Séra Sigurbjörn við kistur konu sinnar og dætra. Hann þótti bera sorg sína vel. Líkfylgd Eftir athöfn í Dómkirkjunni var haldið í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.